Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Síða 6
6
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
Viðskipti
J>V
Umsjön: Viðskiptablaðió
Lausn Símans valin i
hóp þeirra bestu í Evrópu
AIIM, sem er helstu alþjóðlegu
samtök notenda og framleiðenda
skjalastjórnunarlausna, hefur valið
hópvinnulausn, sem notuð hefur
verið hjá Símanum undanfarna
mánuði, eina af átta bestu skjala- og
verkefnastjórnunarlausnum í Evr-
ópu í ár. Um er að ræða hugbúnað-
arlausn sem Síminn þróaði og setti
upp í samstarfi við Hugvit, IBM
Software Group, Lotus Professional
Services og Scio Consulting.
Önnur fyrirtæki sem tilnefnd eru
til viðurkenningar fyrir „Lausn árs-
ins í Evrópu“ (European Solution of
the Year Award) eru Tele Danmark,
Telia, Axel Springer Verlag, Avon
Products, CORGI, UCAS og Distri-
gas. Hugbúnaðarlausnirnar átta
verða kynntar á ráðstefnu AHM í
Bella Center í Kaupmannahöfn á
morgun, 5. október, og dómnefnd
velur þá bestu lausnina.
Lyfjaverslunum
fjölgar
Ekkert lát er á
harðri samkeppni
á íslenskum lyf-
sölumarkaði en
stærstu lyfsölu-
keðjur landsins
hyggja á opnun
fleiri lyfja- og heil-
brigðisvöruversl-
ana. í vikunni tók
Lyfja yfir rekstur Garðabæjarapóteks
við Garðatorg sem hún keypti nýver-
ið. Þá hyggst Lyfja opna nýja verslun
í Smáranum í lok þessa árs. Þetta
kemur fram í Viðskiptablaðinu sem
kom út í gærmorgun.
í verslun Lyfju í Smáranum verður
m.a. boðið upp á ak-inn-þjónustu
þannig að viðskiptavinir geta fengið
afgreidd lyf og aðrar vörur í gegnum
lúgu í bílinn. Við svo búið verða
verslanir Lyfju á höfuðborgarsvæðinu
fimm talsins og tvær á landsbyggð-
inni. Hjá Lyf & heilsu stendur einnig
til að fjölga verslunum en á næstunni
hyggur Lyf & heilsa á opnun lyfja-
verslunar á Glerártorgi á Akureyri og
aðra í miðborg Reykjavíkur. Lyf &
heilsa rekur nú um tvo tugi verslana
víða á landinu. I samtölum við stjórn-
endur bæði Lyf & heilsu og Lyfju
kemur fram að báðar keðjurnar
hyggja ennfremur á frekari vöxt í
þjónustu á vefnum.
Fram kemur í
frétt frá Síman-
um að við skil-
greiningu þeirra
þarfa sem hóp-
vinnulausnin
þurfti að upp-
fylla tók Síminn
m.a. miö af nýju
samkeppnisum-
hverfi og flóknu
tæknilegu um-
hverfi, þar sem
mikil þörf er á
að hafa sem besta yfirsýn um sam-
skipti við viðskiptavini, óskir
þeirra og þarfir, og jafnframt nauð-
syn þess að starfsmenn hafi í dag-
legum störfum aðgang að öllum
þeim upplýsingum sem þeim eru
nauðsynlegar til að veita góða þjón-
ustu.
I GoPro-skjalastjómunarkerfí
Þórarinn V.
Þórarinsson.
Símans em nú samskipti við við-
skiptavini, hvort heldur er munnleg
eða skrifleg, skráð jafnóðum og þau
verða til og þannig er hægt að fylgj-
ast t.d. með stöðu þjónustubeiðnar
eða ábendingar þótt mismunandi
starfsmenn verði fyrir svörum. Föx,
bréf og tölvupóstur til viðskiptavina
skrást sjálfkrafa í kerfið. Erindi við-
skiptavina sem berast á pappír eru
skönnuð inn með aðstoð IBM
Content Manager, tengd máli eða
viðfangsefni í GoPro og send raf-
rænt rétta boðleið um fyrirtækið í
stað þess að nota innanhússpóst.
Með skjalastjórnunarkerfinu hefur
Siminn því tekið stórt skref í átt til
þess að verða pappírslaust fyrir-
tæki. Hægt er að stýra aðgangi að
sérhverju skjali í kerfinu og upp-
fylla þannig m.a. kröfur samkeppn-
islöggjafarinnar um trúnað gagn-
vart keppinautum.
Innan hópvinnulausnarinnar eru
mörg „torg“. Á Gæðatorgi er t.d.
gæðahandbók fyrirtækisins, þar
sem allir ferlar og verklagsreglur
eru skilgreindar og aðgengilegar öll-
um starfsmönnum um vefviðmót.
