Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Side 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
I>V
Karíus og Baktus
fara ekki í jólafrí.
Foreldrar og börn,
athugið að tennurnar
eru jafnviðkvæmar
í desember
og aðra mánuði.
Byrjum ekki daginn á neyslu súkkulaðis
eða annarra sætinda
- það er slæmur siður á öllum árstímum !
Atkvæði talin í höndunum í fjórum sýslum Flórída:
Loftslagsráðstefnan í Haag:
Búist við deilum um
kaup á mengunarkvóta
Leah Rabin
Ekkja Yitzhaks Rabins lést í gær.
Friðflytjandinn
Leah Rabin lést
úr krabbameini
Leah Rabin, ekkja Yitzhaks
Rabins, fyrrum forsætisráöherra
ísraels sem var myrtur fyrir flmm
árum, lést úr krabbameini í gær.
Leah tók upp merki eiginmanns
síns að honum látnum og barðist öt-
ullega fyrir friði í Mið-Austurlönd-
um fram til hinstu stundar.
„Ríkisstjóm ísraels, ísraelska
þjóðin og gyðingar almennt, svo og
milljónir um heim allan syrgja í dag
fráfall Leuh Rabin,“ sagði Ehud
Barak, forsætisráðherra ísraels, á
leið til Washington þar sem hann
ræðir ófriðarástandiö fyrir botni
Miðjarðarhafsins við Bill Clinton
Bandarikjaforseta.
Það var fyrir þrábeiðni Leuh
Rabin, sem var orðin fárveik, að
Barak féllst á að þeir Shimon Peres,
fyrrum forsætisráðherra, og Yasser
Arafat, forseti Palestínumanna, hitt-
ust fyrir tíu dögum. Á þeim fundi
var samið um vopnahlé sem ekki
hefur tekist að framfylgja.
Arafat sagðist í gær harma fráfall
Leuh Rabin, sem var 72 ára. Þeir
Arafat og Yitzhak Rabin deildu frið-
arverölaunum Nóbels árið 1994 fyr-
ir friðarsamningana í Ósló 1993.
fctercedes Pcn* árger6l994, ekion 90 þús
siliurgrár, ssk, ral í rúdum, saml, toppl, ledur
átfelgur og allt heila galieríid..
Stadgreiösluverd I.ÚOflLOOft, 100% |áu
Allar nánari upplýsingar veitir hin geðþekki bílasali
Ástmar Ingvarsson á BÍLL.IS í síma 5773777
Búist er við töluveröum ágrein-
ingi þegar fulltrúar 180 þjóða koma
saman í borginni Haag í Hollandi til
aö ræða loftslagsbreytingar af völd-
um svokallaðra gróðurhúsaloftteg-
unda. Ráðstefnan stendur í tvær
vikur og tilgangurinn er að reyna
að leggja lokahönd á samning um að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
Meðal þess sem deilt verður um á
ráðstefnunni er hvort þjóðir sem
ekki geta staðið við fyrirheit um
takmörkun á losun gróðurhúsaloft-
tegunda geti gert samninga við ríki
sem geta dregiö meira úr losuninni
en þeim ber. '
Flestir vísindamenn eru nú sam-
mála um að bílar okkar, verksmiðj-
ur og orkuver losi svo mikið af
gróðurhúsalofttegundum út í and-
rúmsloftið að breytingar séu aö
verða á loftslagi í heiminum.
Tíundi áratugurinn var sá heit-
asti í þúsund ár og árið 1998 var hið
hlýjasta síðan mælingar hófust.
Leiðin til Haag hófst á mikilli
ráðstefnu í Rio de Janeiro í Brasilíu
á árinu 1992 þegar þjóðarleiðtogar
hétu því að berjast gegn gróöur-
húsaáhrifunum.
