Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
Fréttir
Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á brunavörnum síns svæðis:
Brunahólfun brást
- brunavörnum í fleiri byggingum í Eyjum ábótavant, segir slökkviliösstjóri
jl lags Vestmannaeyja
1 vant. Húsnæði ísfé-
m-ÆL-M er meira eða minna
Bergsteinn ónýtt eftir stórfelld-
Gizurarson. an bruna sem kom
upp þar á laugardagskvöldið.
„Það er brunahólfunin sem bregst
þarna, annars hefði þessi bruni aldrei
orðið eins og hann varð,“ sagði Berg-
steinn en þrír menn fóru frá Bruna-
málastofnun ríkisins og skoðuðu vegs-
ummerki.
„Sveitarfélag ber ábyrgð á bruna-
vörnum síns svæðis og slökkviliðs-
stjóri ber ábyrgð á eldvarnaeftirlit-
inu,“ sagði Elías Baldvinsson,
slökkviliðsstjóri Vestmannaeyjabæj-
ar, í samtali við DV í gær. „En þetta
er ekki einfalt mál því það er nú
þannig með þessi fiskvinnsluhús að
það er nánast stöðugt verið að breyta
þeim.“
ísfélag Vestmannaeyja var þar eng-
in undantekning. Elsti hluti bygging-
arinnar var byggður árið 1978 eftir
þeim reglum sem þá giltu en síðan
hefur hún verið bæði stækkuð og
henni breytt, og breytti það kröfunum
sem gerðar eru um brunavamir. Eld-
urinn kom upp í nýjasta hluta hússins
og breiddist svo yfir í aðra hluta þess.
Bergsteinn útskýrði að með
brunahólfun er byggingum skipt
niður í einingar með eldvarnar-
veggjum og -hurðum, þar sem eldur
á ekki að geta borist á milli þegar
slökkvilið er mætt á svæöið, heldur
á að vera hægt að halda honum inn-
an þeirrar einingar, jafnvel þótt
hann sé of mikill til þess að hægt sé
að slökkva hann auðveldlega.
„Ekkert slökkvilið ræður við að
stöðva eld sem hefur enga fyrirstöðu
og getur stöðugt breiðst út,“ sagði
Bergsteinn en þykkar álhurðir, sem
áður voru útihurðir og ekki var búið
að skipta út fyrir eldvarnarhurðir,
bráðnuðu í hitanum sem myndaðist af
eldinum. Einnig brugðust fleiri veggir
og hurðir.
Brunavörnum ábótavant
Brunamálastjóri rikisins segir bruna-
vörnum ísféiagsins hafa veriö ábóta-
vant en mikill hluti húsnæöisins
brann um síöustu helgi.
Brunavörnum ábótavant
Bergsteinn vitnaði i skýrslu sem
gerð var árið 1996, áður en nýjasta
byggingin þar sem eldurinn kom upp
var byggð, þar sem brunavarnir voru
sagðar óviðunandi. Elías og Berg-
steinn sögðu báðir að ýmislegt hefði
verið lagfært í kjölfar þeirrar skýrslu
en ekki allt sem bent var á og má telja
það að einhverju leyti ástæðu þess að
svo illa fór sem raun bar vitni.
„Það má líka segja að það sem
búið var að gera var ástæða þess að
svona vel fór því það má ekki
gleyma því að hluta hússins var
bjargað, aðallega fyrir það að
veggimir þar héldu. Það var mjög
verðmætur hluti hússins," sagði Elí-
as.
Hann útskýrði að hann og hans
menn færu í fyrirtæki og skoðuðu
eldvarnir hússins og gerðu yfir-
mönnum svo viðvart hvaða breyting-
ar þyrfti að gera. Ef neyðarútgöng-
um og þess háttar er ábótavant er
fyrirtækinu ekki gefinn frestur á því
að láta breyta þvf en frestur er gef-
inn á annað sem talið er ekki vera
jafnmikilvægt. „Það eru fleiri hús í
Vestmannaeyjum með svona athuga-
semdir á sér,“ sagði Elías. Hann
vildi þó ekki nefna einstök hús og
sagði að yfirmenn þeirra fyrirtækja
sem hafa fengið athugasemdir
þekktu hvað um væri að ræða.
Lögreglan í Vestmannaeyjum,
ásamt tveimur mönnum frá tækni-
deild lögreglunnar í Reykjavík, rann-
sökuðu upptök eldsins í gær. -SMK
Sérsveit lögreglunnar aðstoðaði Akraneslögreglu við handtöku manns:
Reyndi að aka á lögreglu
Sérsveit lögreglunnar, Víkingasveit-
in, var kölluð til aðstoðar lögreglunni
á Akranesi í gærmorgun til þess að yf-
irbuga vopnaðan mann sem talinn var
hættulegur og hafði reynt að aka yfir
lögreglumenn og öryggisvörð.
