Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
Fréttir
Mikil ólga á Dalvík vegna fyrirhugaðrar kjúklingaframleiðslu:
Fæ kjúklingaslát-
urhús á tröppurnar
- segir sáróánægður íbúi við aðalgötu bæjarins
Kjúklingasláturhús á tröppurnar DVMYND GK
Björgúlfur Lúövíksson fyrir framan heimili sitt á Dalvík, en þar er fyrirhugaö aö setja niöur kjúkiingasiáturhús viö aðalgötu bæjarins. Þessar
fyrirætlanir hafa valdiö mikilli óánægju meöal íbúa og hefur veriö hætt viö byggingu vistvæns hótels í bænum af þessum sökum.
„Ég er að fá kjúklingasláturhús á
tröppurnar hjá raér og það líst mér
mjög illa á,“ sagði Björgúlfur Lúðvíks-
son, íbúi að Hafnarbraut 10 á Dalvík.
Fyrirhugað er að setja niður
kjúklingasláturhús við aðalgötu Dal-
víkur. Það verður beint á móti heim-
ili Björgúlfs. Þessar fyrirætlanir hafa
valdið mikilli óánægju meðal íbúa.
M.a. hefur verið hætt við byggingu
vistvæns hótels í bænum af þessum
sökum.
Rögnvaldur S. Friðbjörnsson, bæj-
arstjóri á Dalvík, sagði við DV að fyr-
irhugað væri að hafa hænsnabúgrein-
ina á fjórum stöðum. Varphænur
yrðu í ónotuðu rækjuvinnsluhúsi á
Árskógsströnd , eldishús yrðu á landi
Ytraholts í nágrenni Dalvíkur og
kjúklingasláturhúsið við Hafnarbraut
á Dalvík. Hið ,síðastnefnda yrði til
húsa í gömlu rækjuverksmiðjunni
sem staðið hefði auð. Fyrirhugað væri
að byggja við núverandi húsnæði og
hefðu bæjaryfirvöld gefið vilyrði fyrir
lóð við rækjuverksmiðjuna. Ekki
hefði verið tekin ákvörðun um stað-
setningu útungunarstöðvar enn.
Eigendur þessara nýju fyrirtækja
verða íslandsfugl, Samherji, Dalvíkur-
byggð og nokkrir einstaklingar. Sam-
herji lagði til rækjuverksmiðjuhús-
næðið og kom inn í reksturinn í stað-
inn. Rögnvaldur sagði viðbrögð Dal-
víkinga skipast í tvö horn, sumir
væru mjög óhressir með þessar fyrir-
ætlanir en aðrir fógnuðu þeim. Heil-
brigðisyflrvöld hefðu gefið grænt Ijós
á staðsotninguna. Umrædd fyrirtæki
yrðu búin nýjustu tækni og búnaði.
„Campylobacter og salmonella hafa
verið landlægar pöddur í kjúklingabú-
um,“ sagði Björgúlfur. „Það er að
bjóða hættunni heim að taka þetta inn
í miðjan bæ. Ég sé fyrir mér að ferða-
menn steinhætti að koma hingað ef
farið verður að slátra kjúklingiun í
stórum stíl í miðbænum.
-JSS
Framkvæmdir hafnar við breikkun Miklubrautar:
Nýlagðar grasþökur rifnar upp
- reynt var aö halda kostnaði niöri, segir gatnamálastjóri
Nýverið tóku vinnuhópar til starfa
við breikkun Miklubrautarinnar á
milli Háaleitisbrautar og Grensásveg-
ar. Það hefur vakið undrun margra að
þarna er um að ræða svæði sem grætt
var upp í sumar. Ný er búið að rífa
upp nýju grasþökurnar og fram-
kvæmdir við breikkun eru á fullu.
„Þarna var illfært svað i vor og það
var lagfært jafnvel þótt menn vissu af
þessum framkvæmdum sem nú eru
hafnar,“ sagði Sigurður Skarphéðins-
son, gatnamálastjóri Reykjavikur-
borgar. Ástæðan var sú að ekki var
víst hvenær hægt yrði að taka til við
breikkun Miklubrautar. Sigurður út-
skýrði að vegaáætlunin hefði verið
ákveðin seint og í vor var enn óvíst
hvort áætluð breikkun götunnar
þyrfti að fara í umhverfismat sem tek-
ur að minnsta kosti þrjá mánuði. Þeg-
ar í ljós kom að umhverfismat þurfti
ekki, þar sem Skipulagsstofnun taldi
Nýgrætt svæði riflð upp DV MYND GVA
Svæöið viö Miklubraut, á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar, var grætt
upp snemma í sumar og brá því vegfarendum í brún þegar þeir sáu þetta ný-
grædda svæöi allt rifiö upp aftur þar sem veriö er aö breikka brautina.
breytinguna ekki nógu stórvægilega,
var farið í skipulagsbreytingu sem
kynnt var fyrir íbúum og öðrum sem
hiut eiga að máli og svo var byrjað á
framkvæmdunum.
