Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Side 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 Ríkissjónvarpið: Ólympíuleik- arnir kostuðu ^66 milljónir Ólympíuleikamir kostuðu Rikissjón- varpið 66 milljónir króna og þar af fóru 35 milljónir í rétt- indagreiðslur ýmiss konar. Alls voru sendar út 300 klukkustundir af efni frá leikunum Vala Flosa aujj þess sem birtist Fekk serstaka j fréttatímum. Fjórir gervihnattalmu. starfsmenn Ríkis- sjónvarpsins voru í Sydney á meðan á leikunum stóð og sérstök gervihnattalina var tekin á (,, jj^igu þegar Vala Flosadóttir keppti í urslitum í stangarstökki. -EIR Andri og KR: Milljón fyrir að skokka - til áramóta Gerðardómur KSÍ hefur komist að þeirri niður- stöðu að Andri Sig- þórsson sé samn- ingsbundinn KR fram að áramótum og geti því ekki hafið leik með austurríska liðinu Salzburg fyrr. „Þetta þýðir ein- faldlega að KR þarf að greiða Andra 300 þúsund á mánuði fram að ára- mótum fyrir það eitt aö skokka dá- litið á æfingum," sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður knattspymu- hetjunnar, í gærkvöldi. „Það eru laun hans samkvæmt samningi." -EIR Andri Sigþórsson. ^Sfother P-touch 9200PC Prentaöu merkimiöa beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafoort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smort Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. Tékkland og ísland mætast dvmynd hilmar þór íslenska landsliöiö í knattspyrnu mætir Tékklandi í 3. riöli forkeppni heimsmeistaramótsins í borginni Trepiice klukkan 15 að íslenskum tíma í dag. Báöar þjóöirnar hafa lokið einum leik í riölinum, íslendingar lágu fyrir Dönum í Reykjavík og Tékkar sigruöu Búlgara í Sofia. Á myndinni er Ríkharöur Daðason aö fá sér vatnssopa eftir æfmguna síðdegis i gær og af svip Eyjólfs Sverrissonar fyrirliöa aö dæma þyrstir hann einnig í vatnið enda var hraustlega tekiö á á æfing- unni. Hermann Hreiöarsson fylgist álengdar meö. Húsmóðurstarfið vegið í Héraðsdómi Reykjavíkur: Húsmóðir metin til jafns við sjúkraliða - en ekki lægsta taxta Sóknarkvenna Atli Gíslaon „Ég fagna þess-1 ari niðurstöðu sem sýnir mér að | skaðabótalögin snúast líka um I kvenfólk við | heimilisstörf," sagði Atli Gísla- son lögmaður sem | vann mál í Hér- aðsdómi Reykja- víkur fyrir heimavinnandi hús- móður sem slasaðist í árekstri. Málavextir voru þeir að hús- móðirin lenti í umferðarslysi þeg- ar bifreið frá Vélamiðstöð Reykjavíkur ók aftan á bifreið hennar á Sæbrautinni en þá stóðu þar yfir vegaframkvæmdir. Húsmóðirin var þá komin 18 vik- ur á leið með íjórða barn sitt og rak fimm manna heimili auk þess að starfa sem sjúkraliði hálfan daginn. Húsmóðirin stefndi Reykjavíkurborg og Vá- tryggingafélagi íslands til greiðslu skaðabóta vegna tekjumissis sem sjúkra- liði og húsmóðir í hálfu starfi á báðum vígstöðv- um. Enginn ágreiningur var um bætur vegna tekju- missis í sjúkraliðastarf- inu en húsmóðurstarfið stóð í tryggingarfélaginu sem krafðist þess að hús- móðurstarfið yrði metið á lægsta taxta verka- kvennafélagsins Sóknar eftir þriggja ára starf. Því hafnaði rétturinn og ákvað að húsmóðurstarfið skyldi metið til jafns við störf sjúkraliða enda hafi konan unnið sem slíkur. Að sögn Atla Gíslasonar, lögmanns húsmóöurinnar, Húsmóðirin Loks metin að verðleikum fyrir íslenskum dómstólum. bauð Vátryggingafélag íslands konunni 150 þúsund króna miska- bætur með því skilyrði að þær yrðu þegnar á staðnum og engin frekari eftirmál yrðu. Því hafnaði konan og fór með sigur af hólmi fyrir héraðsdómi sem ákvað að Reykjavíkurborg og Vátrygginga- félag íslands skyldu greiða hús- móðurinni þrjár milljónir og sex hundruð sextiu og þrjú þúsund krónur auk vaxta. „Ég er ánægð með þetta og þá sérsaklega að húsmóðurstarfið sé einhvers metið. Ég er nú með sex manna heimili eftir að nýjasta barnið kom I heiminn og ég veit að þetta er fullt starf eins og ann- að,“ sagði húsmóðirin þar sem hún var á kafi í heimilisverkun- um í gær á meðan kvöldmaturinn kraumaði í pottunum og börnin léku við hvern sinn fingur í eld- húsinu. -EIR Vestmannaeyingar í Portúgal: Skipalyftumenn festust í lyftu - og voru reknir af hótelinu Fimm starfsmenn fyrirtækisins Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að festast í lyftu á hóteli í Portúgal fyrir rúmum tveimur vikum þar sem þeir voru staddir í vikuferð með fyrirtækinu. Að sögn Tryggva Más Sæmundssonar, eins af starfsmönnunum, virkaði neyð- arbjalla lyftunnar ekki og því var gripið tU þess ráðs að spenna upp hurðirnar á lyftunni tU aö komast út en loftleysi var oröið töluvert í lyftunni. Það tókst eftir nokkrar mín- útur en i kjölfarið voru starfsmenn- imir fimm reknir af hótelinu fyrir að skemma lyft- una. „Við vorum mjög óánægðir með að vera hent út vegna þessa,“ segir Tryggvi Már. Málið var hins vegar leyst á staðnum og hópn- um útvegaö her- bergi á öðru hót- eli en Tryggvi Már fékk gistingu hjá ættingjum sem einnig voru í ferðinni. Hann Frá Portúgal segir að þeir hafi Sólin skein á ströndinni á meðan verið sáttir við þá Skipalyftumennirnir sátu fastir í lausn þar sem lyftunni. þeir þurftu ekki að borga neinn aukakostnað vegna málsins. Að sögn Páls Þórs Ármanns, markaðsstjóra ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar hf., sem seldi hópnum ferðina, gerði fyrirtækið aUt í sínu valdi tU að leysa málið. Hann segir að það hafi verið ákvörðun hótelstjórans að visa mönnunum af hótelinu. Hópnum hafi verði útveguð önnur gisting og fyrirtækið greitt reikninginn vegna skemmdanna. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.