Áætlað er að þar birtist jafnframt
rafrænar niðurstöður reglubund-
inna gæðakannana. Ábendingatorg
er vettvangur fyrir starfsmenn að
koma á framfæri hugmyndum og
ábendingum frá eigin brjósti eða
sem berast frá viðskiptavinum.
Hver ábending fer eftir fyrir fram
skilgreindri leið til gæðadeildar,
þar sem hún er afgreidd og send
réttum aðila til úrlausnar. Á Vöru-
torgi eru upplýsingar um allar vör-
ur og þjónustu Símans aðgengilegar
starfsmönnum um vefviðmót.
Breyttar reglur VÞI
- áhrifa NOREX-samstarfsins farid aö gæta
Verðbréfaþing hefur sent til um-
sagnar nýjar reglur um aðild að
Verðbréfaþingi íslands hf. og reglur
um viðskipti á Verðbréfaþingi ís-
lands hf. Hinar síðamefndu munu
leysa af hólmi eldri reglur um við-
skipta- og upplýsingakerfi þingsins.
Þá er einnig óskað athugasemda við
samning um sjálfvirka skráningu
tilboða sem þingaðilar hafa kost á
að gerast aðilar að.
Vegna aðildar þingsins að NOR-
EX-kauphallarsamstarfinu og með
hliðsjón af nýju viðskiptakerfi
þingsins, SAXESS, er nauðsynlegt
að gera breytingar á viðskiptaregl-
unum til samræmis við þær reglur
sem gilda í Svíþjóð og Danmörku.
Er hér fyrst og fremst um að ræða
reglur um framkvæmd viðskipta,
utanþingsviðskipti og slíkt. Einnig
er sú breyting á viðskiptareglunum
að viðaukar við reglurnar hafa ver-
ið felldir inn i meginmál þeirra.
Þá er einnig að finna ný ákvæði í
reglum um aðild að þinginu er snúa
að skilyrðum notenda til að mega
eiga viðskipti í kerfinu. Ákveðið var
að fara þá leið að færa þessi skilyrði
vegna notendanna úr viðskiptaregl-
unum í aðildarreglurnar enda um
Þá er einnig aö finna ný ákvæði í reglum um aðild að þinginu er snúa að
skilyröum notenda tii að mega eiga viðskipti í kerfinu.
Thai Express
Laugavegi 126
105 Reykjavík
Sími 561-29-29 Fax 561-11-10
e-mail: tomasb@simnet.is
Góður taílenskur matur
að ræða veigamikinn þátt í skilyrð-
um þingaðila fyrir aðild að þinginu.
Auknar kröfur
Sú krafa er gerð til notenda nú að
þeir séu a.m.k. tveir hjá hverjum
þingaðila og að þeir hafi að minnsta
kosti sex mánaða reynslu í verð-
bréfaviðskiptum, staðfesta þekk-
ingu á regluverki á fjármagnsmark-
aði og hafi staðist próf í notkun við-
skiptakerfisins svo eitthvað sé
nefnt. Er það í samræmi við þær
kröfur sem gerðar eru í aðildar-
kauphöllum NOREX.
Að lokum skal þess getið að á
stjómarfundi 11. september sl. var
samþykkt breyting á ákvæðum
þingsins um markaðsmyndun. Sett
er inn ákvæði er lýtur að því hvern-
ig þingaðili taki að sér að gegna
hlutverki viðskiptavaka og er breyt-
ingin svohljóðandi:
„Þar skal m.a. koma fram lág-
marksfjárhæð kaup- og sölutilboða
og lágmarksfiárhæð heildarvið-
skipta sem hann er reiðubúinn að
eiga á degi hverjum. Skal hún vera
a.m.k. tífóld lágmarsfiárhæð til-
boða. Jafnframt skal koma fram
hver verður hámarksmunur á kaup-
og sölutilboðum viðskiptavakans
(verðbil)."
Marel selur eigin bréf
fyrir 75 milljónir
- tengist væntanlegu hlutafjárútboði fyrirtækisins
Sendlar óskast
Sendlar óskast
á blaðadreifingu DV
eftir hádegi.
Æskilegur aldur 13-15 ára.
Upplysingar í síma 550 5746.
Marel hf. seldi í
dag eigin bréf fyrir
að nafnvirði 1,5
milljónir króna á
genginu 50 eða fyrir
75 milljónir að sölu-
virði. Eignarhlutur
Marels eftir söluna
er enginn. Að sögn
Harðar Arnarson-
ar, forstjóra Marels,
tengist sala bréf-
anna nú hlutafiár-
útboði sem fram
undan er hjá Marel
og samþykkt var á
síðasta aðalfundi.
Þar sem styttist í
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 2.007 m.kr.
