Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Page 22
'6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 I>v Ættfræði Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson 95 ára__________________________________ (ristín Björnsdóttir, (uldugili 6, Akureyri, og vistmaöur á (ristnesspítala. 90 ára__________________________________ 3ddný Kristjánsdóttir, Sundabúö 3, Vopnafirði. 35 ára _________________________________ Guðmundur Ingi Ólafsson, Suöurgötu 39, Keflavík. Aðalheiður Björgvinsdóttir, Skaröshliö 17, Akureyri. 15 ára__________________________________ Sigurður Jónsson, Hávallagötu 15, Reykjavík. Ingibjörg Bryngeirsdóttir, Norðurvör 5, Grindavík. Björn Elíasson, Hólavegi 9, Dalvík. Suðmunda Anna Valmundsdóttir, Hólavangi lle, Hellu. 70 ára__________________________________ Suðmundur Bjarnason, Garðsstöðum 35, Reykjavík. Vilborg Axelsdóttir, Sefgörðum 24, Seltjarnarnesi. Soffia Georgsdóttir, Viðilundi 5, Akureyri. so ára__________________________________ konráö Guðbjartsson, Hjallavegi 7, Flateyri. Hári Ólfjörö Nývarösson, Hlíðarvegi 59, Ólafsfiröi. > iiömundur Guöjónsson, ;kólavegi 37, Fáskrúösfirði. ída Jónsdóttir, •ðtúni 1, Höfn. Oára_______________________ igurgeir Sigurgeirsson, i ogafold 174, Reykjavík. : irikur Guðmundsson, Sæbólsbraut 34a, Kópavogi. Uafliði Viðar Ólafsson, Garpsdal, Króksfjaröarnesi. ión Arnar Pálmason, Hvammshlíð 2, Akureyri. Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, Borgarhrauni 3, Hveragerði. 40 ára_____________________ Ásgeir Ásgeirsson, Njálsgötu 40, Reykjavík. luðfinnur Guðnason, Garðsstööum 25, Reykjavík. Sólrún Skúladóttir, Hvannarima 8, Reykjavík. junnar Júlíus Gunnarsson, Laufrima 6, Reykjavík. Vlarís Rúnar Gíslason, Ásbúðartröð 3, Hafnarfirði. Grétar Ingólfsson, Hjallabraut 6, Hafnarfirði. bröstur Reynisson, Jörundarholti 42, Akranesi. Þór Oddsson, Borgarbraut 23, Borgarnesi. Ásdís Helgadóttir, Fálkakletti 16, Borgarnesi. Bergþóra Jónsdóttir, Rútsstöðum, Búðardal. Sísli Jakob Jósefsson, Fjarðarhorni, Brú. Stefanía Björk Bragadóttir, Ránargötu 26, Akureyri. Pétur Jensson, Lambhaga 11, Selfossi. Sarot Saraphat, Lyngási 4, Hellu. lát_____________J Einar G. Guðlaugsson, frá Búðum í Hlöðuvík, Álakvísl 1, lést á Landspítal- anum viö Hringbraut þriðjud. 3.10. Sigriður Bogadóttir frá Flatey á Breiða- firði lést á Landspítalanum viö Hring- braut aðfaranótt þriðjud. 3.10. Brian D. Holt, fyrrum ræöismaöur, Suö- urgötu 6, er látinn. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 Attatíu og flmm ára Sæmundur Elimundarson fyrrv. sjúkraliði og kaupmaður Sæmundur Bergmann Elimund- arson, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sæmundur fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-39 og lauk sjúkraliðaprófi 1965. Sæmundur stundaði landbúnað- ar-, sjómanna- og verkamannastörf til 1965, var sjúkraliði við Klepps- spitala, Borgarspítala og Landakots- spítala 1966-70 og starfrækti