„Snemma í sumar var verið að
ganga frá eftir framkvæmdir Raf-
magnsveitunnar og Orkuveitunnar á
þessum slóðum og þá var kannski
ekki með öllu víst að við gætum hafið
þessar framkvæmdir í haust og mönn-
um þótti hreint og beint ekki verjandi
að vera með götuna í því uppnámi
sem þá var í allt sumar og, í versta
falli, í vetur líka,“ sagði Sigurður.
„Þess vegna var byrjað mjög snemma
í vor að lagfæra götuna, jafnvel þótt
menn vissu af þessari framkvæmd."
Hann bætti því við að reynt heíði
verið að halda kostnaði við uppgræsl-
una í sumar niðri en var ekki með töl-
ur á reiðum höndum yfir það hversu
mikið lagfæringarnar kostuðu. -SMK
Sigurður Einars-
son látinn
Sigurðxu Einarsson,
forstjóri Isfélags Vest-
mannaeyja, er látinn 49
ára að aldri. Banamein
hans var krabbamein.
Sigurður var þjóð-
þekktur fyrir afskipti
sín af sjávarútvegi og
var framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja eftir
útskrift úr lagadeild Háskóla íslands
allt til ársins 1991. Þá tók Sigurður við
starfi forstjóra ísfélags Vestmannaeyja,
eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis
landsins, og gegndi því til dauðadags.
Sigurður tók að auki virkan þátt í
stjórnmálum. Eftirlifandi eiginkona
Sigurðar er Guðbjörg Matthíasdóttir og
eignuðust þau fjóra syni. -EIR
Sigurður
Einarsson
Lada brann
Eldur kom upp í Lada fólksbíl sem
stóð við Hátún í Reykjavík skömmu eft-
ir klukkan 1 í nótt. Bíilinn var alelda
þegar lögregla og slökkvilið mættu á
staðinn. Greiðlega gekk að slökkva en
bíllinn er töluvert skemmdur. -SMK
Hundruð milljóna í hreinsun vegna E1 Grillo:
Olíustuldur heimamanna
firrir Breta ábyrgð
- málið rætt í ráöuneytum en ekkert aöhafst
„Þetta er þjóðréttarlegt mál og við
fórum ítarlega yfir þetta hér í ráðu-
neytinu á sínum tíma. En það kom
aldrei til álita að krefja Breta um
skaðabætur eða láta þá hreinsa þetta
upp,“ sagði Einar Sveinbjömsson, að-
stoðarmaður umhverfisráðherra, um
hugsanlegar kröfur á hendur Bretum
vegna olíumengunarinnar af E1 Grillo
í Seyðisfirði. „Það hefði verið vonlaust
að vera með kröfur uppi um slíkt og
mér skilst að MarshaÚaðstoðin hafi
verið skilyrt því að slikar kröfur
kæmu ekki fram.“
Samkvæmt heimildum DV skiptir
þó mestu í þessu sambandi sú stað-
reynd að Seyðfirðingar sóttu og fluttu
í land hluta af olíubirgðum E1 Griilo
til eigin nota og í verksmiðjur á staðn-
um fyrir áratugum og þaö eitt firrir
Seyöisfjöröur
Heimamenn sóttu olíu niöur f skips-
flakiö og notuöu til eigin þarfa.
Breta ábyrgð á flakinu og ööru sem
því fylgir á botni Seyðisfjarðar. Að
auki ráði pólitísk sjónarmið miklu því
litið sé svo á að Bretar hafi verið hér
á landi í þágu íslensku þjóðarinnar en
málið hefði horft öðruvísi við ef um
þýskt skip hefði verið að ræða:
„Bretarnir skildu eftir ýmislegt hér
á landi sem komið hefur í góðar þarfir,
til að mynda Reykjavíkurflugvöll. Þeir
hafa ekki gert kröfu til hans og því ætt-
um við þá að gera kröfu á þá vegna E1
Grillo? Við vorum saman í stríðinu,"
sagði ráðuneytismaður sem sat fundi
þar sem reynt var að finna ílöt á að-
gerðum vegna mengunarinnar úr E1
Grillo. „Ef Seyðfirðingar hefðu ekki
nýtt olíuna úr E1 Grillo til eigin þarfa
á sínum tíma hefði verið mögulegt að
gera einhverjar kröfur á hendur Bret-
um. En ekki eftir að það gerðist."
