Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Page 24
28 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 Tilvera ÐV lí f iö E F T I R V I N N U Horfðu reiður um öxl Fyrsta frumsýning leikársins á Litla sviði Þjóðleikhússins verður á hinu þekkta leikriti, Horfðu reiður um öxl, eftir breska leikritahöfundinn John Osbome. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Halldóra Björnsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Sýningin hefst kl. 20. Krár 1 GRASRÓTARBLUS POLLOCK- BRÆÐRA Pollock-bræöur veröa meö grasrótarbiús á Næstabar í kvöld og hefst þetta allt saman kl 22. Sérstakur gestur kvöldsins er hún Ellisabeth Belile frá Texas. ■ LIZ GAMMON Á NAUSTINU Liz Gammon leikur fyrir matargesti Naustsins öll kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍK- JN Enski píanósnillingurinn Miles Dowley slær vart feilnótu á Café Romance. Ef þú ert í rómantískum hugleiðingum þá er þetta eitthvað fyrir þig. ■ STÓRTÓNLEIKAR Á GAUKNUM í kvöld eru á Gauknum þvílíkir stór- tónleikar í samvinnu við lágmenning- arborgina Reykjavík. Þeir sem koma fram í kvöld eru Trans Am, sem kemur alla leið fráfyiinni stóru Am- eríku, Stjörnukisi, Úlpa og Súri gæinn. ■ SÓLEY Á PRIKINU Skvísan Sóley ætlar að putta plöturnar á Prikinu í kvöld og vonandi veröur dyravörður- inn Ijósi ekki á svæðinu. Djass ■ BLÚSKVÖLD } GERÐUBERGI Slúskvöld í Geröubergi í tilefni að 25 ára afmæli FB. Tónelskir fyrrum nemendur skólans munu spila, þar á meðal Guömundur Pétursson. Byrjað kl. 20.30. Leikhús ■ MEÐ FULLRI REISN Leikritið Meö fullri reisn er sýnt í Tjarnarbíói kl. 20.30 í kvöld. Uppselt. Miða- pantanir í síma 561 0280. ■ EINSTÖK VÖLUSPÁ Möguleik- húsiö við Hlemm sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í kvöld, kl. 21. Gagn- rýnendur eru á einu máli um ágæti sýningarinnar. Traustur höfundur og skemmtilegt leihús. Fundir ■ RANNSOKNASTOFA I KVENNA- FRÆÐUM I dag veröur Guörún Arna- dóttir, MA í sálarfræði, með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræöum í Odda, stofu 201, kl. 12-13. Rabbið ber yfirskriftina „Hvaö hindrar konur í aö mæta í brjóstamyndatöku?". Allir velkomnir. ■ SLYSAVARNADEILD KVENNA Í REYKJAVIK Fyrsti félagsfundur Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík veröur haldinn í kvöld kl. 20 í Sóltúni 20. pjölbreytt dagskrá veröur á fundinum, svo sem upplestur, kaffiveitingar og fleira. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is MH býður sérstaka íslenskukennslu fyrir nemendur með önnur móðurmál: Komið til móts við nemendur Bíógagnrýni Buana Vista Social Club -★★★'Á Tónlist frá hjartanu «H í Menntaskólanum við Hamrahlíð er nú í fyrsta sinn boðin kennsla í áfanga sem heitir ÍSA 102 eða ís- lenska sem annað mál. Halldóra S. Sigurðardóttir sem kennt hefur ís- lensku í MH í 6 ár annast kennsluna í áfanganum og leitaði DV til hennar til að forvitnast um námið. Brýn þörf „Þörfm var orðin mjög brýn að gera eitthvað fyrir nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir. Þeir passa ekki inn í hópa í venjulegri móðurmálskennslu," segir Halldóra. Kennslan er þó ekki eingöngu ætluð erlendum nemendum eða nýbúum heldur einnig íslenskum nemendum sem verið hafa langdvölum erlendis, jafnvel alla sína skólagöngu. „Þessir nemendur eru heldur ekki í stakk búnir til að fara inn í venjulega ís- lenskúáfanga." MH er ekki fyrsti skólinn sem býð- ur kennslu í íslensku sem annað tungumál, a.m.k. Iðnskólinn i Reykjavík hefur um árabil boðið upp á sérstaka íslenskukennslu fyrir ný- búa enda er í reglugerð sem mennta- málaráðuneytið gaf út árið 1997 kveð- ið á um rétt allra framhaldsskóla- nemenda, sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu á ís- landi, til sérstakrar kennslu í ís- lensku. í MH var farið að koma til móts við þarfir nemenda sem ekki hafa næga undirstöðu í íslensku fyrir u.