Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 15
15
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
X>V____________________________________________________________________________________________Menning
Árrti Björnsson, sem sendir frá
sér um þessar mundir bókina
Wagner og Völsungar, segisí ekki
hafa haft sérstakan áhuga á Ric-
hard Wagner fyrr en hann eignaðist
allan Niflungahringinn á plötum og
tók nokkrar helgar í að hlusta á
hann með textann fyrir framan sig.
„Þá fyrst varó ég verulega hrif-
inn, því þaó er ekki hálft gagn aó
því að hlusta á Niflungahringinn
nema vita hvaó verið er aó segja.
Wagner lœtur sér nefnilega ekki
ncegja bulltexta, heldur vill hann
hafa mikla meiningu i textanum. Yf-
irleitt leit hann ekki smátt á sjálfan
sig og hélt því fram að hann vœri
ekki síðra Ijóóskáld en tónsmiöur. “
í dag ekki viðurkenndar, nema af þeim ör-
fáu sem virkilega þekkja til. Flestir útlend-
ir fræðimenn kalla þær enn Norse, Scand-
inavian, nordisk, norrön, altnordisch eða
germanisch.“
Þó segir Árni að aldrei megi gleyma því
að Wagner bjó til eigin goðsögn upp úr öllu
því sem hann hafði lesið. Hann hafl tekið
hugmyndir fremur en orðréttan texta.
„Þegar Niflungahringurinn var settur
upp fyrir sex árum hér í Þjóðleikhúsinu
heyrði ég menn, sem þekktu Snorra-Eddu
vel, segja þegar þeir hlýddu á textann:
„Nei, þarna fer Wagner ekki alveg rétt
með.“
Þá ætluðust þeir til þess að óperutextinn
væri beint upp úr Snorra Sturlusyni! Það
má maður aldrei láta sér detta í hug.
Fo
var
rja
landi
Árni segist alltaf hafa vitað, og
Wagner segi berum orðum sjálfur,
að hann hafi nýtt sér bókmenntir
eins og Snorra-Eddu þegar hann
samdi Niftungahringinn. Hins veg-
ar sé það viðtekið viðhorf að undir-
stöðuheimild hafi verið
þýska Niflungaljóðið. Það
sem Wagner hafi tekið úr
Völsungu og Eddukvæð-
um sé bara aukakrydd.
„Þegar Wagnerfélag-
ið var stofnað fyrir
fimm árum vildu fé-
lagsmenn láta fara í
saumana á því hversu
mikið af efninu væri komið
frá íslandi,“ segir Árni. „Ég ákvað að
taka þetta að mér og varð strax heillaður af
verkinu. Ég tel að 80% hugmynda séu komnar
eingöngu úr íslenskum kveðskap - en ekki
nema 5% eingöngu úr þýskum bókmenntum.
15% eru síðan bæði í íslenskum og þýskum
heimildum."
- ísland er aldrei nefnt á nafn í þessum heim-
ildum, heldur aðeins það sem er norrænt eða
germanskt. Þú segir í bókinni að þeir reyni að
troða Snorra-Eddu og Eddukvæðum inn í ein-
hvers konar „goðfræðilegt Evrópusamband". Af
hverju voru Þjóðverjar svo tregir til að kannast
við að íslenskar bókmenntir væru frá íslandi?
„Það er ekkert undarlegt í sjálfu sér. Um
miðja 19. öld, þegar Wagner var að byrja að
sanka að sér heimildum, vissu mjög fáir að ís-
land væri til sem menningarþjóð. Menn vissu
að landið tilheyrði Danmörku en það var alls
ekki komin nein hugmynd um að hér væri til
sjálfstæð íslensk menning eða tunga. Menn vita
DVWND HILMAR ÞÓR
Dr. Árni Björnsson
Nýútkomin bók eftir hann sýnir fram á sterk tengsl Nifl-
ungahrings Wagners og íslenskra bðkmennta.
