Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 54
*>* 62 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Tilvera I>V Hafdís Guðnadóttir á Sauðárkróki þurfti að bíða í 10 mánuði eftir lifur: Þetta var lottóvinningur DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Löng barátta við meinsemd Hafdís Guönadóttir og maður hennar Birkir Angantýsson heima á Sæmundar- götunni á Sauðárkróki. Baráttan hefur staðið hátt á annað ár en var þess virði, heilsan er aö komast 1 samt iag. DV, SAUÐÁRKRÖKÍ7 „Við vorum búin að vera í Reykjavík lengi í þetta skiptið og eiginlega búin að afskrifa að þetta mundi ganga. Ég var orðin vonlítil og heilsunni fór stöðugt hrakandi. Við vorum því á leiðinni norður, til- búin að taka örlögunum. Það virtist útilokað mál að fá líffærið. Við vor- um búin að fá útkall tvisvar, en urð- um fyrir vonbrigðin í bæði skiptin og siðan voru liðnir um tíu mánuð- ir. En þá allt í einu kom kallið, það var lifur til ráðstöfunar sem hentaði mér, heilbrigt líffæri, ólíkt því sem var í fyrri tvö skiptin. Og það var ekkert með það að við vorum drifin út á flug- völl þarna strax um kvöid- ið og aðgerðin framkvæmd á Ríkisspítalanum í Kaup- ' mannahöfn um nóttina. Já, það verður ekki annað sagt en þetta hafi verið al- gjör lottóvinningur. Þama voru dagar farnir að skipta verulegu máli og ég var orðin virkilega tæp,“ segir Hafdís Guðnadóttir, 55 ára húsmóðir á Sauðár- króki, en hún fór í lifrar- skipti á síðasta vori eftir að hafa átt við ólæknandi sjúkdóm að stríða í fjölda- • mörg ár. Hafdís var búin að bíða lengi eftir líffæri og trú- lega hefur ekki mátt tæpara standa. Lifrar- skipti eru fremur sjaldgæf og er Hafdís fyrsti islend- ingurinn sem kemur úr þeirri aðgerð frá Kaup- mannahöfn, eftir því sem best er vitað, en brugðið getur til beggja vona með þær, og grundvall- aratriði að viðkomandi hafi lifað heilbrigðu lífi. Smeyk við guluna í augunum Siðustu þrjú misserin hafa verið ákaflega erfið hjá fjölskyldunni á Sæmundargötu 15 á Sauðárkróki en þar búa Hafdís Guðnadóttir og Birk- ir Angantýsson, maður hennar. í mars 1990 uppgötvaðist að Hafdís var með mjög alvarlegan sjúkdóm. Það er því komið á ellefta ár síðan Hafdís fór að finna fyrir eymslum af völdum sjúkdómsins, en verið getur ákaflega erfitt að greina hann, enda afar sjaldgæfur. „Fólk hafði orð á því við mig hvað ég væri orðin gul og sjálf var ég orðin smeyk þegar ég sá að hvít- an í augunum í mér var farin að gulna. Ég vissi að gula er gjaman tengd krabbameini og fannst þetta því óþægilegt. Svo var ég stödd með bamabarnið mitt hjá Ólafl Ingi- marssyni, sem þá var læknir á Sauðárkróki. Hann lítur á mig og segir: „En heyrðu góða, heldurðu að þú þurfir ekki að láta líta á þig, mér líst ekkert á útlitið á þér.“ Það verð- ur úr að hann setur mig í allsherjar- rannsókn og sendir mig svo suður, og þá í þeirri meiningu að ég sé lík- lega með krabbamein. Ég fer í mikl- ar rannsóknir fyrir sunnan, en þeir flnna ekkert krabbamein. Læknir- inn minn, Hallgrímur Guðjónsson, heldur rannsókninni áfram og er ákveðinn í því að finna hvað þetta er. Það kemur í ljós við miklar rannsóknir. Þetta reynist vera svo- kallað innra ofnæmi, sjúkdómur sem býr um sig í lifrinni og er ólæknandi. Það eina sem kemur til greina eru lifrarskipti," sagði Haf- dís. Þetta kom í ljós í rannsókn í marsmánuði 1999 og var henni gerð grein fyrir ástandinu og eina mögu- leikanum í stöðunni. „Það hringsnerist allt fyrir mér, en það var ekki um annað að ræða en fara í lifrarskiptin, þó það gæti brugðið til beggja vona. Ljósi punkturinn í þessu öllu var að möguleikamir á því að aðgerðin mundi heppnast voru stórum meiri vegna þess að ég hafði lifað heilbrigðu lífi, hvorki reykt né drukkið. Þeir gáfu mér 90% von, en fyrir drykkjufólk og fólk sem hefur lifað óheilbrigðu lifi, fólk sem fengið hefur skorpulifur, eru líkurnar að