Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 Tn-y Fréttir Valsmaðurinn Lárus Sigurðsson ræddi við Einar Örn Birgisson „undir fjögur augu“: Einar Orn talaði um mikla hamingju - var hress og hlæjandi með handboltafélögum sínum í Val á þriðjudagskvöldið DV-MYND KK Óskjuhlíöin var fínkembd Leitarfólk fóryfir Öskjuhiíóina alla í gær þegar verið var að leita að Einari Erni Birgissyni. „Ég kynntist Einari Erni í iþrótt- unum og lék með honum í meistara- flokki Vals í knattspyrnu þegar hann var þar. Svo vorum við saman í hinni svokölluðu Hraðlest, C-liði Vals í handknattleik, í léttum fé- lagsskap sem kom saman einu sinni á ári, aðallega til að taka þátt í bik- arkeppninni. Þess vegna var ég bú- inn að vera óvenjumikið með Einari rétt áður en hann hvarf,“ sagði Valsmaðurinn Lárus Sigurðsson, bróðir Dags, sem var íþróttafélagi Einars Arnar Birgissonar sem leit- að hefur verið að frá því á miðviku- dag. Lárus segist með engu móti geta skilið hvarf Einars Arnar - trausts og lifsglaðs manns. “Við hittumst á æfingum dagana fyrir leikinn sem fór fram á þriðju- dagskvöldið. Ég var þvi talsvert bú- inn að spjalla við Einar Örn. Eftir leikinn fóru liðsmenn út og við fengum okkur einn bjór. Ég held að Einar Örn hafi bara fengið sér kók því hann er stakur bindindismaður. Allt var í góðu og allir hlæjandi eins og venjulega. Einar Örn er alltaf léttur og skemmtilegur maður, alltaf hress og hlæjandi - léttur per- sónuleiki. Ekkert í fari hans gaf til kynna nokkra breytingu á því. Ég var meira að segja búinn að spjalla við Einar Örn undir fjögur augu. Ég man að þá sagði hann orðrétt: „Það er allt í bullandi hamingju.“ Þá átti hann við nýju verslunina sína og konuna sína lika. Þetta kemur því gríðarlega á óvart. Maður er alveg orðlaus yfir þessu. Manni finnst að fyrst þetta getur komiö fyrir Einar Órn þá getur slíkt komið fyrir alla aðra líka. Þar sem við vorum saman eftir leikinn á þriðjudagskvöldið var ég einn af þeim síðustu sem sáu hann. Hann fór eins og aðrir heim klukkan ellefu eða hálf tólf um kvöldið. Það var allt í góðu lagi,“ sagði Lárus. Síðast spurðist til Einars Arnar klukkan rúmlega tiu á miðviku- dagsmorgun þegar hann hringdi í Atla Helgason, félaga sinn, og kvaðst vera á leiðinni til hans. Ein- ar Örn kom hins vegar aldrei. Farið var að leita hans á miðvikudags- kvöldið eftir að unnusta hans kom heim. -Ótt Hundruð manna og kvenna leituðu í gær: Ekki talinn hafa farið úr landi - slökkt á GSM hans klukkan 13.47 á miðvikudag Litlar líkur eru taldar á að Einar Örn Birgisson, sem leitað hefur verið að frá því á miðvikudagskvöld, hafi farið úr landi. Þó er ekki hægt að úti- loka þann möguleika. Enginn kannast við að hafa séö Einar Örn i Leifsstöð og hann sést hvergi á myndböndum frá Keflavíkurflugvelli sem lögreglan hefur farið yfir. Þegar unnusta Einars Arnar kom heim úr skóla á miðvikudag fór hún að hringja og athuga hvar hann væri. Kom þá í ljós að hann hafði ekki kom- ið í vinnuna allan daginn og heldur ekki komið á fund með Atla Helga- syni, félaga sínum um morguninn. Einar Örn hafði heldur ekki verið í sambandi við fjölskyldu sína. Slökkt var á GSM-síma Einars Arnar klukk- an 13.47 á miðvikudeginum. Nokkrum sinnum hafði verið hringt í hann fram að því en ekki var svarað. Að- standendur Einars Arnar fóru strax að leita hans á miðvikudagskvöldið. Það sem fólki finnst einkennilegast er að bíll Einars Arnar fannst við Hót- el Lofteiðir klukkan níu á fimmtu- dagsmorgun. Ljóst þykir að bílnum var lagt við hótelið einhvern tímann á tímabilinu frá þrjú um nóttina til níu um morguninn. Bíllinn var læstur þegar hann fannst. Leitarhundar fundu ekki spor við bílinn og var því eftir litlu að fara. Furðulegt „Þetta er mjög furðulegt. Bíllinn virðist ekki hafa verið á þessum stað um kvöldið og fram eftir aðfaranótt miðvikudagsins þegar verið var að svipast um eftir Einari Erni,“ sagði Hjalti Ástbjörnsson, talsmaður að- standenda Einars Arnar, við DV í gærkvöld. Hundruð manna og Aðalfundur LIU: Sundraðir sjómenn - með lítinn samningsvilja Aðalfundur Landssambands is- lenskra útvegsmanna samþykkti álykt- un þar sem fundurinn lýsir óánægju sinni með stöðu samningamála við sjó- menn. „Útvegsmenn hafa lagt sig alla fram um að ná sátt við samtök sjómanna um nýjan kjarasamning en forysta þeirra er sundruð og sýnir lítinn samnings- vilja,” segja útgerðarmenn og