Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Side 14
14
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
Menning
Orrustan um orðin
Llklega kemur
fæstum á óvart að
leikrit Hallgríms
Helgasonar, Skálda-
nótt, er bráðskemmti-
legt. Skáldsögur Hall-
gríms einkennast af
ríkulegum húmor
auk þess sem írónían
er sjaldnast langt
undan. Ef til vill
mætti segja að íroní-
an í Skáldanótt felist
fyrst og fremst í vali
umfjöllunarefnisins
því leikritið gengur i
raun út á að gera góð-
látlegt grín að þjóðar-
íþrótt íslendinga: að
yrkja. Nóttina sem
leikurinn gerist er
Reykjavíkurborg full
af skáldum, lifandi og
dauðum, og lokaat-
riði næturinnar er
svo sjálfur skálda-
slagurinn þar sem
menn berjast með
orðið eitt að vopni.
Þrátt fyrir hjálp orð-
kera á borð við Jónas
Hallgrímsson og Ein-
ar Benediktsson eru
hendingamar sem
þar er kastað fram
rislitlar en það gildir
einu þar sem keppn-
in sjálf er aðalatriðið.
Sú hugmynd að
leiða saman gengin
skáld og nútíma íslendinga er vel til fundin og
tekst ágætlega að vinna úr þeim efnivið. Hall-
grímur reynir ekki að sýna nýjar og óvæntar
hliðar á látnu skáldunum heldur styðst við
hefðbundnar klisjur þannig að litlum tíma þarf
að eyöa í að kynna þau til leiksins. Gervi og fas
nægja og leikurunum tekst prýðisvel að draga
skáldin skýrum dráttum. Þór Túliníus naut sín
vel sem Halldór Laxness og ekki var Einar Ben
síðri í meðforum Theódórs Júlíussonar. Ellert
B. Ingimundarson hafði úr litlu að moða sem
Dagur Sigurðarson en gerði persónuna engu að
síður ljóslifandi og svona mætti lengi telja.
Einstaklingamir í Hjálparsveit skálda voru
lika skýrt afmarkaðir en eins og aðrar persón-
ur leiksins em þeir fremur týpur en margþætt-
ar persónur. Þessi yfirborðskennda persónu-
sköpun er helsti veikleiki verksins en hug-
myndarík leikstjórn Benedikts Erlingssonar
, DV-MYND INGÓ
Islendingar á Skáldanótt
Leikritiö gerir góölátlegt grín aö þjóöaríþrótt íslendinga: aö yrkja.
bætir það upp. Benedikt og Stígur Stein-
þórsson leikmyndahönnuður hafa valið
að færa áhorfendapallana upp á svið og
er setið beggja vegna við leikrýmið. Inn-
og útgönguleiðir eru skemmtilega nýttar
og mikið um óvæntar uppákomur sem
bæði skemmtu og vöktu furðu. Enginn
óþarfa umbúnaður er á sviðinu en þegar
á þarf að halda birtast þar hlutir sem eru
nauðsynlegir fyrir framvinduna.
Góður heildarsvipur er á sýningunni
og leikaramir standa allir vel fyrir sínu.
Tónlist Ragnhildar Gísladóttur var lífleg
og hefði gjaman mátt vera meira áber-
andi því hún bætti upp ákveðna
flatneskju í textunum. Það er íhugunar-
vert að einu þekkjanlegu núlifandi skáld-
in í Skáldanótt skuli vera kvenkyns
(nema Hermann eigi að vera Hallgrímur
sjálfur?). önnur skáldkonan,
Gyða Dís, tekur meira að segja
þátt í skáldaslagnum en annars
er kvenfólk í verkinu aðallega
metið út frá því hvort hægt sé að
sofa hjá því. Hulda sem er með
rauðan skúf í peysu verður að
nokkurs konar lifandi verð-
launafé og að skáldaslagnum
loknum kemst sigurvegarinn
(bögubósinn og steratröllið
Fjölnir) yfir skáldkonuna Gyðu
Dís. Líklega erum við ekki enn
búin að losa okkur við heims-
myndina sem birtist í hefð-
bundnum ástarsögum og hingað
til hafa einkum þótt heppileg
lesning fyrir konur!
I leikskrá með Skáldanótt er
birt erindi sem Hallgrímur
Helgason flutti á umræðukvöldi
í Borgarleikhúsinu fyrr í haust.
Þar segist hann smám saman
vera að átta sig á þvi að drama-
tíkin sé drottning bókmennt-
anna. Það er vonandi að hann
haldi áfram að biðla til þessarar
drottningar því eins og hann
segir sjálfur verður höfundur
aldrei leikskáld nema skrifa
minnst tvö verk á
ári. Og til að það
megi verða þurfa
leikhússtjórar
landsins aldeilis
að taka við sér.
Halldóra
Friðjónsdóttir
Þór Tullníus naut sín í hlutverki
Halldórs Laxness.
