Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Fréttir I>V Fjármálaöngþveiti í tengslum við Saltverksmiðjuna á Reykjanesi: Nordal borgar ekki - iðnaðarmenn reyna árangurslaust að rukka tugi milljóna Fjöldi iönaðarmanna, sem unniö hefur við uppbyggingu Saltverk- smiðjunnar á Reykjanesi, er æfur enda ekkert fengið greitt fyrir unna vinnu þrátt fyrir loforð þar um. Saltverksmiöjan er i eigu kanadíska fyrirtækisins Nordem en fulltrúi fyrirtækisins hér á landi er Sigurður Nordal, þekktur úr heimi viðskiptanna hér heima sem erlendis. Sigurður er einnig eigandi að dekkjaverkstæðinu Bílkó sem verið hefur i fréttunum vegna alvarlegs misbrests á launa- greiðslum til starfsmanna. „Borgar ekki neinum neitt" „Þetta er bara vel greiddur maður í kasmírfrakka á nýjum Range Rover sem borgar ekki nein- um neitt. Það er ekki að marka orð sem þessi maður lætur út úr sér,“ segir Gunnar Pétursson, fram- kvæmdastjóri vélsmiðjunnar Gils í Kópavogi sem vann að uppsetn- ingu gufulagna í Saltverksmiðj- unni á Reykjanesi. „Sigurður fékk okkur til að vinna fyrir 8 milljónir en við höfum ekki séð eyri enn,“ segir Gunnar og undir orð hans tekur annar verktaki, Finnbogi Geirsson í Stjömublikki: „Sigurður réð okkur til að klæða verksmiðjuna að utan og við keypt- um efni fyrir 6 milljónir. Við neit- uðum hins vegar að hefja verkið án trygginga en hann skuldar okk- ur samt 2 milljónir í vinnulaun," segir Finnbogi í Stjörnublikki. Áhyggjur hjá Hitaveitunni Kanadíska fyrirtækið Nordem, sem Sigurður Nordal er umboðs- maður fyrir hér á landi, keypti tæki og búnað til saltvinnslu á Reykja- nesi af Hitaveitu Suðurnesja fyrir rúmu ári á 100 milljónir króna: 'sBSBÁ Siguröur Nordal Skiljanlegt aö menn veröi fúlir fái þeir ekki borgaö. „Það hefur enn ekki reynt á það hvort þeir borga én samkvæmt samningum eiga greiðslur að hefj- ast eftir fimm ár frá undirritun sölusamnings," segir Júlíus Jóns- son, framkvæmdastjóri Hitaveitu Suðumesja. „Það voru lagðar fram tryggingar sem við töldum nægjan- legar en við höfum af þessu vissar áhyggjur því við vitum að þetta Saltverksmiöjan á Reykjanesi Framleiöslan í hillum flestra súpermarkaöa í Englandi - en illa gengur aö borga reikninga. hefur ekki gengið vel.“ Sjálfur hefur Sigurður Nordal unnið mikið að markaðsmálum fyrir Saltverksmiðjuna og segist vera búinn að koma afurðum fyrir- tækisins í búðarhillur flestra stærri verslanakeðja í Englandi: Nordal bjartsýnn „Við erum í uppbyggingar- ferli og ég við- urkenni að ekki hefur ver- ið gert upp við ákveðna aðila,“ segir Sigurður Nordal, inntur eftir þeirri óreiðu sem er á fjármálum hans og skuldbindingum sem fyrr greinir. „Það er eðlilegt að menn verði fúlir þegar þeir fá ekki borg- að. En við erum nú að ná í skottið á sjálfum okkur. Það tekur okkur þrjá mánuði að fá greiðslur frá enskum súpermörkuðum sem selja saltið okkar og þegar þeir peningar skila sér getum við greitt öllum. Þá verð- ur komið eðlilegt tekjuflæði í fyrir- tækið og það er það sem við stefn- um að,“ segir Sigurður Nordal sem er bjartsýnn þrátt fyrir allt. Saltið af Reykjanesi sé að verða tískuvara er- lendis og sölu þess fylgi mikil og góð landkynning. Hér sé einungis um byrjunar- • " erfiðleika að ræða. Skipta um starfs- > menn eins og dekkl Fréttin um Bílkó Þargengur Siguröi einnig illa að greiöa laun. hennar,” „Alltaf eitt- hvaö aö“ „Sigurður Nordal á ekkert í Saltverk- smiðjunni og hefur aðeins séð um ákveðna um- sýslu fyrir kanadíska eig- segir Gunnar endur Husler, verksmiðjustjóri Saltverk- smiðjunnar, en engin framleiðsla hefur verið þar að undanfórnu vegna tæknilegra örðugleika sem erfitt hefur reynst að fá bót á. „Hitt er hins vegar rétt að það er alltaf eitthvað að ef menn leita vel.