Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Qupperneq 36
Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Fýluferð til Chile DV, AkRANESI: ~ Ahöfnin sem átti að taka við Ing- unni, nýju nóta- og togveiðiskipi ' Haraldar Böðvarssonar hf. sem er i smíðum í Chile, kemur aftur heim á morgun þar sem óhreinindi í glussakerfi komu í ljós þegar spil- kerfi var prufukeyrt. Sturlaugur Haraldsson, sölustjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf., stað- festi þetta. „Það lítur út fyrir að skipið verði ekki afhent fyrr en á fyrstu dögum næsta árs þar sem óhreinindi komu í ljós í glussakerfí. Við tökum við skipinu þegar kerfið er orðið hreint. Reiknað er með að áhöfnin fari aftur til Chile eftir jól til að sigla skipinu heim. Við von- • umst þannig til að skipið verði kom- ið til Akraness um mánaðamótin janúar/febrúar." sagði Sturlaugur við DV___________________-DVÓ ísfélag Vestmannaeyja: Lögreglurann- sókn stendur enn yfir Rannsókn stendur enn yfir á upp- tökum eldsins sem kom upp í ísfé- lagi Vestmannaeyja á laugardags- kvöldið.' Húsnæðið eyðilagðist að miklum hluta í eldinum. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sér til að- stoðar tvo menn úr tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík við rann- sóknina, sem er viðamikil, enda var húsnæðið stórt og illa farið eftir log- ana. -SMK Piparkökuhús í Kringiunni dv-mynd hari Jólin eru á næsta leiti og fólk í óðaönn að kaupa jólagjafir og skreyta fyrir jólin. Mörgum þykja piparkökur ómissandi hluti jólanna og sumir leggja á sig mikla vinnu við að búa til piparkökuhús. Þessir áhugasömu viðskiptavinir Kringlunn- ar eru að skoða sýningu á piparkökuhúsum sem Katla stóð fyrir. Steingrímur J. Sigfússon. Sameining nán- ast i upplausn Steingrímur J. | Sigfússon, þing- maður Vinstri- grænna, sagðist í utandagskrárum- ræðu sem hann óskaði eftir á Al- þingi í gær efast um lagalegan grundvöll fyrir sameiningu ríkis- bankanna. Taldi hann málið allt nánast í upplausn. Gagnrýndi hann harðlega afskipti viðskiptaráðherra af af málinu undanfarna daga og ofanígjöf ráð- herra við formann bankaráðs Bún- aðarbanka. Fleiri þingmenn tóku til máls og Jóhanna Sigurðardóttir sagði vandræðagang við banka- sameininguna hafa valdið ótrú markaðarins á þessum bönkum og gengi þeirra hafi fallið um 20%, eða um 10% umfram almennt verð- fall á hlutabréfamörkuðum. Sverr- ir Hermannsson taldi frumskilyrði slikrar sameiningar vera að fá starfsfólk bankanna með í umræð- una. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðaherra sagði ekki trú- verðugt hvemig þingmenn töluðu sig nú upp í andstöðu gegn banka- sameiningunni. Sagði hún Stein- grim algjörlega hafa snúið við blað- inu og las upp úr gamalli ræðu hans því til stuðnings. -HKr. Harkalegt verðstríð risanna á matvörumarkaðnum: Barist um kúnnana með grænmeti og ávöxtum - Krónan lækkar verðið niður úr öllu valdi og Bónus svarar um hæl „Þetta hefur hrist upp í markaðn- um. Viðskiptavinirnir eru ánægðir og við líka,“ sagði Sigurjón Bjama- son framkvæmdastjóri Kónunnar sem lækkaði kílóverð á grænmeti og ávöxtum allt niður í eina krónu í gær og uppskar snögg viðbrögð að- alkeppinautarins, Bónuss, sem lækkaði sitt verð umsvifalaust. „Við erum ekki í stríði; bara með lágt vöruverð," sagði Sigurjón í Krón- unni sem rekur fjórar verslanir á suðvesturhominu, í JL-húsinu við Hringbraut, í Skeifunni, í Hafnar- firði og á Selfossi. Uppi varð fótur og fit í verslunum Bónuss þegar fréttist af verðlækk- unum á grænmeti og ávöxtum hjá Krónunni í gær og þar stukku starfsmenn til og lækkuðu sín verð. Viðskiptavinir Bón- uss tóku einnig vel við sér og tæmdu grænmetis- og ávaxta- hillumar jafnharðan og starfsmenn fylltu á þær. Á tímabili þurftu Bónusmenn að moka sveppum inn í versl- un sína en þeir hurfu jafnharðan á krónu kílóið. Svipað var uppi á teningnum í krónunni: Rauð epli, sítrónur og melónur á eina krónu kOóið og allt hvarf eins og dögg fyrir sólu. „Við höldum áfram að bjóða lágt verð í dag. Það verða mörg kílóin sem eiga eftir aö fara á krónu,“ sagði Sigur- jón í Krónunni í morgun en Krónan er í eigu Kaupáss sem einnig rekur Nóatúnsverslanirnar og 11-11 búð- imar. Bónusmenn ætla ekkert að gefa eftir og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði í morgun: „Við bjóðum bara betur, gerum það sem gera þarf og göngum eins langt og þarf. Við erum komn- ir niður í krónu með flestalla ávexti og grænmeti. Hér er ekki spurt um gróða eða tap,“ sagði Guðmundur Marteinsson en treysti sér ekki til að spá um hveslu lengi krónustríð risanna á matvörumarkaðnum stæði. -EIR/-JBP/ÓSB Náttúruverndarráð ályktar; vill að kæru verði fylgt eftir: Meirihluti ráðsins er öfgamenn - segir umhverfisráðherra - telur ályktimina með ólíkindum Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði við DV í morgun að hún teldi nýja ályktun Náttúru- vemdarráðs með ólik- indum og að meiri- hluti ráðsins væri öfgamenn. Samkvæmt Friðleifsdóttir. frétt 1 Degi ‘ dag bein- ir ráðið tilmælum til Náttúruvemdar rikisins um að „fylgja eftir stjómsýslukæm frá í haust tii um- hverfisráðherra og veita ekki leyfi til námagraftar í Syðri-Flóa Mývatns" eins og það er orðað í bréfi til Náttúruvemd- ar ríkisins. „Ég hef ekki fengið bréf þessa efnis frá Náttúmvemdarráði sem er ráðgef- andi ráð fyrir umhverfisráðherra. Það veitti á sínum tíma ráðgjöf og umsögn vegna kísilgúmáms við Mývatn. Síðan hitti ég ráðið eftir að við höfðum úr- skurðað þannig að það er með ólíkind- um að það komi síðan í kjölfarið með ályktun. Það er búið að hrekja alit sem kemur fram i ályktun meirihluta ráðs- ins. Meirihluti ráðsins era öfgamenn sem em á móti öllu. Það var algjörlega eðlilega staðið að málum gagnvart úr- skurðinum um kisilgúmám þar sem ég staðfesti úrskurð skipulagsstjóra sem hafði áður fjailað um málið.“ - Breytir þetta einhverju um fram- vindu Mývatnsmálsins? „Það sem ég hef fengið er ályktun meirihlutans og sérálit formanns ráðs- ins og Magnúsar Oddssonar. Náttúravemdarráð hefur ekkert um það að segja hvemig Náttúravemd rík- isins vinnur. Úrskurður skipulagsstofn- unar féll fyrir nokkra síðan, ég staðfesti hann. Síðan er hægt að fara með þann úrskurð til dómstóla eins og alia aðra úrskurði,“ sagði ráðherra. -Ótt 4 í i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.