Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Side 28
44
Tilvera
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
í f iö
Gunnar Örn
sýnir Sálir í
Hafnarborg
Myndlistarmaðurinn Gunnar
Örn opnaði sýningu í Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar um helgina. Lista-
maðurinn kallar sýninguna „Sál-
ir“. Gunnar öm hélt sina fyrstu
einkasýningu 1970 og hefur síð-
an haldið 42 einkasýningar. Sýn-
ingin stendur til 27. nóvember.
^ Opið er daglega kl. 11 til 17.
Lokað þriðjudaga.
Sveitin
■ HOTEL VÁLASkJÁLF. ÉGÍLS-
STOÐUM Hún er upprisin! Tod-
mobile heltekur Héraösbúa með
trylltri keyrslu á tónleikum sínum á
Hótel Valaskjálf í kvöld. Eyþór er á
Símanum en það tekur enginn eftir
því þegar Þorvaldur Bjarni, Andrea
og hjálparkokkar þeirra láta gamm-
inn geisa.
Myndlist
Tr m BUBBIOG JÓHANNBubbi (Guð-
björn Gunnarsson) myndhöggvari og
Jóhann G. Jóhannsson myndlistar-
maður sýna um þessar mundir I
Sparisjóðnum í Garðabæ, Garða
torgi 1, kl. 13-15 í dag. Bubbi notar
sem meginuppistöðu í verkum sín-
um efni eins og járn, stein og timbur
og reynir að höfða til margbreytileik-
ans sem býr í íslenskri náttúru. í
myndlistinni hafa hughrif íslenskrar
náttúru veriö aðalviðfangsefni Jó-
hanns undanfarin ár. Sýningin er op-
in á afgreiðslutímum bankans og
lýkur 21. desember.
■ MÓÐIRIN í ÍSLENSKUM UÓS-
MYNDUM Nú stendur yfir sýning í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófar-
húsi, sem kallast Móðirln í íslensk-
um Ijósmyndum. Mæður hafa alla
tíð verið í miklu uppáhaldi hjá Ijós-
* myndurum og á þessari áhugaverðu
sýningu birtist sögulegt yfirlit yfir
ímynd móðurinnar í íslenskri Ijós-
myndasögu. Sýningin samanstendur
af upprunalega prentuðum myndum
og samtíma prentuöum Ijósmyndum
og stendur til 3. desember.
■ SAMSÝNING Á laugardaginn var
opnuð samsýning í gallerí@hlemm-
ur.is, Þverholti 5. Á sýningunni eru
verk eftir um 20 unga listamenn
sem allir hafa sýnt i galleríinu á því
rúma ári sem það hefur verið starf-
rækt. Flest verkin á sýningunni eru
til sölu. þistamennirnir eru meðal
annars: Asta Þórisdóttir, Egill Sæ-
björnsson, Elrún Sigurðardóttir, Jón
B.K. Ransu, Kristinn Pálmason,
Sara Björnsdóttlr, Valgerður Guð-
laugsdóttir og Þóra Þórisdóttir. Sýn-
V ingunni er stillt upp sem kaffistofu,
skrifstofu og sýningarrými, allt I
sömu andrá. Hugmyndin er aö vekja
athygli á starfsemi gallerísins og
listamönnunum sem þar hafa synt.
Opin málstofa verður í galleríinu
þegar opið er.
■ THE LAST MINUTE SHOW Mynd
listarmennirnir,Libia Pérez de Siles
de Castro og Ólafur Árni Ólafsson
hafa opnaö sýninguna „The Last
Minute Show“,í Straumi í Hafnar-
firöi. Libia og Olafur eru búsett í
Hollandi en hafa síöan í ágúst verið
gestalistamenn í Straumi. Sýningin
stendur yfir til sunnudagsins 19.
nóvember og er opin alla daga frá
■ 14 til 19.
■ VIGNIR HJÁ SÆVARI Vignir Jó-
hannsson hefur opnað sýningu á
verkum sínum I Galleríi Sævars
Karls. Vignir Jóhannsson er fjölhæf-
ur listamaður. Sýningin er opin á af-
greiöslutíma verslunarinnar.
Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is
Tónleikar fyrir grunnskólanemendur í Kópavogi:
Unglingar í brúðuleikhús
Kópavogsbær hefur undanfarinn
hálfan mánuð boðið öllum grunnskóla-
bömum bæjarins á tónleika í Salnum.
Þetta er annað árið í röð sem bæjarfé-
lagið stendur fyrir slíku tónleikahaldi
og er stefiit að tónleikahaldi sem þessu
reglulega tvisvar á vetri.
Fyrri vikuna leiddu þær Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og
Anna Guðný Guðmundsdóttir pianó-
leikari yngri bömin, þ.e. á aidrinum
sex til tíu ára, inn í töfraheim tónlist-
arinnar. Þær kynntu þeim hljóðfæri
sín, þ.e. röddina og flygilinn, og fluttu
margs konar sönglög, allt frá gömlum
islenskum þjóðvísum til glænýrra
sönglaga.
Töfraheimur í kistu
I vikunni sem leið var eldri nemend-
um grunnskólanna, á aldrinum 11 til
15 ára, boðið á einstaka sýningu
brúðuleikarans Bernds Ogrodnik i
Salnum. Sýninguna nefnir hann: Brúð-
ur, tónlist og hið óvænta. Bemd kem-
ur með sýninguna í einni stórri kistu
en í henni leynast margs konar brúð-
ur, útskomar í við, og ógleymanlegar
persönur sem lifna við einfaldlega með
höndum, trjábútum og silkislæðum.
Bemd leiðir áhorfendur sína inn í
töfraheim smásagna þar sem persón-
Bernd Ogrodnik í Salnum í Kópavogi
Unglingarnir veltust um af hlátri, sérstaklega þegar brúöan veinaöi reglulega fram í salinn.
Brúður, tónlist og hiö óvænta
Bernd kemur meö sýninguna í einni stórri kistu en í henni leynast margs konar brúður,
útskornar í viö.
Bíógagnrýni
umar kynna sig í stuttum leikatriðum.
Bemd leikur líka á ýmis hljóðfæri og
fléttar tónlist inn í sýningar sínar.
Ótrúleg eftirvænting var í lofti Sal-
arins á miðvikudagsmorgun þegar
nemendur vom mættir á sýningu
Bemds Ogrodniks. Sýningin hófst með
þvl að Bemd gekk í Salinn með brúðu
í líki gamals karls sem nöldraði f sí-
fellu og sagðist ekki vera kominn til að
leika í brúðusýningu heldur horfa á
hana. Unglingamir veltust um af
hlátri, sérstaklega þegar brúðan vein-
aði reglulega fram f salinn: „Ekki
horfa á mig.“ Hvert atriðið öðru
skemmtilegra tók svo við og hafi ung-
lingamir fyrirfram verið á þeirri skoð-
un að brúðuleikhús væri eingöngu fyr-
ir litla krakka þá vom þeir áreiðan-
lega flestir búnir að skipta um skoðun
áður en yfir lauk.
Salurínn í uppáhaldi
Bemd Ogrodnik er Þjóðverji en hef-
ur verið búsettur lengi í Bandaríkjun-
um. Hann átti heima hér á íslandi fyr-
ir nokkram áram og vann þá meðal
annars að bók og mynd um Pappírs-
Pésa sem margir þekkja. „Það er
áskorun að leika fyrir þennan aldurs-
hóp,“ sagði Bemd að lokinni sýningu.
„Maður þarf að nema andann í salnum
og laga sig að honum, tala meira eða
minna eftir því hvað gengur f áhorf-
endur.“
Bemd er ánægður með að fá að
leika í „leikhúsi" eins og Salurinn er,
þ.e. fallegum sal með sviði og fyrsta
flokks hljómburði. Að hans mati gefur
það brúðuleikhúsi allt annað yfirbragð
en þegar komið er með það til áhorf-
endanna eins og svo oft er gert, t.d. í
skólum og leikskólum. Salurinn í
Kópavogi er reyndar einn af uppá-
haldssölum hans.
Bemd er nokkuð tíður gestur hér á
íslandi. Hann var hér í fyrra með sýn-
ingar fyrir yngri aldurshópinn í
grannskólum Kópavogs og í kringum
jólin verður hann hér með sýningar á
leikskólum, bæði á höfuðborgarsvæð-
inu og á Akureyri.