Leikfélag Reykjavík-
ur sýnir á stóra sviði
Borgarleikhússins:
Skáldanótt eftir Hall-
grím Helgason. Tón-
llst: Ragnhildur
Gísladóttir. Hljóö:
Baldur Már Arngríms-
son. Lýsing: Elfar
Bjarnason. Leik-
gervi: Sóley Björt
Guðmundsdóttir.
Búnlngar: Hjördís
Sigurbjörnsdóttir.
Leikmynd: Stígur
Steinþórsson. Leik-
stjóri: Benedikt Er-
lingsson.
Myndlist
Gestgjafi hlutanna
Ég veit að „kostun“ er töfrafor-
múlan sem á að bjarga íslensku
menningarlífi, engu að síður er
óvenjulega rausnarleg sú ákvörðun
Búnaðarbanka Islands að kosta yf-
irlitssýningu á verkum Tryggva
Ólafssonar listmálara í Geröar-
safni. Nú þegar opinberar lista-
stofnanir telja sig yfirleitt hafa öðr-
um hnöppum að hneppa en að gera
nauösynlegar heildarúttektir á lifs-
starfi nokkurra helstu listamanna
okkar vekur þessi ákvörðun bank-
ans vonir um að hægt verði að efna
til frekari kynninga á nokkrum
vanræktum listamönnum.
Ekki svo að T.Ó. hafi nokkum
tímann verið afskiptur. Sjálfsagt
hafa fáir núlifandi listamenn eins
mikið aðdráttarafl fyrir banka og
íslenskt públikum eins og þessi
forkur, orðhákur, bon vivant og
menningarmiðlari okkar í Kaup-
Tryggvi Olafsson: A ströndinni
Einkenni á myndlist hans er örlætiö gagnvart þeirri margbrotnu
veröld sem viö lifum /'.
mannahöfn.
í þau fáu ár sem T.Ó. hefur ekki sýnt mál-
verk sín uppi á íslandi, hefur hann verið siná-
lægur með bóklýsingum sínum, plakötum, lita-
bókum, póstkortum og ferðasögum í blöðum og
tímaritum. Og kannski gildir það sama um T.Ó.
og nokkra aðra augnakarla okkar í menning-
unni, að almenningur hættir að sjá verk þeirra
fyrir sinálægðinni; kaupir þau hugsunarlaust
sem stöðu- eða menningartákn eða hallmælir
þeim jafn hugsunarlaust sem „alltaf eins“. Þeg-
ar þetta gerist verður listamaðurinn sennilega
að gera upp viö sig hvort hann vill áfram
þreyja þorrann eða hrista upp í sjálfum sér og
áhorfendum sínum.
Orlætið
Á einum stað í ágætum formála í sýningar-
skrá T.Ó. nefnir danski gagnrýnandinn Peter
Michael Hornung listamanninn „gestgjafa hlut-
anna“, sem hittir naglann á höfuðið. Einkenni
á myndlist hans í heild er örlætið gagnvart
þeirri margbrotnu veröld sem við lifum í og allt
aö því bamsleg trú á áhrifamátt myndlistarinn-
ar. Jafnvel í elstu myndum T.Ó., uppfullar með
gagnrýni á hernaðarbrölt Bandaríkjanna, fær
hann ekki dulið væntumþykjuna í garð mynd-
brotanna sem hann dregur saman til úr-
vinnslu, teiknimyndablaðanna þar sem hann
flnnur myndir af bálillum bardagamönnum
eða tískublaðanna sem hann notar til að deila
á tískuiðnaðinn. Drápsvélar á borö við fall-
byssur, skammbyssur, orrustuþotur eða
skriðdreka kóperar listamaðurinn með for-
vitni þess sem eitt sinn þurfti að vita allt um
bátsvélar. Og það sem heldur þessum marg-
brotnu myndum saman er áðurnefnd trú,
sannfæringin um að umfjöllun myndlistar-
mannsins um skuggahliöar nútímalifsins
skipti máli, hafi áhrif.
Nýr skáldveruleiki
En T.Ó. er fyrirmunað aö vera illskeyttur í
verkum sínum. Jafnvel í mynd á borð við
„Varið land“ (1977), sem er sprottin upp úr
mjög svo umdeildu pólitísku deilumáli, fær
hann ekki af sér að afbaka andlitsdrætti
Bjarna Benediktssonar eða búa til óskapnað
úr aðfongum af hemaðarlegum toga, heldur
snýr umfjöllun sinni upp í margrætt líkinga-
mál.
í myndlist sinni hefur T.Ó. haldið áfram að
koma á „óvæntum og merkingarþrungnum
samskiptum milli hluta“, svo aftur sé vitnað í
formála Hornungs. Þar er hann löngu hættur
að miðla málum milli sundurleitra en sam-
lyndra aðfanga sinna heldur ummyndar þau og
aðlagar hvert að öðru uns þau verða að nýjum
skáldveruleika. Hér birtist í sinni tærustu
mynd hið húmaníska viðhorf T.Ó., sem sjálf-
sagt fer í taugarnar á kaldhæðinni nútíð, trúin
á það að við séum fær um að móta veruleika
okkar.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýning Tryggva stendur til 19.11. Geröarsafn er opiö
þriö.-sun. kl. 11-17.