Safn- arabúðina við Frakkastíg 1970-90 er Hreiðar, sonur hans, tók við rekstr- inum. Sæmundur hefur búið í Reykja- vík frá 1942, í Kieppsholtinu, Gerð- unum og Hlíðunum en er nú í Selja- hlíð - heimili aldraðra. Sæmundur gegndi trúnaðarstörf- um í verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík, sat í stjórn Sjúkraliða- félags íslands frá stofnun og til 1970, var m.a formaður þess í hálft annað ár og er nú heiðursfélagi þess. í tilefni afmælisins kemur nú út bók Sæmundar, Hugleiðingar og minningabrot. Fjölskylda Sæmundur kvæntist 25.6. 1941 Guðrúnu Ámýju Guðmundsdóttur, f. 27.2. 1920, d. 1966, húsmóður. Hún var dóttir Guðmundar Kristins Gíslasonar og Þuríðar Ámadóttur, bænda á Hurðarbaki í Villingaholts- hreppi. Böm Sæmundar eru Guðmundur Kristinn Sæmundsson, f. 3.11. 1946, rithöfundur og kennari að Skógum undir Eyjafjöllum, og eru börn hans Ólafur Kristinn vélamaður, Guðrún Árný hjúkrunarfræðingur, gift Jós- ep Sigurðssyni vélstjóra en þeirra börn em Aron Bjarki, Elín og Gunnar Ingi Jósepsbörn, Atli Sævar háskólanemi, Heimir Dúnn fram- haldsskólanemi og Kristófer Jökuil; Hreiðar Þór Sæmundsson, f. 6.7. 1948, kaupmaður í Reykjavík, en sonur hans er Örlygur Þór Hreið- arsson; Sigurður Rúnar Sæmunds- son, f. 10.11. 1951, bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Lindu Ernu- dóttur en böm hans eru Sæmundur Þór málari, kvæntur Sigrúnu Þor- steinsdóttur og er dóttir þeirra Erla Diljá Sigurðardóttir, Matthías Rún- ar, og Arngrímur Jón; Matthías Viðar Sæmundsson, f. 24.6. 1954, dósent við HÍ, búsettur i Reykjavík, býr með Steinunni Ólafsdóttur leikkonu. Sambýliskona Sæmundar frá 1970 er Helga Jónsson, f. Roth, frá Ham- borg. Systkini Sæmundar: Anna Elísa- bet Elimundardóttir, f. 18.11.1904, d. 24.7. 1956, húsmóðir, móðir Erlends Haraldssonar sálfræðiprófessors; Guðrún Ástríður Elimundardóttir, f. 10.7. 1906, nú látin, móðir Sigurð- ar E. Guðmundssonar, fyrrv. for- stjóra Húsnæðisstofnunar, og Krist- ins yfirlæknis; Björn Gestur Eli- mundarson, f. 8.1. 1908, dó í æsku; Kristjánsína Elimundardóttir, f. 13.7.1908, nú látin, húsmóðir á Hell- issandi; Ögmundur Sigurður Eli- mundarson, f. 24.6. 1911, nú látinn, verkamaður í Reykjavík; Hallgrím- ur Pétur Elimundarson, f. 1.7. 1913, dó i bemsku; Hallbjörg Elimundar- dóttir, f. 30.4. 1917, húsmóðir í Reykjavík; Hallbjöm Bergmann Eli- mundarson, f. 21.10. 1918, trésmiður í Kópavogi; Ólafur Bergmann Eli- mundarson, f. 28.12. 1921, sagnfræð- ingur í Reykjavík; Kristrún Helga Svandís Elimundardóttir, f. 16.12. 1925, lengi símvörður á Hellissandi, nú búsett í Reykjavík Foreldrar Sæmundar voru Eli- mundur Ögmundsson, f. 30.9. 1876, d. 27.7.1954, formaður á Hellissandi, og k.h., Sigurlaug Cýrusdóttir, f. 17.12. 1881, d. 4.6. 