Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Útlönd !OV Unnið aö björgun Slökkviliösmaöur og sjálfboöaliöi vinna aö björgunarstörfum á tjald- stæöinu á Ítalíu þar sem 12 létust. Harmleikurinn á tjaldstæðinu í lögreglurannsókn ítalska lögreglan rannsakar nú harmleikinn á tjaldstæðinu á Suð- ur-ttaliu, þar sem tólf manns létu lífið í flóðum um helgina, sem manndráp af gáleysi. Fimm manna er enn saknað. Tjaldstæðið var að hluta til í ár- farvegi og hefði átt að vera búið að loka því. Lögreglan hefur lagt hald á skjöl í sveitarfélaginu þar sem tjald- stæðið var. Mikil reiði ríkir á Ítalíu vegna slyssins sem minnir landsmenn enn einu sinni á hvaða afleiðingar ólög- legar framkvæmdir og litilsvirðing gagnvart náttúrunni geta haft í fór með sér. Umhversissinnar höfðu varað við hættunni. Li Peng í Moskvu: Gagnrýnir eld- flaugavarnir BNA Li Peng, forseti kínverska þings- ins, kom til Moskvu í gær til við- ræðna við rússneska ráðamenn. Hann hafði ekki fyrr stigið fæti á rússneska grund en hann tók að gagnrýna fyrirhugað gagnflauga- vamarkerfl Bandaríkjanna. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur frestað ákvörðun um hvort kerflnu verður komið upp og mun eftirmaður hans þurfa að kveða upp úr um það. „Breið fylking ríkja, þar á meðal Kína, Rússland og Kórea, verður að vera á varðbergi gagnvart þessum fyrirætlunum," sagði kínverski þingforsetinn þegar hann steig út úr flugvélinni í Moskvu. Brúða brennd Andstæöingar hnattvæöingar brenna brúöu af forsætisráöherra Ástralíu. Mótmæla hnatt- væðingu í Ástralíu Lögregla i Melboume í Ástralíu átti í útistöðum við andstæðinga hnattvæðingarinnar í morgun fyrir utan ráöstefnuhöll þar sem samtök- in World Economic Forum halda fund. Lögreglan sagöi aö þrír mótmæl- endur hefðu verið handteknir í átökunum. Skipuleggjendur mótmælanna hrósuðu sigri yfir að hafa truflað fundahöld efnahagssérfræðinganna með embættismönnum Asíulanda. Dularfull fjölgun kjósenda er Pútín var kjörinn forseti: Kosningasvindl tryggði sigurinn Umfangsmikið kosningasvindl tryggði Vladimir Pútín sigurinn í fyrstu umferö forsetakosninganna í mars síðastliðnum. Þetta fullyrðir blaðið Moscow Times sem rannsak- að hefur málið undanfama mánuði. Blaðið greinir frá því að kjörseðl- ar frá Moskvu hafi horfið. Fjölbýlis- hús hafi skyndilega fengið viöbótar- hæðir með kjósendum sem allir greiddu Vladimir Pútín atkvæði sitt. Starfsmönnum hins opinbera var hótað brottrekstri kysu þeir ekki frambjóðanda Kremlar og borgarstjórar, sem gátu ekki afhent atkvæði er lofað hafði verið, neydd- ust til að fara frá. Þetta eru nokkur dæmi um kosn- ingasvindlið sem Moscow Times greinir frá. Samkvæmt blaðinu var kosningasvindlið svo umfangsmikið að Pútín hefði varla sigrað i fyrstu umferð hefði verið um heiðarlegar kosningar að ræða. Enginn dregur Vladimir Pútín Borgarstjórar neyddust til aö taka pokann sinn afhentu þeir ekki pöntuöu aukaatkvæöi handa Pútín. þó í efa að Pútin hefði auðveldlega sigrað leiðtoga kommúnista, Gennadí Zjúganov, í annarri um- ferð. Lögreglumaður, sem kaus Zjúga- nov, mótmælti þegar hann þremur vikum eftir kosningamar varð vitni að því að margir pokar með kjör- seðlum, með atkvæðum ætluðum Zjúganov, voru brenndir. í mörgum héruðum fjölgaði kjós- endum á dularfullan hátt. Sam- kvæmt upplýsingum frá yfirkjör- stjóm, þar sem allar tölur eru skráðar, fjölgaöi rússneskum kjós- endum frá þingkosningunum í des- ember siðastliðnum til forsetakosn- inganna í mars um 1,3 milljónir. í ljósi þess hversu fylgi frambjóð- endanna var jafnt i kosningabarátt- unni þykir ljóst að kosningasvindliö var afgerandi. Pútín sigraði með 52,94 prósentum eða 2,2 milljónum atkvæða. Vopn gerð upptæk í Kosovo Friöargæsluliðar eyöilögöu í gær vopn, sprengiefni og skotfæri sem