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Öndvegiskonur
Annað kvöldKl. 20 efnir Leikfélag Reykja-
víkur til opins samlesturs á leikritinu Önd-
vegiskonur eftir Werner Schwab í matsal
Borgarleikhússins.
Leikritið gerist í eldhúsi Ernu, sem situr
þar ásamt Grétu og Mæju. Þær reyna að láta
sér líða vel þó lif þeirra virðist fremur gleði-
snautt. Þær fjargviðrast yfir örlögum sínum
og láta sig dreyma um annað líf. Þetta er sögð
afar fyndin lýsing á hryllOegu lífi eftir eitt at-
hyglisverðasta leikskáld Evrópu síðustu ára.
í hlutverkum öndvegiskvennanna eru
Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir.
Leikstjóri er Viðar Eggertsson en þýðandi er
Þorgeir Þorgeirson. Verkið verður frumsýnt í
Borgarleikhússinu í janúar 2001.
Fyrirlestrar
í dag kl. 15 flytur Margrét Biöndal, mynd-
listarkona og kennari, fyrirlestur í LHÍ Laug-
arnesi, stofu 021. Margrét hefur haldið einka-
sýningar í Bandaríkjunum og á íslandi og tek-
ið þátt í fjölda samsýninga innan lands sem
utan. Hún mun fjalla um eigin verk.
Á miðvikudaginn kl. 12.45 halda Libia Per-
ez de Siles de Castro og Ólafur Árni Ólafsson
fyrirlestur í Listaháskóla Islands Skipholti 1,
stofu 112. Libia er spönsk en hefur verið við
nám í Þýskalandi, Ítalíu og Hollandi. Ólafur
Árni útskrifaðist úr fjöltæknideild MHÍ ‘96 og
hefur síðan numið við Akademi Minerva í
Groningen í Hollandi. Libia og Árni eru bú-
sett í Hollandi, þar sem þau hafa starfað sam-
an síðastliðin þrjú ár. Þessa dagana búa þau í
gestavinnustofu í Straumi og opnuðu sýning-
una „Straumur the last minute show“ á laug-
ardaginn. Sýningin er opin alla daga frá 14-19
til 19. nóvember. I fyrirlestrinum fjalla þau
um eigin verk.
Þýskunám
líraðnámskeið ætlað þeim sem vilja á stutt-
um tima ná hámarksárangri í þýsku verður
haldið í Freiburg dagana 21. jan.-l feb. 2001.
Megináhersla verður lögð á þjálfun talmáls.
Námskeiðið er samstarf Endurmenntunar-
stofnunar HÍ og Sprachenkolleg. Kennt verð-
ur í 40 kennslustundir en þar við bætist lífleg
dagskrá þar sem þátttakendur kynnast menn-
ingu, atvinnulífl og daglegu lífl íbúa þessarar
fallegu borgar í Svartaskógi.
Kynning á tilhögun námskeiðsins fer fram
í húsakynnum Endurmenntunarstofnunar,
Dunhaga 7, á miðvikudagskvöld kl. 20. Öllum
er heimill aðgangur. Skráningarfrestur er til
1. desember. Frekari upplýsingar fást hjá
Endurmenntunarstofnun HÍ í síma 525 4444
og á vefsíðunum www.endurmenntun.is.
Inga og Míra
Vaka-Helgafell hefur gefið
út skáldsöguna Inga og Míra
eftir hina vinsælu sænsku
skáldkonu Marianne Fred-
riksson. Hér segir hún frá
tveimur konum sem kynn-
ast af tilviljun, sænskri
kennslukonu og flóttakonu
frá Chile.
Þetta er áhrifarík og
stundum átakanleg frásögn af vináttu kvenn-
anna tveggja, draumum þeirra og sorgum.
Vegna þess hve ólíkur bakgrunnur þeirra er
krefst vinátta þeirra einlægni og hreinskilni
umfram það sem venjulegt er og það opnar
sár sem áttu að vera löngu gróin.
Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýðir bókina.
Sakamálasögur
Annað kvöid magnast
spennan á Súfistanum,
Laugavegi 18, þegar lesið
verður úr nýútkomnum ís-
lenskum sakamálasögum.
Þar les Ámi Þórarinsson
úr bók sinni Hvíta kanínan
og Arnaldur Indriðason les
úr Mýrinni. Einnig verður
lesið úr bók Stellu Blómkvist, Morðið í sjón-
varpinu, en sú dularfulla
frú gefur sig ekki enn
upp. Kannski kemur hún
samt á upplesturinn...
Dagskráin hefst kl. 20.
og er aðgangur ókeypis og
öllum heimill meðan hús-
rúm leyfir.