1963, húsmóðir. Sæmundur Elimundarson Sæmundur hefur komiö víöa viö um ævina, unniö viö landbúnaö og sjómennsku, og veriö verkamaöur, sjúkraliöi og kaupmaöur. Ætt Elíimundur var bróðir Karvels Ögmundssonar og Jóhannesar Ög- mundssonar. Elimundur var sonur Ögmundar, skálds og handlæknis á Hellissandi, Jóhannessonar og Önnu Elísabetar Jóhannsdóttur. Sigurlaug var dóttir Cýrusar, b. á Öndverðamesi, Andréssonar, bróð- ur Ögmundar, fóður Karvels, út- gerðarmanns og oddvita i Njarðvík. Móðir Cýrusar var Guðrún Bjöms- dóttir, b. á Hrafnabjörgum í Hörðu- dal, Gestssonar og Haildóru, systur Guðrúnar, ömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og langömmu Bjama, afa Sigfúsar, for- stjóra Heklu, og Ingimundar sendi- herra Sigfússona. Bróðir Halldóru var Steinn, langafí Jóns, afa Óttars Yngvasonar, forstjóra íslensku út- flutningsmiðstöðvarinnar. Halldóra var dóttir Sigfúsar Bergmanns, b. á Þorkelshóli í Víðidal, Sigfússonar. Móðir Sigurlaugar Cýrusdóttur var Guðrún Bjömsdóttir. Fertugur Steindór Óli Ólason verkstjóri hjá ístaki í Noregi Steindór Óli Ólason, verkstjóri hjá ístaki í Noregi, Nygárdsbo 13, Há 4364, Sirevág, Noregi, er fertug- ur í dag. Starfsferill Steindór Óli fæddist í Reykjavík en ólst að mestu leyti upp hjá ömmu sinn, Gunnbjörgu Steinsdótt- ur, og manni hennar, Guðmundi Jó- hannssyni, að Miðkrika í Hvol- hreppi. Hann stundaði nám í offset- ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Steindór Óli hefur starfað hjá ístaki um árabil, m.a. við Sigöldu- virkjun og Blönduvirkjun, við Vest- fjarðagöngin, Hvaifjarðargöngin og við Sultartangavirkjun. Þá hefur hann starfað á vegum fyrirtækisins við hafnargarðagerð í Færeyjum, við flugvallargerð á Grænlandi og starfar nú við hafnar- garðagerð í Noregi. Fjölskylda Steindór Óli kvæntist 18.5. 1997 Sigurrós Allansdótt- ur, f. 18.5. 1963, starfs- manni hjá ístaki. Hún er dóttir Allans Heiðars Sveinsbjömssonar, húsasmiðs og verkstjóra hjá ístaki, og Kristínar Jónsdóttur, deildarritara við Lands- spítalann í Fossvogi. Böm: Maren Rós Steindórsdóttir, f. 28.10.1981, nemi; Eva Laufey Kjar- an, f. 16.5. 1989; Guðmundur Jó- hann, f. 2.7. 1990; Allan Gunnberg Steindórsson, f. 11.7.1994. Systkini Steindórs Óla eru Jón Gils, starfsmaður hjá ístaki í Reykjavík; Ágúst, starfsmaður hjá Olís í Mosfellsbæ; Gunnbjörg, nemi í Edinborg; Kristinn, nemi í Þýska- landi; Brynjólfur, nemi i Reykjavík. Foreldrar Steindórs Óla: Óli Ágústsson, f. 29.9. 1936, fyrrv. for- stjóri Samhjálpar, og Ásta Jónsdótt- ir, f. 10.3. 1942, fyrrv. starfsmaður Samhjálpar. Fimmtug Ingeborg Eide Geirsdóttir verkakona í Reykjavík Ingeborg Eide Geirs- dóttir verkakona, Auðar- stræti 15, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Ingeborg Eide fæddist á Húsavík og ólst þar upp til níu ára aldurs. Hún flutti þá suður í Skálatún í Mosfellssveit þar sem hún var búsett til 1982. Ingeborg Eide flutti til Reykjavík- ur 1982 þar sem hún hefur átt heima síðan. í Reykjavík var hún fyrst bú- sett að sambýlinu Sigluvogi 5 þar sem hún bjó í eitt ár. Hún flutti síð- an í Auðarstræti í Reykjavík 1983 og hefur átt þar heima síðan. Ingeborg Eide fór að vinna við Þvottahús ríkisspítalanna árið 1978 en þar hefur hún starfað samfellt síðan. Fjölskylda Systkini Ingeborgar Eide eru Hlíf Geirsdóttir, f. 18.5. 