Brúðuleikhús er aðallega sniðið að
bömum í Bandaríkjunum og víðast í
Evrópu en í t.d. Suðaustur-Evrópu og í
Asíu er rík brúðuleikhúshefð fyrir full-
orðna. „í Bandaríkjunum leik ég aðal-
lega fyrir fullorðna á brúðuleikhúshá-
tíðum en það er óneitanlega spennandi
verkefni að ná fullorðnum i brúðuleik-
hús.“
Bemd var að lokum spurður hvort
Islendingar mættu vænta þess að
verða boðið á opnar brúðusýningar hjá
honum. „Við eram að vinna að því.
Það verður hugsanlega eftir áramót,
jafnvel hér í Salnum."
-ss
Laugarásbíó - Drowning Mona: ic ★
Hver myrti skassið? Æ
Betri lykt í líkkistuna
Neve Campbett í hlutverki Ellen, dóttur lögreglustjórans.
Þegar heppnast að blanda svörtum
húmor við glæp er von á góðu. Gall-
inn er bara sá að þessi blanda heppn-
ast sjaldan. í Drowning Mona er þetta
reynt og það verður að segja mynd-
inni til hróss að hún næstum því
heppnast. Handritið er á mörgum
stöðum meinfyndið og leikarar eru
meö á nótunum og þegar best tekst til
nást upp tjáskipti sem eru fyndin en
jafnoft fellur húmorinn um sjálfan sig.
Það sem er sniðugt á blaði er ekki svo
sniðugt í mynd. Á það kannski sér-
staklega við um bílaflotann sem á að
sýna okkur ástand bæjarbúa sem og
bæjarins sjálfs.
I upphafi myndarinnar fylgjumst
við með þegar skassið í bænum
Verplank, Mona (Bette Midler), hopp-
ar upp í einn Yugo-inn og keyrir beint
út f fljót og drepst. Þessi atburður
veldur ekki mikilli sorg hjá bæjarbú-
um og kannski síst þeim sem umgeng-
ust hana mest. Sat-t best að segja eiga
þeir bágt með að leyna gleði sinni.
Þegar lögreglu-
stjóri bæjarins,
Wyatt (Danny
DeVito), sann-
færist um að
Mona hafi verið
myrt eru ekki
margir bæjarbú-
ar sem ekki
höfðu haft
ástæðu til að
drepa hana. Það
er þó margt sem
bendir til þess
að garðyrkju-
maðurinn
Bobby (Casey
Afflect) sé sá
seki sem gerir
það að verkum
að Wyatt er hinn
mesti vandi á
höndum þar sem Bobby er tilvonandi
tengdasonur hans. Fleiri koma þó til
greina, meðal annars eiginmaðurinn
sem heldur við veitingastúlkuna
Ronu (Jamie Lee Curtis) og sonurinn
sem einnig heldur við Ronu.
Leikstjórinn Nick Gomez, sem er
hér að stjóma sinni fyrstu kvikmynd,
færist mikið í fang, hefur úrvalslið
leikara í myndinni og vel skrifað
handrit. Það verður því að skrifast á
hans reikning að dæmið gengur ekki
upp. Það má sjá oftar en einu sinni að
hann leitar í smiðju Coen-bræðra og
það leiðir aðeins hugann að því hvað
þeir bræður hefðu getað gert úr efni-
viðnum. Það sem stendur upp úr eru
leikararnir sem eiga góðar syrpur,
hvort sem um aðalleikara er að ræða
eða leikara i litlum hlutverkum. Þeg-
ar upp er staðið er Drowning Mona
alls ekki misheppnuð kvikmynd held-
ur sæmilega heppnuð svört kómedia
þar sem helst vantar atriði sem kitla
vel hláturtaugarnar.
Leikstjóri: Nick Gomez. Handrit: Peter Stein-
field. Kvikmyndataka: Bruce Douglas John-
son. Tónlist: Michael Tavera. Leikarar: Danny
DeVito, Bette Midler, Jamie Lee Curtis, Neve
Campbell, Casey Afflect og William Rchtner.