Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py
-i* - _
Rosie O’Donnell
Rosie hefur vakiö reiöi samtaka
dýravina í Ameríku meö því aö fara í
veiðitúr.
O’Donnell
reitir dýravini
til reiði
Rosie O’Donnell er vinsæll spjall-
þáttastjórnandi í Ameríku og þáttur
hennar nýtur svipaðra vinsælda og
Oprah Winfrey, Jay Leno og fleiri
stórmenna. Eins og kunnugt er geta
stjórnendur þátta af þessu tagi vak-
ið mikla athygli meö nánast hverju
einu sem þeim dettur í hug að segja.
Þetta fékk Rosie aö reyna á dög-
unum þegar hún fór fögrum orðum
um veiðitúr sem hún hafði farið í og
rennt hafði verið fyrir flsk. Rosie
lýsti því fjálglega hve gaman hefði
verið í veiðitúrnum og hve gaman
væri að veiða íisk á stöng.
Skömmu síðar fékk hún harðort
bréf frá samtökum í Ameríku sem
kalla sig PETA sem er skammstöfun
á People for the Etchical Treatment
of Animals sem eru öfgafull dýra-
vemdunarsamtök. Samtökin töldu
þennan málflutning út í hött því
fiskar liðu ólýsanlegar kvalir þegar
þeir væru veiddir á stöng og ekki
væri betra að sleppa þeim aftur því
það væru hreinar pyntingar.
Rosie tók málflutning þeirra ekki
nær sér en það að hún gerði grín að
samtökunum í næsta þætti og hvatti
tfl þess að haldinn yrði hátíðlegur
sérstakur leðurdagur en þá ætti öll
þjóðin að klæðast leðri. Ekkert er
sönnum dýravinum verr við en leð-
urfatnað.
„Púki er
tveggja ára
gamall gári
sem ég gaf syni
mínum í af-
mælisgjöf þeg-
ar hann var
fjögurra ára. Hann langaði svo mik-
ið í páfagauk. Fyrst vissum við ekki
hvors kyns hann var og biðum
spennt eftir því að sjá hvort goggur-
inn yrði blár eða bleikur og skírð-
um hann ekki fyrr en við vorum
viss um að þetta væri kall.
Hann reyndist vera mikill púki í
sér svo hann skírði sig eiginlega
sjálfur," segir Valdís Gunnarsdóttir,
dagskrárgerðarkona hjá útvarps-
sviði Norðurljósa, þegar hún lýsir
páfagauk heimilisins fyrir DV.
Valdís er með 17 ára reynslu aö
baki í íslensku útvarpi sem er um
það bfl jafnlangur tími og útvarps-
rekstur hefur verið frjáls á íslandi.
Hún hefur löngum haft sinn per-
sónulega stíl í útvarpi og margir
minnast hennar eflaust fyrir stefnu-
mót milli ókunnugs fólks sem hún
kom oft á í þáttum sínum og vöktu
mikla athygli.
Valdís hefur oft verið á róman-
tísku nótunum í sínum útvarpsþátt-
um sem sést best á þvi aö hún ber
eiginlega ábyrgð á því að íslending-
ar fóru að halda hinn ameríska Val-
entínusardag hátíðlegan og senda
ástinni sinni gjafir eða blóm til að
minna á heitar tilflnningar.
Síminn hringir stöðugt
Valdís og Hrafn sonur hennar
eiga Púka saman en Púki er sannur
nútímapáfagaukur sem sést best á
því að hann er snillingur í að herma
Páfagaukurinn Púki er tveggja ára og hefur sérhæft sig í að herma eftir símhringingum
Það má sennilega kalla hann „páfagaukinn sem aldrei sefur". Hann hermir óaðfinnanlega eftir báöum GSM-
símum húsmóöur sinnar, Valdísar Gunnarsdóttur.
Páfagaukurinn Púki hringir og hringir:
Hermir eftir símhringingum
eftir símhringingum.
„Það má segja að hér á heimilinu
hringi síminn allan sólarhringinn
og þá meina ég allan sólarhringinn.