mér skilst taldar miklu minni og margir hafa ekki lif- að af lifrarskiptaaðgerð." Leitin að líffærinu „Og nú hófst leitin að líffærinu. Tveir mánuðir liðu og 19. maí feng- um við fyrsta útkallið. Við vorum á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll þeg- ar okkur var snúið við. Líffærið hafi reynst óheilbrigt og við fórum aftur norður. Þrem dögum seinna fáum við aftur útkall. Og þar sem við vorum stödd fyrir norðan vor- um við send með leiguflugi beint frá Akureyri til Hróarskeldu í Dan- mörku. Þegar við komum út fengum við þær fregnir að líffærið hefði reynst óheilbrigt og okkur var snú- ið heim að nýju. Við urðum enn að bíða eftir líffæri og sú bið var löng.“ Þau Hafdís og Birkir segja að það megi heita að þau hafi búið í ferða- tösku síðustu þrjú misserin. Ferð- imar hafa verið margar milli Sauð- árkróks og Reykjavíkur þar sem þau hafa dvalið langdvölum. Og í Reykjavík var í engin hús að venda nema hjá frændum og vinum. Birk- ir segir að það vanti alveg íbúðir í borginni fyrir fólk utan af landi sem er með sjaldgæfa sjúkdóma. „Ef hún hefði verið með hjartasjúkdóm eða krabbamein þá hefðum við fengið íbúð um leið,“ segir Birkir. íslensk líffæri eins og gull - En Hafdís, hvemig leið þér á þessum biðtíma eftir líffærinu? „Mér leið ákaflega illa og sjúk- dómurinn ágerðist mjög hratt síð- ustu mánuðina. Ég var orðin ákaf- lega máttlitil og úthaldslaus. Gat eiginlega ekkert gert, var hætt að geta sinnt heimilisstörfunum. Ég var líka orðin ákaflega vonlítil um að þetta mundi ganga og tæp að öllu leyti, má segja.“ Hafdís segir að það virðist vera ákaflega erfitt að fá lifur, mun erfið- ara með líffæragjafa en varðandi t.d. ným og hjarta. í ljósi þess segir hún að sér komi ekki á óvart þær fregnir að menn séu farnir að fram- leiða líffæri með klónun. Og Birkir skýtur því inn i að Danirnir hafi haft orð á því að íslensku liffærin væm alveg gull miðað við þau dönsku, bresku og bandarisku, og vilji meina það að íslendingar lifi heilbrigðara lífi en þessar þjóðir, hvað sem er nú hæft í þvi, en Dan- imir eru til dæmis orðlagðir fyrir mikla bjórdrykkju. Það var svo að kvöldi 10. apríl sem þau Hafdís og Birkir héldu til Danmerkur ásamt dönskum lækn- um frá Reykjavík. Og að þessu sinni var líffærið með í för, en það er úr íslendingi. Búið var að undirbúa rannsóknina og Birkir kvaðst hafa orðið undrandi að sjá allt umstang- ið á skurðstofunni. Hafdís var drif- in á skurðarborðið klukkan fimm um nóttina að íslenskum tíma og aðgerðin tók níu tíma og stundar- ijórðungi betur. Horfir öðrum augum á lífið „Þetta hefur gjörbreytt lifi okkar og maður horfir öðrum augum á það eftir þetta. Ég lit á þetta sem annað tækifæri til að fá að lifa. Það var stórkostlegt að njóta frábærrar aðhlynningar starfsfólksins á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn og ótrúlegt hvað hlutirnir ganga hratt og vel fyrir sig á þessu stóra sjúkra- húsi þar sem 7000 manns starfa. Ég var furðanlega fljót að braggast og eftir mánuð, á lokadaginn 11. maí, var ég send heim til íslands, reynd- ar með því fororði að ég legðist inn á Landspítalann. En læknirinnn minn, Hallgrímur Guðjónsson, sagði að ég væri orðin það hress að það væri best að ég væri á göngu- deildinni og þeir fylgdust svo með mér nánast daglega í nokkra mán- uði,“ sagði Hafdís. Aðeins nokkrar vikur eru síðan Hafdís fékk að fara norður á Sauð- árkrók aftur og þau voru einmitt nýkomin að sunnan úr einni rann- sókninni þegar blaðamaður DV leit inn á Sæmundargötunni en síðar i vikunni liggur leið þeirra Hafdísar og Birkis aftur suður. Spurð um heilsuna í dag segir Hafdís að þetta sé allt á réttri leið. Henni hafi hrakað um tíma, sökum þess að lyfin höfðu óæskileg áhrif á nýmastarfsemina, en læknarnir telji sig vera búna að finna lausn á því máli, þannig að nú verði von- andi allt upp á við úr þessu. Skuldir hrannast