“ -EIR Umhverfisráöuneytiö um svínaskítinn í Brautarholti á Kjalarnesi: Beiöni um undanþágu hafnað - skítnum skal ekiö í Sorpu þar til nýr mykjutanlcur er tilbúinn DV-MYND HARI Svínaskíturinn í Álfsnes Samkvæmt úrskuröi umhverfisráöuneytis skal aka svínaskít frá Brautarholti á Kjalarnesi í Sorpu í Áifsnesi þar til lausn hefur fengist á hauggeymstu búsins. Meirihluti Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur samþykkti síðan umsögn heilbrigðiseftirlitsins. í umsögn Hollustuverndar sagði m.a. að almennt endur- teknar undanþágur varðandi tímafrest væru ekki heppileg vinnubrögð og varhugavert aö ganga fram hjá áliti starfsleyfls- veitanda, þ.e. heilbrigðiseftirlit- inu, sem hefði lagst gegn fram- lengingu þar sem slíkt kynni að gera honum erfitt fyrir að fram- fylgja eftirlitshlutverki sínu. „Forráðamönnum búsins hef- ur verið bent á Sorpu og þeir nýta sér væntanlega þá leið,“ sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra við DV. „Þeir eru að fara í framkvæmdir til að bæta úr skortinum á haug- rými.“ -JSS Tökum því sem að höndum ber - segir framkvæmdastjóri búsins Umhverfisráðuneytið hefur hafnað beiðni forráðamanna svína- búsins að Brautarholti á Kjalar- nesi um undanþágu til halda áfram að losa svínaskít í sjóinn. Frestur búsins til að koma mykjumálum sínum í lag var til sex mánaða og rann út 1. desember sl. Forráða- mennirnir sóttu um framlengingu undanþágunnar til fjögurra mán- aða í viðbót. Þessu hafnaði um- hverfisráðherra en tekur undir til- mæli heilbrigðisnefndar Reykja- víkur um að svínaskít frá búinu verði fargað hjá Sorpu í Álfsnesi uns byggingu nýs mykjutanks ljúki. Vegna þessa máls hafði heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur spurst fyrir um tímabundna móttöku á svínaskít frá Brautarholti hjá Sorpu í Álfsnesi. I svari fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins sagði að Sorpa gæti tekið á móti fljótandi úrgangi, s.s. svínaskít, um skamm- an tíma. Hins vegar gæti orðið að stöðva móttöku með skömmum fyrirvara ef hún hefði I för með skerðingu á starfhæfni fráveitu- kerfis eða aðrar truflanir á rekstri svæðisins. Umhverfisráðuneytið leitaði um- sagnar heilbrigðiseftirlitsins, svo og Hollustuverndar Reykjavíkur, vegna undanþágubeiðnar svína- búsins. í umsögn heilbrigðiseftirl- isins var lagst gegn því að veitt yrði frekari undanþága á að sleppa svínaskíts frá búinu í sjóinn. „Við tökum því sem að höndum ber,“ sagði Kristinn Gylfl Jónsson, framkvæmdastjóri svínabúsins í Brautarholti á Kjalamesi, um þá nið- urstöðu umhverfisráðherra að veita búinu ekki frekari frest til að losa svinaskít í sjóinn. Þegar er farið að keyra skítnum frá búinu í Sorpu í Álfs- nesi. Kristinn Gylfi sagði að ekki yrði meiri svinaskítur losaður í sjóinn. Unnið væri hörðum höndum að því að