það sumir ekki enn í dag.“
Allar íslenskar bókmenntir voru þýskar
„Þegar Þjóðverjar fóru að reyna að rísa upp gegn
niðurlægingu af hálfu Frakka vantaði þá eitthvað
til þess að sameina þjóð sína,“ segir Ámi þegar
hann útskýrir hvemig fslenskur skáldskapur barst
til Þýskalands. „Frakkar áttu gömul og merkileg
hetjukvæði og Þjóðverjar reyndu að grafa upp sín,
en þau voru ekki nógu mörg og ekki nógu merki-
leg. Þá fundu þeir út að þarna fyrir norðan var
heill fjársjóður af þeim bókmenntum sem þá vant-
aði og um leið kom upp hugmynd sem heitir pan-
germanismi, eða sam-germanismi. Hann mælir svo
fyrir um að norrænar bókmenntir séu allar germ-
anskar. Og sumir gengu svo langt að segja þær all-
ar þýskar!"
Árni bætir við að það hafi verið skiljanlegt að
Þjóðverjar hefðu ekki skipt bókmenntum niður eft-
ir þjóðlöndum þegar þeir ætluðu að halda þvi fram
að þær tilheyrðu sameinuðu Þýskalandi. „Hitt er
undarlegra að fomíslenskar bókmenntir skuli enn
Wagner safnaði í sarpinn og bjó til eigin
verk. Áðrir þurfa að finna út úr því hvað-
an hugmyndirnar eru komnar - og það er
það sem ég hef verið að reyna að gera.“
Ekki bein iína milli Wagners og
útrýmingarbúðanna
- Hvað fmnst þér um það hvernig
Wagner hefur verið notaður og jafnvel mis-
notaður á þessari öld? Er kannski ekkert
jákvætt að íslensk menning sé orðuð við
hann?
„Menn verða að reyna að skilja Wagner
án þess að afsaka hann,“ segir Ámi. „Hann
er barn síns tíma og það sem honum hefur
aðallega verið legið á hálsi fyrir er andúð
hans á gyðingum - hann taldi gyðinga og
gyðinglega menningu vera aðskotahlut í Evrópu.
Andúðin á gyðingum var landlæg og Wagner var
ekkert öðruvísi en aðrir, það er aðeins frægð hans
sem hefur varpað á þetta svo sterku ljósi. Síðan sit-
ur hann uppi með þennan hræðilega aðdáanda, Ad-
olf Hitler, sem verður þess valdandi að fólk heldur
að það sé bein lína miUi Wagners og útrýminga-
búðanna. En þar er Wagner kennt um eitthvað sem
hann átti engan þátt í.“
- Hvað kom þér mest á óvart þegar þú fórst að
grúska í þessu?
„Þegar ég fór að bera textana saman orð fyrir orð
þá kom mér á óvart hversu miklu meira var tekið úr
íslenskum kveðskap en ég átti von á. Það kom mér
lika verulega á óvart þegar ég uppgötvaði að áhug-
inn á íslenskum bókmenntum var í rauninni bara
andóf gegn Frökkum. Og að íslenskar bókmenntir
áttu stóran þátt í því að þjappa Þjóðverjum saman
með því að gefa þeim að eigin dómi glæsta fortíð.
Fortíð sem var skrifuð á íslandi." -þhs
Tónlist
Alheimslegur unaður
Ekki er alveg ljóst af hverju verk Atla Ingólfs-
sonar, sem Caput-hópurinn flutti á hátíð Tón-
skáldafélagsins í Langholtskirkju á laugardag-
inn, ber nafnið Object of Terror. í efnisskránni
mátti lesa að verkið sé „ferli úr einu ástandi yfir
í annað, frá kyrrstöðu til hreyfíngar, eyðingu til
uppbyggingar, frá rytma til röddunar, frá rödd-
un til hljóms og frá hljómi til hljóðs. Beggja
vegna við leiksvæðið eru síðan uggvænleg út-
hverfi: Annars vegar þar sem tungumálið fellur
saman i hrein rök, en hins vegar þar sem það
leysist upp í hreint hljóð.“
Hér kemur samliking við austurlenska heim-
speki upp í hugann, því ofangreind klausa hljómar
eins og tónræn túlkun á hinni kínversku Bók
breytinganna, I Ching. Nú skal ósagt látið hvort
slíkar pælingar liggi að baki tónlistar Atla, en
a.m.k. minnti hún undirritaðan á Eldljóð Scri-
abins, sem er tónlistarleg lýsing á frumspekilegri
heimsmynd og er fyrir hljómsveit, píanó og kór.