Hlutabréf 160 m.kr.
Húsbréf 768 m.kr.
IVIEST VIÐSKIPTI
0 Frjálsi fjárfestingarb. 36 m.kr.
Q Eimskipafélagið 29 m.kr.
0. Össur 26 m.kr.
MESTA HÆKKUN
0 Nýherji 5,7%
0 SR-Mjöl 4,6%
0 Guðmundur Runólfsson 3,5%
MESTA LÆKKUN
0 Stáltak 13,3%
0 Frjálsi fjárfestingarbankinn 6,7%
0 Tangi 3,7%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.485stig
- Breyting Q 0,28 %
Hörður Arnarson, forstjóri
Marels.
útboð nýs hlutafiár
telur Hörður eðlilegt
að fyrirtækið liggi
ekki með bréf í
sinni eigu. Hann
segir að þau bréf
sem nú hafa verið
seld hafi m.a. verið
hugsuð til þess að
bjóða starfsmönnum
upp á valréttar-
samninga. Þegar
hefur verið sam-
þykkt að hluti þess
nýja hlutafiár sem
safnast mun í útboð-
inu verði varið í val-
réttarsamninga.
Forstjóri Pepsi hyggst hætta
Roger Enrico, stjómarformaður
og forstjóri gosdrykkjaframleiðand-
ands Pepsico, hefur sagst ætla að
hætta sem forstjóri fyrirtækisins í
lok ársins 2001 og hætta sem stjórn-
arformaður ári síðar. Steve Reine-
mund, sem hefur verið yfirmaður
rekstrarsviðs fyrirtækisins, hefur
verið nefndur sem arftaki Rogers á
báðum þessum sviðum. í yfirlýs-
ingu frá Roger segir: „Ég er viss um
að það komi fáum að óvart að ég
stígi niður af pallinum núna og hefii
nýjan kaíla í minu lífi.“
síöastliöna 30 daga
MESTU VIÐSKIPTI
0 Islandsbanki-FBA 776.576
0 Össur 491.620
0 Eimskip 306.336
0 ísl. hugb.sjóðurinn 226.860
@ Landsbanki 213.687
siöastliöna 30 daga
0 SR-Mjöl
0 Pharmaco
Q Vaxtarsjóðurinn
0 íslenskir aðalverktakar
0 Jaröboranir
28 % j
17 % |
16 % j
14%
11 % j
',l4--W.ÍH(a:c<il.'^J siöastllöna 30 daga
0 Hampiðjan
0 fiskiðjus. Húsavíkur
0 Grandi
0 ísl. hugb.sjóðurinn
0 Haraldur Böövarsson
-18 %
-17 %
-17 %
-14 %
-12%
Guðjón ráðinn
framkvæmdastjóri SL
Guðjón Auðunsson, rekstrarhag-
fræðingur, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-Land-
sýnar hf. og tekur hann við starfmu
í desember n.k. Guðjón hefur starf-
að sem framkvæmdastjóri hugbún-
aðarfyrirtækisins Landsteinar ís-
land hf. frá 1. ágúst 1999. Samvinnu-
ferðir-Landsýn hf. hefur jafnframt
ákveðið að boða til hluthafafundar
þar sem lögð verður fram tillaga
stjórnar um aukningu hlutafiár í fé-
laginu um 100 milljónir króna.
HELSTU HLUTABREFAVÍSITÓLUR
HHdow jones 10784,48 O 0,60%
Enikke. 16120,49 O 0,18%
BSs&p 1434,32 O 0,55% |
BHnasdaq 3523,10 O 1,95%
j^FTSE 6356,80 O 0,35% |
P^DAX 6873,63 O 0,74% |
B~BCAC40 6333,62 O 0,60%
G^krahiÉÉÉÍ 5.10.2000 M. 9.15
- KAUP SALA
BfPollar 83,330 83,750
EtSPund 121,350 121,970
8*1 Kan. dollar 55,590 55,940
Dönsk kr. 9,7820 9,8360
rH~ÁNorsk kr 9,0690 9,1190
CSsænsk kr. 8,5210 8,5680
flgFi. mark 12,2489 12,3225
M iiFra. franki 11,1027 11,1694
M iiBelg. franki 1,8054 1,8162
Jjfj Sviss. franki 47,9800 48,2400
CbÍHoII. gyliini 33,0483 33,2469
^iÞýskt mark 37,2368 37,4606
Ujít. líra 0,037610 0,037840
HSAust. sch. 5,2927 5,3245
gjJjPort. escudo 0,3633 0,3655
tr:Spá. peseti 0,4377 0,4403
j 9 jjap. yen 0,762100 0,766600
' írskt pund 92,473 93,029
SDR 107,580000 108,220000
SHecu 72,8289 73,2665