Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Fréttir ÐV Engin ákvörðun liggur fyrir um sölu ríkisjarða á næsta ári: Alþingi heimilar sölu 48 af 515 jörðum - einungis þrjár jarðir hafa verið seldar af 22 sem heimilt var að selja Guöni Agústsson landbúnaöarráö- herra. I íjárlagafrumvarpi ársins 2001 óskaöi landbúnaðarráðuneytið heimilda til að selja 37 ríkisjarðir sem eru á for- ræði landbúnað- arráðuneytisins. Auk þess óskaði ráðuneytið eftir að heimilda yrði aflað í fjárlögum til sölu 11 jarða eða jarðahluta til viðbótar. Veitti Alþingi heimild til sölu allra þessara jarða rétt fyrir jólafrí þingmanna. Samtals er þama um að ræða 48 jarðir eða jarðahluta af 515 sem voru skráðar í eigu ríkisins 1. júlí í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá land- búnaðarráðuneytinu hefur ekki ver- ið tekin endanleg ákvörðun um hvort allar þessar 48 jarðir verða seldar á næsta ári eða hvort þeim verður ráöstafað með öðrum hætti eins og segir í svari ráðuneytis við fyrirspurn DV um sölu ríkisjarða. Ráðherra vill selja „Landið er orðið miklu dýrara og eftirsóttara en það var, þrátt fyrir fækkun búa og samdrátt í sveitum. Fólk vili kaupa jarðimar og setjast þar að,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra í samtali við DV í síðasta mánuði og taldi að ríkið ætti að koma þessum jörðum sínum í hendur einstaklinga hægt og mark- visst á nokkrum árum. „Ég hef lýst því yfir að ég vilji selja sem flestar ríkisjarðir," sagði ráðherrann. Þrátt fyrir yfirlýstan vOja ráðherra hefur þó lítið gerst í sölu ríkisjarða og einungis 5 jarðir hafa verið auglýstar til sölu á árinu fyrir utan þær þrjár sem seldar hafa verið. Þrjár jarðir seldar Landbúnaðarráðuneytið hafði heimild í gildandi fjárlögiun ársins 2000 fyrir sölu 22 ríkisjarða víða um land sem flestar vom á Suðurlandi. Á árinu sem nú er að líða hafa þó ein- Jarðir með heimild til sölu i fjárlögum framnes Þverá Gröf Njrækt HræingMtaSur Hjallar Asar Lyngholt Geitafell Straumir Setterg HóJsland BárastaJí l^taJir Kngsstaðir Minni-ÓlafsyeÉr Kirkjubær Hrærekslækur Randversstaðir E»arll V JZ'- Blábjörg Cufudalur Gufudalur It Reykjakol Og Krókur Leiti Digurholt Húsgarður (hluti af jörð) ungis þrjár jarðir og jarðahlutar verið seldir af hálfu land- búnaðarráðu- neytisins. Þar er um að ræða hluta úr jörðunum Kröggólfsstöðum Þúfum í Ölfusi í Árnes sýslu sem gerður var kaup- samningur um árið 1999. Voru þessir hlutar seldir á samtals 38,1 milljón króna. Þá var seld jörðin Reykjakot II í ölfusi. Eins voru á árinu auglýstar til sölu jarðimar Blábjörg í Djúpavogshreppi, Suður-Múlasýslu, Framnes, Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu, og Gufudal- ur II, Ölfusi í Ámessýslu. Ekki bárust viðunandi tilboð í jarðirnar að mati ráðuneytisins og var þeim því öllum hafnað. Því til viðbótar er þessa dag- ana verið að auglýsa jarðimar Kvos- læk í Fljótshlíðarhreppi og Minni- Ólafsvelli í Skeiðahreppi. Verður að auglýsa í starfsreglum ráðuneytisins, sem dagsettar eru 1. maí 1999, kemur fram Svínhagi KáHholt Wap (Hutia,Íörí) Ytri-Lyngar II Bjömskot Kvoslækur [stri-Torfastaður H> að ráðuneytinu er óheimilt að selja ríkisjarðir án þess að þær séu auglýst- ar til sölu með opinberri auglýsingu og leitað kauptilboða í þær nema sér- stakar lagaheimildir til þess séu fyrir hendi. Heimild er í lögum til að