Öryggisvörður hjá Öryggisþjónustu
Vesturlands var á reglulegri eftirlits-
ferð um klukkan flmm í gærmorgun
þegar hann sá til manns bak við Ráð-
húsið sem var að reyna að bijótast inn
í Harðarbakarí.
Arinbjöm Kúld, framkvæmdastjóri
öryggisþjónustu Vesturlands, sagði
staifsmann sinn hafa bmgðist rétt við.
„Maðurinn var með bílinn sinn
þama svo öryggisvörðurinn læddist að
honum og náði bílnúmerinu, árgerð-
inni og litnum á bílnum. Svo hringdi
hann í lögregluna," sagði Arinbjöm.
Þegar lögreglan kom og króaði
manninn af settist hann inn i bfl sinn
og læsti að sér en verkfæri sem hann
hafði notað við innbrotstilraun sína
vom uppi á þaki bflsins. Hundur
mannsins var í bflnum með honum og
æstist mikið við afskipti lögreglunnar.
Umsátur DV'MYND DVÓ
Víkingasveitin var send tit Akraness
í gærmorgun til þess aö aöstoöa
lögregluna.
í bflnum hafði maðurinn hníf en beitti
honum ekki.
Ók á lögreglubíl
Maðurinn hafði í hótunum við lög-
reglumenn og sigaði hundinum á þá og
reyndi svo að aka yfir lögreglumenn-
ina og öryggisvörðinn.
„Hann gaf allt í botn og myndaðist
við að keyra á lögregluna og minn
mann. Þeir vora í stórhættu á tímabfli
því hann ætlaði sér að keyra þá niður.
Þeir gátu skotið sér á bak við einhvem
kassa og forðað sér þannig," sagði Ar-
inbjöm. „Hann tók svo annað tflhlaup
og ók á lögreglubílinn og raddi honum
úr vegi.“
Síðar um morguninn fann lögreglan
bíl mannsins á Vesturgötu. Lögreglu-
þjónar bönkuðu upp á heimili vinkonu
mannsins nálægt bflnum en konan
sagði manninn hafa komið þangað en
vera farinn.
„Lögreglumennimir vildu fá að tala
við manninn en konan var ekki á því
að hleypa þeim inn. Þeir þóttust nú
vita af honum þama inni en þar sem
ekki var um beina eftirfór að ræða var
ekki hægt að ryðjast þama inn,“ sagði
Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn á
Akranesi. Þá var óskað eftir aðstoð
sérsveitarinnar úr Reykjavík og ebmig
var haft samband við Héraðsdóm Vest-
urlands sem veitti leyfi fyrir inngöngu
lögreglunnar i húsið. Þegar inn var
komið gafst maðurinn upp án frekari
vandkvæða og var hann fluttur í
fangageymslur lögreglunnar.
Öryggisvörður kom aö innbrotsþjófi
Arinbjörn Kúld, framkvæmdastjóri
Öryggisþjónustu Vesturiands, sagöi
öryggisvörö, sem kom aö innbrots-
þjóf í gærmorgun, hafa brugöist rétt
og vel viö.
Maðurinn er 32 ára gamall og hefúr
ekki komið við sögu lögreglunnar á
Akranesi áður. -SMK
Verkalýðsfélag Akraness:
Hervar fær
mótframboð
DV, AKRANESI:_____________
Eins og DV hef-
ur greint frá hafa
ýmsir félagar I
Verkalýðsfélagi
Akraness verið
ósáttir við störf
Hervars Gunnars-
sonar, formanns fé-
lagsins. Andófs-
menn í félaginu
ætluðu á fundi í
október að lýsa yfir
vantrausti á Hervar og fara fram á
að hann segði af sér þegar reikn-
ingar félagsins voru lagðir fram en
þeir féllu frá þeirri ákvörðun.
Á síðasta fundi stjómar Verka-
lýðsfélags Akraness lýsti Georg
Þorvaldsson, formaður sjómanna-
deildar félagsins, þvi yfir að hann
hygðist bjóða sig fram gegn Her-
vari.
Fundur í trúnaðarráði VLFA er
27. desember en strax eftir þann
fund er búist við því að annað-
hvort fái Hervar mótframboð eða
trúnaðarráð muni ekki setja hann
á lista yfir stjórnarmenn. Georg
Þorvaldsson vildi ekkert láta hafa
eftir sér fyrr en að loknum fundi
trúnaðarráðs. Hann vildi heldur
ekki ræða það hvort hann teldi að
trúnaðarráð tefldi Hervari fram
áfram til formennsku eða einhverj-
um öðrum.
