Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Viðskipti Umsjón: Viðskiptabla&ið Ossur og OJ. & Kaaber stofna fyrirtæki Össur hf. og Eignarhaldsfélag Ó. Johnson & Kaaber hf. hafa gengið frá samkomulagi um stofnun nýs fyrirtækis á heilbrigðissviði. Össur hf. - Hjálpartækjabankinn, Grjót- hálsi 5, og Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K eru grunnur hins nýja fyrir- tækis sem mun sækja enn frekar fram á heilbrigðissviði og útvíkka starfsemina með meiri þjónustu og breiðara vöruúrvali. Hvort fyrirtæki um sig á helm- ingshlut í hinu nýja fyrirtæki. í frétt frá félögunum segir að nýja fyrirtækið muni þjóna bæði einstak- lingum og heilbrigðisstofnunum en deildirnar starfa hvor á sínu svið- inu í dag. Samanlögð velta á yfir- standandi ári er áætluð um 300 milljónir króna. Markmið Össurar hf. og ÓJ&K er að koma á fót öflugu fyrirtæki sem nýtir samlegðaráhrif á þekkingu starfsfólks, viðskipta- samböndum og vöruframboði til að skapa ný tækifæri. „Starfsemi Hjálpartækjabankans hefur staðið utan við kjamastarfsemi Össurar hf. sem er hönnun, fram- leiðsla og sala á lausnum til stoðtækja- smíði. Með núverandi skipulagi fær verslunarreksturinn ekki þá áherslu sem honum ber og hefur þessi leið ver- ið valin þar sem við höfum mikla trú á þeim möguleikum sem þessi rekstur hefur. Ekki er gert ráð fyrir að stofnun þessa fyrirtækis hafl áhrif á afkomu Össurar hf. en gert er ráð fyrir að velta Össurar hf. - Hjálpartækjabankans verði um 134 milljónir á þessu ári.“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. „Við lítum björtum augum á framtíð hins sameinaða fyrirtækis og vonumst til að geta veitt viðskiptavinum enn betri þjónustu en áður. Segja má að þessi sameining komi í beinu fram- haldi þeirra skipulagsbreytinga sem átt hafa sér stað hjá okkur á árinu og nýlega hafa verið kynntar." segir Frið- þjófur Ó. Johnson, forstjóri Eignar- haldsfélags ÓJ&K. Össur hf. - Hjálpartækjabank- inn hefur rekið smásöluverslun með vinnuhollustuvörur, stuðn- ingsvörur, hjálpartæki og hjúkr- unarvörur. Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K hefur boðið sérhæfða sölu og þjónustu á vörum, búnaði og tækjum til notkunar á sviði lækn- isrannsókna, hjúkrunar og heil- brigðis. Nýja fyrirtækið verður að Grjóthálsi 5, þar sem Hjálpar- tækjabankinn er nú til húsa. Stefnt er að því að það hefji rekst- ur 1. janúar 2001. Framkvæmda- stjóri verður Stefán Smári Skúla- son. Ertu búin(n) að senda jólakortin innanlands? Þrjú fyrirtæki SÍF sameinast á Spáni Eimskip losar fé til fjárfestinga Sameinað á Suðurnesjum - tvö öflug uppsjávarfyrirtæki sameinast í Festi hf. Ef jólakortin eiga að berast viðtak- endum fyrir jól þarf að senda þau í allra síðasta lagi 21. desember. íslandspóstur hf Ákveðið hefur verið að sameina þrjú fyrirtæki SÍF-samstæðunnar á Spáni, þ.e. SÍF Spain, Iceland Seafood Spain og Armengol undir nafni SÍF Spain. Tæplega eitt hundrað starfs- menn munu starfa hjá fyrirtækinu og er velta þess áætluð um 4,2 mifljarðar íslenskra króna á ári. Starfsemi hins sameinaða fyrirtæk- is hefst 1. janúar nk. og hefur Ásbjörn Bjömsson verið ráðinn framkvæmda- stjóri þess. Megintilgangur sameiningarinnar er að setja saman rekstrareiningu