Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 11
11
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000____________________________________________________________________________________
I>V Útlönd
Að minnsta kosti 155 fórust í lestarbruna í Ölpunum:
Versta slys á friðar-
tímum í Austurríki
Aö minnsta kosti 155 manns
týndu lífi þegar lest full af skíða-
mönnum varð eldi að bráð í jarð-
göngum i austurrísku Ölpunum á
laugardag. Franze Schausberger,
landstjóri í Salzburg, sagði í gær að
þetta væri versta slys sem orðið
hefði í Austurríki á friðartimum.
Ekki er vitað hvað olli
eldsvoðanum.
Meðal fórnarlambanna voru
ferðamenn frá Austurríki, Þýska-
landi, Bandarikjunum og Japan.
Lögregluþjónninn, sem stjórnar
verkinu að bera kennsl á líkin,
sagði að fjöldi látinna gæti orðið 175
þegar upp verður staðið.
Eldurinn kom upp þegar toglestin
var á leið upp á Kitzsteinhorn-fjall,
sem er 3.200 metra hátt, á laugar-
dagsmorgun. Eldurinn breiddist út
Sorg í Austurríki
Ættingjar fórnarlamba lestarslyssins í austurrísku Ölpunum láta sorg sína í
Ijósi í skíöabænum Kaprun í gær. Að minnsta kosti 155 týndu lífi í slysinu.
á skammri stundu. Sum fórnar-
lambanna köfnuðu í reykjarkófinu
en aðrir brunnu til bana.
Aðeins tólf manns tókst að sleppa
út úr logandi lestinni og klifra nið-
ur snarbrött göngin, burt frá ban-
eitruðum reyknum sem varð þrem-
ur að bana á lestarstöðinni uppi við
skíðasvæðið.
„Fórnarlömbin eru við hliðina á
lestinni, inni í henni og undir,“
sagði Schausberger við fréttamenn í
skíðabænum Kaprun.
Wolfgang Schússel kanslari og
Susanne Riess-Passer varakanslari
komu á slysstað og sóttu
minningarathöfn með ættingjum og
vinum hinna látnu.
Mikill fjöldi skíðamanna var
kominn til Kaprun á laugardag til
að njóta veðurblíðu á fjöllum.
Ingiríöur drottning
Drottningarmóöirin veröur til grafar
borin á morgun.
Ingriríðar drottn-
ingar minnst
Ingiríðar drottningar var minnst
við hátíðlega athöfn í Holmens
kirkju í Kaupmannahöfn í gær.
Þrjár dætur Ingiríðar og Friðriks
konungs níunda voru skírðar þar og
þar giftu þau sig, Margrét Þórhildur
drottning og Hinrik prins, árið 1967.
Lík Ingiríðar liggur á viðhafnar-
börum í Kristjánsborgarhallar-
kirkju. í gærmorgun höfðu á ellefta
þúsund Danir vottað hinni látnu
drottningu virðingu sína og þrjú
þúsund biðu fyrir utan.
LESTARSLYS
Vitað er að 155 manns að minnsta kosti
fórust í eldsvoða i fullri toglest í
jarögöngum á leiö upp á Kitzsteinhorn-
fjall í austurrísku Ölpunum á laugardag
Kltistelnhom (3.200 m)
Skíðabrekkur
Alpamiðstöðin (2.450 m)
Þrír létust af völdum reykeitrunar
Lest til að viðhalda jafnvæginu
Stjórnandi lestarinnar á niðurleiö lést er
ekki er vitað hvort farþegar voru um boi
Eldur
600 metra inni í göngunum
Jarðgangamunni
Brautarstöð í dalnum (911 m)
IOLPUNUM
100 km
Þýskaland
Farþegar létust þegar eldur
og reykur leituöu upp á viö
Tólf manns komust út meö
því aö brjóta rúöu í lestar-
vagni og flýja niöur
Kaplarfrá
efstu stööinni
draga lestina áfram
Taliö aö eldurinn hafi
komiö upp nærri aftur-
Nafn Jöklalestin
Heildarlengd 3.900 m
Lengd ganga 3.000 m
Hæöarmunur 1.535 m
Meöalhalli 42,8 prósent
Mesti halli 50 prósent
Hraöi 10 m/s
Ferðatími 7 mínútur
Fjöldi klefa 2
Burðargeta hvers klefa 180 farþegar
REUTERS
Saksóknari við stríðsglæpadómstól SÞ:
Milosevic verður
handtekinn bráðum
Þess verður ekki langt að bfða að
Slobodan Milosevic, fyrrum forseti
Júgóslavíu, verði handtekinn og
látinn svara til saka fyrir stríðs-
glæpi sem hann ber ábyrgð á í
striðsátökunum í fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu, að sögn aðalsaksóknara
stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna.
Stjómvöld í Júgóslavíu hafa fall-
ist á að heimila stríðsglæpadóm-
stólnum að opna skrifstofu í
Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu. Þeg-
ar svissneska blaðið SonntagsBlick
bað Cörlu Del Ponte að tjá sig þar
um svaraði hún: „Dagar Milosevics
og annarra striðsglæpamanna eru
senn taldir."
Embættismenn við dómstólinn í
Haag segjast vilja gefa nýjum leið-
togum Júgóslavíu smásvigrúm áður
en farið verður fram á að Milosevic
og aðrir verðí framseldir.
Má fara að passa sig
Slobodan Milosevic, fyrrum
Júgóslavíuforseti, veröur aö gæta
sín vel vilji hann sneiöa hjá hand-
töku og framsali til Haag í Hollandi.
VlNNUVÉLAR í úrvali
Hörkuduglegar og snaggaralegar
VINNUVÉLAR FRÁ MÖRGUM AF STÆRSTU
VÉLAFRAMLEIÐENDUM HEIMS
í 25 ÁR HAFA VÉLAR OG ÞjÓNUSTA HF VERIÐ f FARARBRODDI f ÞJÓNUSTU VIÐ
ALLA ÞÁ ER STUNDA VÉLAÚTGERÐ, HVORT SEM ER MEÐ STÆRSTU EÐA MINNSTU
VINNUVÉLUNUM. AuK ÞESS AÐ HAFA Á BOÐSTÓLUM VÉLAR FRÁ MÖRGUM AF
ÞEKKTUSTU FRAMLEIÐENDUM HEIMS ÞÁ LIGGUR OKKAR STYRKUR f ÞJÓNUSTUNNI
Lítið við í kaffi hjá okkur á Járnhálsinum og talið við
SÖLUMENNINA EÐA HRINGIÐ OG FÁIÐ SENDAR UPPLÝSINGAR
UM VÉLARNAR, FJÁRMÖGNUNINA OG ÞJÓNUSTUNA
VELAR&
ÞJéNUSTAHF
Þekktir fyrir þjónustu
Járnhálsi 2 • 110 Reykjavík • SÍMI: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 i
Óseyri 1a ■ 603 Akureyri ■ Sími: 461-4040 ■ Fax: 461-4044
Hella, pakkhús ■ 850 Hella ■ Sími: 487-5887 ■ Fax: 487-5833
www.velar.is
•ÞjÓNUSTAl
AR