Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 15
15 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 PV______________________________________________________________________________________________________________Sviðsljós Kjaftasögurnar um Courtney og David: Ekki að skilja Þótt Courtney Cox (Katrín Korts- dóttir) og David Arquette (Davíð Ar- inbjarnarson) hafi einungis verið gift í örfáa mánuði eru strax komnar á ílot kjaftasögur um að þau séu á barmi skilnaðar. Hjónin þarf vart að kynna en þau léku saman í Scream (Öskrinu) og enduðu saman í rúmi og síðar í hjónabandi. í síðustu viku neyddist parið til að senda frá sér yfirlýs- ingu vegna fréttar í breskum blöð- um um að hún væri þunguð, kom- in þrjá mán- uði á leið. Courtney og David hafa um tíma reynt frjóvgun með eigin verkfærum og hefur það vakið athygli manna að Courtney er alveg þvengmjó - reynd- ar svo mjó að vart getur eðlilegt talist. Er það mat manna að hún verði að bæta örlítið á sig. Kjaftasögur um skilnað þeirra hafa heldur ekki fallið í góðan jarðveg í fjölskyldu þeirra. Nýlega kom þróðir Davids í íjölmiðla til að slá þær sögur í gröfina. Sagði hann að því færi fjarri að þau stæðu í skilnaði. Hún væri aftur byrjuð í Vinum og hann að leika í bíómyndum þannig að ekki gæfust mörg tækifæri til sameigin- legra unaðsstunda. Sagði brói enn fremur að David flygi um hverja helgi til Bandarikjanna frá Bretlandi til að hitta spúsu sína. Brói sagði líka að ekki væri flugu- fótur fyrir því að Courtney hefði Dav- id undir hælnum: „Hún hefur verið kölluð tík en hún segir bara það sem henni finnst." Ætli hún segi að sér finnist David eiga að gera eins og honum er sagt? Þaulsætnar geimverur David Duchovny (Davíð Dufþaks- son) verður ekki í þriðja kafla Stjömustríðs, svo mikið er víst. Þetta hefur komið í ljós eftir nokkr- ar rannsóknir. David eyðilagði allar spár fólks um þetta þegar hann svaraði spumingu varðandi mynd- ina. Hann sagðist vera mikill aðdá- andi en það væri svo svakalega mik- ið að gera hjá honum. Þegar Ráð- gátuupptökum líkur hrannast upp verkefni hjá honum. Það mætti halda að David yrði feginn að sleppa frá geimspekúla- sjónum en svo er ekki. Sagt er að næsta mynd Davids sé Evolution (Þróun) og þar muni hann leggja sig í líma við að túlka mann sem þarf að bjarga heiminum frá ofbeldis- hneigðum geimverum. Mörgum kann að þykja söguþráðurinn kunn- uglegur en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Litlum sögum fer af því hvað hin fingerða Gillian Anderson (Gyða Andrésdóttir) hefur fyrir stafni þessa dagana. Væntanlega mun þess ekki verða langt að bíða að við fáum að sjá hana á hvíta tjaldinu og kannski verður hún þá í hlutverki læknis sem á að bjarga heiminum frá ofbeldishneigðum geimverum - það er alla vega góð hugmynd. Hreinsuð hreinskilni Meg Ryan (Mar- grét Rán) er lík- lega með róman- tískari leikkonum hvíta tjaldsins. Hvað eftir annað hefur hún unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinn- ar með sakleysis- legri og glettinni framkomu sinni og leik. Eins og marg- ir vita er hún ný- skilin við bónda sinn. Þótti það sæta nokkrum tíð- indum þar sem hjónabandiið var talið eitt af þeim traustari í draumaborginni. Meg hefur gefið út yfirlýsingar varðandi skilnaðinn. Hún vill að almenningur viti að hjónabandi hennar og Dennis Quaid (Stein- gríms Sighvatssonar) var lokið áður en hún fór út með Russel Crowe (Reyni Kárasyni). Hún vill líka að almenningur viti að það er allt sem hún mun segja um skiln- aðinn við Dennis. Hún ætlar aldrei að ræða skilnaðinn og hjónabandið framar. í fyrsta og síðasta skiptið sem hún ræddi skilnaðinn var við W-tímaritið þar sem hún sagði að fjölmiölar hefðu komist að hjónabandsslitunum löngu eftir að þau urðu staðreynd. Hún sagði að þau hefðu bæði ver- iö heiðarleg í hjónabandinu og að þau hefðu ekki haldið fram hjá og því síður að þriðji aðili hafi komið þar nærri. Þrátt fyrir þessar yflrlýsingar í W má ekki halda að hún hafí ver- ið algjörlega hreinskilin í viðtal- inu. Áður en viðtalið hófst tók hún það nefnilega skýrt fram að ef minnst yrði á Russel myndi hún fara samstundis. Ert þú að tapa réttindum Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á órinu 2000: Lífeyrissjóður Austurlands ^ Lífeyrissjóður Bolungarvíkur 4jpl Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Hlíf *»•- Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Norðurlands Jfj Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna c> Lífeyrissjóður Suðurlands ^ Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður Vestfirðinga ^Sér'Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Jfl Lífeyrissjóður Vesturlands K> Sameinaði lífeyrissjóðurinn Fóir þú ekki yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember n.k. Við vanskil ó greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta ó að dýrmæt réttindi tapist. Þar ó meðal mó nefna: Ellilíf eyri Makatíf eyri Barnalífeyri Örorkulífeyri Gættu réttar þíns Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnu- veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyríssjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem (oau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.