sem getur vaxið hraðar og náð meiri mark- aðslegum styrk en þrjár aðskildar ein- ingar gerðu áður. Hagræðing af sam- einingunni er augljós og tímabundinn kostnaðarauki óverulegur, að þvi er segir í frétt frá SÍF hf. Hið sameinaða félag verður alhliða sölu- og markaðs- fyrirtæki sjávarafurða, þó svo að sér- stök áhersla verði áfram á saltfisk og frystar afurðir, en fyrirtækið er með sterka stöðu á saltfískmarkaðinum á Spáni. Með samruna SÍF og ÍS má segja aö legið hafl fyrir ákveðin tækifæri um sameiningu Iceland Seafood Spain og SÍF Spain. Samruni við Armengol, sem sérhæft er í framleiöslu saltfiskaf- urða, skapar ný og aukin tækifæri á þessum markaði. SÍF-samstæðan, sem átti fyrir 70% hlut i Armengol, mun eiga 85% hlut í hinu nýja fyrirtæki en fyrri eigendur Armengol 15%. Fyrir sameiningu SÍF og ÍS höfðu bæði fyrirtækin starfsstöðvar á ís- landi, i Frakklandi og á Spáni og má því segja að með samruna þessara fé- laga á Spáni sé hinu eiginlega sam- runaferli SÍF og ÍS lokið. Eimskip hóf í gærmorgun sölu til hluthafa á eigin bréfum félags- ins að nafnvirði rúmlega 61 millj- ón króna á genginu 7,1 eða um 2% hlutafjár í félaginu. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs Eim- skips, er megintilgangur hluta- fjársölunnar sá að losa fé til fjár- festinga og til að grynnka á skuldum. „Þegar við keyptum bréfin á sínum tíma voru í raun alltaf uppi áform um aö selja þau aftur í framtíðinni þegar þannig stæði á. 1 dag er útlitið þannig að á næstunni eru fyrirsjáanlegar meiri fjárfestingar en ráðgerðar höfðu verið, bæði vegna skipa og vegna nýrrar væntanlegrar vöru- dreifingarmiðstöðvar, en auk þess sjáum við með þessu tæki- færi til að grynnka á útistand- andi skuldum. Að vandlega at- huguðu máli þótti okkur tíma- setningin núna fyrir áramót vera best fyrir framkvæmdina, m.a. vegna þess að það er vinsæll timi til hlutabréfakaupa. Jafnframt tókum við þá ákvörðun, eins og fram hefur komið, að bjóða bréfin hluthöfum okkar til sölu ef þeir Eigendur þeirra, útgerðarmennirn- ir Sigmar Björnsson og Örn Erlings- son, undirrituðu samkomulag um sameiningu félaganna síðastliðinn laugardag eftir u.þ.b. þriggja mánaða viðræður. Sameinað félag mun bera nafnið Festi hf. og verður skráð í Grindavík. Heildareignir félaganna eru um 4,6 milljarðar króna en þar er innifalið nýtt nóta- og togveiðiskip Arnar Er- lingssonar sem nú er unnið að smíði á í Kína. Það er 73 metra langt, 14 metra breitt og 2.600 brúttólestir að þyngd. Skipið, sem fengið hefur nafnið Guð- rún Gísladóttir, er sérhæft i frystingu og tæknilega fullkomið til þess að bregðast við breyttu framleiðslu- og neyslumynstri uppsjávarfisks. Þetta kemur fram í frétt frá Viðskiptablað- inu. Bæði Þórshamar og Örn hafa i áraraðir verið meðal fengsælustu nótaskipa íslenska flotans. Við síðustu úthlutun varanlegra aflaheimilda kom um 2,51% loðnukvótans í hlut Þórs- hamars en 3,64% í hlut Arnar. Saman- lagðar aflaheimildir skipanna eru því 6,15% alls loðnukvótans. Auk þess mun félagið eiga þrjá og hálfan síldar- kvóta, lítils háttar kvóta í rækju, tvo veiðirétti í norsk-islenska síldarstofn- inum og meirihluta í nýrri fiskimjöls- verksmiðju sem dótturfélag Festi, Gautavík