Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
DV
Fréttir
9
Karfi merktur á
400 metra dýpi
DV. AKRANESI:_______________________
Sjávarútvegsfyrirtækið Grandi
hf. í Reykjavík tekur þátt í sam-
vinnuverkefni með Stjörnu-Odda og
Hafrannsóknastofnun um þróun há-
tæknibúnaðar til merkingar á karfa
neðansjávar. í síðasta rannsóknar-
leiðangri tókst að merkja karfa á
400 metra dýpi.
Við mat á stærð fiskistofna er
mikilvægt að merkja fiska til að afla
upplýsinga um ferli og dreifingu.
Stærð þeirra er m.a. metin út frá
endurheimt merkja. Hingað til hef-
ur ekki reynst unnt að merkja djúp-
sjávarfisktegundir eins og karfa þvi
fiskurinn deyr þegar hann kemur
upp á yfirborðið vegna þrýstings-
breytingar. Merkingarbúnaður
Stjömu-Odda mun gera vísinda-
mönnum kleift að merkja fiska neð-
ansjávar.
Búnaðinum er komið fyrir í troll-
pokanum og er sama hvort um er að
ræða botn- eða flottroll. Trollið
smalar fiskinum inn í búnaðinn.
Merkingarbúnaðurinn er tengdur
kapalvír og sendir hann upplýsing-
ar, þar með taldar videómyndir, til
rannsóknarmanna uppi í brú. Hægt
er að fylgjast með fiskinum á tölvu-
skjá og flskifræðingur stjórnar
merkingu fiskanna í tölvunni. Fisk-
urinn er merktur með plastmerkj-
um eða rafeindamerkjum sem gefa
meiri upplýsingar.
í síðasta leiðangri var notað
flottroll og náðist þá sá árangur að
merkja karfa á um 400 metra dýpi.
Ellefu útgerðarfélög eru meðal eig-
enda Stjömu-Odda og er Grandi
þeirra stærst. Rannsóknarverkefnið
nýtur stuðnings Rannsóknarráðs ís-
lands. Stefnt er að því að ljúka verk-
efninu á þessu ári. -DVÓ
„...ég vona að sem
flestir lesi þessa bók"
Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur
Rækjan á uppleið
- segir Jón Árni Jónsson, skipstjóri á Röst
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Mokfiskiri
Jón Árni Jónsson, skipstjóri á Röst SK 17, varglaöur í bragöi eftir mokfiskirí
á rækjunni vestur í Jökuldýpi.
»
Microsoft
Office 2001
DV, AKRANESI:_______________________
Mokfiskiri hefur verið á rækju
vestur í Jökuldýpi undanfama
daga að sögn Jóns Áma Jónsson-
ar, skipstjóra á Röst SK 17. Skipið
kom á miðvikudag til Akraness
með 400 kör af rækju eða 24 tonn
eftir aðeins fjögurra daga veiðiferð
og ekki dugði minna en landsliðið
í löndun frá Grundarfirði til að
landa úr skipinu en þeir landa
meðal annars úr togurum HB og
fleiri skipum á Akranesi.
Jón Ámi segir að þetta sé ágæt-
isrækja. Áður en þeir fóru í Jökul-
dýpið voru þeir austur i Héraðs-
flóa, en þar var botninn dottinn úr
veiðum. „Við erum fimm á og há-
setahluturinn eftir svona veiðiferð
er ágætur en mætti vera betri, það
koma líka slæmir túrar en allt spil-
ast þetta eftir verði á mörkuðum,"
sagði Jón Ámi þegar DV-maður
hitti hann að máli. „Ég hef trú á
því að rækjustofninn sé á uppleið.
Undanfarin þrjú ár hefur þetta ver-
ið á niðurleið en núna sýnist
manni að þetta sé á uppleið aftur,“
sagði aflaskipstjórinn. -DVÓ
Ný Gugga smíðuð
á Akranesi
- aflaskipstjóri snýr sér að smáútgerð
DV, AKRANESI:
Tveir bátar em í
smíðum hjá Báta-
stöðinni Knörr ehf. á
Akranesi að sögn
Kára Jóhannssonar
framkvæmdastjóra
og er annað þeirra ný
Guðbjörg ÍS í eigu
Ásgeirs Guðbjarts-
sonar, aflaskipstjóra
á Guðbjörgu ÍS. Mun
sonur Ásgeirs ætla
að gera út bátinn með
honum. Báturinn er
allur minni í sniðum
en fyrri Guggur, nær
8 metra langur og 3,20
metrar á breidd.
Kári segir að það hafi verið mikið
að gera síðastliðið ár og nóg verkefni
séu fram undan. „Mest af þeim bátum
sem við erum að smíða em undir sex
tonnum og era inni í þorskaflahá-
markskerfinu og dagakerfinu. Bát-
arnir af stærri gerðinni eru 8,05 á
lengd og 2,95 á breidd og þeir hafa
verið að taka sex 380 lítra kör og fjög-
Nýja Guggan
Kári Jóhannsson, framkvæmdastjóri Bátastöövarinn-
ar Knarrar, viö skrokkinn á nýrri Guöbjörgu ÍS sem
er auövitað í gulu og hvítu litunum eins
og sú gamla.
ur 660 lítra kör. Þá höfum við verið
að smíða minni gerð af bátum sem
em dagabátar, stærð þeirra hefur far-
ið eftir þeim rúmmetrum sem menn
eiga til og þeir hafa algerlega verið
smíðaðir eftir þeirra höfði,“ sagði
Kári skipasmiður sem hefur í ærnu
að sýsla þessar stundimar meðan
skipasmíðastöðvar kvarta. -DVÓ
Stafabrengl heyrir fortíðinni til
þegar tveir heimar mætast
Nú er hann kominn Office 2001 pakkinn frá Microsoft.
Eitthvað sem allir Macintosh notendur verða að eignast
Verðlaunaður pakki með nýju notandaviðmóti
í sönnum Apple stfl. Inniheldun Excel, Word, Power Point
og nýtt tölvupóst- og skipulagsforrit, Microsoft Entourage.
cCO
hugsaðu I skapaðu \ upptifðu
Skaftahlíð 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.apple.is/office