Fimm árum síðar hittust samn-
ingamenn í Kyoto í Japan og urðu
sammála um að draga þyrfti úr los-
un gróðurhúsalofttegunda út í and-
rúmsloftið um 5,2 prósent miðað við
það sem var árið 1990. Stefnt var að
því að ná þessu fram áriö 2012. Enn
hefur ekkert iönríki staðfest sam-
komulagiö frá Kyoto.
Repúblikanar vilja
stöðva talninguna
Vonir manna um að úrslit for-
setakosninganna í Bandaríkjunum
myndu liggja fyrir einhvem tímann
á næstunni dofnuöu mjög í gær þeg-
ar ákveðið var að telja atkvæðin í
fjórum sýslum í höndunum. Á sama
tíma voru þeir George W. Bush og
A1 Gore að búa sig af kappi undir að
heyja baráttu í dómsölunum.
Kjörstjóm í Palm Beach-sýslu
ákvað snemma í gærmorgun að öll
atkvæði, sem greidd voru í sýsl-
unni, skyldu endurtalin í höndun-
um eftir að Gore bætti við sig nítján
atkvæðum við endurtalningu eins
prósents atkvæða.
Það þýðir að forskot Bush í Flór-
ída er nú minna en þrjú hundruð at-
kvæði, að þvi er fram kom í fréttum
vestra. í röðum repúblikana kom
upp ótti um að Gore gæti siglt fram
úr Bush og þar með sigrað i forseta-
kosningunum ef endurtalningin
fengi að halda áfram.
Kjörstjórn í Palm Beach sagði að
ef Gore bætti við sig nítján atkvæð-
um þegar eitt prósent atkvæðanna
væm endurtalin þýddi það að úr-
slitin gætu gjörbreyst.
í þremur öðrum sýslum, þar sem
demókratar eru í meirihluta, er
endurtalning í höndunum ýmist
hafin eða í undirbúningi.
í húfi eru 25 kjörmenn Flórída. Sá
frambjóðandi sem fær þá verður
næsti forseti Bandaríkjanna.
James Baker, fyrrum utanríkis-
ráðherra og fulltrúi Bush, sagði aö
landið væri komið út á hálan ís.
Hann hét því að barist yrði af fullri
hörku gegn endurtalningu fyrir
dómstólunum.
Sú barátta hefst eftir hádegi í dag
þegar dómari i Miami tekur fyrir
beiðni Bush og manna hans um að
handtalningin verði stöðvuð. Hver
svo sem niðurstaðan verður, þykir
ljóst að henni verði áfrýjað. Og svo
kynni að fara að málið færi alla leið
upp í hæstarétt Bandaríkjanna.
Kosningastjórar Bush hafa haft
uppi hótanir um að krefjast endur-
talningar í Iowa og Wisconsin, þar
sem Gore vann naumlega, svo og í
Nýja-Mexíkó og Oregon þar sem
mjög mjótt er á mununum. Eftir síð-
ustu talningu í Nýja-Mexíkó hefur
Bush fjögurra atkvæða forskot.
Skoðanakannanir benda til að
meirihluti kjósenda sé reiðubúinn
að bíða eftir nákvæmri talningu. í
könnun timaritsins Newsweek voru
75 prósent aðspuröra á því að mikil-
vægara væri að fá nákvæma niður-
stöðu kosninganna i Flórída en að
leysa úr flækjunni meö hraði.
í könnun tímaritsins Time vildu
aðeins 27 prósent aðspurðra á fostu-
dag að Gore játaöi ósigur sinn áður
en opinber úrslit í Flórida verða
kunngerð.
Baker sagði að Bush væri til í að
hætta við að fara með endurtalning-
una fyrir dómstóla ef Gore féllist á
að stöðva handtalninguna og héti
því aö virða niðurstöðuna sem yrði
eftir talningu utankjörfundarat-
kvæða á fostudag.
Þjóðernissinnar
spá góðu gengi
Þjóðernissinnar í Bosníu segja að
þeim hafi vegnað vel í kosningun-
um sem þar fóru fram um helgina.