koma upp auknu mykjurýni og það ætti að vera tilbúið á næstu vikum. Tæplega þúsund tonn af svínaskít falla frá búinu á hverjum mánuði. Aðspurður um kostnað við að aka honum í Álfsnes sagði Kristinn Gylfi að búið hefði yfir að ráða þró- arrými í eldri þró. Það væri ekki fullt, þannig að flutningar í Álfsnes yrðu því ekki svo miklir. Miklu hefði verið slátrað fyrir jólavertíö- ina þannig að fátt væri í húsunum. Hann hefði kostnaðartölur ekki á takteinum. Kristinn Gylfi sagði að búið hefði fest kaup á 26 tonna flutningstank til að flytja skítinn til áburðar á svæðum inni í Kjósarsýslu þegar frost færi úr jörðu. Áburðinum yrði því ekið frá búinu hvort sem er með vorinu. -JSS Erfiöleikarnir aldrei meiri Vandi Vestflarða er enn einu sinni á dagskrá. Aðalfyrir- tækið i Bolungarvík, Nasco, er gjaldþrota og á milli 60 og 70 manns hafa misst vinnuna. Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Vestfjarða, óttast að menn muni hafa lítinn áhuga á Vestfjörðum eftir kjördæmabreytinguna. - Dagur greinir frá. HB fær styrk Haraldur Böðvarsson hf. (HB) á Akranesi hefur fengið 50 milljóna króna styrk frá Norræna iðnþróunar- sjóðnum vegna sérstaks þróunarverk- efnis sem fyrirtækið vinnur að. HB hefur unnið að rannsóknarverkefni sem lýtur að nýrri aðferð við að ein- angra prótín úr fiskholdi. Dóp í grunnskólum Vísbendingar eru um að töluvert sé um fikniefnaneyslu hjá nemendum í grunnskólum landsins. Heimildar- maður Dags á Akureyri, sem vel þekkir til þessara mála, segir að skól- unum i bænum sé skipt niður í dreif- ingareiningar sem kalla mætti lén. Verkstjórar semja Nýr kjarasamningur Samtaka at- vinnulífsins og Verkstjórasambands íslands var undirritaður í gær og gildir hann til loka janúar 2004. Laun hækka um 5,4% frá og með 1. desem- ber 2000 en engin áfangahækkun er þann 1. janúar nk. Enginn grunaöur Lögreglan í Vestmannaeyjum er enn að rannsaka eldsvoðann sem varð í ísfélagi Vestmannaeyja laug- ardaginn 9. desember. Rannsókn vegna ábendinga um drengi á aldr- inum 16 til 18 ára hafði ekki við rök að styðjast. Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Há- skólans á Akureyri, segist vonast til að verkfall framhalds- skólakennara verði það síðasta sem ís- lensk þjóð upplifir. Þorsteinn er nýbú- inn að undirrita tímamótasamninga við íslenska erfðagreiningu en á sama tíma hvílir verkfallsskugginn yfir öllu þjóðfélaginu. - Dagur greinir frá. Matsveinar sómdu í gær í gær var skrifað undir kjarasamn- ing matsveina á skipum Hafrann- sóknastofnunar og ríksins hjá ríkis- sáttasemjara. Samningurinn gildir til apríl 2004 og munu laun hækka um rúmlega 30% á samningstímanum. Góður jólaboöskapur Auglýsing frá ís- landspósti um send- ingu jólakorta og jólalýsing í miðborg Reykjavíkur á veg- um Miðborgarstjórn- ar fengu viðurkenn- ingar fyrir að vera í bestum samhljómi við boðskap jólanna að mati samráðs- hóps fulltrúa Biskupsstofu, auglýs- ingastofa og verslana. Enginn af Grund Vegna fréttar um Mexíkófara og ummæla Ómars Konráðssonar tannlæknis um að í hópi samferða- manna sinna hafi aðallega verið vistmenn af Grund, vill forsvars- maður Grundar taka fram að eng- inn vistmaður af elliheimilinu hafi verið með í umræddri ferð. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.