Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir ^ Orkubúi Vestfjaröa breytt í hlutafélag og selt: Ibúar óttast stór- hækkun orkuverðs - undirskriftir hafnar gegn sölunni Viöræðunefndir ríkisvaldsins og sveitarfélaganna á Vestfjörðum komust að þeirri niðurstööu í síö- asta mánuði að rétt væri að breyta Orkubúinu í hlutafélag. Hefur ríkið gert sveitarfélögunum tilboð um kaup á Orkubúinu og fjármunir renni til að greiða upp skuldir við rikið. Mjög skiptar skoðanir eru um þetta vestra og í fyrradag hóf grasrótarhópur undirskriftasöfnun á ísafirði þar sem mótmælt er fyr- irhugaðri sölu á Orkubúinu. Óttast menn að með sölunni hækki raf- orkuverð um ailt að 30% og það ásamt hækkun útsvarsálagningar verði til að auka enn frekar fólks- flótta úr fjórðungnum. Þorsteinn Jóhannesson, stjómar- formaður Orkubús Vestfjarða, sendi sveitarfélögum vestra erindi í síðasta mánuði um niðurstöður viðræðunefndar sveitarfélaganna þar sem segir að nefndin leggi það til aö sveitarstjómir samþykki að breyta félagsfomi Orkubús Vest- Qarða úr sameignarfélagi í hlutafé- lag. Þegar hafa nokkur sveitarfélög samþykkt þessa breytingu. Þar á meðal er Vesturbyggð sem upphaf- lega lagði fram tillögu um slika breytingu 1997. Þá hefur Tálkna- fjörður einnig samþykkt tillöguna sem og ísafjarðarbær. Fyrir helgi samþykkti síðan bæjarstjórn Bol- ungarvíkur samhljóða tiilögu í þessa vem. Bæjarstjómin tekur þó fram að með þessari samþykkt vilji hún gera sameigendum kleift að ráðstafa eignarhlut sínum í Orku- búi Vestfjarða „að eigin vild með frjálsum samningum." Þá mótmæl- ir bæjarstjóm hugmyndum um að sölu á eignarhluta sveitarfélaganna í Orkubúinu verði blandað saman við lausn á vanda félagslega íbúða- kerfisins utan vanskila sem fyrir hendi eru. -HKr. _________Bfjisjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.is Kannast ekki viö Halldór Vandræða- gangurinn í kringum ráðningu bankastjóra í sam- einuðum Búnaðar- og Lands- banka, heldur áfram. Helmingaskiptareglan reynist erfið fyrir stjómarflokkana. Sjálfstæðis- menn vilja ekki kannast við að Halldór J. Kristjánsson, Landsbankastjóri sé „þeirra maður“ og enda ráðinn af Finni Ingólfssyni. Valgerður Sverrisdóttir og Halldór Ásgrímsson, viija hins vegar raunverulegan framsóknarmann i stól bcmkastjóra. Sá heitir Amar Bjarnason, sem nú er hjá SPRON og vinur Finns... DV-MYND HKR. I læri hjá löggunni Nemendur efstu bekkja Grunnskólans á ísafirði hafa það sem valgrein að læra ýmislegt um umferðarmálin. Segir Auður Yngvadóttir ökukennari að meö þessu komi krakkarnir mun betur undirbúnir í ökukennsluna en ella. Þeir kunni t.d. góö skil á öllum umferðarmerkjum sem oft sé misbrestur á hjá krökkum sem eru að hefja æfmgaakstur 16 ára gamlir. Hér eru krakkarnir ásamt Auði Yngvadóttur og Önundi Jónssyni yfirlögregluþjóni í tima á slökkvistööinni á ísafirði. Skagafjörður: Hörkukosning til Búnaðarþings DV, SKAGAFIRÐI: Jóhannes Ríkharðsson, ráðu- nautur og bóndi á Brúnastöðum, og Rögnvaldur Ólafsson, bóndi í Flugumýrarhvammi, voru kjörnir til setu á Búnaðarþingi næstu þrjú ár fyrir hönd Búnaðarsam- bands Skagafjarðar. Þetta varð ljóst þegar atkvæði vom talin í póstkosningu sem fram fór í síð- ustu viku. Jóhannes hlaut 70 at- kvæði en Rögnvaldur 68. Vara- menn voru kjörnir Smári Borgars- son, bóndi í Goðdölum, með 60 at- kvæðum og Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal, með 47. Kosning- in nú var óhlutbundin, gagnstætt þvi sem var fyrir þremur árum, en þá voru tveir listar í kjöri. Á kjörskrá voru 324 en atkvæði greiddu 162 og var kosningaþátt- taka því nákvæmlega 50%. -ÖÞ DV-MYND INGÓ Hagkaup opnar verslun i Spönginnl Á laugardaginn opnaði Hagkaup nýja verslun í Spönginni í Grafarvogi. Sam- keppnin á matvörumarkaðnum eykst því enn en Bónusverslun er i nágrenn- inu. Þaö má því ségja að þeir Baugsmenn hafi í raun aukiö samkeppnina við sjálfa sig. Ingibjörg Sótrún Gísladóttir borgarstjóri klippti á boröa viö þetta til- efni og var fjöldi Grafarvogsbúa mættur til að fytgjast meö. Sýslumaður í sér- hannað húsnæði PV. STYKKISHÓLMI: Vígsla nýja stjómsýsluhússins í Stykkishólmi fór fram þann 20. október sl. