Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV Rithöfundar lesa úr verkum sínum í Iðnó í kvöld kl. 20.30 verður upp- lestur í Iðnó á vegum Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar. Upples- arar verða: Jógvan Isaksen, Nora Ikstene, Ivan Klima, Sjón og Pétur Gunnarsson. Erlendu rithöfundarnir lesa upp á eigin tungumáli. Þýðing á íslensku verður sýnd samtímis á tjaldi. Aðgangur ókeypis. Krár ■ PÍLA Á GRÁNP í kvold er píiu- kastmót f Mekka spilamennskunn- ar, Grand Rokk. Mótin hafa verið mjög vel sótt og eru vinsæl meðal bjórbelgja. ■ ÚLPA Á GAUKNUM Hljómsveitin Úlpa er búin að vekja á sér nokkra athygli undanfariö og kemur fram á Gauknum í kvöld. Klassík ■ SEPTEMBERTONLEIKAR SEL- FOSSKIRKJU I dag verða þriöju tón- leikarnir í röðinni Septembertónleik- ar Selfosskirkju . Áriö 2000 eru lið- in 250 ár fra láti Johanns Sebastl- ans Bachs. Á öllum tónleikunum mun minning hans heiðruð með því aö a.m.k. eitt stórverk hans,verður leikið á hverjum tónleikum. Á tón- leikunum þann 19. september verð- ur eingöngu leikin verk eftir J.S. Bach. Allir tónleikarnir eru orgeltón- leikar. 1 dag, á þriðju tónleikunum, leikur Haukur Guðlaugsson. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 og eru innan við 50 mín. langir. Aðgangur er ókeypis. ■ SÖNGLÖG í SALNUM í kvöld verða haldnir söngtónleikar í Salnum í Kópavogi. Jóhanna Ósk Valsdóttir messósópran og Krystyna Cortes á píanó flytja sönglög eftir Grleg og Brahms, íslensk sónglög og ariur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Fundir ■ ÁÐALFUNPURSAGNFRÆÐINGA Aðalfundur Sagnfræðlngafélags Is- lands verður haldinn í dag kl. 19.30. í Þjóðmenningarhúsinu. Venjuleg að- alfundarstörf, skoðunarferð um hús- ið og siðareglur sagnfræöinga lagð- ar undir fundinn til samþykkis. Einnig munu Agnar Helgason mann- fræðingur og Sigrún Slgurðardóttir líffræðingur halda fyrirlestur um upp- runa íslendinga. ■ BÓKMENNTIR OG KVIKMYNDIR Kl. 15 í dag veröa haldnar pall- borðsumræður í Norræna húsinu í tengslum við Alþjóðlegu bók- menntahátíðina sem stendur yfir í Reykjavík þessa dagana. Umfjöllun- arefnið er bókmenntir og kvikmynd- ir. Þátttakendur í umræðunum verða: Hallgrímur Helgason, Einar Már Guðmundsson, Monlka Fager- holm og Linn Ullmann. Stjórnandi umræðnanna er Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Dagskráin fer fram á Norö- urlandamálum. Aðgangur ókeypis. ■ NÁTTÚRAN í BANDARÍSKU LANDSLAGSMALVERKI I kvöld kl. 20:00 flytur Willlam Cronon fyrirlest- ur á vegum Mannfræðistofnunar Há- skóla íslands, Endurmenntunar- stofnunar og Listasafns Reykjavík- ur. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Tell- ing Tales on Canvas: Landscapes of Frontier Change. Fyrirlesturinn veröur fluttur í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur við Tryggvagötu. William Cronon er prófessor t sögu, landafræði og umhverfisfræöum við Wisconsin haskóla í Madison. Hann er kunnur fyrir rit sín um umhverfis- mál og umhverfissögu. Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.is OV-MYND EINAR J. Skyndibitastaður í 70 ár Guðrún Kristmundsdóttir tók við rekstri pylsuvagnsins af föður sínum sem tók við af móður sinni og alnöfnu Guðrúnar. Pylsuvagninn Bæjarins bestu kúrir nú heldur einmanalegur við Tryggvagötu: Hljótum að fá að vera - segir framkvæmdastjóri þessa gamla fjölskyldufyrirtækis Þeir sem farið hafa um miðbæ Reykjavíkur undanfarna daga hafa vafalaust tekið eftir því að í Tryggvagötu þar sem Potturinn og pannan og Bæjarins bestu stóðu hlið við hlið stendur nú pylsuvagn- inn einn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um lóð- ina þar sem húsið hefur verið rifið en reiturinn allur mun vera til skoðunar. Bæjarins bestu er eitt af elstu fyr- irtækjum í miðborginni og því er ekki laust við að mönnum leiki for- vitni á að vita hvort einhverjar breytingar séu í sjónmáli í rekstri þessa rótgróna pylsuvagns. Langar að laga aðkomuna „Ég veit ekki annað en við fáum að vera áfram á þessum stað,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bæjarins bestu. „Ég hef verið að tala um þetta við borg- aryfirvöld síðastliðin 14 ár og mér hefur ekki verið sagt að ég eigi að fara þannig að ég geri ráð fyrir að fá að vera þama áfram.