Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 5 I>V Fréttir Samband dýraverndunarfélaga íslands kæra fýlsdráp: Fara fram á ítarlega opinbera rannsókn - á fuglaveiðum í Mýrdal og þátttöku barna í þeim Samband dýravemdunarfélaga ís- lands, SDÍ,. hefur sent sýslumannin- um í Vík í Mýrdal kæru, þar sem farið er fram á opinbera rannsókn á því hver hafi veitt fugla þá, sem sjá mátti á mynd, sem birtist í DV hinn 30. ágúst. Málið snýst um árlegar fýlaveiðar í Mýrdalnum og á myndinni mátti sjá þrjú böm undir lögaldri. Stærsti drengurinn hélt á stórum lurki sem hann hefur reitt til höggs, að því er virðist, til að berja fýl eða stálpaðan fýlsunga sem situr á jörðinni fyrir framan hann. „Á hann sér einskis ills von en hin börnin horfa á með sýnilegri velþóknun," eins og segir í tilkynn- ingu Samtakanna. Vitnað er til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og viiltum spendýrum og reglugerð um veiði- kort og hæfnispróf veiðimanna. Þá segir einnig í tilkynningu SDÍ: „Fólk virðist nú orðið líta á fýls- ungadráp eins og hverja aðra fjöl- skylduskemmtun þar sem bæði full- orðnir og börn taka þátt 1 því aö rota fýlsunga. Á þessum tíma eru fýlsung- amir að verða fleygir en þeir eru þungir á sér og hlassast niður á jörð- ina, áður en þeir ná að hefja sig á loft. Þá er tækifærið gripið og ungarnir rotaðir. Hér er um að ræða siðlausar aðfarir, sem eru sérstaklega til þess fallnar að rýra virðingu manna og sérstaklega bama, fyrir góðri meðferð dýra og dýravemd almennt. Samband dýravemdunarfélaga ís- lands SDÍ telur því að hér kunni að hafa verið framið gróft og siðlaust brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á viiltum fuglum og villtum spendýrum og reglum settum sam- kvæmt þeim og hefur óskað eftir því við sýslumanninn í Vík, Mýrdal, að fram fari ítarleg opinber rannsókn á því, hver veiddi fuglana í tengi- vagninum og hvort hann hafi haft til þess leyfi. Og jafnframt að rann- sakað verði hvort börnin á mynd- inni hafi veitt eitthvað af þessum fuglum og sé svo, hver beri ábyrgð á þátttöku þeirra í framangreindum veiðum.“ -HKr. Fyrrum starfsmenn Silfurtúns segja fyrirtækiö rugl og höfða mál vegna vangoldinna launa: Eigandinn telur framtíðina biarta - og segir endurskipulagningu ganga vel og árið hafa verið gott „Þetta er bara rugl. Það er engin framleiðsla í þessu fyrirtæki. Þetta er búið,“ segir Pálmi A. Franken, einn þriggja fyrrverandi starfs- manna eggjabcikkavélafyrirtækisins Silfurtúns ehf. í Garðabæ, sem hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu vegna vangoldinna launa. Kröfur þre- menninganna eru að stærstum hluta vegna uppsagnarfrests en að nokkru leyti einnig vegna vangold- inna launa frá því áður en þeir létu af störfum. Vorum að afhenda vél Friörik R. Jónsson, eigandi Silf- urtúns, hefur aðra sögu að segja af stöðu fyrirtækisins. Friðrik segist hafa keypt Silfurtún af fyrrverandi meðeigendum sínum þegar erfið- leikar steðjuðu að fyrirtækinu sl. vetur. Starfsemi fyrirtækisins hefur falist í framleiðslu eggjabakkavéla og hafa þær m.a. verið seldar til Suður-Ameríku og til Kína. Silfur- tún hefur tapað hundruðum millj- ónum króna í gegnum tíðina. „Það hefur gengið mjög vel i ár og fyrirtækið er nokkum veginn kom- ið í gegnum endurskipulagningu," segir Friðrik. Hann segir fram- leiðslu vera í gangi í Silfurtúni. „Þetta fer eftir verkefnum. Við vorum að afhenda vél og erum að af- henda stórt verkefni í þessari viku. Svo gæti komið vikutöf á meðan næsta verkefnis er beðið. En það eru mjög góðar framtiðarhorfur," segir Friðrik. GAR Silfurtún í Garðabæ DV-MYND TEITUR Litiö til veðurs Sjómaöurinn lítur örstutta stund upp frá vinnu sinni og hugar aö mannaferö- um. Veöriö hefur mikiö aö segja í starfi hans. Ljúfir sumardagar eru liönir og haustiö er komiö. Þaö er því allra veöra von. Norðurá í Borgarfirði: Eingöngu leyfö fluguveiði næsta sumar - ástæðan mikil óánægja með ofveiði „maðkaholla“ Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Norðurár hafa ákveðið að gera Norðurá í Borgarfiröi að fluguveiöiá og leyfa eingöngu flugu- veiði I ánni næsta sumar. Þessi ráð- stöfun er samhljóma ákvörðun fé- laganna. Verður þessi breyting að teljast marka þáttaskil í sögu félaganna, en nokkrar veigamiklar ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun og þá stærst sú mikla óánægja sem verið hefur með þá ofveiði sem átt hefur sér stað í svokölluðum „maðkaholl- um“ i veiðiánum og þá Norðurá líka. Félögin stíga skreíið ekki alveg til fulls, því maðkveiðin verður leyfð fyrstu þrjár vikurnar. Fluga hefur eingöngu verið leyfð í Qórum veiðiám hérlendis, Haf- fjarðará, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og svo núna Noröurá. DV hefur heimildir fyrir því að jafnvel verði fleiri laxveiðiár gerðar að flugu- veiðiám, áður en næsta sumar geng- ur í garð. Krafan er allavega mjög hávær. -G.Bender Hinsti hvílustaður Smárans Smári SH 221 hefur beöiö þess í rúmt ár aö athafnasvæöiö á Rækjunesi viö Stykkishóim veröi stækkaö og mokaö veröi yfir hræiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.