Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
7
Fréttir
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Launaliðnum verði sagt upp
Bílveltur í
Eyjafirði
DV, AKUREYRI:
Tvær bílveltur urðu í Eyjafirði í
fyrradag og má rekja ástæður
þeirra beggja til hálku á vegum og
e.t.v. þess að ekki var ekið í sam-
ræmi við aðstæður.
Bifreið valt út af veginum við
Þrastarhól í Arnarneshreppi. Öku-
maður og farþegi voru fluttir á
slysadeild FSA til skoðunar en
reyndust lítið slasaðir.
Þá valt bíll neðarlega í Víkur-
skarði, Eyjafjarðarmegin. Ökumað-
ur sem var einn í jeppanum var
einnig fluttur á slysadeild en talið
að hann væri ekki mikið slasaður.
-gk
Vestfirðir:
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Ingimar Hall-
dórsson á ísafirði
hefur verið ráð-
inn framkvæmda-
stjóri Fjórðungs-
sambands Vest-
firðinga og tekur
hann við starfinu
um áramót af Ás-
geiri Þór Jóns-
syni.
Mun Ásgeir
Þór starfa við hlið hins nýráðna
framkvæmdastjóra fyrstu vikurnar
i janúar, að beiðni stjórnar sam-
bandsins. Umsækjendur um stöð-
una voru níu: Elísabet María Ást-
valdsdóttir, ísafirði, Guðmar E.
Magnússon, Kópavogi, Gylfi Þór
Gíslason, ísafirði, Hjálmar Kjartans-
son, Reykjavík, Ingimar Halldórs-
son, ísaflrði, Jón Egill Unndórsson,
Reykjavík, Jónas Ingi Pétursson,
Isafirði, Magnús Reynir Guðmunds-
son, ísafirði, og Tómas Ibsen, Isa-
firði.
Stöðuna hlaut Ingimar Halldórs-
son eins og áður sagði en hann hef-
ur starfað hjá Hraðfrystihúsinu hf.
Hnífsdal og síðan Hraðfrystihúsinu-
Gunnvöru hf. Hann var á sínum
tíma framkvæmdastjóri Frosta hf. í
Súðavík þar til Frosti sameininaðist
Hraðfrystihúsinu hf. árið 1997.
-HKr.
Garöabær:
Vill hátækni-
sjúkrahús í
landi Vífilsstaða
Bæjarstjóm Garðabæjar hvetur
ríkisstjómina og heilbrigðisyfirvöld
til að kanna hvort ekki sé fýsilegt
aö byggja nýtt hátæknisjúkrahús í
landi Vífilsstaða. Ályktun þess efnis
var samþykkt samhljóða á fundi
bæjarstjórnar fyrir helgi. I ályktun-
inni segir enn fremur: „Fjölmörg
rök hníga að því að um sé að ræða
fýsilegan kost. Umtalsvert rými er á
því landsvæði, umferðarleiðir að
því eru greiðar og þróun á skipulagi
höfuðborgarsvæðisins er sú að Víf-
ilsstaðasvæðið verður æ meira mið-
svæðis." -DVÓ
Dilkar talsvert
vænni en í fyrra
DV, SKAGAFIRDI:
Alls var slátrað 32.686 dilkum hjá
Kaupfélagi Skagflrðinga í haust og
er það 100 færra en árið á undan.
Fallþungi jókst um 600 grömm frá
árinu á undan og varð 15,7 kíló-
grömm. Flokkun kjötsins varð mun
betri nú í haust en áður. I E-flokk
fóru 0,67% en 0,94% árið áður. I U-
flokk fóru 14,14% en 9,44% árið
1999. I R-flokki lentu 55,30% en
44,72% árið á undan. I O-flokk fóru
28,15% gegn 38,20% áður og í P,
lakasta og verðminnsta flokkinn
fóru aðeins 1,74% en voru 6,70%
árið 1999. Alls nam verðmæti dilka-
kjötsins i þessari sláturtíð tæpum
135 milljónum króna. -ÖÞ
DV, AKUREVRI:____________________
Verkalýðsfélag Húsavíkur
krefst þess að launalið gildandi
kjarasamnings verði sagt upp í
febrúar, grípi stjórnvöld ekki þeg-
ar í stað til aðgerða til að verja
kaupmátt launa. Félagið heitir á
stjómvöld að taka þátt í því að
verja lífskjör launafólks og for-
sendur kjarasamninganna í stað
þess að grafa undan hvoru tveggja.
Þar sé mikilvægast að stjórnvöld
grip ekki til neinna aðgerða sem
auka verðbólgu eða skerði kaup-
mátt launafólks með öðram hætti.
I samþykkt Verkalýðsfélags
Húsavíkur eru borin fram harðorð
mótmæli við hækkun útsvars án
samsvarandi lækkunar tekju-
skattshlutfalls sem hafi í for með
sér auknar skattaálögur á launa-
fólk og þar með kjaraskerðingu.
Boðaðar breytingar á útsvari og
tekjuskatti þýði einnig raunlækk-
un skattleysismarka sem gangi
þvert gegn yflrlýsingu ríkisstjóm-
arinnar sem gefin hafi verið í
tengslmn við gerð síðustu kjara-
samninga.
„Verkalýðsfélag Húsavíkur
bendir stjómvöldum á að allar að-
gerðir sem hafa í for með sér
kjaraskerðingar fyrir launafólk
eru til þess fallnar að grafa undan
forsendum gildandi kjarasamn-
inga.
Verkalýðsfélag Húsavíkur taldi
að víðtæk sátt hefði náðst um
kjarasamninga sem stuðluðu að
áframhaldandi stöðugleika,
tryggðu undirstöður kaupmáttar
og bættu sérstaklega stöðu þeirra
sem lakast stóðu fyrir. Það er því
ábyrgðarhluti af hálfu stjómvalda
að gripa til kjaraskerðinga gagn-
vart launafólki nú, ekki síst í ljósi
þess að gangi nýjustu spár um
verðlagsþróun eftir, mun stór
hluti launafólks verða fyrir kaup-
máttarskerðingu á næstu misser-
um“ segir í ályktun Verkalýðsfé-
lags Húsavíkur. -gk
★ ★★★★
HLJÓMTÆKI
ÁRSINS
Awards Issue 2000
einfaidlega betri!
NAD C370 magnari ársins
2 x 120 W RMS 8 ohm
Verð 79.900,-
Beina leiðin á toppinn
er að kaupa NAD hljómtæki
Ingimar
Halldórsson.