Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 6
6
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
I>V
Fréttir
Blokkirnar burt
Samkvæmt tillögum meirihluta skipulagsnefndar mun byggöin í hluta F-reitsins líta svona út. Hðu blokkirnar átti aö reisa til vinstri viö þessa byggð.
Tillaga meirihluta skipulagsnefndar um Vatnsendaland:
Blokkunum frestað
WmF 'i': Umsjón:
Reynir traustason
netfang: sandkorn@ff.is
Egg og kjúklingur
Fyrsta ár í lífi hests er metn-
aðarfull leikin sjónvarpsmynd
sem er í undirbún-
ingi. Áætlað er aö
myndin muni kosta
35 milljónir króna
og hafa erlendir
kvikmyndaspek-
úlantar sýnt henni
mikinn áhuga.
Kvikmyndafram-
leiðandinn, leik-
stjórinn og tónlistarmaðurinn,
læknirinn og húmoristinn Lýð-
ur Árnason á Flateyri mun hafa
fengið hugljómun þegar hann
frétti af hestamyndinni. Kvik-
myndafélag hans, í einni sæng,
íhugar nú að gera kvikmynd um
fyrsta ár í lífi kjúklings. Frá eggi
til Kentucky myndi afurðin heita
og er haft eftir Lýð að 80 milljón-
ir króna gætu dugað í gerð
myndarinnar...
Meirihluti skipulagsnefndar
Kópavogs hefur lagt fram tillögu
þess efnis að skipulagi á vestasta
hluta skipulagssvæðis F-reitsins
svokaliaða í Vatnsendalandi verði
frestað. Er um að ræða skipulag
þriggja 3-5 hæða fjölbýlishúsa.
Skipulag svæðisins, þar með talin
hæð húsa, verði endurskoðað sam-
hliða þeirri skipulagsvinnu sem
hafin sé á norðursvæði Vatnsenda-
lands. „Þessi reitur fékk langmesta
gagnrýni og við viljum gjarnan end-
urskoða málið þegar slíkt kemur
upp,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson,
formaður skipulagsnefndar Kópa-
vogs.
Þá leggur meirihluti skipulags-
nefndar til að afgreiðslu deiliskipu-
lagsins sem gengur undir heitinu:
„Milli vatns og vegar“ verði frestað
þar til tilteknar breytingar á aðal-
skipulagi Kópavogs 1992-2012 hafa
hlotið staðfestingu umhverfisráð-
herra.
Skipulagsnefnd tilkynnti ofan-
greindar niðurstöður á skipulagi
Vatnsendalands í gær. Þá hafði
nefndin farið yfir þær athugasemd-
ir sem borist höfðu frá stofnunum,
einstaklingum og félagasamtökum
varðandi fyrirhugaðar framkvæmd-
ir á svæðinu.
Þær breytingar á aðalskipulagi á
svæðinu „Milli vatns og vegar“ sem
meirihluti skipulagsnefndar leggur
til að verði gerðar eru, að fyrirhug-
uð leikskólalóð á Vatnsendabletti 5
er felld út. Með því er verið að koma
i veg fyrir stóraukna umferð niður
fyrir veg. Þess í stað verði leikskól-
Dollarinn hefur
hækkað um 21%
Krónan hélt áfram að veikjast í
gær og hefur dollarinn hækkað um
liðlega 21% frá áramótum. í ársbyrj-
un var gengi dollarans 72,55 krónur
en í gær kostaði hver dollar liðlega
88 krónur. Sterlingspundið hefur
einnig hækkað töluvert. Raunar
hafa allir gjaldmiðlar hækkað í
verði fyrir utan grískt drakma. Evr-
an hefur hins vegar breyst lítið
gagnvart krónunni, enda verið veik
á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum.
Japanskt jen hefur hins vegar
hækkaö töluvert eða um 14% og
SDR um nær 13%. Hærra gengi
gjaldmiðla hefur áhrif til hækkunar
á innfluttum vörum frá viðkomandi
ríkjum og þar með bein áhrif á verð-
lag.
Endurskoöaö skipulag Vatnsendalands
Myndir af Vatnsendalandi hengdar upp. Meirihluti skipulagsnefndar Kópavogs hefur lagt fram tillögu sem meöal
annars felur í sér frestun byggingar nokkurra fjölbýlishúsa.
inn á norðursvæðinu ofan Vatns-
endavegar. Felld verði út fyrirhug-
uð íbúðalóð við vatnið sunnan Gils-
bakka og austan við Vatnsendablett
6. Opiö svæði til sérstakra nota við
Kríunes verði fellt út, en verði
áfram óbyggt. íbúðareitur að Vatns-
endabletti 23 verði stækkaður og
bátalægi við Elliðavatn verði bætt
inn á landnotkunarkort aðalskipu-
lagsins í samræmi við tillögu að
deiliskipulagi svæðisins „Milli
vatns og vegar“.
Loks leggur meirihluti skipulags-
nefndar til að tekin verði upp um-
hverfisvöktun á vatnasvæði og líf-
riki Elliðavatns.
„Verkfræðistofan Hönnun hf. og
fyrirtækið Fiskirannsóknir og ráð-
gjöf hafa gert frumathugun á frá-
veitumálum," sagði Ármann. „í
henni kemur fram að þegar ofan-
vatn og hitaveituvatn er mælt út úr
ræsum sem liggja beint út í Elliðaár
er það hættulaust. Við munum samt
sem áður ekki veita beint út í vatn-
ið, heldur koma upp settjörnum.
