Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 íslenskur hjúkrunarfræðingur fylgdist með mótmælum í Belgrad: baráttuhugur „Okkur brá auðvitað, enda nýkomin hingað. Við heyrum stöðugt í mann- fjöldanum sem er að mótmæla í mið- borginni. Við vorum að taka upp úr kössum á heimili okkar í gær þegar mótmælin hófust," sagði Sigurbjörg Söebech hjúkrunarfræðingur í samtali við DV i morgun. Sigurbjörg flutti frá Sarajevo til Belgrad ásamt eiginmanni sínum, sem starfar á veg- um Alþjóðanefndar Rauða krossins, og tveimur ungum bömum fyrir aðeins fjórum dögum. „Við höldum bömunum innandyra en ég fór sjálf aðeins í miö- bæinn i gærkvöld. Þar ríkti mikil gleði meðal fólksins og mikill baráttuhugiu1 var í íbúunum," sagði Sigurbjörg. “Það er löng leið enn þá fyrir Serba Eftirlæti allra 1 Helgarblaði DV á morgun er ít- arlegt viðtal við Hilmi Snæ Guðna- '*■ son, leikara og leikstjóra, sem öll leikhús á íslandi vilja ráða til sín og allir kvikmyndaleikstjórar viija fá til að leika í myndunum sínum. Hilmir er eftirlæti allra og hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í Horfðu reiður um öxl. Einnig er fjallað um 23 ára gaml- ar ritdeilur sem risu vegna sýning- ar á Lé konungi, gagnrýnandi DV fer í Bastilluna í París og hlustar á Kristin Sigmundsson og rætt er við Jóhannes Nordal, fyrrum seðla- bankastjóra, sem nýlega skilaði áliti auðlindanefndar sem miðar að sátt um kvótakerfið. Fjallað er um skjaldbökur sem gæludýr og úrslit tilkynnt í Sumarmyndasamkeppni , DV. 5KALI 5ELGRAP! og Júgósiava fram undan, það tekur mörg ár að byggja upp landið sem er mjög illa farið, “ sagði Þorkell Diego Þorkels- son sem vinnur fyrir Alþjóða- samband Rauða krossins. Þor- kell hefúr búið á Balkanskag- anum meira eða minna síðan árið 1992 og siðastliðið ár hef- ur hann verið í Belgrad. And- stæðingar stjómar Slobodans Milosevics forseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Belgrad í gær en stjómarandstaðan hef- ur tekið völdin. Þorkell ræddi við DV í morgun þegar klukkan var rúmlega 10 í Belgrad. „Ástandið er mjög gott núna. Fólk hefúr í huga að halda veislu í dag, okkar starfsfólk kom til vinnu í morgun í mjög góðu skapi. Margir komu með flösku af víni, eða rakia, sem er þjóðar- drykkur, og sumir komu með mat þannig að hér verður ekki mikið úr vinnu í dag,“ sagði Þorkell. Hundruð þúsunda manna sööiuðust saman í miðborg Beigrad í gærkvöld og nótt til þess að mótmæla einræði Milosevics. Lögreglan reyndi til að byrja með að vera með viðbúnað á ákveðnum stöð- um, svo sem við þinghúsið, en Þorkell sagði að fljótlega hefði lögreglan lagt niður vopn og hlifar og gengið í hóp mót- mælendanna. Þorkell og sam- starfsfólk hans opnuðu vöru- hús Rauða krossins í gær og gáfú mat til Rauða kross Júgóslavíu, þar sem göt- ur Belgrad voru fullar af matarlausu ut- anbæjarfólki, bæði Júgóslövum og fólki af serbneskum uppruna frá Ungverja- landi, Búlgaríu og Rúmeniu.Nánar á bls. 11 -SMK/aþ Sjálfstæðismenn gegn flutningi ríkisstofnana: í hrópandi mótsögn við framsóknarmenn - Samfylking sammála sjálfstæðismönnum I niðurstöðum skoðanakönnunar DV um flutning rikisstofnana út á land kemur í ljós að hrópandi mót- sögn er á skoðunum stuðnings- manna ríkisstjórnarflokkanna. Meirihluti stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokks, eða 48%, er á móti flutningi ríkisstofnana á meðan 39% eru þvi fylgjandi og 13% óá- kveðnir eða svara ekki. Hjá stuðn- ingsfólki Framsóknarflokks er af- staðan á allt annan veg. Þar styðja 