þ.b. fjór- um árum. Námið var ekki metið til eininga í upphafi heldur var litið á það sem undirbúning undir að hefja nám í almennum islenskuáfongum. Ný aðalnámskrá Á síðustu tveimm' árum hefur er- lendum nemendum fjölgað mikið og ekki lítur út fyrir að lát verði á þeirri fjölgun. f nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla sem allir skólar eiga að kenna eftir frá og með þessu hausti er gert ráð fyrir einingabæru námi í is- lensku fyrir útlendinga eða íslensku sem annað tungumál. Nú eiga erlendir nemendur skv. námskrá að geta lokið stúdentsprófi með 15 einingum í ís- lensku sem annað tungumál. í hópn- um sem nú stundar nám í ÍSA 102 í MH eru 12 nemendur en annar eins fjöldi bíður eftir að fá að taka þennan unnio meo aagmooin Þegar Ijósmyndara bar aö garöi voru nemendur í áfanganum ÍSA 102 aö vinna meö dagblöö undir ieiösögn Halldóru S. Siguröardóttur kennara. áfanga á vorönn. Hvert framhaldið verður er hins vegar ekki ijóst á þess- ari stundu. í MH er boðið upp á svokallað IB nám sem er tveggja ára námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs þar sem öll kennsla og allt námsefhi er á ensku og nemendumir taka samræmt próf IB skóla út um allan heim. „Eftir að þetta nám var tekið upp í skólanum hefur erlendum nemendum fjölgað og ÍSA áfanginn er m.a. heppilegur fyrir þá.“ Mismunandi námsefni ÍSA hópurinn hennar Halldóru er því afar breiður, þar eru erlendir nem- endur sem sumir hverjir munu aðeins staldra stutt við á íslandi, íslendingar sem hafa verið búsettir lengi erlendis og íslenskir nýbúar. „Þessum krökkum hentar í raun alls ekki sama kennslan þannig að ef vel ætti að vera þyrftum við að vera með tvö til þrjú afbrigði af áfangan- um.“ Haildóra reynir að sinna nem- endunum eftir því hvar þeir eru á vegi staddir í íslensku. „Þeim sem kunna minnst er ég að kenna daglegt mál, reyna að gera þau fær um að hafa samskipti við fólk dags daglega á íslensku. Hvað heita hlutimir í kringum okkur? Hvemig röðum við orðum í setningar? Hvernig er eðlilegur íslenskur fram- burður og óhjákvæmilega flýtur dálítil málfræði með. Fyrir þá sem lengra em komnir reyni ég að fmna létta texta og útbúa ýmis verkefni í tengslum við þá til þess að auka orðaforða þeirra og styrkja þar með undirstöðu þeirra fyrir annað nám í skólanum." -ss Islenska sem annað tungumál er námsgrein fyrir nemendur sem hafa ekki nægilegt vald á íslensku til að geta stundað nám í íslenskum skólum til jafns við aðra nemendur. Þetta á jafnt við um nemendur af íslenskum og erlendum uppruna. (Úr Aóalnámskrá framhaldsskóla. íslenska. 1999) Markmið með íslensku fyrir nemendur með annað mál en íslensku að móðurmáli í framhaldsskólum er að veita þeim aðgang að menntun í íslensku skólakerfi til jafns við aðra nemendur. íslenskukennslan er því sérstaklega hugsuö fyrir þá nemendur sem stunda nám á öðru máli en móðurmálinu. Nemendur með annað móðurmál en íslensku eru mismunandi innbyrðis og standa misjafnlega að vígi menningarlega og mállega. (Úr Aóalnámskrá framhaldsskóla. íslenska. 