Bæði verkin einkennast af stöðugum andardrætti
tónahlaupa upp og niður skalann, sífelldum
klið breytilegra hljóma og djúpri undiröldu
sem endar á bjölluslætti í lokin. And-
rúmsloftið er ópersónulegt, jafn-
vel ómanneskjulegt, en í staðinn
greinir maður eitthvað unaðslega
alheimslegt sem er engu líkt. Caput-
hópurinn, undir stjóm Guðmundar Óla
Gunnarssonar, flutti verk Atla af ná-
kvæmni og mýkt þar sem hvert hljóðfæri
fékk að njóta sín, án þess þó að skera sig
frá heildinni, og var þetta með betri ís-
lenskum nútímatónverkum sem undirritaður hef-
ur heyrt.
Snorri Sigfús IVIarta Guðrín
Birgisson. Halldórsdóttir.
Áhrifarík augnablik
Næst á dagskrá var Talnamergð eftir Hauk
Tómasson. Það er samið við ljóð skáldkonunnar
Wislawa Szymborska og var flutt af
Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópr-
an og Caput-hópnum siðastliðið vor.
Þá var hljóðfæraleikurínn of sterkur,
og þar sem textann vantaði f tónleika-
skrána var útkoman næsta óskiljan-
leg. Á tónleikunum á laugardaginn
var flutningurinn mun betri, röddin var
skýr og hægt var að lesa ljóðið á bakhlið
efnisskrárinnar. Ljóðið er átakanleg lýsing á
einmanaleika, og eftir þvi er tónmál Hauks
raunalegt þar sem hvergi er ljós í myrkrinu.
Einstaka augnablik eru töluvert áhrifarík en í
heild er tónlistin
nokkuð einstrengings-
leg og jafnvel einhæf.
Er á líður fer tilbreyt-
ingarleysið að verða
leiðigjarnt, og missir
ljóðið því á endanum
marks og fer að virka
eins og hvert annað
væl sem kemur fæst-
um við.
Meiri Qölbreytni
mátti greina í Kvintett
Sveins Lúðvíks
Bjömssonar fyrir
flautu, klarinettu,
sellöi fiðlú og pianó.
Kvintéftinn er hug-
myndaríkur og að
mörgu leyti snyrtilega saminn, en því miður
leysist hann upp í einhvers konar nýaldarútgáfu
af James Bond stefinu, sem er endurtekið svo oft
að það hlýtur að hafa átt að vera brandari. Að
minnsta kosti var erfitt að hlæja ekki á tónleik-
unum.
Uppbygging Caputkonserts nr. 1 eftir Snorra
Sigfús Birgisson var mun meira sannfærandi,
þetta er tilkomumikið verk með eðlilegri stíg-
andi og silkimjúkri áferð sem jaðrar við að vera
impressíónísk. Tónlistin er ekki beint skemmti-
leg en hún býr yfir innra samræmi, er vel unn-
in og tónmálið er sjálfu sér samkvæmt. Var
glæsilegur flutningur Caput-hópsins á verki
Snorra góður endir á tónleikunum.
ps
íslensku bók-
menntaverðlaunin
Skipulagi íslensku bókmenntaverð-
launanna hefur nú verið breytt á afger-
andi hátt. Fram að þessu hafa tvær
þriggja manna dómnefndir með fulltrú-
um bókaútgefenda, rithöfunda, Hag-
þenkis og heimspekideildar HÍ farið
yfir framlagðar bækur, önnur yfir
skáldverk og hin yfir bækur almenns
efnis, og tilnefnt verk til verðlaunanna.
