Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
_______45 «r
Tilvera
Spakmannssp j arir
flytja sig um set
Verslunin Spakmannsspjarir hefnr
verið rekin í Reykjavík um árabil og
hefur hún skipað sér fastan sess i versl-
anaflóru miðborgarinnar. í Spak-
mannsspjörum hefur verið boðið upp á
fót sem hönnuð eru af íslenskum fata-
hönnuðum og hefur hún notið mikilla
vinsælda. Búðin hefur nú verið flutt
um set en ekki fór hún langt þar sem
nýja húsnæðið er í Bankastræti þar
sem verslun Sævars Karls var áður til
húsa. Fjölmenni var við opnun versl-
unarinnar á fóstudagskvöld enda hefur
hún komið sér upp stórum hópi fastra
viðskiptamanna i gegnum árin. Ekki er
að efa að hin nýja staðsetning á eftir að
efla allt starf innanbúðar auk þess sem
mun fleiri eiga eftir að kynnast því sem
þar er til sölu þar sem búðin er nú í al-
faraleið.
Eigendur Spakmannsspjara skála
Þeim Völu Torfadóttur og Björgu Ingadóttur fannst viö hæfi aö skála fyrir opn-
un nýrrar verslunar sinnar. Meö þeim á myndinni eru Anna, dóttir Völu, Sól-
veig Eiríksdóttir og Helga Mogensen.
Brosrnildir viöskiptavinir
Hulda Georgsdóttir og Sigríöur Mar-
grét Guömundsdóttir mættu á opn-
unina og ef marka má brosin á and-
litum þeirra voru þær ánægöar meö
þaö sem þær sáu.
Urvalið skoöað
Þessar konur voru of niöursokknar í
aö skoöa fötin sem til sölu eru í
Spakmannsspjörum til aö gefa sér
tíma til aö líta upp fyrir Ijósmyndara
DV.
Karlmenn létu líka sjá sig
Ófeigur Björnsson gullsmiöur var í
minnihluta viö opnunina. Meö hon-
um á myndinni er Hildur Bolladóttir
kjólameistari sem eflaust hefur sjálf
búiö til failegar flíkur.
aldri
F.v. Þóröur Gunnarsson í fangi afa síns, listamannsins Gunnars Arnar, Pétrún
Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og Guörún Krístjánsdóttir halda
saman á Ævarí Uggasyni en þær eru báðar ömmur hans, Hafdís Sigurjóns-
dóttir, Gunnar Guösteinn Gunnarsson og Joan Backes myndiistarmaöur.
------------------W ------
Gunnar Orn sýnir
í Hafnarborg
Á laugardaginn var opnuð í Hafnar-
borg í Hafnarfirði sýning á verkum
listamannsins Gunnars Amar. Þar
sýnir hann 71 verk sem flest eru sýnd
undir samheitinu „Sálir“. Gunnar hef-
ur síðustu tvo áratugina kallað verk
sín „bergmál síns andlega ferðalags"
og af því leiðir að í verkum hans eru
sífelldar breytingar í gangi. Hvert stíl-
brigðið rekur annað og ný viðhorf
fæðast. Þannig er það líka að þessu
sinni. Gunnar hóf að stunda jóga fyr-
ir fimm ámm og hefur það fært hann
á nýjar slóðir upplifunar og þaðan
koma myndimar sem hann sýnir um
þessar mundir. Sýningin stendur til
27. nóvember.
Málin rædd af mikilli alvöru
Guömundur Bjarnason og Jóhann
Axelsson gáfu sér tíma til aö kryfja
málin á milli þess sem þeir skoöuðu
sýningu Gunnars Arnar.
Verkfall kennara í framhaldsskólum:
Kennarar og nemendur van-
sælir í verkföllum
- einu sinni var þaö kappsmál þingmanna aö fá sömu laun og menntaskólakennarar
„Með lögum skal landi byggja,"
segir Eiríkur Haraldsson, þýsku-
kennari í MR, „ég vil ekki vera með
neinar persónulegar meiningar um
það hvort rétt sé eða ekki að stunda-
kennarar kenni I verkfallinu. Þetta
er í fyrsta skipti sem ég er stunda-
kennari í verkfalli og ég stóð lengi í
þeirri meiningu að við ættum ekki
að kenna.“
Eiríkur segist hafa byrjað að
kenna 1952 en vera kominn á aldur
og að þetta sé síðasti veturinn hans
ÍMR.
Kennum ekki vegna launanna
„Stundakennarar hafa lítil sam-
skipti viö fastráðnu kennarana með-
an á verkfallinu stendur, það var
ákveðið að fastakennararnir kæmu
ekki í skólann i verkfallinu. Við
stundakennarnir erum ekki að
kenna vegna þess að við séum á svo
háum launum, þetta er vinnan okk-
ar. Samkvæmt lögum ber okkur að
vera hér og ef við mætum ekki
erum við að brjóta lög. Ég er búinn
að upplifa öll verkfóll framhalds-
skólakennara frá því að þeir fengu
verkfallsrétt, þannig að ég hef séð
sitt af hverju. Að þessu sinni vil ég
ekki vera með neinar prívatmein-
ingar, lög eru lög og ég vil fara eftir
þeim. Ég hef aftur á móti fulla sam-
úð með kollegum mínum. Þegar ég
hóf kennslu var það kappsmál þing-
manna að fá sömu laun og mennta-
skólakennarar og ýmsir starfsstyrk-
ir voru miðaðir við þau. í dag er það
ekki mikið kappsmál hjá þingmön-
um að fá sömu laun og framhalds-
skólakennarar, þeir eru alveg falln-
ir frá því.“
Kemur verst niður á siökustu
nemendunum
„Ég sé ekki betur en að flestir
nemendumir mæti af fúsum og
frjálsum. Þeir hafa aðeins verið að
kvarta vegna þess að það má ekki
færa til tíma og margir koma langt
að. Það er gott að vera í verkfalli í
nokkra daga en svo byrja nemendur
að hafa áhyggjur af náminu. Bestu
nemendurnir mæta af því þeir vilja
læra meira og þeir slöku vegna þess
aö þeir hafa áhyggjur af náminu.
Þeir sem eru þarna mitt á milli eru
ekki eins fastsæknir en yfirleitt er
timasókn góð.
Það er einu sinni svo með verk-
fóll að eftir nokkra daga verða bæði
kennarar og nemendur vansælir.
Verkfoll koma yfirleitt verst niður á
þeim sem eru slakastir í fræðunum
og fyrir suma er þetta mjög erfítt.
Framtíðin liggur í menntun
„Það verður náttúrlega að gera
eitthvað til að bæta kjör kennara og
það sem fyrst, að minnsta kosti
áður en þeir hætta allir. Við verð-
um að fara að sætta okkur við að
framtíðin liggur í menntun, við get-
um ekki reitt okkur á fiskinn enda-
laust. Þjóðir eins og Danir og Sviss-
lendingar hafa lítinn sem engan fisk
og þeim gengur ágætlega að bjarga
sér á hugvitinu. Menntun er for-
senda fyrir góðu lífi.“ -Kip
muyuioj