Ég hleyp oft á stað þegar ég held að
síminn sé að hringja og leita eins og
óð að símanum en þá reynist' það
vera Púki páfagaukur sem hringir.
Hann kann að herma eftir báðum
símunum mínum og gerir það
óspart."
Margir páfagaukar af sömu teg-
und og Púki geta sagt nokkur orð.
Er Púki svo mikill nútímapáfagauk-
ur að hann hermi aðeins eftir sím-
um eða getur hann tjáð sig í töluðu
máli?
„Það kemur stundum fyrir þegar
verið er að ræða lifið og tilveruna
hérna kringum eldhúsborðið að ein-
hver stoppar við og hlustar á Púka
og telur að hann sé að segja eitthvað
og vissulega tekur hann oft virkan
þátt í umræðunum en ég hef samt
aldrei heyrt hann segja neitt.“
Vil ekki að kvikni í páfa-
gauknum
Líf Púka er afmarkaö af búrinu
sem hann býr í því enn sem komið
er fær hann ekki oft að flúga laus.
„Við sleppum honum afar sjaldan
út úr búrinu því hér inni er fullt af
allskyns gömlum munum og svo eru
næstum alltaf logandi kerti hingað
og þangað og ég hef hreinlega verið
hrædd um að það gæti kviknað í
Púka ef hann fengi að fljúga laus
um húsið.
Hann fær samt oft að fara í búr-
inu sínu út á verönd og út i garð og
honum finnst þaö óskaplega
skemmtilegt að sitja þar og hlusta á
hina fuglana og „mingla“ viö þá.“
Valdís er enn með daglegan þátt á
vegum Islenska útvarpsfélagsins en
hefur um þessar mundir tekið að
sér kynningarverkefni fyrir Leikfé-
lag íslands sem snýst um að kynna
leikritið Sýnd veiði þar sem fyndn-
ustu konur landsins leiða saman
leikhesta sína.
„Ég á erfitt með að slíta mig úr
útvarpinu en ég hef alltaf verið með
mikinn leikhúsáhuga og flnnst þetta
mjög skemmtilegt verkefni."
-PÁÁ
Heygarðshornið
- '
- ■■ ■ ■■■:■
Skylduáskrift að kjaradeilum
Gu&mundur Andri
Thorsson
skrífar í HelgarblaO DV.
Sumir kvarta undan svokaflaðri
skylduáskrift að Ríkisútvarpinu en
það veröur þó að teljast hreinasta há-
tíð hjá þeirri þungbæru skylduáskrift
sem við megum búa við að kjaradeil-
um kennara. Og auðvitað mjólkur-
fræðinga sem sáu í blöðunum að
kennarar hugsuðu sér til hreyfmgs og
skelltu sér óðara í hressilega kjara-
deilu í nokkurs konar pavlovísku við-
bragði.
Skylduáskriftin að kjaradeilum
kennara felst í því að minnst árlega
erum við þegnar þessa lands þvingað-
ir til að fylgjast með langþregnum
leikþætti þar sem allir leikarar flytja
rullur sínar af mikifli innlifun og ann-
aðhvort átta sig ekki á því eða hrein-
lega hirða ekki um það að áhorfendur
eru að ærast úr leiðindum. AUt and-
rúmsloft í skólum landsins verður
eitrað á meðan aUir aðUar leggjast á
eitt um að einbeita sér að því hversu
skítt það sé aö vera kennari.
Kennarar hafa með markvissum
hætti byggt upp þá stéttarlegu sjálfs-
mynd sína að þar fari þrautpíndasta
fólk landsins. Fyrir sjálfum sér og öðr-
um hafa þeir árlega dregið upp mynd
af píslarvottum sem með harmkvæl-
um dragi fram lífið á sultarlaunum;
hugsjónin ein haldi í þeim lífinu, ör-
veik vonartíra um að ef tfl vifl auðn-
ist þeim einhvern tímann æflunar-
verk sitt, sem er ekki að koma ein-
hverjum unglingi hugsanlega tU
manns heldur hitt að komast í sama
launaflokk og verkfræðingar eða
tannlæknar eða einhverjir sem hafa
hærra kaup en þeir. Og það eru aUtaf
einhverjir sem hafa hærra kaup en
þeir.