Formenn nefndanna völdu svo verð-
launabækurnar ásamt sérlegum full-
trúa forseta íslands.
I ár skulu tvær manneskjur, ráðnar
af Félagi íslenskra bókaútgefenda, til-
nefna 5 bækur, hvora i sínum flokki, og
þær sömu tvær velja verðlaunabækum-
ar ásamt fulltrúa forseta. Bókaútgefend-
ur vísa á finnsku Finlandia-verðlaunin
sem fyrirmynd, en þar er fyrirkomulag-
ið mun líkara okkar gamla. Þar eru ein-
göngu verðlaunaðar skáldsögur og til-
nefnir fyrst þriggja manna dómnefnd
nokkrar sögur til verðlaunanna. Síðan
velur einn maður úr tilnefningunum og
er af því tilefni kailaður diktatorinn
eða einvaldurinn og er umtalaðri
stjama en verðlaunahöfundurinn sjálf-
ur.
Ástæðan fyrir breytingunum er sögð
sú að undanfarin ár hefur gustað tals-
vert um fagurbókmenntanefndirnar og
heyrst hefur að óvenju illviðrasamt
hafi líka verið í nefndinni sjálfri í
fyrra. En skoðanaskipti eru eðlileg, og
hvenær á að rífast um bækur ef ekki í
bókaflóðinu miðju? Kannski hefur nið-
urstaðan ekki alltaf verið bókaútgef-
endum hugnanleg og kannski telja þeir
að auðveldara verði að eiga við eina
manneskju en þrjár. En víst er að verð-
launin setur mjög niður, auk þess sem
gífurleg ábyrgð er lögð á einar herðar.
Þess má geta að verðlaunaféð hefur
verið hækkað. Það er nú 750 þúsund
krónur á hvorn höfund. Heiðarlegra
hefði verið að leggja verðlaunin niður.
Ný bókmennta-
verðlaun
Fyrir jól verða ný bókmenntaverð-
laun veitt í fyrsta sinn og þar er gras-
rótin sjálf að verki í stað hins mennt-
aða einveldis. Allt starfsfólk bókabúða
hvarvetna á landinu situr nú við og les
nýjar bækur sem það síðan velur úr,
hver sína eftirlætisbók, í fimm flokk-
um: þýdda og íslenska skáldsögu, þýdda
og íslenska barnabók og ljóðabók. Úr-
slit úr þessari atkvæðagreiðslu verða
kunngerð 9. desember en ekkert verð-
launafé er í boði. Fyrirmyndin er bresk
en starfsfólk bókabúða víða annars
staðar veitir svipaðar viðurkenningar
sem allur almenningur tekur mikið
mark á.
Bryndís Loftsdóttir, verslunarstjóri
hjá Pennanum Eymundsson i Austur-
stræti, sagði að markmiðið með þessum
verðlaunum væri bæði að auka áhuga
og þekkingu búðarfólksins á bókum og
auka virðingu þess í eigin augum og
annarra.
Laxness-
verðlaunin
Og úr því við
erum að tala um
verðlaun og
starf verðlauna-
nefnda þá vekur
það athygli
bókamanna að
tvær sögur í
smásagnasafni
Gyrðis Elíasson-
ar, sem fékk
Laxness-verð-
launin á dögun-
um, höfðu birst áður. Engin leið er að
hlaða of mörgum verðlaunum á Gyrði
Eliasson og Gula húsið stendur hans
bestu prósaverkum hvergi að baki, en
þeir sem gerst þekkja til eiga erfitt með
að trúa því að þriggja manna dómnefnd
skyldi ekki sjá að handritið var eftir
Gyrði og engan annan. Ekki bara vegna
sagnanna sem hafa birst áður, heldur
líka vegna þess að bókin ber öll sér-
kenni Gyrðis. Hann kallast á við sjálfan
sig og vitnar beint og óbeint í eigin
verk, til dæmis er í sögunni Næturljós-
ið hálfklárað málverk af Hugarfjalli, en
það er einmitt titillinn á síðustu ljóða-
bók hans...
Jónas Sen