Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Fréttir I>V Rúnar Bjarki Ríkharðsson, 22 ára úr Keflavík, sakfelldur fyrir tvær ákærur: Samviskulaus hrottafeng- inn morðingi og nauðgari - svívirðilegur og fádæma auðmýkjandi, sagði dómurinn m.a. um verknað ákærða Ákæröi skal sæta 18 ára fangelsi Við dómsuppkvaðninguna í gær. Rúnar Bjarki, í hvítum stuttermabol, hlýðir á þegar Ólöf Pétursdóttir dómsformaður kveður upp hinn þunga dóm. Við hlið hans situr verjandinn, Andri Árnason. Dómurinn er óvenju þungur enda sakargiftirnar það sömuleiðis. Sjaldséðir eru dómar þar sem lýst er eins samviskulausum hrotta og við á í máli ríkissaksóknara gegn Rúnari Bjarka Ríkharðssyni, 22 ára Keflvíkingi, sem í gær var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð, nauðg- un og líkamsárás - fyrir að hafa banað Áslaugu Óladóttur á heimili hennar að Skólavegi í Keflavík í apríl og særa sambýlismann hennar stungusárum og nauðga vinkonu Áslaugar heitinnar tvisvar á auð- mýkjandi hátt, bæði í febrúar og mars. Rúnar veitti Áslaugu 28 stungur í höfuð, brjósthol, síðu og víðar. Hann kvaðst hafa verið að þagga niður í stúlkunni eftir að hann var byrjaður að stinga hana með hníf sínum. Sambýlismanni hennar voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miska- bætur en skaðabótakröfu upp á um 7 milljónir var vísað frá dómi þar sem ekki þótti sýnt nægilega fram á að með dauða Áslaugar hefði hann verið að missa framfæranda. Foreldrum Áslaugar var hvoru um sig dæmd hálf milljón króna í miskabætur og föður hennar dæmd- ar 226 þúsund krónur í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. I nauðgunarmálinu var ákærði dæmdur til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna í miskabætur. Hann er einnig dæmdur til að greiða samtals rúmlega eina milljón króna i málsvarnar- og lögmanns- kostnað. Sagði fólki frá nauðguninni „Svívirðileg og fádæma auðmýkj- andi,“ segir fjölskipaður héraðs- dómur í niðurstöðu sinni um aðra nauðgunina sem átti sér stað 5. mars. Samkvæmt því sem dómur- inn telur sannað i málinu voru Rún- ar Bjarki og unnusta hans að slíta sambandi þegar hann neyddi hana til munnmaka í bíl sínum við fiski- trönur á Suðurnesjum i febrúar. Þann 5. mars hafði fyrrum unnust- an orðið við óskum um að gæta barna á heimili Rúnars Bjarka. Réðst hann þá að henni og neyddi hana tvisvar til maka við sig. „Ég. ætla að taka þetta upp. Ef þú ert með einhverja stæla þá hef ég þetta á þig,“ sagði Rúnar Bjarki, sam- kvæmt vætti stúlkunnar. Rúnar Bjarki vildi að stúlkan tæki upp samband við hann að nýju og skip- aði hann henni að hafa svar við sig um það mál nokkrum dögum síðar. Þegar stúlkan yfirgaf húsið ákvað hún að kæra atburðinn til lögreglu, einnig atvikið í bil Rúnars Bjarka í febrúar. Þegar farið var að rann- saka málið kom í ljós að Rúnar Bjarki hafði tilkynnt vinnufélögum sínum og öðrum að hann hefði nauðgað stúlkunni og tekið atburð- inn upp á myndband. Lögreglan lagði hald á myndbandið sem um er rætt. Rúnar Bjarki reyndi að neita því að hann hefði þröngvað stúlkunni til samræðis við sig í um- rædd skipti en dómurinn taldi full- sannað að hann hefði gert það gegn vilja hennar. Að myrða til að fá tryggingu Maður sem vann með Rúnari Bjarka hjá hlaðdeild Flugleiða í Keflavík sagði frá því fyrir dómi að Rúnar Bjarki hefði „sagst ætla að nauðga henni á heimili sinu og taka það upp á myndband". Eftir þá nauðgun, þ.e. 5. mars, sagði maður- inn að Rúnar hefði tuskað hana til, dregið hana á hárinu niður stiga og barið hana. Einnig greindi Rúnar Bjarki manninum frá því að hann og fyrrum unnustan, sem hann hafði nauðgað, hefðu líftryggt sig, hún upp á 8 milljónir króna og heföi ákærði haft þaö í flimtingum að myrða hana til að fá upphæðina greidda út. Einnig hefði hann rætt um að „drepa vinkonu" hennar sem byggi við Skólaveg en þar bjó Ás- laug heitin. Þaggaö niður í fórnarlambinu Aðfaranótt 15. apríl var Rúnar Bjarki verulega ölvaður með félaga sínum á göngu i Keflavík. Tók hann þá skyndilega ákvörðun um að fara inn og tuska sambýlismann Áslaug- ar til þar sem þau bjuggu á Skóla- veginum. Kom til átaka inni í íbúð- inni. Ákærði kvaðst sjálfur hafa tek- iö um munn Áslaugar til að hún hrópaði ekki og rekið hnífinn í síðu hennar. Áslaug hefði öskrað og hnigið á gólfið og hefði honum þá brugðið. í