selja án auglýsingar ábúendum sem setið hafa ríkisjarðir í 10 ár eða lengur og geta lagt fram meðmæli sveitarstjórna og jarðanefnda með kaupunum. Þá má einnig selja þeim jarðir aftur sem selt hafa Jarðasjóði jarðir sínar á grundvelli laga frá 1992. Eins má selja sveitarfélögum þar sem viðkomandi jarðir eru. Aðrar heimildir eru ekki fyrir hendi til aö selja einstaklingum eöa lögaðilum ríkisjaröir án undan- genginna auglýsinga um sölu. Ströng skilyrði Samkvæmt jarðalögum má ekki taka land sem nýtt er, eða hefur verið notað, til landbúnaðar til annarra nota, nema heimild sé til slíks í lögum. Þar er einnig átt við eyðijarðir. Að öðrum kosti þarf samþykki ráðherra, enda hafi það áður verið samþykkt af viðkom- andi jarðanefnd og sveitarstjórn og fyrir liggi umsögn Skipulags ríkisins og Bændasamtaka ís- lands. Óski stéttarfélag eftir landi til reksturs orlofshúsa fyrir félags- menn er jarðanefnd rétt að heim- ila slík afnot lands rýri þau ekki til muna kosti jaröarinnar til bú- skapar. Unnið er að endurskoðun jarða- laga með það að markmiði að auð- velda ríkinu að selja jaröir til ann- arra nota en fyrir hefðbundinn bú- skap. -HKr. Bæjaryfirvöld og uppkaup húsa í Bolungarvík: Hugur fylgdi ekki máli segir Olgeir Hávaröarson, íbúi viö Dísarland „Orð Ólafs Kristjánssonar í DV á laugardag um að bæjarstjóm Bol- ungarvíkur sé öflug og sterk eru hans eigin en ekki mín enda hefur „styrkur hennar" ekki komið fram í þessi máli til hagsbóta fyrir okkur,“ segir Olgeir Hávarðarson, íbúi í Dísarlandi 10 í Bolungarvík. Hann er mjög óhress meö vinnubrögð bæjarins varðandi ósk hans um að hús hans sem stendur á snjóflóða- hættusvæði verði keypt upp. „Bæjarstjórinn sagði i samtali við DV að það væri ljóst að það þyrfti líklega lagabreytingu til að mögu- legt væri að kaupa upp hús í Bol- ungarvík samhliða gerð varnar- mannvirkja. Þó bæjarstjórnin í Bol- ungarvík sé öflug og sterk þá réði hún enn ekki yfir lögunum. Ég er eigandi þeirrar eignar er snjóflóð féll á við Dísarland 10 í febrúar 1997. Mér er fullkunnugt um það að hvorki Ólafur né bæjar- stjóm Bolungarvíkur ráða yflr lög- um þessa lands. Hins vegar fullyrði ég að á þeim tíma þegar umrædd reglugerð var í gildi var hægt að nýta hana enda var hún ekki eyrna- merkt Flateyri eða neinu öðru sveit- arfélagi. í ljósi þeirrar staðreyndar sem Ólafi á að vera fullkunnugt um, að bæjarstjóm Bolungarvíkur lýsti yfir fullum stuðningi við okkur hús- eigendur að Dísarlandi 10 um að húsið yrði keypt upp, er ljóst aö Ólafur og/eða bæjarstjóm gerði ekkert raunhæft í málinu til úr- lausnar fyrir húseigendur á meðan reglugerðin var í gildi. Því er ekki hægt að segja annað en að hugur hafi ekki fylgt máli hjá forsvars- mönnum bæjarfélagsins. í framangreindri frétt er einnig haft eftir Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra hjá umhverflsráðu- neytinu, að félagsmálaráðuneytið hafi á sínum tíma sett sérreglur varöandi uppkaup húsa á Flateyri sem ekki eru lengur í gildi. í sam- tali milli íbúa viö Dísarland og Magnúsar eftir einn af þeim fjöl- mörgum fundum sem haldnir voru í Bolungarvík til kynningar á fyrir- hugaðri vamargerð, tjáði hann okk- ur að hann sæi enga vankanta á því að hægt yrði að afgreiöa mál okkar líkt og hafi verið gert á Flateyri. * --Í5K* • . '.V- V - - Dísarland 10 og 14 í Bolungarvík Olgeir