upp En þó heilsan sé að komast í lag þá eru það oft aðrir hlutir sem fylgja miklum veikindum. Birkir fór í launalaust frí þegar veikindin komu upp í byrjun síðasta árs og þar sem hann sá ekki fram á að geta byrjað að vinna aftur sagði hann sig frá vinnunni. Kostnaðurinn varð- andi ferðir og uppihald hefur lika verið mikill og skuldirnar hafa safn- ast upp. „Þrátt fyrir mikinn stuðn- ing eru skuldirnar orðnar miklar sem orðið hafa til vegna veikind- anna,“ segir Birkir og það hefur m.a. orðið til þess að þau ákváðu að setja húsið á söluskrá. „En við erum samt ákveöin í því að láta eitthvað gott af okkur leiða og maður lærir ýmislegt af því að lenda í svona erf- iðleikum," segja þau Birkir og Haf- dís, en þau ætla sér m.a. að efna til hvatningarsamkomu fyrir fatlaða. Þá er á prjónum að selja ýmsar heilsu- og íþróttavörur sem eiga að geta gagnast fólk vel. Og þau gera sér vonir um að geta náð markaði fyrir þessar vörur, fyrst i Skagfirði og síðan út um landið. „Eitthvað verður að gera til að laga stöðuna á yfirdráttarreikningnum," segja þau Hafdís og Birkir að lokum, en þau vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa hjálpað með stuðn- ingi sínum og hlýhug. -ÞÁ Kona 'á sextugsaldri á Sáuðárkróki: Býr í feröa- tösku og biður eftir nýrri lifur .t-að « Þiðtiminn « «r v«rr»i- ur ok «lyr»«tur. Tryit£Íi4Þ>-s«irftu>n ttOTBW fcrútwnn Þ«e»r i alvönma er kotnlð *« trnoi ttð þvl er þetta okkar mU:' waöi »U-kir Angan- týMOt i SauðArkrðki en hmm hef ur tektö sór frt ftr vlnnu <ni blður nu asamt knuu vinnl «fttr tlfrar- itsneðstu Þe**r fcaJffO ketnur. „Við vrum bðln að Ca tvð litkóll in VM lð snftið beiitt aftur t bððtun tilvik- um. t tyrri* skipuð vortuu vtð A LriO t á.i iluivufiug tií DannKrxkur jwsar okkur v«r «natð vtð. t ahIiuui vkiptið vorum við Jent i sjúkrnfluet á OmíwUinunt t HnV »rrkeldu iK-vtar t.kkur v«r t)að nð rkkert pteti orölð úr uftgerðinni- I.lfrin wm kunan atti aft t* ««i' -kki rJ*iu htiUbrítfð," sajtOi Wrkir, s.ítn rnr. liiður ásamt Hnfdlsi GuðtuukMtur Kitrmkonu ninni iWur ðtt við lifmrsÞUulðni aö strtfta i tiu ár. Unt *t oft naða tnnra iifnípmi t Ulrir.nl fc-tn snutm wman aerir hona övirka. Er nð SVO komift aft okkert tr til rðða annaft cn Það aft Hatdi*, « M ftra, au oýja lifUr. „Untiairfanð höfum við fcöíft l fcrftaUfeku ttttxiin ft-rir kailið «nn IflMur á w4r stanöa. Við vnkzium upp .1 hverjum morvrnl meft von i bíarta tim að nú «« komift að ItiðtUoinn vr RkelfUegur. Itwfti tiUfimunwOMCJi 1*8« «8 i.íft *»ftftuat fyrtr konu ntinrii." sasði lllrklr, sam hrfUr stunðaö fyrirlwmir fýrtr ttftra »vo , áruni tjtitkir 09 mynt aft hjðlyo ! fölki i «Aðteikum viðt ve»ir um LuuilA. NO f«r C*0 hfr-nje.r lui Iulds I itsrdUl <h: uaun Ufa Þ»u 1 von inni um nWa Hfur cvft terftutösk urnar UiÞunar *ftr vift hUð. Beðið eftir nýrri lifur. Fréttin sem DV birti á síðasta ári þegar skýrt var frá biðinni sem tók á taugarnar. Kirkjugarðurinn í Engidal: Minningar- reitur vígður DV, iSAFIRDI: Um síðustu helgi var vígður minningarreitur um þá sem hvíla 3 fjarri í kirkjugarðinum í Engidal á ísafirði. Minningarreiturinn er til kominn að frumkvæði árgangs 1959 frá ísafirði og er helgaður minningu Kolbeins S. Gunnarssonar (Kolmars) skólabróður þeirra en hann fórst ásamt tveimur öðrum með Tjaldi ÍS 116 18. desember 1986. ; Vinnan við minningarreitinn - hófst í vor og var séra Magnús Er- lingsson, sóknarprestur ísfirðinga, hópnum til aðstoðar að gera reitinn að veruleika. Séra Magnús mun einnig verða þeim innan handar sem vilja koma nöfnum horfinna ástvina sinna í minningarreitinn. Árgangur 1959 vill benda fólki á að hægt er að leggja hópnum lið við fjármögnun reitsins með því að leggja inn á reikning hans í Lands- bankanum á ísafirði. -ks/ss Minnmgarreitur Myndin var tekin við vígslu minningarreitsins þann 20. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.