Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Fréttir Lokabarátta Milosevics gegn þrautskipulagðri byltingu: Fyrirskipadi árás en herinn neitaði Milosevic ætlaöi aö láta skjóta á óbreytta borgara Fyrrverandi Júgóslavíuforseta var brugöiö þegar herinn og lögreglan neituöu aö hlýða skipunum hans. Mennirnir höfðu aldrei hist áð- ur. Nú sátu þeir hvor gegnt öðrum. „Ég er Vojislav Kostunica," sagði gesturinn. Hann var kominn til að reyna að telja gestgjafa sinn, Slobodan Milosevic, á að gefast upp. Herforinginn Nebojsa Pavkovic, æðsti yfirmaður hersins í Júgóslavíu, sem lengi hafði verið vinur og stuðningsmaður Milos- evics, hafði komið á fundinum. Þetta var fóstudaginn 6. október, daginn eftir byltinguna. Kostunica, verðandi forseti Júgóslavíu, og samstarfsmenn hans sátu í nýjum bækistöðvum sínum í stjórnarbyggingunni í Belgrad þeg- ar lest herjeppa ók upp að höllinni. Pavkovic gekk inn og spurði hvort Kostunica vildi koma á fund með Milosevic. Kostunica féllst á það. Hann var rólegur er hann steig upp i einn jeppanna til fundar við manninn sem hafði gert allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist til valda. Milosevic beið í lúxusvillu sinni á Uzickagötu. Mennimir heilsuðust með handabandi. Síðan hófust deil- ur. Milosevic neitaði að viðurkenna að hann hefði tapað í kosningunum 24. september. Hann neitaði einnig að fara frá völdum fyrr en kjörtíma- bili hans lyki um mitt næsta ár. Kostunica benti Milosevic á að stjórnlagadómstóllinn hefði verið að lýsa því yfir að hann væri sigurveg- ari. „Mér hefur ekki borist tilkynn- ing um það,“ sagði Milosevic en gafst samt upp. í skoðunarferð um lúxus- villuna Samræðurnar tóku óvænta stefnu. Milosevic bauð Kostunica í skoðunarferð um húsið. Hann benti á ýmislegt sem verið væri að gera við og sagði að Kostunica yrði að ljúka viðgerðunum. Milosevic tók fram að athuga þyrfti sérstaklega pípulagnirnar. Kostunica, sem býr í íbúð í miðbæ Belgrad, kvaðst ekki hafa í hyggju að flytja inn í hús Milosevics. Milosevic brást við með því að verja sig og sagðist búa í hús- inu af öryggisástæðum. Fall Milosevics hafði langan að- draganda en endirinn var snöggur. Lokauppgjörið á götum Belgrad var ekki eingöngu skyndibylting þjóðar- innar. Byltingin var lokapunktur þaulhugsaðrar baráttu stjórnarand- stöðunnar. Stjórnarandstæðingar lögðu áherslu á að vinna yfirmenn lög- reglu og hers á sitt band. Þegar fundurinn á Uzickagötu fór fram var Milosevic einangraður og valda- laus. Fimmtudaginn 5. október, daginn fyrir fundinn í lúxusviilu Milosevic, ætlaði stjórnarandstaðan að láta til skarar skríða. Til öryggis hafði hún búið um þúsund menn úr sínum eigin röðum vopnum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar og öryggis- sveitamenn héldu í leyni til Nis, Novi Sad, Cacak og annarra mikil- vægra borga um alla Serbíu. Snemma um morguninn héldu þeir mótmælafundi. Siðan streymdu mótmælendur í rútum, á traktorum og í einkabílum til Belgrad. Mikilvægasta hjálpin kom frá Cacak í miðhluta Serbíu. Borgar- stjórinn þar, Velimir Ilic, hvatti borgarbúa til að fylgja sér til Belgrad. „Ég ákvað að leggja allt í sölurnar. Mér var sama um hvað yrði um mig sjálfan. En ég vissi að ef við töpuðum gæti ég ekki snúið aftur heim,“ greinir hann frá. Vuk Obradovic, fyrrverandi her- foringi og lykilmaður í stjórnarand- stöðunni, segir að ekki sé hægt að skipuleggja slíkar aðgerðir í smáat- riðum. Um sé að ræða gott sam- bland skjótra viðbragða og skipu- lagningar í sjálfu uppgjörinu. Fyrirskipaði árásir á mótmæl- endur Sjálfur hafði Milosevic ákveðið að grípa til ofbeldis. Hann faldi sig í veiðimannahúsi í bænum Garesnica í austurhluta Júgóslavíu, að þvi er Perisic, fyrrverandi yflr- maður herráðsins, segir. Frá felu- stað sínum gaf Milosevic Pavkovic herforingja skipun um að