-DVÓ
Ey j af j arðarsveit:
Rotaðist á
hlöðuvegg
DV, AKUREYRI:___________
Allfurðulegt umferðarslys varð
viö Syðra-Laugaland í gærkvöldi.
Ökumaður bifreiðar virðist hafa
misst vald á bifreið sinni með
þeim afleiðingum að hún fór út af
veginum, fram af háum kanti og
hafnaði á hlöðuvegg. Svo virðist,
að sögn lögreglu, sem ökumaður
hafi rotast viö áreksturinn.
Bifreiðin hélt hins vegar áfram
ferðalaginu og fór nú fram af öör-
um háum kanti áður en hún
stöðvaðist. Þegar ökumaður rakn-
aði úr rotinu gat hann komist að
bænum að Syðra-Laugalandi illa
til reika og látið vita af sér. Hann
var fluttur á slysadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri og í ljós
kom að hann var óbrotinn og
slapp því með skrekkinn að þessu
sinni. -gk
Dregur úr vindi
Dregur heldur úr vindi, 1yrst vestan til
síðdegis. N-læg átt, 8-13 seinni part nætur.
Snjókoma eða él norðan- og austanlands
Annars skýjað með köflum.
Sóiargangur og sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 15.31 14.48
Sólarupprás á morgun 11.15 11.26
Síðdegisflóö 19.53 00.26
Árdeglsflóó á morgun 08.15 12.48
^’^-VINDSTT K) 4— Hm
?5l -10° > VINDSTYRKUR \CDftCT í metrum á sökúndu rKUl>i HEIDSKÍRT
LÉTTSKÝiAD o HÁLF- SKÝJAÐ 03 SKÝJAÐ :o ALSKÝJAD
Q ^iW- © Q
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
■0 ÉUAGANGUR & ÞRUMtL VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Víöa slæmt feröaveður
Á Vestfjörðum, Austurlandi og
Noröurlandi er víða stórhríö,
skafrenningur og mjög slæmt
ferðaveður. Víöa er búiö aö hreinsa
snjó af vegum. Á Suðurlandi er mjög
hvasst á milli Hafnar og Djúpavogs,
sandbylur er á Skeiðarársandi.
Greiöfært er um Suðvestur- og
Vesturland.
iin®«i«!ijiít«d)»,jUitM4'!MswaraHi:iíi
Kaldast inn til landsins
Norðlæg átt, 8-13 en austan 5-10 síðdegis og dálítil él en annars skýjað
með köflum. Frostlaust yfir daginn allra syðst og með austurströndinni en
annars 0 til 8 stiga frost, kaldast inn til landsins.
Föstuda
m
Vindur: ~x-n
18-23 m/» ’
Hiti 0° til -3"
Laugardagur
Vindur: 'S
5-10 „v/, ’
Hiti 3° til -1'
SA 18-23 m/s og
snjókoma efia slydda
suðvestan- og vestanlands
en mun hægari og skýjað
með köflum norðan- og
austanlands.
SV-læg átt, 5-10 m/s,
skúrlr eða slydduél og htti
1 til 3 stig sunnan- og
vestanlands en SA-lægarl,
él eða dálítll snjókoma og
hitl vlð frostmark.
SA-lægar áttlr. Skúrlr
sunnanlands og hlti 1 tll 4
stlg en annars skýjað með
köflum og hiti um eða rétt
undlr frostmarki.
Veöriö kl. 6
AKUREYRI snjóél -1
BERGSSTAÐIR snjókoma -2
BOLUNGARVÍK snjóél -4
EGILSSTAÐIR 0
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 0
KEFLAVlK hálfskýjaö -3
RAUFARHÖFN snjókoma -1
REYKJAVÍK úrkoma -3
STÓRHÖFÐI léttskýjaö —3
BERGEN rigning 9
HELSINKI alskýjaö 5
KAUPMANNAHÖFN rigning 9
ÓSLÓ rigning 9
STOKKHÓLMUR sandbylur 7
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 6
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4
ALGARVE þokumóöa 13
AMSTERDAM léttskýjaö 11
BARCELONA hálfskýjaö 9
BERLÍN rigning 12
CHICAGO hálfskýjaö -19
DUBUN skúrir 6
HALIFAX léttskýjaö -1
FRANKFURT skýjað 13
HAMBORG alskýjaö 12
JAN MAYEN snjókoma -8-5
LONDON skýjaö 10
LÚXEMBORG rigning 10
MALLORCA þokuruöningur 5
MONTREAL heiöskírt -18
NARSSARSSUAQ snjókoma -4
NEW YORK heiðskírt -4
ORLANDO þokumóða 18
PARÍS heiðskírt 11
VÍN þokumóöa 5
WASHINGTON léttskýjaö —3
WINNIPEG lilíiflffiIíliii.VölMit'Jl heiöskfrt -30 TjvyB