72% flutning ríkisstofh- ana út á land á meðan að- eins 20% eru því andvígir og 8% óá- kveðnir eða svara ekki. Hjá stuðningsmönnum stjómar- andstöðunnar er heldur ekki að finna samstöðu hvað þetta varðar. Á bak við Frjálslynda flokkinn er mikill stuðningur við flutning rík- isstofnana, eða 57%, en andstaðan mælist 14%. Óákveðnir í þeim hópi og þeir sem svara ekki reyndust vera 29%. Svipaða sögu er að segja af afstöðu stuðningsmanna Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. Þar er stuðningur við flutning 56% en andstaðan 31%. Óákveðnir og þeir sem svara ekki mælast vera 13%. Hjá Samfylkingunni er þessu öf- ugt farið. Andstæð- ingar flutnings ríkis- stofnana mælast vera 54% en stuðn- ingsmenn 41%. Óá- kveðnir og þeir sem ekki svara í þeim hópi eru 5%. Það er því greinilegt að sjálfstæð- ismenn eiga litla samleið með fram- sóknarfólki í þessu máli því sam- herjana er helst að finna í Samfylk- ingunni. -HKr. Ráöherrann og forstjórinn Fulltrúar Norsk Hydro og íslenskra stjórnvalda kynntu skýrslu um efnahagsleg áhrif virkjunar og álvers í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og kom þar m.a. fram aö undirbúningur væri allur á áætlun en endanleg ákvörðun lægi þó ekki fyrir. Á myndinni eru Valgeröur Sverrisdóttir, iðnaðar- og viöskiptaráö- herra, og Egil Myklebust, aðalforstjóri Norsk Hydro. 500 ný hús á Austfjörðum - og jarðgöng milli fjarða í gær voru kynntu iðnaðarráð herra og ráðamenn Norsk Hydro helstu niðurstöður skýrslu um áhrif Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði á íslenskt efhahagslíf. Talið er að vegna framkvæmdanna muni vinnuaílsþörf næstu árin verða tæpu prósenti meiri en nú er og þjóð arframleiðsla um tveimur prósentum meiri. Hins vegar mun viðskiptahalli íslands við útlönd aukast um 2,5% af landsframleiðslu á framkvæmdatím- anum og verðbólga sömuleiðis færast í vöxt. Skýrslan gerir ráð fyrir gagn- gerum samgöngubótum, m.a. jarð göngum milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Þá er gert ráð fyrir að minnsta kosti 500 nýjum íbúðarhús- um á svæðinu á árunum 2003-2010. -MT Olíufélögin ræöa við atvinnubílstjóra: Munum ekki láta staðar numið - segir framkvæmdastjóri Landssambandsins Flutningur ríkisstofnana út á land - samanburður á skoðunum stuðningsfólks rikisstjómaflokkanna að Fulltrúar allra samtaka atvinnu- bifreiðastjóra sitja þessa dagana fundi með talsmönnum olíufélaganna. Það eru olíufélögin sem boðað hafa til þess- ara funda til að skýra sinn málstað vegna þeirra hækk- ana sem orðið hafa undanfómu. Fulltrúar bílstjór- Unnur Sverrisdóttir anna hafa þegar setið fund meö tals- mönnum Skeljungs og Essó. „Mér finnst sjálf- sögð kurteisi að leyfa mönnum aö svara þeim ályktun- um sem við sendum frá okkur,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands vörubifreiðastjóra. Sambandið ályktaði m.a. um að verðsamráð milli olíufélaganna væri óþolandi og ólöglegt. „Þeir svöruðu mörgum spumingum okkar á fundinum, en all- mörgum spurning- um var þó ósvarað," sagði Unnur. „Við ætlum að hlusta á þá alla og ráða síðan ráðum okkar. Stefn- an er að ná því fram að síðasta hækkun gangi að ein- hverju leyti til baka. Við munum ekki láta staðar numið.“ -JSS Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstof Grensásvegi 7, sími 533 3350. brother p-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhætt Windows 95, 98ogNT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Mikil gleði og *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.