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hélt ræðu þar sem hún sagði m.a. að þetta væri í fyrsta skipti sem sýslumanns- embættið fengi sérhannað hús- næði fyrir starfsemina. Ráðherra kom einnig inn á löggæslu á Nes- inu og sagðist vilja efla og styðja við löggæslu á Snæfellsnesi. Sagði hún að hér hefði ákveðn- um afbrotum fækkað, t.d. ofbeld- isafbrotum, en á þessu ári hefur aðeins ein kæra borist, hins veg- ar hefur oröið örlítil fjölgun á fíkniefnaafbrotum, sem minnir okkur á að stöðugt og aukið að- hald í þeim málum er nauðsyn- legt. Nefndi ráðherra umferðará- tak, þ.e. skipulagt átak hjá lög- reglustjórum á Nesinu, en slíkt átak er á öllu landinu um þessar mundir. Hún nefndi einnig að sýslumaður hefði verið í farar- broddi við gerð heimasíðu emb- ættisins, en það bætir enn þjón- ustu við borgarana. Ólafur Kr. Ólafsson, sýslumað- ur Snæfellinga, hélt einnig ræðu og nefndi aðstöðu embættisins í upphafi og vitnaði þar í Jón Espólín, en í upphafi var hús- næði sýslumanns i skemmum og kofum og skjöl geymd í hripum og tunnum. Hann nefndi einnig hve merkileg tímamót bygging þessa húss væri þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem embættið fengi húsnæði sem eingöngu er ætlað fyrir þessa starfsemi. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson, prest- ur í Stykkishólmi, vigði og bless- aði húsið og Hrefna Gissurardótt- ir las ritningargrein. Síðan var gestum boðið upp á veitingar og að skoða húsið. -DVÓ/ÓJ Vilja búa nálægt áli og járnblendi DV, SKILMANNAHREPPI:_____________ Þó nokkur ásókn er í að byggja hús að Hagamel í Skilmanna- hreppi sem er í 5 kílómetra fjar- iægð frá stóriöjufyrirtækjunum á Grundartanga, Norðuráli og Jám- blendifélaginu. Þegar göngin voru opnuð auglýsti Skilmannahrepp- ur lóðir til úthlutunar á svæðinu en nokkur íbúabyggð var þar fyr- ir. Ekki var mikil ásókn í lóðimar fyrr en á þessu ári. Nú þegar er búið að byggja þrjú hús til viðbót- ar þeim sem fyrir vora og búið að panta sjö lóðir. Menn telja að þessi mikla ásókn geti stafað af lóðaskorti á Akranesi. Aðrir telja ástæðuna þá að þeir sem æfia sér að vinna í framtíðinni á Grundar- tanga telji að það sé gott að búa á Hagamel, þaðan sé stutt til vinnu og líka í þjónustuna á Akranesi. -DVÓ Sólon úti Og meira um bankana. Hvorugur stjórnar- flokkanna virðist hafa áhyggjur af framtíð Sólons Sigurðs- sonar, bankastjóra Búnaðarbankans, sem sækist eftir bankastjórastöðu í hinum nýja banka. Þorsteinn Þorsteinsson, sem er framkvæmdastjóri hjá Búnaðarbankanum, nýtur stuðnings Halldórs og Valgerðar þrátt fyrir kratískar ættir. Vandinn er hins vegar sá að þá telja sjáifstæðismenn telja vanta fulltrúa flokksins í þríeyki bankastjóranna. Helmingaskiptareglan gengur því ekki upp nema Halldór J... Olíutitringur Það olli miklum titr- ingi þegar Friðrik J. Arngrims- fram- kvæmda- stjóri LÍÚ, upplýsti að nú væri komið að því að semja við erlent olíufélag um að senda hingað fljótandi olíubirgða- stöð. Forsvarsmenn olíufélaganna eru lítt kátir með ákvörðunina en sjómenn glotta út í annað. Olíu- verð er nefnilega orðið svo hátt að hærra olíuverð lækkar ekki lengur laun þeirra svo sem eitt sinn var. Hækkanirnar dynja nú á útgerðar- mönnum einum og þá er gripið til aðgerða... Skáld og sukkrottur Það era margir sem eiga sér fyrir- myndir í leik- riti Hall- gríms Helga- sonar, Skáldanótt. Flestir telja að hið rímóða ungskáld Her- mann sé mótað af honum sjálfum enda Hermann hundkunnugur næt- urlífinu, mikill orðhákur og talar í bundnu máli án afláts. Þetta er Hallgrímur lifandi kominn. Annað hávaxið dökkhært ungskáld sem dáir Einar Ben tak- markalaust er erfiðara að staðsetja en giskað hefur verið á að Snæ- björn Arngrímsson, bókaútgef- andi og menningarfrömuður, ætti að kannast við sumt í fari hans. Svo er auðvitað mjög líklegt að ein- hverjar sukkrottur og næturgöltr- arar úr armkrikum Reykjavíkur þekki sjálfa sig á sviðinu en það þarf ekki að þýða að aðrir geri það...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.