framhaldinu kveðst hann hafa stungið stúlkuna „aftur og aft- ur“ til að fá hana til að hætta að öskra. Kvaðst hann telja að hann hefði gert það í 4-5 skipti. Stungusárin í líkama hennar reynd- ust hins vegar vera 28. Þegar hann gerði sér grein fyrir hvað hann var búinn að gera kveðst hann hafa gengið inn í stofu, þrifið þar bjór- flösku og skellt innihaldinu i sig. Sannað var talið að Rúnar lenti í átökum við sambýlismann Áslaugar sem fékk áverka á handleggi eftir hnif. Aðspurður fyrir dómi kvað ákærði tilefni farar sinnar að Skóla- vegi 2 hafi verið hefnd. Hann hefði verið reiður í garð Áslaugar vegna kæru hennar til lögreglu vegna SMS-skilaboða sem hún hefði álitið vera frá honum komin en hann neitaði að hafa serit. Manndráp af ásetningi I geðrannsókn kemur fram að Rúnar Bjarki reyndist sakhæfur og átti að gera sér Ijóst hvað þeir verknaðir sem hann framdi hefðu í för með sér. Á hinn bóginn komu fram ýmis einkenni persónuleika- röskunar, sérstaklega svokallaðrar andfélagslegrar persónuleikarösk- unar (dissocial personality dis- order). í dómi héraðsdóms segir eftirfar- andi: „Með hliðsjón af framansögðu telur dómurinn einsýnt að frá þeirri stundu er ákærði veitti Áslaugu fyrstu stunguna í vinstri síðu hafi það verið styrkur og einbeittur vilji hans að ráða henni bana, enda var hin miskunnarlausa atlaga til þess fallin að valda dauða hennar.“ „Hann ruddist inn á heimili hennar að næturlagi og skirrðist ekki við að stinga hana margítrekað í höfuð, háls, bringu og víðar í lík- ama hennar, þrátt fyrir að hún væri varnarlaus og nakin inni á baðher- bergi og átti sér einskis ills von. Hróp hennar og köll voru einungis til þess að efla ákærða við ódæðis- verk sitt. Ákærði á sér engar máls- bætur.“ -ótt Veðrið í kvöld Austlæg átt í kvöld Hæg austlæg átt og hiti 0 til 4 stig allra syöst en annars eins til 6 stiga frost og léttskýjaö. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 15.30 14.44 Sólarupprás á morgun 11.22 U.38 Síödegisflóö 15.33 20.06 Árdegisflóö á morgun 04.11 08.44 Skýringar á veðurtáknum ('♦--.VIN0ÁTT tx 'NVINDSTYRKUR í metriim á sekúndu 10 °N HITI 10° nfrost HEIÐSKÍRT IÉTTSKÝJAD O HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ iO ALSKÝJAO w Ö RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓK0MA W 9 i* ÉUAGANGUR ÞRUMB- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA C=JSNJÓR mm ÞUNGFÆRT — ÓFÆRT BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERÐ RIKISINS f Allgóð vetrarfærð Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar- innar er allgóð vetrarfærö á vegum, þó eru hálkublettir og hálka víða á vegum. Skafrenningur og þungfært er á Dynjandisheiði. msm Léttskýjað norðan og austan til Á morgun verður hæg suöaustanátt, hiti 0 til 4 stig og dálítil snjó- eða slydduél á Vesturlandi en hæg breytileg átt, léttskýjaö og frost 0 til 4 stig noröan og austan til. Vindur: Jy 3—8 m/% Vindur:VÁ/ Hiti 2° tii -6° ' Hiti 2° tii -8° Hæg austlæg eða breytlleg átt. Lítlls háttar snjó- eöa slydduél og hiti kringum frostmark allra syðst en annars léttskýjaö og frost 1 tll 6 stlg. Hæg austlæg átt. Dálitll él og hltl nálægt frostmarki suövestanlands en léttskýjaö og frost 3 til 8 stig noröan og austan til. Manudagur Vindun C 8-13 m/& \ Hiti -2' til -8° N 8-13 m/s allra austast en annars hæg NA-átt. Viöa léttskýjað en él meö suður- og austurströndlnnl. Frost 2 tll 8 stig. AKUREYRI skýjað 3 BERGSSTAÐIR rigning 1 BOLUNGARVÍK snjóél 0 EGILSSTAÐIR 1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 3 KEFLAVÍK heiðskírt 4 RAUFARHÖFN slydda 1 REYKJAVÍK léttskýjaö 3 STÓRHÖFÐI þokumóða 6 BERGEN skýjaö 5 HELSINKI snjókoma -6 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 0 ÓSLÓ -1 ST0KKHÓLMUR þokumóða -3 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjað -8 ALGARVE skúrir 15 AMSTERDAM léttskýjaö 0 BARCELONA rigning 11 BERLÍN alskýjaö -2 CHICAGO snjókoma -8 DUBLIN þokumóöa 8 HALIFAX snjóél -2 FRANKFURT heiöskírt -3 HAMBORG skýjaö -3 JAN MAYEN snjókoma -4 L0ND0N mistur 6 LÚXEMBORG -3 MALLORCA skýjað 10 MONTREAL heiöskírt -12 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -6 NEW YORK léttskýjaö 3 ORLANDO heiöskírt 2 PARÍS þokumóöa 4 VÍN þokumóöa 9 WASHINGTON þokumóöa -3 WINNIPEG heiöskírt -13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.