1999) Tónlist sem fengur er aö Þeir eru ekki ungir tónlistarmennirnir i Buana Vista Sociai Club en eiga auö- velt meö að ná til fólksins. Buana Vista Social Club er ein- stök upplifun, innihaldsrík og skemmtileg heimildarmynd um tón- list og tónlistarmenn á Kúbu sem voru velflestir horfnir af sjónarsvið- inu þegar blúsgítarleikarinn og kvikmyndatónskáldið Ry Cooder hafði upp á þeim árið 1997 og gerði með þeim plötu sem ber sama heiti og kvikmyndin, hlaut einróma lof gagnrýnenda og hefur selst í millj- ónum eintaka. Tæpum tveimur árum síðar fór Ry Cooder aftur til Kúbu til að gera aðra plötu og þá var Wim Wenders með í förinni og afraksturinn er ein besta heimildar- mynd síðari ára, gefandi kvikmynd, ekki eingöngu um tónlist og tónlist- armenn heldur einnig lífið sjálft. Það sem gerir Buana Vista Social Club jafninnihaldsríka og raun ber vitni eru fyrst og fremst persónum- ar sem koma við sögu. Þetta er al- múgafólk sem hefur lifað timana tvenna, yfirleitt alist upp i fátækt, haft tónlistina að viðurværi um tíma en smátt og smátt fallið í gleymsku eftir að Castro komst til valda. Að heyra þetta fólk segja sögu sína á meðan Wim Wenders myndar það í nærmynd og sýnir okkur í öngstræti Havana er eins og að fá beint í æð einangrað þjóðfélag sem hvarf augum alheimsins um hríð en er nú að uppgötva tilvist sína. Segja má að hver einasta persóna sem skipar hljómsveitina Buana Vista Social Club setji sterkan svip á myndina, það eru þó sumir sem standa upp úr og það eru þeir elstu. Company Secundo er fæddur 1905. Hann er 92 ára gamall húmoristi þegar myndin er gerð, segist hafa byrjað að reykja flmm ára, vill fjölga börnum sínum úr fimm í sex, spilar á gítar og syngur og lætur sig ekki muna um að ferð- ast til Amsterdam og New York. Ibraham Ferrer er 72 ára og aðal- söngvari hljómsveitarinnar. Hann hefur ekki bara tilfinningaríka og blíða rödd heldur er hann góður sögu- maður og hefur mikla persónutöfra. Dúett hans með hinni 69 ára gömlu Omara Portuondo er tónlist tilfinninganna eins og hún gerist best. Ferrer hafði áður fyrr verið vinsæll söngvari á Kúbu en var skóburstari þegar Ry Cooder hafði uppi á honum. Svo er það snillingurinn Ruben Gonzales sem heillaði mig mest. Hann er 80 ára þegar myndin er gerð, lítill og visinn og á erfitt með gang. En þeg- ar hans sest við píanóið er eins og hann yngist um fimmtíu ár og hend- ur hans renna yflr píaníóborðið af ótrúlegri fimi auk þess sem tækni hans og leikur eru einstök. Ruben hafði ekki átt píanó í tíu ár þegar Cooder hafði uppi á honum. Buana Vista Social Club skiptist að mestu á milli tónleikaatriða og atriða á Kúbu og eru skiptin yfir- leitt vel heppnuð þegar sjálf kvik- myndin er höfð í huga en kannski ekki jafnvel heppnuð tónlistarlega séð. Andrúmsloftið í fátæklegu upp- tökuveri í Havana er allt öðruvísi en á tónleikum i tónlistarhöll i Amstérdam og skilin í myndinni eru stundum óþægilega skörp. Tón- leikamir í lokin í Camegie Hall voru í rauninni eingöngu þessu ein- staka fólki til heiðurs, tónlist þeirra á ekki heima í þessu umhverfi, þetta er heit klúbbtónlist eins og hún getur best orðið. Aftur á móti er gaman að sjá ánægjusvipinn á flytjendunum í þessu framandi um- hverfi og athugasemdir þeirra um New York, sem enginn þeirra hafði áður komið til, eru bamslegar og hrífandi. Hilmar Karlsson Leikstjóri og handritshöfundur: Wim Wenders. Kvikmyndataka: Robby Muller, Lisa Rinzler og Jörg Widmer. 29. september - 12. október 2000 Kvikmyndahátíð í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.