Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Blokkirnar burt Samkvæmt tillögum meirihluta skipulagsnefndar mun byggöin í hluta F-reitsins líta svona út. Hðu blokkirnar átti aö reisa til vinstri viö þessa byggð. Tillaga meirihluta skipulagsnefndar um Vatnsendaland: Blokkunum frestað WmF 'i': Umsjón: Reynir traustason netfang: sandkorn@ff.is Egg og kjúklingur Fyrsta ár í lífi hests er metn- aðarfull leikin sjónvarpsmynd sem er í undirbún- ingi. Áætlað er aö myndin muni kosta 35 milljónir króna og hafa erlendir kvikmyndaspek- úlantar sýnt henni mikinn áhuga. Kvikmyndafram- leiðandinn, leik- stjórinn og tónlistarmaðurinn, læknirinn og húmoristinn Lýð- ur Árnason á Flateyri mun hafa fengið hugljómun þegar hann frétti af hestamyndinni. Kvik- myndafélag hans, í einni sæng, íhugar nú að gera kvikmynd um fyrsta ár í lífi kjúklings. Frá eggi til Kentucky myndi afurðin heita og er haft eftir Lýð að 80 milljón- ir króna gætu dugað í gerð myndarinnar... Meirihluti skipulagsnefndar Kópavogs hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipulagi á vestasta hluta skipulagssvæðis F-reitsins svokaliaða í Vatnsendalandi verði frestað. Er um að ræða skipulag þriggja 3-5 hæða fjölbýlishúsa. Skipulag svæðisins, þar með talin hæð húsa, verði endurskoðað sam- hliða þeirri skipulagsvinnu sem hafin sé á norðursvæði Vatnsenda- lands. „Þessi reitur fékk langmesta gagnrýni og við viljum gjarnan end- urskoða málið þegar slíkt kemur upp,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, formaður skipulagsnefndar Kópa- vogs. Þá leggur meirihluti skipulags- nefndar til að afgreiðslu deiliskipu- lagsins sem gengur undir heitinu: „Milli vatns og vegar“ verði frestað þar til tilteknar breytingar á aðal- skipulagi Kópavogs 1992-2012 hafa hlotið staðfestingu umhverfisráð- herra. Skipulagsnefnd tilkynnti ofan- greindar niðurstöður á skipulagi Vatnsendalands í gær. Þá hafði nefndin farið yfir þær athugasemd- ir sem borist höfðu frá stofnunum, einstaklingum og félagasamtökum varðandi fyrirhugaðar framkvæmd- ir á svæðinu. Þær breytingar á aðalskipulagi á svæðinu „Milli vatns og vegar“ sem meirihluti skipulagsnefndar leggur til að verði gerðar eru, að fyrirhug- uð leikskólalóð á Vatnsendabletti 5 er felld út. Með því er verið að koma i veg fyrir stóraukna umferð niður fyrir veg. Þess í stað verði leikskól- Dollarinn hefur hækkað um 21% Krónan hélt áfram að veikjast í gær og hefur dollarinn hækkað um liðlega 21% frá áramótum. í ársbyrj- un var gengi dollarans 72,55 krónur en í gær kostaði hver dollar liðlega 88 krónur. Sterlingspundið hefur einnig hækkað töluvert. Raunar hafa allir gjaldmiðlar hækkað í verði fyrir utan grískt drakma. Evr- an hefur hins vegar breyst lítið gagnvart krónunni, enda verið veik á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Japanskt jen hefur hins vegar hækkaö töluvert eða um 14% og SDR um nær 13%. Hærra gengi gjaldmiðla hefur áhrif til hækkunar á innfluttum vörum frá viðkomandi ríkjum og þar með bein áhrif á verð- lag. Endurskoöaö skipulag Vatnsendalands Myndir af Vatnsendalandi hengdar upp. Meirihluti skipulagsnefndar Kópavogs hefur lagt fram tillögu sem meöal annars felur í sér frestun byggingar nokkurra fjölbýlishúsa. inn á norðursvæðinu ofan Vatns- endavegar. Felld verði út fyrirhug- uð íbúðalóð við vatnið sunnan Gils- bakka og austan við Vatnsendablett 6. Opiö svæði til sérstakra nota við Kríunes verði fellt út, en verði áfram óbyggt. íbúðareitur að Vatns- endabletti 23 verði stækkaður og bátalægi við Elliðavatn verði bætt inn á landnotkunarkort aðalskipu- lagsins í samræmi við tillögu að deiliskipulagi svæðisins „Milli vatns og vegar“. Loks leggur meirihluti skipulags- nefndar til að tekin verði upp um- hverfisvöktun á vatnasvæði og líf- riki Elliðavatns. „Verkfræðistofan Hönnun hf. og fyrirtækið Fiskirannsóknir og ráð- gjöf hafa gert frumathugun á frá- veitumálum," sagði Ármann. „í henni kemur fram að þegar ofan- vatn og hitaveituvatn er mælt út úr ræsum sem liggja beint út í Elliðaár