Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Qupperneq 28
Nýtt og spennandi Rafdrifinn buggybíll fyrir börnin Guömundur Bjamason: Steingrímur vildi hætta Guömundur Bjarnason. „Ég var samstarfs- I maður þeirra beggja á þessum tíma og mér er ekki kunnugt um neitt baktjalda- makk Halldórs gagn- vart Steingrími. Ég hafna því líka alfarið | að einhvequm bola- brögðum hafi verið beitt í þá veru að koma Steingrími frá,“ segir Guðmundur Bjamason, fyrr- verandi ráðherra Framsóknarflokks- ins, um þau ummæli Steingríms Her- mannssonar í þriðja bindi ævisögu sinnar að Halldór Ásgrímsson hafi unnið gegn sér og nánast bolað sér úr formannssætinu í Framsóknarílokkn- H * um. Guðmundur var ritari flokksins á þessum tima og í rikisstjóm með þeim Halldóri og Steingrími. „Þegar Steingrímur kom inn á þing sem óbreyttur stjómarandstöðuþing- maðrn-, varð að mínu mati viðhorfs- breyting hjá honum. Ég hafði það miklu fremur á tilfmningunni að hann væri að velta fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér og hugsanlega skoða hvort ekki væri útgönguleið tyrir hann úr stjómmálunum," segir Guömundur. Hann segir að vissulega hafi áhersl- ur Halldórs og Steingríms í ýmsum • málum verið misvisandi, s.s. í Évrópu- og sjávarútvegsmálum og þeir hafi ekki alltaf verið samstiga. „Þessi áherslumunur gæti hafa haft áhrif á al- mennt samstarf þeirra." „Ég hef ekki séð þessa bók og hef ekki í huga að tjá mig neitt um þetta fyrr en ég hef séð bókina," sagði Hall- dór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í morgun. -gk Leitin aö Einari Erni: Ekkert útilokað Einar Orn Blrgisson. Skipulagðri leit björgunarsveita að Einari Emi Birgis- syni hefur verið hætt í bili þar til frekari vísbendingar berast. Hins vegar leita vinir og ætt- ingjar hans enn og era að kemba höfuð- borgarsvæðið. Aðstandandi Ein- ars Amar sagði við DV að enn væri verið að leita þótt færri tækju þátt í leitinni. Einnig er verið að opna vef- síðu, www.einarom.is, þar sem mynd af Einari Erni er birt ásamt upplýsing- um um hann og annað sem tengist leit- inni. Rannsóknarlögreglan í Kópavogi rannsakar hvarf Einars Amar. Að sögn hennar er ekkert útilokað þegar að mannshvörfum kemur, þar með talið manndráp, sjálfsvíg eða utan- landsferð. -SMK GRET(ARI) 6IGURINN! Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun meö leikföng og gjafavörur FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 2000 a * ■J #': 4£5jKi DVJitYND E.ÓL. Heitt þinghald Mikil spenna ríkir á ASl-þingi eftir að Ijóst varð aö tveir myndu berjast um forsetastólinn, þeir Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti, ogAri Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins. Meö þeim á myndinni er Bill Jordan, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands frjálsra verkalýösfélaga. Shell í Garðabæ: Bensín á útsölu Stafsmenn Skeljungs í Garða- bæ hafa þurft að selja 98 oktana bensín á 99,99 krónur vegna þess að tæknibúnaður í bensíndælunum ræður ekki við þriggja stafa tölur. Nýlega hækkaði 98 oktana bensín upp í 104 krónur lítr- inn en starfsfólki á bensínstöð Shell Lágt verö Gamaii búnaöur á bensíndælum ræöur ekki viö þriggja stafa tölur. við Garðatorg hefur ekki getað selt bensínið á réttu verði af fyrrgreindum ástæðum. „Ég veit ekki hvað þetta á að ganga lengi en dælumar ráða ekki við útgef- ið verð á 98 oktana bensíni," sagði Lilja bensínafgreiðslukona við Garða- torg. „Við komumst ekki hærra en 99,99 krónur.