Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Helgarblað DV Laus úr viðjurr Ragnheiður Elín Clausen, vinsælasta þula RÚV, farin til Stöðvar 2 - sagan af því sem raunverulega gerðis hætta í einlægu, fáguöu fasi hennar verður einhvern veginn enn nálæg- ara. Hún er opinská og tjáir sig frjálslega enda sviðsvön en það er auðvelt að skynja að þessi kona er sennilega feimin að eðlisfari. „Ég hef síðan ég var bam verið afskaplega upptekin af því að gera eins vel og ég get. Ég held að það megi kalla það fullkomnunaráráttu. Ég held að ég sé að læra að það er í lagi að vera mannlegur og gera mis- tök stöku sinnum án þess að líða illa.“ Hrafn réð hana Ragnheiður Elín byrjaði sem þula hjá Ríkissjónvarpinu 17. mars 1994 þegar hinn umdeildi Hrafn Gunn- laugsson bað hana að taka nokkrar vaktir. Það teygðist úr vöktunum og þeim lauk fyrir fáum vikum. Ragn- heiður hafði alltaf haft áhuga á þessu starfl og þegar hún var barn lék hún sér stundum í „þululeik" og las upp dagskrá sjónvarpsins eins og hún væri að kynna hana. Það er engin ofrausn að segja að með einlægri framkomu sinni og dularfullu brosi hafl hún heillað landsmenn upp úr skónum og skap- að sér sinn eigin stíl i þessu starfi sem fólk elskar að hata og allir hafa skoðun á. „Mér leið vel í þessu starfi frá fyrsta degi og var aldrei stressuð nema tvisvar sem ég man eftir. Annað skiptið var á gamlárskvöld þegar ég fór skyndilega að hugsa um hve margir væm að horfa og það stuðaði mig eitthvað en í hitt skiptið fór ég allt i einu að hugsa um einhvem karlmann sem ég var hrifin af.“ Nú, þú ert þá ágæt „Ég geri mér vel grein fyrir því að maður er í þessu starfi settur á stall eða rifinn niður. Sumum flnnst ég vera of elskuleg og fólki finnst þetta og hitt. Ég hef oft hitt fólk sem segir við mig: „Nú, þú ert þá bara ágæt.“ Sumir halda að maður svífi um á rósrauðu skýi en það er alls ekki rétt. Ég hef gengið í gegnum mjög erflða hluti undanfarin ár. Faðir minn veiktist alvarlega og lá lengi á sjúkrahúsi milli heims og helju. Tíu dögum eftir þetta áfall var ég mætt á skjáinn eftir að hafa verið nær samfleytt við hliö hans á sjúkrahús- inu og þá spurði fólk mig hvort ég væri ástfangin. Þá hef ég sennilega lagt mig svona mikið fram um að láta það ekki sjást hvernig mér leið.“ „Það er alltaf erfitt að byrja á nýjum vinnustað, nýtt álag og framandi aðstæður. Ég hef alltaf reynt að koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig og reyni bara að brosa og gera eins vel og ég get. Ef einhver er óánægður þá tek ég það bara á mitt breiða bak, ég er orðin vön því,“ segir Ragnheiður Elín Clausen, fyrrverandi sjónvarps- þula hjá Ríkissjónvarpinu en nú- verandi dagskrárgerðarkona hjá Stöð 2, einn liðsmanna 19-20, um tilfinningar sínar gagnvart nýju starfi en hún hefur tekið við starfi dagskrárgerðarmanns á Stöð 2. Fullkomnunaráráttan Það er kyrrt andrúmsloft á Hótel Borg undir pálmatrjám og hásri rödd Billie Holiday í fjarska. Á næsta borði sitja miðaldra vinkon- ur og bera saman börnin sín en úti í horni safna svalir viðskiptamenn hlutafé í næsta ævintýri. Ragnheið- ur Elín var þrjú ár í röð kosin kyn- þokkafyllsta kona landsins af hlust- endum Rásar 2 og hún kemur hreyf- ingu á virðulegt umhverfið þegar hún kemur 20 mínútum of seint inn úr haustgrámanum og biður þjón- inn um Kristal. Hún er minni en hún sýnist vera á sjónvarpsskjánum og það brot- „Ég er leiðinlega reglu- söm, fer sjaldan eða aldrei á skemmtistaði og líður best heima með góða bók eða útsaum og hannyrðir. Ég lifi mínu lífi eins og klassísk nunna. Ég er alltaf að leita að ró og jafnvœgi en ég vil ekki alltaf vera ein. Ég held að þegar sá tími kemur þá verði ég tilbúin. “ Ragnhei&ur Elín Clausen var þrisvar sinnum kosin kynþokkafyllsta kona landslns af hlustendum Rásar 2 UVMVNU E-ÓL „Ég geri mér vel grein fyrir því að maöur er í þessu starfi settur á stall eöa rifinn niöur. Sumum finnst ég vera of elskuieg og fólki finnst þetta og hitt. Ég hef oft hitt fólk sem segir viö mig: „Nú, þú ert þé bara égæt. “ í leit a& réttu starfl Ragnheiður hætti hjá Ríkissjón- varpinu fyrir nokkrum vikum og réð sig til Stöðvar 2 þar sem hún er einn liðsmanna þáttarins ísland í dag og sér um dagskrárgerð. Þetta er stórt stökk fyrir hana en Ragn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.