Sem kunnugt er hefur rikisstjómin
veitt 100 milljónir af aukafiárlögum til
olíuhreinsunar úr E1 Grillo en var-
fæmustu áætlanir gera ráð fyrir að sú
upphæð geti þrefaldast áður en verkið
er allt. -EIR
Au pair í beitningum
Vaxandi þátttaka útlendinga í at-
vinnulífi hérlendis á sér ýmsar hliðar.
Nú stendur styr í Bolungarvík um störf
taílenskrar au pair-stúlku sem kom til
Vestfiarða fyrir skömmu á þeim for-
sendum að um starf í heimilishjálp
væri að ræða en hún hefur verið sett í
beitningavinnu. Dagur greindi frá.
Dæmdar bætur
Ríkissjóður hefur verið dæmdur til
að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni
rúmar 8,6 milljónir króna í skaðabætur
vegna meiðsla sem hann hlaut á
íþróttaæfmgu. Maðurinn var að spila
fótbolta í vinnutíma.
Barnahús í uppnámi
Hlutverk Bama-
húss verður æ minna
þar sem gert er ráð
fyrir nýrri aðstöðu
hjá þeim héraðsdóm-
um sem helst hafa
notað húsið til þessa.
Framtíö hússins er
„afskaplega tvisýn"
eins og starfsmenn bamayfirvalda orða
það í samtali við Dag.
Minni hagnaður
Hagnaður fyrirtækja er mun minni
á fyrri hluta þessa árs en á sama tima-
bili í fyrra og hefur lækkað úr 6% í að-
eins 2,5%. Ástæður verri afkomu í ein-
stökum greinum em mismunandi sam-
kvæmt niðurstöðum athugunar Verð-
bréfaþings Islands.
Kosta miiljarð
Laxeldiskviar í Reyðarfirði, sem
Samheiji stefnir að því að koma upp,
kosta ekki undir einum milljarði króna.
Stöðin myndi skapa að minnsta kosti 40
ný störf, að sögn stjómarformanns
Samherja. Mbl. greindi frá.
Átök um félagsmenn
Átök em milli Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur og Verslunarmannafé-
lags Hafnarfiarðar um verslunarmenn
á svæðinu. Formaður VR segir úrelt að
hafa tvö verslunarmannafélög á höf-
uðborgarsvæðinu. RÚV greindi frá.
Mesta virkni í áratug
Skjálftavirkni í
Goðabungu í vestan-
verðum Mýrdalsjökli
var óvenjumikU í
september og mæld-
ust þar um 200 skjálft-
ar, flestir á bilinu 2-3
á Richter. Að sögn
Ragnars Stefánssonar
jarðskjálftafræðings er þetta mesta
virkni sem mælst hefúr þama í meira
en áratug. Mbl. greindi frá.
Ódýrastir til mennta
Samkvæmt útreikningum mennta-
málaráðuneytisins er langódýrast að
mennta guðfræðinga, lögfræðinga og fé-
lagsfræðinga en tannlæknar em meira
en fimmfalt dýrari samkvæmt fiárlaga-
frumvarpi. Menntamálaráðuneytið hef-
ur gefið út reglur um fiárveitingar til
kennslu í háskólum. Dagur greindi frá.
Samkeppnisstofn-
un mun á næstu dög-
um afla gagna hjá ol-
íufélögunum vegna
síðustu verðhækkana
þeirra á olíu og bens-
íni. Viðskiptaráð-
herra hefur farið þess
á leit við stofnunina
að hún skoði verðmyndun hjá ohufélög-
unum og forsendur þessara hækkana.
Mbl. greindi frá.
Aflar gagna
Gæti skapaö 20 ný störf
Kalkþömngavinnsla úr Amarfirði
gæti skapað 15-20 störf. Nú standa yfir
athuganir á hvort kalkþörungamir séu
hæfir til vinnslu en talið er að um 18-20
milljónir tonna af þeim sé að finna í
botni Amarfiarðar. -JSS