Skólp frá byggðinni fer í dælustöðv-
ar og þaðan út í sjó, en rotþrær
verða aflagðar."
Gert er ráð fyrir að skipulags-
nefnd afgreiði málið fyrir miðjan
næsta mánuð. -JSS
Keisarinn aftur á Hlemm
- forstjóra Tryggingastofnunar brugðið
Margeir Margeirsson, veitinga-
og kaupsýslumaður, sem áður rak
Keisarann við Hlemm, stefnir að
því að opna nýjan veitingastað við
Hlemm. Nýi staðurinn verður stað-
settur á horni Laugavegar og
Hlemms, í húsnæði sem áður hýsti
eitt af útibúum íslandsbanka en úti-
búið var einmitt flutt yflr götuna og
í húsnæði Keisarans þegar veitinga-
staðnum var lokað.
„Það er nokkuð klárt að ég kaupi
húsnæði Islandsbanka og þar ætla ég
að opna veitingastað áður en langt
um líður," sagði Margeir Margeirs-
son í gærkvöldi.
„Þetta hom er fint
fyrir veitingarekst-
ur og ég stefni að
því að opna góðan
veitingastað.“
- Eitthvað í lík-
ingu við Keisarann?
„Keisarinn var
góður veitingastað- Margeir
ur,“ sagði Margeir. Margeirsson.
Fjölmörg fyrir-
tæki og stofnanir sem eru til húsa á
Laugavegi, frá Snorrabraut og að
Hlemmi, beittu sér fyrir kaupum á
Fyrrum veitingamaöur á Keisaranum ætlar aö opna á nýjum staö áöur en
langt um líöur.
húsnæði Keisarans
á sínum tíma, gagn-
gert til að losna við
staðinn og gesti
hans sem voru
áberandi í götu-
myndinni og ekki
alltaf til sóma. Með-
al þeirra sem tóku
höndum saman í
Guönason. baráttunni gegn
Keisaranum voru
Nóatúnsverslanimar, Trygginga-
stofnun ríkisins, tískuverslanir og
íslandsbanki sem flutti sig um set
yfir í gamla Keisarann þegar hon-
um var lokað. Margeir Margeirsson
barðist lengi gegn lokun veitinga-
staðar síns en fékk að lokum tilboð,
frá fyrrgreindum aðilum, sem hann
gat ekki hafnað. Nú ætlar hann að
snúa á andstæðinga sína í götunni
og opna Keisarann aftur þar sem ís-
landsbanki var áður.
Karli Steinari Guðnasyni, for-
stjóra Tryggingastofnunar ríkisins,
var brugðið þegar hann fékk fréttir
af nýja Keisaranum við Hlemm:
„Það vill enginn aftur þá umgengni
sem var við gamla Keisarann en
vonandi farnast þessum nýja veit-
ingastað betur," sagði Karl Steinar í
gærkvöldi. -EIR
Karl Steinar
Þvert á kenningar
Útboð Herjólfs og yfirtaka
Samskipa á þessu óskabarni
Vestmannaeyinga.
veldur miklum |
hrolli í Eyjum. I
Pólitískar línur |
eru ekki í mál-
inu og er bærinn I
einróma um að [
verjast ógnvald-
inum, Samskip-
um. I Vest-
mannaeyjum er vagga
frjálshyggjunnar og þykir mörg-
um afstaða oddvita þeirrar
hreyfingar undarleg og sam-
kvæmt bókinni. Frjálshyggju-
menn í Vestmannaeyjum eru
nefnilega óðir vegna þess að ferj-
an fer til Samskipa og vilja að
Árni Johnsen beiti handafli til
að stöðva framrás hinna frjálsu
viðskipta...
Týndi sonurinn
Fátt hefur vakið meiri athygli
en endurkoma týnda læknisson-
arins frá Hvolsvelli.
„Hinn látni“ sneri
aftur til mann-
heima eftir tólf ára
fjarvist með einu
símtali þar sem
hann hringdi í
1 fyrrum mág sinn
I og sagði „hæ“. DV
hefur upplýst að
hann hafi ekki verið aðili að
sértrúarsöfnuði. Einnig er upp-
lýst að pilturinn hafi verið til
fyrirmyndar f hvívetna og því
væntanlega ekki ánetjast glæpa-
hring í Texas. Gömul kona, sem
rýnir í kindagarnir, hefur fundið
sannleikann í málinu. Hinn
týndi var numinn á brott af
geimverum en slíkar kenningar
slá gjarnan i gegn i Bandaríkjun-
um...
Bara þrisvar sinnum
í síðustu viku var mikið um-
ferðarátak á Vestfjörðum sem
þótti takast svo
vel að undrum
sætti. Isafjarðar-
lögregla visiter-
aði Patreksfiörð
af þessu tilefni
og þótti þá
ástæða til að
hafa afskipi af I
Jóni Gunnari [
Stefánssyni, bæjar-
stjóra Vesturbyggðar, og það oft-
ar en einu sinni. Af því tilefni
urðu til þessar vísur:
Lögbrot alveg láta vera
lítið fer af slíkum sögum-
Auðvitað þeir alltaf gera
undantekt á föstudögum-
Átakið fór ekki í flórinn
ykkur hér með á það minn-
um-
Brotlegur var bæjarstjórinn
- bara aðeins þrisvar sinn-
um-