Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
5
Fréttir
DV
Yfirgnæfandi líkur á sjómannaverkfalli 15. mars:
Þeir ætla ekki að
semja við okkur
- segir varaforseti Sjómannasambands íslands
DV, AKUREYRI:____________________
„Það hefur nákvæmlega ekkert
gerst. Þó var haldinn samninga-
fundur sl. föstudag sem sátta-
semjari boðaði til eingöngu vegna
lagaskyldu hans að boða til fund-
ar hálfsmánaðarlega. Á þeim
fundi tilkynntu viðsemjendur
okkar að það væri misskilningur
að þeir hefðu boðið okkur Flóa-
bandalagssamninginn. Þeir hefðu
einungis boðið launalið samn-
ingsins. Þar með var þeim fundi
lokið,“ segir Konráð Alfreðsson,
formaður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar og varaformaður Sjó-
mannasambands íslands, um
stöðuna í kjartasamningaviðræð-
um sjómanna og útgerðarmanna.
Jólaljósin
sett upp
DV, AKRANESI:
Starfsmenn Akranesveitu hafa
notað sér blíðuna undanfarna
daga til að koma fyrir jólaskreyt-
ingum víðs vegar um bæinn. Þeir
þurfa að hafa hraðann á því að
bæjarstjórinn lofaði kaupmönnum
því að bærinn myndi klára sínar
skreytingar 5 til 6 dögum eftir að
kaupmenn skreyttu sinar verslan-
ir. Sá tími er liðinn. Á myndinni
er Símon Hreinsson, starfsmaður
Akranesveitu, að koma fyrir einni
af fjöldamörgum jólaljósastjörnum
sem prýða munu ljósastaura bæj-
arins.
-DVÓ
„Við erum
nú að fara í at-
kvæða-
greiðslu um
verkfall á
næstu dögum
og höfum sett
stefnuna á
verkfall 15.
mars enda
ekki líkur á
að neitt gerist
í samninga-
málum okkar.
I Flóabanda-
lagssamningn-
um voru líf-
eyrissjóðsmál, starfsaldurstengd
orlof og mörg önnur atriði sem
við höfum verið að ræða um, at-
riði sem almenni markaðurinn
hefur samið um en útgerðarmenn
eru ekki til viðtals við okkur um
neitt af þessu. Framkvæmda-
stjóiri LlÚ sagði það að þeir
hefðu boðið okkur Flóabandalags-
samninginn en síðan bar hann
það til baka á síðasta fundi,“ seg-
ir Konráð.
Hann segist reikna með að at-
kvæðagreiðsla um verkfallsheim-
ild hjá Sjómannafélagi Eyjafjarð-
ar hefjist um miðjan mánuðinn
og standi í einn mánuð. „Við ætl-
um ekki að taka póstatkvæða-
greiðslu heldur treystum við þvi
að menn séu það félagslega
þroskaðir að menn komi og
greiði atkvæði. Við þurfum
ákveðinn fjölda félagsmanna á
kjörstað til að fá þessa heimild og
treystum á að menn komi og
greiði atkvæði.
Konráð segir að engar líkur séu
á samningum á næstunni. „Ég er
búinn að heyra þessa menn segja
að þeir ætli sér ekki að semja við
okkur um ýmis atriði sem aðrar
stéttir hafa verið að semja um.
Þetta eru þeirra beinu orð. Þama
eru ýmis mál. Við erum t.d. enn
með 7 daga uppsagnarfrest. Við
höfum ekki gert kjarasamninga
síðan 1985. Ég held það verði has-
ar í þessu núna, það kemur ekki
annað til greina," segir Konráð.
-gk
^ Hvalf j aröargöng:
Útvarpssendingar
lágu niðri í þrjá
daga
- í síðustu viku
Útvarpssendingar í Hvalijarðar-
göngum lágu niðri í þrjá daga í síð-
ustu viku. Að sögn Stefáns Reynis
Kristinssonar, framkvæmdastjóra
Spalar ehf. sem rekur Hvalfjaröar-
göngin, eru fjórir útvarpssendar í
göngunum og hefur einn þeirra ver-
ið í ólagi að undanförnu en unnið er
að því að koma honum í lag.
Búið er að gera við bilunina sem
varð í síðustu viku og segir Stefán
Reynir að slíkar bilanir séu ekki
tíðar I göngunum. Hann segir mjög
mikilvægt að útvarpssendarnir séu
í lagi því ef neyð skapast í göngum
er það eina leiðin til að koma skila-
boðum til vegfarenda. -MA
Ók á 170 km
hraða
DV, AKUREYRI:____________
Tæplega þrítugur Húsvíkingur,
sem í september sl. ók á 170 km
hraða í Öxnadal, hefur verið dæmd-
ur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra.
Maðurinn viðurkenndi brot sitt
greiðlega fyrir dómi en hann hefur
oft komist í kast við lögin áður og
m.a. hlotið dóma fyrir líkamsárásir,
umferðarlagabrot og tollalagabrot.
Niðurstaða dómsins nú var að
dæma manninn i 40 þúsund króna
sekt, sviptingu ökuleyfis í 4 mánuði
og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
-gk
Kjarvalsstaðir:
Styggur þjófur
Innbrotstilraun var gerð á Kjar-
valsstöðum á Miklatúni í fyrrinótt.
Viðvörunarkerfi hússins fór í
gang og fór lögregla strax á staðinn.
í ljós kom að búið var að spenna
upp hurð á húsinu og var hún opin.
Lögreglan finkembdi húsið hins
vegar í leit að óboðnum gesti eða
gestum en fann engan. Þykir þvi
fullvíst að styggð hafi komið að
þeim sem þarna voru á ferð þegar
viðvörunarkerfið fór í gang og þeir
forðað sér.
-gk
Konráð Alfreðsson
Ég held þaö veröi
hasaríþessu
■ núna.
HOFÐAHOLLIN BILASALA
Við vinnum fyrir þig
erum hér
mmm
HÚSGAGNAHömtj
Löggild bíiasala • Opið mánudaga-laugardaga 10-19 • Simi 567 4840
Fax 567 4851
Honda Civic 1,4 Si, árg. 97/04,
Cherokee Grand LTD 4.0 96
Galloper 2,5 TDi 98/10
Verð 1.050 þús. Tilboð 950 þús
Verö 950 þús. Tílboð 650 þús
Honda Accord 2,0 95/08
Plymouth Voyager 4x4 Grand LE, árg
Plymouth Grand Voyager
Verð 750 þús. Tílboð 550 þús
Veró 2.200 þús. Tilboð 1.980 þús