Hávaröarson segir bæjarstjóra og bæjarstjórn ekki hafa gert neitt raunhæft fyrir húseigendur á meöan reglugerö um uppkaup var í gildi. Jafnframt gat hann þess aö til þess að svo gæti orðið yrði bæjarstjóm Bolungarvíkur að óska eftir slíkri afgreiðslu. Þegar Magnús lét þessi orð frá sér fara var umrædd reglu- gerð í gildi. Hins vegar er ljóst að bæjarstjórn Bolungarvikur notfærði sér ekki þessa heimild á meðan hún stóð til boða. Því er við engan ann- an aö sakast i þessu máli en Ólaf og samherja hans í bæjarstjóm Bol- ungarvíkur," sagði Olgeir Hávarð- arson og óskaði að lokum Ólafi Kristjánssyni og öllum bæjarfulltrú- um gleðilegrar jólahátíöar. -HKr. Sandkorn Færöi jólin .........ÉElUmsjón: Reynir Traustason netfang: snndkom@ff.is Kári Stef- 1 ^ VI ánsson, for- 1 \ stjóri íslenskr- ar erfðagrein- l j ingar, var í geysigóðu skapi á Akur- eyri þegar - fyrstu sam- starfssamn- ingarnir milli fyrirtækis hans og sjúkra- stofnana í landinu voru undirritað- ir. Kári vakti athygli manna á að hátíð væri í nánd en aðfangadag jóla bæri að þessu sinni upp á sunnudag sem væri ávallt slæmt mál. En síðan bætti Kári við að menn þyrftu ekki að örvænta, búið væri að skrifa undir samninga milli fyrirtækis hans og sjúkra- stofnana og hátíðin væri þvi hafin. Það má þvi segja að Kári hafi gert sér lítið fyrir, stolið jólunum og flutt þau fram um 5 daga. Kári fet- aði því í fótspor Castros en þar skildi i milli að Kári færði þau fram en gamli leiðtoginn aftur um nokkrar vikur... Ósætti í Öskjuhlíð Eins og fram kom i DV á dögun- um rær I Karlakór Reykja- víkur líf- ( róður [ vegna sligandi skulda á flunkunýju húsi sínu Ými í Öskju- hlíð. Þar deila þeir húsi með Kvennakór Reykjavíkur sem gerði 15 ára leigusamning viö karlana og Reykjavíkurborg greiddi 15 milljón- ir i leigu á einu bretti. Þetta átti að heita framlag borgarinnar til starf- semi Kvennakórsins. Nú er sambúðin i upplausn og Kvennakórinn sækir það fast að rifta samningnum þvi samkomulag þeirra við Karlakórinn er afleitt. Það gengur á með með stöðugum rifrildum og leiðindum vegna af- nota af húsinu og skiptingar milli karla og kvenna. Reykjavíkurborg er vondri klemmu þvi féð fæst ekki aftur. Það stefnir allt í skilnað í Öskjuhlíðinni... Sláturtíð Svo sem DV greindi frá er íjölmiðlarisinn Norðurljós, sem Jón Ólafsson er meirihlutaeig- andi að, 1 óða- l önn að slátra útvarpsstöðv- um sem í eina tíð hljómuðu undir merkjum Fíns miðils. Eftir að hinn fini mið- ifl sameinaðist Norðurljósum má hvarvetna á FM skalanum finna draugarásir útvarpsstööva sem ris- anum hugnaðist ekki að reka áfram. Nú heyrist að enn ein slátr- unin sé á döfinni. Það er ekki gamla góða Bylgjan sem lendir undir hnífnum að þessu sinni held- ur Gull FM sem heyrist að verði lokað í janúar... Framtíöarleiötogi Hmn nyi bæjarstjóri Garðbæinga, fm v'- Ásdís Halla i;Æ. . V Bragadóttir hefur á ör- W f A S { 4 ^c ,V skömmum tíma stimplað \.t{ f \V1 VMHfc-. x I V'f sig inn í vit- und þjóðarinn- maður í stjómmálum og framtíðar- leiðtogi Sjálfstæðisflokks. Heimildir innan úr bæjarstjórn herma þó að hana vanti enn herslumuninn til að ná fullum tökum á flokki sínum. Sá vinsæli bæjarstjóri Ingimund- ur Sigurpálsson, forstjóri Eim- skips, situr enn i bæjarstjórn og þykir skyggja nokkuð á bæjarstjór- ann...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.