Flokkur allra þjóðarbrotanna telur
hins vegar að hann hafi fengið flest
atkvæði í Bosníu allri. Úrslit munu
liggja fyrir einhvern tímann í dag.
Þjóðir heims, sem hafa 20 þúsund
manna gæslulið í Bosníu, gera sér
vonir um að herskáir þjóðernissinn-
ar séu á undanhaldi í kjölfar lýö-
ræðisþróunarinnar í bæði Króatíu
og Júgóslavíu.
Al og Tipper til kirkju
Al Gore og eiginkona hans, Tipper, hlýddu á guösþjónustu í Mt Vernon
baptistakirkjunni í Arlington í Virginíu, úthverfi höfuöborgarinnar Washington,
í gær. Mikil átök eru fram undan viö aö reyna aö útkijá forsetakosningarnar.
Stuttar fréttir_______
Skotið á bíl Robinson
Skotið var á bíla-
lest Mary Robinson,
mannréttindastj óra
Sameinuðu þjóð-
anna, í bænum
Hebron á Vestur-
bakkanum í gær.
Robinson var ekki í
bílnum sem skotið
hæfi, að sögn aðstoðarmanns henn-
ar. Ekki er vitað hverjir voru þarna
að verki.
OPEC tekur ekki tiilit
Samtök oliuútflutningsríkja
(OPEC) höfnuðu því í gær að fara að
beiðni þjóða heims um að auka
framleiðsluna svo olíuverð geti
lækkað.
Danir á móti hörku
Danska þjóðin er aldeilis ósam-
mála stjómmálamönnum íhaldsins
í Danmörku, sem vilja herða refs-
ingar ungra afbrotamanna. Þetta
kemur fram í skoðanakönnun sem
birtist í Berlingske Tidende í gær.
Flugræningi tekinn
ísraelskar öryggissveitir hand-
sömuðu í gær tsjetsjenskan mann
sem hafði rænt rússneskri flugvél
og beint henni til ísraels. Maðurinn,
sem ekki er heill á geðsmunum,
leyfði farþegum og áhöfn, 58 manns,
að fara frá borði.
Unglingur drepinn
fsraelskir hermenn skutu palest-
ínskan ungling til bana og særðu 25
aðra í átökum á heimastjómarsvæð-
unum í gær. Þá hafa 206 fallið á tök-
um síðustu sex vikna.
Fresta að sækja um ESB
Verkamanna-
flokkur Jens Stol-
tenbergs, forsætis-
ráðherra Noregs,
frestaði því til árs-
ins 2005 að minnsta
kosti að sækja um
aðild að Evrópu-
'sambandinu. Leið-
togar flokksins vildu halda mögu-
leikanum opnum á næsta kjörtíma-
bili, 2001 til 2005, en urðu að beygja
sig fyrir andstæðingum ESB á
flokksþingi.
Áhyggjur af kúariðu
Nicole Fontaine, forseti Evrópu-
þingsins, sagði í gær að banna ætti
kjöt- og beinamjöl sem dýrafóður í
öllu Evrópusambandinu sem varúð-
arráðstöfun gegn kúariðu.
Estrada iíklega ákærður
' Næsta ömggt
þykir að Joseph
Estrada verði fyrst-
ur forseta Filipps-
eyja ákærður fyrir
embættisafglöp þeg-
ar þing landsins
ræðir í dag ásakan-
ir um að forsetinn
hafi þegið mútur frá veðmálsfyrir-
tækjum. Estrada segir að sér hafi
verið boðið fé en að hann hafi ekki
þegið það. Stjórnarandstæðingar
vilja að hann segi af sér.
Mótmæitu gjaldþroti
Reiöir verkamenn í Suður-Kóreu
lentu í átökum við óeirðalögreglu í
miðborg Seoul í gær. Tugþúsundir
verkamanna efndu til mótmælaað-
gerða vegna ákvörðunar skuldu-
nauta að gera Daewoo-bílaverk-
smiðjumar gjaldþrota.