er það hættulaust. Við munum samt sem áður ekki veita beint út í vatn- ið, heldur koma upp settjörnum. Skólp frá byggðinni fer í dælustöðv- ar og þaðan út í sjó, en rotþrær verða aflagðar." Gert er ráð fyrir að skipulags- nefnd afgreiði málið fyrir miðjan næsta mánuð. -JSS Keisarinn aftur á Hlemm - forstjóra Tryggingastofnunar brugðið Margeir Margeirsson, veitinga- og kaupsýslumaður, sem áður rak Keisarann við Hlemm, stefnir að því að opna nýjan veitingastað við Hlemm. Nýi staðurinn verður stað- settur á horni Laugavegar og Hlemms, í húsnæði sem áður hýsti eitt af útibúum íslandsbanka en úti- búið var einmitt flutt yflr götuna og í húsnæði Keisarans þegar veitinga- staðnum var lokað. „Það er nokkuð klárt að ég kaupi húsnæði Islandsbanka og þar ætla ég að opna veitingastað áður en langt um líður," sagði Margeir Margeirs- son í gærkvöldi. „Þetta hom er fint fyrir veitingarekst- ur og ég stefni að því að opna góðan veitingastað.“ - Eitthvað í lík- ingu við Keisarann? „Keisarinn var góður veitingastað- Margeir ur,“ sagði Margeir. Margeirsson. Fjölmörg fyrir- tæki og stofnanir sem eru til húsa á Laugavegi, frá Snorrabraut og að Hlemmi, beittu sér fyrir kaupum á Fyrrum veitingamaöur á Keisaranum ætlar aö opna á nýjum staö áöur en langt um líöur. húsnæði Keisarans á sínum tíma, gagn- gert til að losna við staðinn og gesti hans sem voru áberandi í götu- myndinni og ekki alltaf til sóma. Með- al þeirra sem tóku höndum saman í Guönason. baráttunni gegn Keisaranum voru Nóatúnsverslanimar, Trygginga- stofnun ríkisins, tískuverslanir og íslandsbanki sem flutti sig um set yfir í gamla Keisarann þegar hon- um var lokað. Margeir Margeirsson barðist lengi gegn lokun veitinga- staðar síns en fékk að lokum tilboð, frá fyrrgreindum aðilum, sem hann gat ekki hafnað. Nú ætlar hann að snúa á andstæðinga sína í götunni og opna Keisarann aftur þar sem ís- landsbanki var áður. Karli Steinari Guðnasyni, for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins, var brugðið þegar hann fékk fréttir af nýja Keisaranum við Hlemm: „Það vill enginn aftur þá umgengni sem var við gamla Keisarann en vonandi farnast þessum nýja veit- ingastað betur," sagði Karl Steinar í gærkvöldi. -EIR Karl Steinar Þvert á kenningar Útboð Herjólfs og yfirtaka Samskipa á þessu óskabarni Vestmannaeyinga. veldur miklum | hrolli í Eyjum. I Pólitískar línur | eru ekki í mál- inu og er bærinn I einróma um að [ verjast ógnvald- inum, Samskip- um. I Vest- mannaeyjum er vagga frjálshyggjunnar og þykir mörg- um afstaða oddvita þeirrar hreyfingar undarleg og sam- kvæmt bókinni. Frjálshyggju- menn í Vestmannaeyjum eru nefnilega óðir vegna þess að ferj- an fer til Samskipa og vilja að Árni Johnsen beiti handafli til að stöðva framrás hinna frjálsu viðskipta... Týndi sonurinn Fátt hefur vakið meiri athygli en endurkoma týnda læknisson- arins frá Hvolsvelli. „Hinn látni“ sneri aftur til mann- heima eftir tólf ára fjarvist með einu símtali þar sem hann hringdi í 1 fyrrum mág sinn I og sagði „hæ“. DV hefur upplýst að hann hafi ekki verið aðili að sértrúarsöfnuði. Einnig er upp- lýst að pilturinn hafi verið til fyrirmyndar f hvívetna og því væntanlega ekki ánetjast glæpa- hring í Texas. Gömul kona, sem rýnir í kindagarnir, hefur fundið sannleikann í málinu. Hinn týndi var numinn á brott af geimverum en slíkar kenningar slá gjarnan i gegn i Bandaríkjun- um... Bara þrisvar sinnum í síðustu viku var mikið um- ferðarátak á Vestfjörðum sem þótti takast svo vel að undrum sætti. Isafjarðar- lögregla visiter- aði Patreksfiörð af þessu tilefni og þótti þá ástæða til að hafa afskipi af I Jóni Gunnari [ Stefánssyni, bæjar- stjóra Vesturbyggðar, og það oft- ar en einu sinni. Af því tilefni urðu til þessar vísur: Lögbrot alveg láta vera lítið fer af slíkum sögum- Auðvitað þeir alltaf gera undantekt á föstudögum- Átakið fór ekki í flórinn ykkur hér með á það minn- um- Brotlegur var bæjarstjórinn - bara aðeins þrisvar sinn- um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.