Og einhvern veginn er eins og með
öllum þessum gegndarlausa barlómi
hafi kennurum mistekist ætlunarverk
sitt: að vekja með þjóðinni virðingu
og vitund um mikilvægi kennara-
starfsins og hvað þá viðsemjendum
sínum sektarkennd yfir hraklegri
meðferð á merkri stétt. Þetta hefur
vakið þveröfug viðbrögð: þetta eUifa
væl vekur á endanum fyrirlitningu
hjá samninganefnd ríkisins.
Það sem enginn má segja upphátt
er að íslendingar eru enn fuflir tor-
tryggni í garð menntunar. Þeir Uta á
menntun sem nokkurs konar vönun.
Þeir eru hræddir um að menntunin
dragi úr hinum bamslega bjartsýnis-
þrótti íslenska uppfinningamannsins
sem hefur ekki menntast nóg tU að sjá
hversu hugmyndir hans eru fáránleg-
ar. íslensku draumasögurnar fjaUa
aUar um einhvern sem hætti í skóla
og varð ríkur, varð á undan hinum
sem létu skólakerfið og vanahugsun
þess taka úr sér aUt frumkvæði. Þá
gleymast öU hin ævintýrin um stór-
kostlegt íjármagn sem fór í súginn
sökum ónógrar þekkingar lukku-
riddaranna á viðfangsefninu. íslend-
Kennarar hafa meö markviss-
um hœtti byggt upp þá stétt-
arlegu sjálfsmynd sína að þar
fari þrautpíndasta fólk lands-
ins. Fyrir sjálfum sér og öðr-
um hafa þeir árlega dregið
upp mynd af píslarvottum
sem með harmkvælum dragi
fram lífið á sultarlaunum;
hugsjónin ein haldi í þeim líf-
inu, örveik vonartíra um að
ef til vill auðnist þeim ein-
hvem tímann œtlunarverk
sitt, sem er ekki að koma ein-
hverjum unglingi hugsanlega
til manns heldur hitt að kom-
ast í sama launaflokk og
verkfræðingar eða tannlækn-
ar eða einhverjir sem hafa
hærra kaup en þeir.
ingum fmnst að menntun sé hálfgert
lottó: maður slampist á eitthvað.
Rikisstjómin er að visu að fá eitt-
hvert veður af því að hagvöxtur kunni
að aukast með aukinni menntun. En
það hvarflar ekki að ráðherrunum að
sú menntun eigi að fara fram í þeim
framhaldsskólum sem fyrir eru í land-
inu. Þar eru bara fyrir þessir síkvein-
andi kennarar. Einkaskólar er það
sem koma skal.
Kennarar eru innblásnir af mikilli
umræðu um að menntun ungs fólks
hraki ár frá ári og að íslensk ung-
menni séu þau vonlausustu í heimi í
reikningi og fara því fram á umtals-
verðar launahækkanir. Þessu svara
stjómvöld ekki beinlínis - en þau
gera það óbeinlínis. Á meðan þau láta
kjarabótakröfurnar sem vind um eyru
þjóta og mæta á fundi með ,já góðu
fariði í verkfaU“-viðhorfi búast þau tfl
að fara að dæla ómældu fé í einka-
skóla, nokkurs konar hraðbraut, þar
sem skólagjöld bætast ofan á rausnar-
legan styrk ríkisins. Þannig er ríkis-
stjórnin þegjandi og hljóðalaust að
reyna að brjóta niður skólakerfið í
landinu tU þess að koma hér á stétt-
skiptu skólakerfi í anda þeirra hug-
sjóna að auka hér stéttaskiptingu eins
og kostur er. Ríkið hyggst þannig
beina fjármagni sínu að því að efla
nám fyrir „aíburðanemendur" um
leið og samningamenn á vegum þess
neita svo mikið sem að ræða við
kennara í „almenna kerfinu".