telja ekki forsendur til þess að hækka frek- ar launahlutfall á fiskiskipum, sem nú sé að meðaltali um 40 prósent af heild- artekjum útgerðarinnar. “Laun sjómanna eru með því hæsta sem gerist í samfélaginu. í öðru lagi er meginforsenda fyrir bættum hag út- gerðar og sjómanna rýmkun mönnun- arákvæð,” segir í samþykkt LlÚ. -rt DV-MYND KK Hundruö manna leituöu Björgunarsveitarmenn og aðstandendur og vinir Einars Arnar voru um alla helgina að leita hans. Leit heldur áfram í dag. kvenna, björgunarsveitarmenn og vinir og vandamenn Einars Amar leituðu um alla helgina. Hjalti segir að búið sé að flnkemba svæði bæði utan og innan borgar- markanna. „Öll strandlengjan var tek- in frá Garðabæ og alla leið upp að Korpuósum. Einnig var farið yfir vatnasvæðin hjá Hafravatni, Reynis- vatni, Langavatni og Rauðavatni. Síð- an var Öskjuhlíðin fíknkembd. Sú ít- arlega leit var skipulögð af björgunar- sveitarmönnum sem við vorum í mjög nánu samstarfi við um helgina. Að siðustu var farið yfir Fossvogsdalinn og Vatnsmýrina," sagði Hjalti. Þegar DV fór í prentun í gærkvöld höfðu engar visbendingar fundist sem skýrt gætu hvarf mannsins. -Ótt Vesturlandsvegur: Grjót og möl yfir dýralækninn DV, MOSFELLSBÆ: _____________ A föstudagsmorguninn gerðist það, þegar Helgi Sigurðsson dýra- læknir var að aka á Vesturlands- vegi í Kollafirði á eftir malarflutn- ingarbíl frá sandnámunni í Kolla- flrði, að skjólborð á gafli pallsins opnaðist skyndilega. Út þeyttist mikið af grjóti og möl umhverfis bíl dýralæknisins. Malarflutnings- bíllinn stöðvaði ekki við óhappið, en Helgi dýralæknir ók fram úr og náði aö stöðva hann. Bílstjóri mal- arflutningsbílsins brást ókvæða við, en dýralæknirinn hringdi þá í lögregluna, sem kom fljótlega á staðinn. BUl Helga mun hafa slopp- ið að mestu óskemmdur. Mjög mik- il brögð eru að því að flutningabíl- ar með jarðefni séu illa útbúnir og missi efnin á vegina, sem getur valdið mikiUi slysahættu. -GG Tilboð í Valhöll Howard Kruger, enskur athafna- maður, hefur boðið Jóni Ragnars- syni, eiganda Hótel Valhallar, um 470 milljónir króna fyrir hótelið. Jón hyggst gefa sér mánuð til að velta tilboðinu fyrir sér. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. sagði í við- tali við fréttastofu RÚV að sér þætti ekki ráðlegt að breyta hótelinu í sumarbústað, en litlu máli skipti hverrrar þjóðar sá sem stundar þar hótelrekstur sé. Guðni á sæti í Þingvallanefnd. RÚV greindi frá. Sáttafundur í dag Sáttafundur hefur verið boðaður í deilu framhaldsskólakennara og ríkisins klukkan 16 í dag. Síðast var fundur haldinn á laugardag. Þá kom ekkert nýtt fram í viðræðunum, þannig að deilan er enn í hörðum hnút. Annað móðurmál Rúmlega 25.000 íslendinga, eða um 10%, eiga sér annað móðurmál, að sögn Ingibjargar Hafstað, sem flutti erindi á Málræktarþingi i gær. Hún segir ísland standa frammi fyrir svipuðu vandamáli og önnur lönd Norður-Evrópu gerðu í upphafi áttunda áratugarins, þegar fólk var flutt inn í stórum stíl sem vinnuafl en náði ekki að aðlagast samfélaginu. Lausnina telur Ingi- björg felast í að bjóða upp á meira íslenskunám fyrir nýbúa. Stöð 2 greindi frá. Tveir sjómenn slösuðust Tveir sjómenn slösuðust um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnar- syni GK 255 um miðnætti á föstu- dag. Festing gaf sig á dekkinu og slóst í andlit annars sjómannsins og síðu hins. Togarinn var á veiðuin við Seyðisfjarðardjúp en kom til hafnar i Neskaupstað um klukkan fjögur. Þeir voru fluttir til Egils- staða og þaðan fluttir flugleiðis til Reykjavikur. Kvörtun á dag Talsvert hefur verið um að kvart- að hafi verið til Landlæknis vegna læknamistaka. Það sem af er þessu ári hafa borist 330 kvartanir eða sem nemur rúmlega einni kvörtun á dag að meðaltali. Kvartanirnar eru misjafnlega alvarlegar, allt frá því að vera mjög lítilfjörlegar í það að vera mjög alvarlegar. Stöð 2 greindi frá. Pharmaco kaupir Pharmaco er búið að festa kaup á búlgarska lyfjaframleiðandanum Balkanpharma. Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að þetta byði upp á mikla vaxtarmögu- leika fyrir fyrirtæk- ið. Með í kaupunum eru þrjár verk- smiðjur. Fram- kvæmdastjóri Balkanpharma spáir því að Pharmaco verði ráðandi lyflaframleiðandi í Austur-Evrópu, en nokkurrar óánægju gætir hjá starfsmönnum vegna uppsagnar 2000 starfsmanna. -ES/JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.