þeir tóku af albönskum skæruliöum og Serbum nálægt bænum Klecka í Kosovo í júní síöastliönum. Stoltenberg og Hagen rifust um olíumilljarða Deilan um norsku olíumilljarð- ana braust út í rifrildi í gærkvöld þegar forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, og leiðtogi Fram- faraflokksins, Carl I. Hagen, tókust á í sjónvarpskappræðum. Ásakanir og fuflyrðingar á báða bóga voru harðskeyttar. Stoltenberg sagði Framfaraflokk- inn lofa meiru en hann gæti efnt. Hagen spurði hvers vegna fylgið hryndi af Verkamannaflokknum. „Fólk er æft. Noregur er stórauð- ugt land og olíumilljarðamir streyma inn. Hinn almenni borgari skilur ekki hvers vegna ómögulegt er að nota eitthvað af aukamilljörð- unum, sem koma inn vegna hás ol- íuverðs, til að koma hlutunum i lag á sjúkrahúsunum og lækka verð á bensíni. í þættinum lofaði Stoltenberg að Carl I. Hagen Segir Norömenn ekki skilja hvers vegna olíumilljaröarnir séu ekki notaöir til aö koma ástandi á sjúkrahúsum í lag og lækka bensín. skoða tölur en hann neitaði þvi að nefna einhverjar ákveðnar upphæð- ir. Hann gat þess að fjárlagafrum- varp stjómarinnar yrði lagt fram eftir þrjár vikur. „Framfaraflokkurinn vill fá minna fé inn í ríkiskassann og meira fé út úr honum. Það er ekkert samræmi i þessu. Auk þess á flokk- urinn við risastóran vanda að stríða. Hann er sá að Hagen hefur lagt fram tillögu um breytingu á stjóm- arskránni um að merkja skuli olíu- sjóðinn ellilifeyrisþegum. Það er ekki hægt að nota sömu peningana mörgum sinnum," benti Stoltenberg á. Við þessum orðum fussaði Hagen og gaf í skyn að Stoltenberg hefði misskilið málið. Fylgi Framfaraflokksins hefur stóraukist að undaníomu. Stuttar fréttir Erfitt fram undan í gær að 'leiðm fram hafsins yrði erfið en lofaði því að Bandaríkin myndu gera það sem þau gætu tfl að þoka viðræðum áleiðis. Samningamenn ísraela og Palestínumanna voru bjartsýnni og sögðu að frestun stofnunar Palestínuríkis hefði hleypt nýju lífi i friðarferlið. Vill ganga í NATO Færeyski landstjómarmaðurinn Bjami Djurholm vifl að Færeyingar gangi í NATO fái þeir sjálfir stjóm á utanríkis- og vamarmálum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við fær- eyska blaðið Sosialurin í morgun. Sr 7 H------------ Geimfarar í geimgöngu Bandarískir og rússneskur geim- farar fóru í rúmlega sex klukku- stunda langa geimgöngu úr geim- ferjunni Atlantis í gær og sinntu störfum við alþjóðlegu geimstöðina. Öll áhööi Atlantis býr sig nú undir að fara inn i geimstöðina. Hvorki olía né gas Hvorki olía né gas fundust við til- raunaboranir við vesturströnd Grænlands, að þvi er olíufélagið Statoil tilkynnti í gær. Engir lestrarörðugleikar Kosningastjór- ar Georges W. Bush, forsetaefn- is repúblikana í Bandaríkjunum, visa á bug fregn- um um að Bush kynni að þjást af dyslexíu, eða lestrarörðugleik- um. Hugmyndinni var velt upp í grein í tímaritinu Vanity Fair. Blaðamaður drepinn Byssumenn i Kólumbíu, sem segj- ast fylgja dauðasveit andkommún- ista að málum, myrtu blaðamann og losuðu sig við lík hans á afskekkt- um þjóðvegi. Kohl aftur i vinnu EHelmut Kohl, landskanslari, sótti í gær fund þing- flokks kristilegra demókrata í fyrsta sinn frá því ólög- legir leynireikning- ar hans og flokks- ins voru gerðir opinberir. Aukin friðargæsla Friðargæsluliðar S.Þ. í Sierra Le- one hertu í gær eftirlit sitt á aöal- þjóöveginum út úr höfuðborginni Freetown þegar breskir fallhlífar- hermenn tóku að yfirgefa landiö eft- ir aö hafa bjargað sex breskum her- mönnum úr gíslingu uppreisnar- manna. Fjórir týndu lífi í úrhelli Fjórir menn týndu lífi í flóðum og skriðuíollum af völdum mesta úr- hellis í Japan í að minnsta kosti heila öld og yfirvöld hafa hvatt þús- undir til að fara að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.