Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 56
-r 64 Tilvera LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 DV Sjódraugar geta villt mönnum sýn - færeyskar þjóðsögur nauðalíkar íslenskum n Færeyjar eru það land sem Islend- ingum stendur næst. íbúar eyjanna tveggja eru líkir i útliti, Færeying- arnir eru þó lávaxnari og dekkri yf- irlitum. Þéttbýli er mikið í Færeyj- unum vegna þess hve undirlendi er lítið. Ólíkt íslendingum búa fær- eyskir bændur í litlum þorpum en ekki dreifðir um allar jarðir eins og við þekkjum á íslandi. Sjórinn hefur alla tíð verið helsta matarkista Færeyinga ásamt fugla- tekju og sauðfjárrækt. Áður en bíll- inn kom til sögunnar fóru samgöng- ur aö mestu fram á sjó. Byggðin hef- ur því myndast í kringum hentuga lendingarstaði. Færeyingar eru ann- álaður sjómenn enda sjólag erfitt við > eyjamar vegna öldugangs og veður- far rysjótt. Það er því eðlilegt að fær- eyskar þjóðsögur og sagnir tengist hafinu.. Þar er einnig að finna sögur um nykra, tröll og huídufólk. Árið 1950 þýddi Jónas Rafnar læknir og gaf út bókina Færeyskar þjóðsögur og um svipað leyti sneru Pálmi Hannesson og Thedóra Thoroddsen færeyskum sögnum og ævintýrum á íslensku. Sjódraugur Þrátt fyrir náin tengsl Færeyinga við hafið og mannskæð sjóslys þar sem flestir karlmennimir í heilu byggðarlögunum hafa drukknað þegar bátur hefur farist eru fremur fáar þjóðsögur um sjódrauga. Færeyskir sjódraugar eru mórauðir að lit, einfættir og geta hoppað mjög langt á landi og sindra af þeim eldglæringar. Sjódraugár geta villt mönnum sýn og reyna að hrekja menn í sjóinn ef þeir hitta þá á landi en sjódraugar eru hræddir við hunda og láta menn í frið sé hundur í fylgd með þeim. Sagt er að draugamir gefi frá sér ámátlegt væl eða ýli sem heyrist langar leiðir. Eft- ir sólarlag standa þeir oft á skerjum og reyna að fá sjómenn til að taka sig með í róður. Þeir þykja aíbragðs ræðarar og fundvísir á fiskimið. Færeyskir sjódraugar skreppa sam- an við sólarupprás og hverfa þegar sólin er komin upp. Sagt er að sjó- draugar lafi saman á spjaldbeini úr manni. Niðagrís Niðagrís er lítil gild og sívöl vera á stærð við reifabam eða bandhnyk- il. Hann er dökkmórauður á litinn og heldur tii þar sem nýfædd lausa- leiksböm hafa verið grafin á laun. Niðagrísinn lyggur fyrir mönnum og reynir að velta sér á milli fótanna á þeim í myrkri. Takist honum það er trú manna að maðurinn lifi ekki út árið. Einu sinni fæddi vinnukona bam á laun, hún setti það í sokk og kom því fyrir í holu. Nokkrum mánuðum seinna giftist hún og var haldin veg- leg brúðkaupsveisla. Þegar brúðar- dansinn var dansaður kom niðagrís í sokk veltandi inn á dansgólfið og söng: Á mömmu glóir gull - ég göltrast i ull og dansa í dulunni af honum Písla. Síðan veltist hann fyrir fætuma á brúðinni sem féll í ómegin og var borin út. Hún lést áður en árið var liðið. Tjörnuvíkur-stúlkan Sögur af huldufólki eru algengar í Færeyjum og í megindráttum svipar þeim til íslenskra huldufólkssagna. Einu sinni kom huldumaður í hús í Tjömuvík, enginn var heima nema þrettán ára stúlka sem var að þvo þvott. Huldumaðurinn biður stúlk- una að koma með sér og hjálpa konu sinni sem var lögst á sæng. Stúlkan segist ekki vilja það vegna þess að hún kunni ekkert til slíkra verka. Maðurinn gengur hart að henni og þrábiður hana um hjálp. Stúlkan seg- ir þá að hún megi ekki fara að heim- an vegna þess að foreldrar hennar verði hræddir um hana ef þeir viti ekki hvar hún er. Huldumaðurinn segist kunna ráð við því og að enginn muni sakna hennar meðan hún sé í burtu. Stúlkan læt- ur