Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 32
Dúkkukerrur og dúkkuvagnar í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur Mosfellsbær: Leitað að brennuvargi - þriðji bruninn í gærkvöldi varð eldur laus í húsi við Þverholt í Mosfellsbæ. Tilkynning barst slökkviliðinu í Reykjavík um klukkan 22:50 og var töluvert lið sent á staðinn. Þegar að var komið var eldur laus í húsinu sem notað hefur verið sem leikhús eftir því sem næst verður komist. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og þegar blaðið fór í prentun var verið að reykræsta húsið. Þetta er þriðji bruninn á skömmum tíma í Mos- fellsbæ og fengust þær upplýsing- ar hjá Lögreglunni í Reykjavík að eftir fyrsta brunann hefði vaknað grunur um að brennuvargur væri á ferðinni og hefði sá grunur styrkst þegar ferðir slökkviliðs- ins upp í Mosfellsbæ urðu fleiri. -ÓSB Stjórar dv mynd ingó Karl Garöarsson, nýráðinn frétta- stjóri Stöövar 2 og Bylgjunnar, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri frétta- og dægurmáiaþjónustu. Sigmundur Ernir: Er sáttur eftir snarpa samninga Sigmundur Ernir Rúnarsson sóttist stíft eftir stöðu fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar og sagði hann fyrir ráðningu Karls Garð- arssonar í stöðuna að „það væri nú eða aldrei“. Hann segir að hann muni standa við stóru orð- in og það þýði að hann veröi aldrei fréttastjóri á Stöð 2. „Ég tel mig hafa fengið þann hluta starfsins sem skemmtileg- astur er, eftir snarpa samninga- lotu, og uni sáttur við þau býtti,“ segir Sigmundur. Aðspuröur hvort Karl Garðarsson sæti þá uppi með leiðinlega hlutann svar- aði Sigmundur: „Þaö voru ekki mín orð.“ -ÓSB SJ0NVARP5 RITSTJÓRI? FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 13. NOVEMBER 2000 Brúin yfir Djúpá: Björgunarsveitar- menn drógu vöruflutningabíla Þjóövegur 1 tepptist viö Djúpá Stormur hamlaöi verki viðgerðarmanna sem voru aö reyna aö koma brúnni í lag. DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON Björgunarsveitarmenn voru á stórum bíl í gærkvöldi að að- stoða við að draga vöruflutninga- bíla yfir Djúpá í Fljótshverfi sem er á þjóðvegi 1, miðja vegu á milli Kirkjubæjarklausturs og Skeiðarársands. Ástæðan fyrir að brúin skemmdist um helgina var að vöruflutningabill með dráttarvél- argröfu rakst utan í brúna sem er yfirbyggð. Bitar brotnuðu af og við það missti brúin burðar- þol. Varð því að banna umferð stórra bíla um brúna. Fisk- og vöruflutningar á milli Suður- lands og Austurlands lágu þvi niðri um tíma. Vonast er til að lokið verði við að gera við brúna í dag. Fullnaðarviðgerð fer fram á brúnni en slæmt veður hefur hamlað verkinu um helgina. Smíða þurfti þverbita í Reykja- vík og voru þeir sendir austur. -Ótt Allt stefnir í forsetaslag á ASÍ-þingi sem hefst í dag: Ari sjóðheitur - studdur af mörgum þungavigtarmönnum Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, íhugar mjög alvarlega að gefa kost á sér til starfs forseta ASÍ á þingi samtak- anna sem hefst í dag. Samkvæmt heimildum DV standa margir þunga- vigtarmenn innan verkalýðshreyf- ingarinnar á bak við hann og hafa lagt hart að honum að bjóða sig fram. Hann kvaðst í samtali við DV í gær- kvöld ekki vilja tjá sig um hugsan- legt framboð. Hann myndi greina frá ákvörðun sinni á þinginu. Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti ASÍ, hyggst einnig gefa kost á sér til áframhaldandi starfs. Að undanfórnu hefur verið unnið að því að ná samkomulagi um upp- stillingu til miðstjómar. í gærkvöld leit út fyrir að slíkt samkomulag myndi takast. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir var nefnd sem líklegur vara- forseti ASÍ. „Ég tel að það þurfl að verða breyt- ingar og ég get vel séð Ara fyrir mér á forsetastóli. Alþýðusambandið þarf að koma markvissara inn í þjóðfé- lagsumræðuna heldur en verið hefur sl. fjögur ár,“ sagði einn viðmæl- enda blaðs- ins og for- ystumaður í verkalýðs- hreyfing- unni í gær- kvöld. „Menn vilja sjá meiri virkni í for- ystunni. Hún hefur verið frekar hljóðlát og þarf að vera sýnilegri." „Það er engin alls- herjareining um Ara,“ sagði annar forkólfur í DV MYND GVA Foringjar Líkur eru á því aö Ari Skúlason og Grétar Þorsteinsson takist á um forsetastól ASÍ. verkalýðshreyfmgunni við DV. „Ég hef þá trú að samúðin muni aukast með Grétari eftir því sem líður á þingið, enda Ari alls ekki að öllu leyti vel fallinn til forystu." Fyrir þinginu munu liggja tillögur að breytingum á lögum um skipulag og starfshætti ASÍ. í þeim felst m.a. að ársfundir verði haldnir í stað þinga á fjögurra ára fresti. Fækkað verði í mið- stjórn úr 21 í 15. Tilgang- urinn með afmarka betur breytingunum er að en verið hefur hver verkefni ASÍ eru hver eru verkefni aðildarsam og Lestin í Austurríki sem kviknaði í um helgina: bandanna og einstakra stéttarfélaga. Lög sambandsins hafa ekki breyst miðað við aðstæður, þar sem félög- um og samböndum hefur fækkað og orðið hafa til stærri einingar. Búist er við átökum um hvar skera eigi niður fjölda miðstjórnar- manna. Er þegar uppi ágreiningur um það, því í vikunni kom upp hug- mynd sem gerði m.a. ráð fyrir að full- trúum Verslunarmannafélags Reykjavíkur yrði fækkað úr 5 í 3. VR er með tæp 30 prósent félagafjölda en fulltrúatalan átti að fara niður í 18 prósent. Samkvæmt heimildum DV mótmælti VR þessu ráðslagi harð- lega og benti á að í þessum efnum ættu allir að sitja við sama borð og fjöldi fulltrúa í miðstjóm ætti að vera í réttu hlutfalli við félagafjölda. Samkvæmt þessum tillögum væri höggvið sérstaklega að verslunar- mönnum. Með þetta mál og forsetaslag í farteskinu stefnir i „hörkuþing" eins og það var orðað við DV í gærkvöld. Rúmlega 500 þingfulltrúar frá yfir 100 aðildarfé- lögum eiga rétt til setu á þinginu. -JSS Farþegar fá innilokunarkennd Jón Olafsson. I fyrstu ferðinni sem við fórum í þessari lest voru konurnar í mínum hóp hræddar. Við karlmennimir þorðum ekki að segja frá því að við værum líka hrædd- ir,“ sagði Jón Ólafs- son verslunarmað- ur sem hefur verið á skíðasvæðinu í Kitzsenhorn-íjalli í Ölpunum i Austurríki þar sem 170 manns fór- ust í eldsvoða um helgina. „Ég get ímyndað mér að það hafi verið hræöilegt fyrir farþegana í lestinni að upplifa elds- voða í þessari lest í mikl- um bratta," sagði Jón. Hann sagði að mjög margir fái innilokunar- kennd í toglestinni. „Ég veit að sumir fara alls ekkert á skíðasvæðið í Kaprun út af þessari lest. Þetta er hátt og hrikalegt. í fyrstu ferð- inni sem við fórum fannst manni lestin vera heila eilífð að fara í gegnum gongm. Nánar á bls. 11 -Ótt Slysstaðurinn 170 manns fórust meö toglestinni í Ölpunum. bíother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstaerðir 16 leturstillingar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.