“ Guðrún seg- ist einnig lengi hafa haft hug á að gera aðkomuna að pylsuvagninum snyrtilegri og skemmtilegri. „Sér- staklega langar mig að losna úr strætórennunni sem er svo nálægt okkur núna, t.d. var strætisvagn nærri búinn að keyra niður heila biðröð í vetur," segir Guðrún. Pylsuvagninn er 70 ára gamalt fyrirtæki sem hefur verið í eigu fjöl- skyldu Guðrúnar alla tíð. Jón Sveinsson, afi Guðrúnar stofnaði fyrirtækið 1930. Hann dó ungur og ekkja hans Guðrún Kristmundsdótt- ir, amma Guðrúnar tók þá við rekstrinum, því næst tók Krist- mundur Jónsson, faðir Guðrúnar við og loks Guðrún sem hefur alfar- ið séð um reksturinn síðan 1989. „Ég trúi ekki öðru en að borgin ætli að sjá sóma sinn í því að leyfa mér að vera þarna áfram," segir Guðrún og bætir við að fyrirtækið sé einnig fyrsti skyndibitastaður á íslandi. „Við vorum á Lækjartorgi í upphafi og í þá daga voru pylsumar af- greiddar í nokkurs konar vinar- brauði, svo gat fólk fengið sér volga mjólk með ausu úr jámfötu með.“ Pylsuvagninn kom svo við í Kola- sundi, milli Austurstrætis og Hafn- arstrætis, á leið sinni að þeim stað sem hann stendur nú. Pylsuvagninn er á hjólum þótt þau séu nú grafm i jörð og hefur ekki lóð hvorki til leigu né eignar. „Við höfum ítrekað farið fram á við borgaryfirvöld að fá að kaupa þessa lóð eða hluta hennar en alltaf feng- ið synjun. Ég trúi samt ekki öðru en við fáum að vera þama áfram.“ Eíogagnrýní Háskólabíó - Hjartaó á réttum stað: ic Lært að standa á eigin fótum „Ég hef aldrei átt heimili sem ekki er á hjólum," seg- ir hin sautján ára Novalee Nation (Natalie Portman) í Hjartað á réttum stað (Where the Heart Is) þar sem hún situr, kasólétt, i bíldruslu sem bamsfaðir hennar hafði keypt. Þau em á leið frá Tennessee til fyr- irheitna landsins, Kalifom- íu. Novelee nær þó aldrei út fyrir Oklahoma, þar sem kærastinn reynist hinn mesti drullusokkur og stingiu af þegar Novelee þarf að fara á klósettið í Bónus þeirra Ameríkana, Wall Mart. Það er því ekki margt sem Novalee getur gert. Hún á enga fjölskyldu og þekkir engan í þeim bæ þar sem hún er orðinn strandaglópur svo að hún tekur upp á því að búa í stórmarkað- inum á nóttunni og ráfar um bæinn á daginn. Þegar svo kemur að því nótt eina að hún verður léttari er hún stödd í búðinni. Að sjálfsögðu kemst upp um líf hennar undanfam- ar vikur og í stað þess að kæra hana Inn I söguna af Novalee koma margar persónur, sem flestar standa eins og klettar við hlið hennar. Fomey (James Frain) er bókavörður, sem hafði fylgst með henni og hjálpar henni í bamsburðinum og verður sérstakur vemdari mæðganna; Lexie (Ashley Judd) er seinheppin í ásta- málum, hefur átt fimm böm án þess að eignast eig- inmann, hún verður besta vinkona Novalee; Sister Hushand (Stockard Chann- ing) er trúrækin, fyrrum alkóhólisti sem tekur Novalee og dóttur hennar að sér og svo er það Willie Jack (Dylan Bmno), bams- faðirinn, einskis virði per- sóna, sem eftir fangelsis- vist reynir fyrir sér sem kúrekasöngvari. Hjartað á réttum stað er meló- drama sem er oft á mörkum væmni. Myndin er frekar laus i rásinni, lang- dregin og handritið er illa skrifað. Það er til að mynda aðeins til að lengja myndina og veikja hana að Novalee Nation myndar eftir fellibyl. Natalie Portman i hlutverki stúikunnar sem á barn í stór- markaði. gerir Wall Mart hana að hetju. Novalee er góð sál og kann að aðlag- ast og er fljót að koma sér vel fyrir í bænum, eignast vini og framtíðin er nokkuð björt fyrir þessa ungu stúlku sem loksins lærir að standa á eigin fótum. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. vera að skipta yfir í lífsferil Willies Jacks. í raun hefði átt að skrifa hann út úr myndinni um leið og hann hvarf af bílastæðinu við Wall Mart og dvelja frekar við áhugaverðar per- sónur eins og Lexie, Sister Husband og móður Novelee, Mama Lil, sem Sally Field leikur snilldarlega í tveggja mínútna atriði. Og þar emm við komin að því sem í raun bjargar myndinni og það em leikaramir, sem ná þrátt fyrir að vera með í höndunum illa skrifað handrit, að gera persónurnar áhugaverðar. Natalie Portman, sem með hverri mynd sýnir að hún er framtíðin í Hollywood er lágstemd í leik sínum og mjög trúverðug. Hún lætur aðra um fyndnu og dramtísku setningam- ar en er samt kjölfestan í atburða- rásinni. Ashley Judd og Stockhard Channing em ekki síður frábærar í hlutverkum lifsreyndra kvenna, sem eru með hjartað á réttum stað. Leikstjóri: Matt Williams. Handrit: Lovell ganz og Babloo Mandel. Kvikmyndataka: Richard Greatex. Tónlist: Mason Daring. Aöalhlutverk: Natalie Portman, Ashley Judd, Stockard Channing, Joan Cusack og James Frain.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.