senda stríðsvagna út á göturnar. Hann skipaði einnig að skotið yrði á mót- mælendur sem réðust á mikilvægar byggingar eins og sjónvarpshúsið í miðbæ Belgrad. Milosevic skipaði einnig innan- ríkisráðherra Serbíu, Vlajko Stojiljkovic, að sprauta táragasi og öðrum efnum úr þyrlum á mótmæl- endur fyrir framan þinghúsið í Belgrad. Stojiljkovic skipaði lögregl- unni að ná aftur sjónvarpsbygging- unum tveimur sem stjórnarand- stæðingar höfðu náð á sitt vald. Gera átti árásir á byggingarnar úr lofti með eldflaugum og sprengjum ef nauðsyn krefði. En herinn og lögreglan neituðu. Milosevic var brugðið. Það var eng- in tilviljun að herinn og lögreglan neituðu. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar höfðu í marga daga reynt að hafa áhrif á yfirmenn þessara stofn- ana. Þeir höfðu gert þeim grein fyr- ir að stjórnarandstaðan hygðist ekki beita ofbeldi. Stjórnarand- stöðuleiðtogarnir báðu herinn um að sýna hlutleysi. Liösforingjar neituöu að koma í simann Pavkovic herforingja varð ekkert ágengt þegar hann hringdi til her- stöðva um landið og reyndi að kalla út herlið. Nokkrir háttsettir liðsfor- ingjar neituðu að ræða við hann í síma. Einn liðsforingi tilkynnti að hermenn hans myndu aldrei skjóta á óbreytta borgara. Um hádegisbil á fimmtudeginum hringdi Pavkovic í Milosevic og til- kynnti honum að hann vildi hvorki né gæti sent hersveitir gegn mót- maelendum. Á fóstudagsmorgninum tókst mönnum Kostunica að fá aðgang að stjórnarhöllinni í miðbæ Belgrad. Fyrsti opinberi gesturinn var utan- ríkisráðherra Rússlands, Igor Ivanov. Rússneska stjórnin hafði lengi verið vinveitt Milosevic en hafði nú ákveðið að kominn væri tími til að hefja samskipti við Kost- unica. Því næst hélt Ivanov á fund Milosevic sem hafði snúið aftur til Belgrad í herþyrlu. Strax að loknum fundi Kostunica og Ivanovs hringdi Pavkovic herfor- ingi til vinar síns á Beta fréttastof- unni. Hann bað um aðstoð við að komast í samband við Kostunica. Hann ætlaði að koma á fyrsta fundi Milosevics og stjórnarandstöðuleið- togans. Tvö vandamál blöstu við. Milosevic neitaði enn að viöur- kenna ósigur sinn og hann þorði ekki að vera á ferð utandyra. Þess vegna sótti Pavkovic Kostunica í lest herjeppa. Aðstoðarmenn stjórn- arandstöðuleiðtogans voru dauð- hræddir er foringi þeirra ók einn á brott með Pavkovic. í raun var eng- in hætta á ferðum. Herforinginn hafði haft með sér skriflega yflrlýs- ingu um að herinn viðurkenndi sig- ur Kostunica og lofaði að fara að lögum. Umkringdur 100 manna vopnaðri sveit Á fundinum í villunni hóf Milos- evic umræðurnar. Hann hélt því fram að samkvæmt stjórnarskránni mætti hann sitja á forsetastóli þar til í júlí 2001. Kostunica sagði það óhugsandi. Milosevic yrði að fara frá þegar í stað. Milosevic fullyrti að Kostunica hefði ekki fengið yfir helming atkvæða. Kostunica vitnaði í yfirlýsingu stjórnlagadómstólsins um að hann hefði sigrað. Þá gafst Milosevic upp. Eftir að Kostunica hélt á brott hringdi Milosevic og bað um leyfi til að halda ræðu í sjónvarpinu til að tilkynna að hann viki til hliðar. Hann sagði ekki að hann ætlaði að tilkynna þjóðinni að hann hygðist vera áfram í stjórnmálum. Milosevic dvelur nú ásamt eigin- konu sinni, Miru, í húsinu sínu á Uzickagötu. Um hundrað manna vopnuð sérsveit er á verði við hús þeirra. Milosevic er í daglegu sam- bandi við leiðtoga Sósíalistaflokks- ins og gefur þeim ráð til að halda þeim völdum sem þeir hafa. Byggt á Washington Post o.fl. I heimsókn hjá námumönnum Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, í heimsókn hjá námumönnum sem gegndu mikilvægu hlutverki í byltingunni. Vinur Milosevics Nebojsa Pavkovic, æösti yfirmaöur hersins i Júgóslavíu , flutti Kostunica í herjeppa á fund Milosevic daginn eftir byltinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.