1949, sjúkraliði; Ólína Geirsdóttir, f. 24.11. 1951, leikskólakennari; Benedikt Geirsson, f. 12.9. 1953, framkvæmdastjóri. Foreldrar Ingeborgar Eide voru Geir Benedikts- son, f. 19.6. 1907, d. 16.12. 1962, verkamaður og verkstjóri á Húsavík, og Paule Hermine Eide Eyj- ólfsdóttir, f. 26.8. 1911, d. 4.2. 1979, húsmóðir. Ætt Foreldrar Geirs voru Benedikt Sigurgeirsson, b. á Tóvegg i Keldu- hverfi, og Abelína Bjarnadóttir húsfreyja. Foreldrar Hermínu: Eyjólfur Sig- urðsson sjómaður og Ingeborg Eide, fædd í Noregi. Þau bjuggu á Fá- skrúðsflrði. Ingeborg Eide heldur upp á af- mælisdaginn að Kársnesbraut 139 laugardaginn 7.10. milli kl. 15.00 og 18.00. Mcrkir Islcndingar AilÍS Benedikt Gröndal Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld fæddist 6. október 1826 á Eyvind- arstöðum á Álftanesi. Foreldrar hans voru Sveinbjöm Egilsson rektor og k.h., Helga, dóttir Benedikts Gröndal, skálds og háyfirdómara. Benedikt varð stúdent á Bessastöð- um 1846 og lagði stund á náttúruvís- indi og bókmenntir í Kaupmannahafn- arháskóla, var stundakennari við Lat- ínuskólann í Reykjavík 1852-54 og þýddi úr Hómerskviðum, fór aftur til Hafnar og þaðan til Þýskalands, var í Belgíu um skeið en lauk meistaraprófi í norrænum fomfræðum i Höfn 1863, fyrstur íslendinga, og var kennari við Latínuskól- ann í Reykjavík frá 1874. Benedikt er, ásamt Matthíasi og Stein- grími, þekktasta ljóðskáld síðrómantísku stefnunnar en lakara skáld en þeir. En hann var afbragðs stílisti, afkastamikill fræðimaður og fjölhæfasti menntamað- ur samtímans: náttúrufræðingur, fom- málamaður, manna fróðastur um sögu, heimspeki og bókmenntir, málari, teiknari og skrautritari. Fyrst og síð- ast var hann þó yndislega mannlegur og drepfyndinn. Sjálfsævisaga Benedikts heitir Dœgradvöl en þekktasta verk hans, og ein skemmtilegasta islenska ritsmíð, fyrr og síöar, er Heljarslóöarorrusta. Árið 1888 keypti Benedikt húsið Vesturgötu 16b og bjó þar til dauðadags 1907. Húsið stendur enn. Jarðarfarir Hulda Gunnarsdóttir verslunarmaöur, Gautlandi 11, verðurjarðsungin frá Bú- staðakirkju föstud. 6.10. kl. 13.30. Helga Björgvinsdóttir, Brekastíg 7b, Vestmannaeyjum, verðurjarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugard. 7.10. kl. 10.30. Guömundur Halldórsson frá Hólshjá- leigu, Lagarfelli 21, Fellabæ, verður jarðsunginn frá Egilsstaöakirkju laugard. 7.10. kl. 14.00. Margrét S. Pálsdóttir frá Túni í Vest- mannaeyjum, síðasttil heimilis í Folda- hrauni 40, verðurjarðsungin frá Landa- kirkju, laugard. 7.10. kl. 14.00. Ágúst Grétar Jónsson, Skúlagötu 72, Reykjavík, veröurjarösunginn frá Foss- vogskapellu föstud. 6.10. kl. 13.30. Útför Vals Fannar gullsmiðs fer fram frá Kópavogskirkju föstud. 6.10. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.