þá tilleiðast. Þegar þau gengu út úr húsinu brá huldumaðurinn yfir hana huliðshjálmi og dimmdi yfir henni meðan hann fylgdi henni til heimkynna sinna. Hún dvaldi hjá honum í sólarhring og tókst vel við ljósmóðurstarfið. Enginn varð var við að stúlkan væri horfin og minnt- ist hún ekki á þetta atvik fyrr en í hárri elli. Karl og kerling Nyrst við Austurey standa tveir klettadrangar úti í sjó sem heita karl og kerling, samkvæmt þjóðsögunni eru þetta tvö íslensk tröll sem dagaði uppi. Karl og kerling áttu ættingja í Færeyjum og voru orðin leið á því að ösla yfir hafið til að heimsækja þá. I einni heimsókn- inni ákváðu þau að binda spotta í eyjarn- ar og draga þær með sér til Islands. Svo illa vildi til að spottinn slitnaði fljótlega eftir að þau lögðu á stað og klifraði þvi kerlingin upp í klettana og batt hann aftur. Kerlingin tafðist á leið- inni og áður en hún vissi af var sól- in að koma upp, karlinn hrópaði til hennar að hætta slórinu. Kerlingin hoppaði þá niður af bjargbrúninni til að verða karli sínum samferða heim en það var of seint og dagaði þau uppi í sjónum rétt norðað við Austurey. Telur í mönnum tennurnar Mará .er kvenvættur sem birtist mönnum á nóttinni í líki fagurrar konu. Þegar mara kemur að mönn- um í svefni finnst þeim eins og þeir liggi glaðvakandi og mara komi upp í rúm til þeirra. Hún skríður síðan upp á brjóst manna og þjarmar svo fast að þeim að þeir geta hvorki náð andanum né hreyft legg né lið. Mara leitast eftir því að stinga fingrunum upp í menn og telja í þeim tennumar og takist henni það gefa þeir upp öndina. - Talið er gott ráð við martröð að snúa skónum sínum þannig að hæll- inn snúi að rúminu og tæmar vísi frá, sé þetta gert á mara erfiðara með að komast upp í rúmið. -Kip Karl og kerling Tröllin döguöu uppi þegar þau ætluöu aö draga Færeyjar til íslands Ljóðatónleikar í Salnum annað kvöld: Debussy, Strauss og Þóra Elnarsdóttir söngkona dv-mynd þöi Jt Þóra er eftirsótt söngkona þæöi hér heima og erlendis og er alltaf von á góöu þar sem hún er á ferö. Annað kvöld halda þær Þóra Einarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanó- leikari ljóðatón- leika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast tónleik- arnir kl. 20.00. Samstarf þeirra Þóru og Helgu Bryndísar hófst fyrir tæpum þremur árum þegar Þóra söng hlutverk Maríu í Söngvaseiði norður á Akureyri. Þær hafa síð- an haldið tónleika á Norðurlandi, í Kópavogi og í New York í Weili Recital Hall, Carnegie Hall, við góðar undirtektir. Á sunnudagskvöldið flytja þær m.a. söngljóð eftir Hugo Wolf úr ítölsku og spænsku ljóðabókinni, auk ljóða eftir Eduard Mörike, Ariette Oubliées eftir Claude Debussy, Þrjú ljóð Ófelíu eftir Richard Strauss o.fl. Þóra Einarsdóttir útskrifaðist úr óperudeild Guildhall School of Music and Drama fyrir fimm árum, aðeins 23 ára gömul. Síðan hefur hún sungið fjölmörg óperu- hlutverk bæði hér heima og er- lendis Jafnframt hefur hún lagt rækt við óratoríu og ljóðasöng og fleiri sungið á tónleikum víða um heim. Þóra hefur sungið ýmis verk inn á geislaplötur. Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari lauk píanókennara- og einleikaraprófi árið 1987 frá Tón- listarskólanum í Reykjavík þar sem aðalkennari hennar var Jónas Ingimundarson. Fram- haldsnám stundaði hún hjá Leon- id Brumberg, Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila. Hún starfar við Tónlistarskólann á Akureyri og er meðlimur i Caput-hópnum. Hún kemur reglulega fram á tón- leikum og siðastliðinn vetur kom hún fram sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.