“ Margrét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Skeljungi, viður- kennir að 98 oktana bensínið sé ekki selt á réttu verði á nokkrum útsölu- stöðum á landinu: „Þetta vandamál kemur upp þar sem eldri dælubúnaður er enn i notk- un og þetta breytist með nýrri og betri búnaði þegar hann verður settur upp,“ sagði Margrét síðdegis í gær en þang- að til verður lítrinn af 98 oktana bens- ín seldur á 99,99 krónur í Garðabæ og víðar í stað 104 króna. -EIR Gífurleg spenna vegna forsetaslags á ASÍ-þinginu: Kjornefnd klofnar - ef hvorugur dregur framboð sitt til baka Gífurleg spenna ríkir á yfirstand- andi þingi Álþýðusambands íslands eftir að Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri sambandsins, tilkynnti í gær að hann myndi gefa kost á sér til starfs forseta. Núverandi forseti Grétar Þorsteinsson hefur einnig lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér áfram. Væntanleg forsetakosn- ing setur mikið mark á þinghaldið. Það kemur 1 hlut kjörnefndar að gera tillögu um forseta, varaforseta, miðstjóm og varamenn í miðstjóm. Hlutverk nefndarinnar er að ná breiðri samstöðu um sína tillögu. Ef Ari og Grétar halda báðir framboð- um sinum til streitu þykir ljóst að kjömefndin muni klofna þar sem báðir frambjóðendurnir eiga stuðn- ingsmenn innan hennar. Muni nefndin skila inn tveimur tillögum um forseta. Þá vinnur kjömefnd að því að stilla upp miðstjórn. í gær- kvöld voru menn nokkur bjartsýn- ir á að það tæk- ist. Gert er ráð fyrir að fulltrúar stærstu félag- anna og formenn allra landssam- banda muni eiga sæti í miðstjóminni. Þing ASÍ Rúmlega 500 fulltrúar eru mættir hluti Flóabanda- lagsins styður Ara. Grétar er talinn hafa breiðari stuðn- ing fulltrúa úr fleiri starfs- greinum. Leitað hefur verið með log- andi ljósi að varaforsetaefni á þinginu. Sum- Á þinginu sitja rúmlega 500 full- trúar. í máli þeirra mörgu þingfull- trúa sem DV ræddi við í gær kom glögglega fram að mjög skiptar skoöanir era um frambjóðenduma. Hvomgur þeirra er með yfirgnæf- andi stuðning en báðir eru með sterkar fylkingar sér að baki. Stór ir viðmælendur DV gengu svo langt að segja að það gæti skipt sköpum í kosningu forseta hvort hann hefði með sér varaforseta, sem hefði breiðan stuðning meðal þingfull- trúa. Varaforsetar Alþýðusam- bandsins eru nú tveir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og Hervar Gunn- arsson. Nái lagabreyting fram að ganga verður aðeins einn varafor- seti. Nöfn þeirra tveggja ofan- greindu hafa lítið heyrst nefnd í því samhengi. Báðar fylkingar hafa lagt mjög hart að Hjördísi Þóm Stein- þórsdóttur, formanni Vökuls í Homafirði, aö gefa kost á sér. Hún hefur hafnað því hingað til. Eins og fram hefur komið liggja m.a. fyrir þinginu breytingar þess efnis að fækka i miðstjóm úr 21 í 15. Lítur út fyrir að sátt hafi náðst um skiptingu fjölda fulltrúa milli lands- sambandanna. Fyrstu umræðu um ný lög Al- þýðusambandsins lauk í gær. Útlit var fyrir, að breytingamar yrðu í öllum meginatriðum þær sömu og lagt var upp með. Málið fer í nefnd og verður afgreitt þaðan eftir hádegi á morgun. -JSS HIV-sigur á ísafirði: Æðislegt og peppar okkur upp - segir framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna „Þetta er æðislegt og peppar okkur upp,“ sagði Amdís Andrésdóttir, fram- kvæmdastjóri Alnæmissamtakanna, eftir að Héraðsdómur Vestflarða úr- skurðaði HlV-smituðum vélstjóra í vil eftir aö hann höfðaði mál vegna brott- vikningar úr skipsrúmi. „Við hvöttum Guðjón Kristinsson til að fara alla leið og hann er sá fyrsti sem höfðar mál vegna þessa og vinnur. Þetta er ómet- anlegur stuðningur fyrir allt það fólk sem er í svipuðum sporum og þarf vonandi ekki lengur að vera í felum með ástand sitt á vinnustöðum," sagði Arndís Andrésdóttir. Guöjón Kristinsson. framkvæmdastjóri Eurna. Alnæmissamtak- Héraðsdómur Vestflarða dæmdi þrotabú Vesturskips ehf. til að greiða Guðjóni vélstjóra rúma eina milljón króna í skaðabætur vegna brottvikning- ar úr skipsrúmi Geysis BA svo og til greiðslu málskostnaðar upp á 250 þús- und krónur. Ýtrustu kröfur Guðjóns námu rúmlega 1600 þúsund krónum. „Við erum mjög ánægðir," sagði Friðrik Á. Hermannsson, lögmaður Guðjóns og Vélstjórafélags íslands, síð- degis í gær þegar Erlingur Sigtryggs- son héraðsdómari hafði kveðið upp dóm sinn vestur á ísafirði. -EIR brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagiö 10 leturgerðir margar leturstærð 16 leturstillingar írentar 110 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_______ i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.