hf., starfrækir á Djúpavogi. Einar Jón Ólafsson ráðgjafi telur að sameining Festi og Nótar muni hafa mjög jákvæð samlegðaráhrif í fór með sér fyrir verksmiðjuna. Á leið á markað Einar Jón hefur um árabil veitt ráðgjöf um sameiningu og samstarf sjávarútvegsfyrirtækja, bæði sjálf- stætt og er hann starfaði hjá Lands- banka íslands. Einar Jón veitti eig- endum Festi og Nótar ráðgjöf um sam- einingu félaganna. „Ég held að þetta sé ein besta sameining sem ég hef komið nálægt," segir Einar Jón í sam- tali við Viðskiptablaðið. Hann segir fyrirsjáanlegt að rekstrarumhverfl uppsjávarfyrirtækja muni gjörbreyt- ast á næstu árum vegna krafna mark- aðarins og aukinnar framieiðslu til manneldis. „Kröfumar um bætta nýt- ingu aflans verða sífellt háværari en ég tel að þau nýju skip sem eru að koma til landsins muni tryggja bjarta framtíð í greininni,“ segir Einar Jón og bendir á fjölhæf frystiskip á borð við Guðrúnu Gísladóttur í því sam- bandi en einnig nýtt fjölveiðiskip Samheija hf., Vilhelm Þorsteinsson. Hann segir að fyrirhugað sé aö sameinað fyrirtæki verði opnað fyrir nýjum fjárfestum og stefnt sé að því að koma fyrirtækinu á markað innan tveggja ára. Einar vill ekki upplýsa að svo stöddu hvernig staðið verður að þátttöku nýrra fjárfesta eða skrán- ingu á markað en ætla má að í þessu felist að Festi muni annaðhvort skoða sameiningu við önnur fyrirtæki utan Verðbréfaþings eða leita eftir samein- ingu við eitthvert þeirra sjávarútvegs- fyrirtækja sem fyrir eru á Verðbréfa- þingi. hefðu áhuga, heldur en að bjóða þau út á hinn almenna markað,“ segir Þorkell Sigurlaugsson. Sölunni lýkur föstudaginn 29. desember nk. og hafa hluthafar rétt til kaupanna í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Eigendur tveggja öflugra uppsjávar- fyrirtækja hafa undirritaö yfirlýsingu um sameiningu þeirra. Fyrirtækin sem um ræðir eru Festi hf. í Grindavík, sem gerir út nótaskipið Þórshamar GK 75, og Nót ehf. í Keflavík, sem gerir út nótaskipið Öm KE 13. DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 4336 m.kr. - Hlutabréf 3134 m.kr. - Ríkisvíxlar 860 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Samheiji 980 m.kr. © Kaupþing 574 m.kr. Q Marel 563 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Nýherji 8,7 % 1 Q Bakkavör Group 4,5 % © Flugleiðir 3,7 % MESTA LÆKKUN : | © Opin kerfi 7% , © ísienski hugbúnaöarsj 3,2 % © Delta 2 % ÚRVALSVÍSITALAN 1287 stig - Breyting O 0,96 % Launavísitalan upp um 0,1% Launavísitalan, miðað viö meðal- laun i nóvember, hækkaði um 0,1%. Hún er nú 197,4 stig, samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Samsvar- andi launavísitala, sem gildir við út- reikning greiðslumarks fasteignaveð- lána, er 4318 stig í janúar 2000. Vísitala byggingarkostnaðar lækk- aði um 0,3% frá fyrra mánuði miðað við verðlag um miðjan desember. Sam- kvæmt útreikningum Hagstofunnar er vísitalan 245,1 stig og gildir fyrir janú- ar. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 784 stig. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 0,7% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,5%. Árið 2000 var vísitala byggingarkostn- aðar að meðaltali um 3,1% hærri en árið 1999 Samið um stækk- un Hótel Esju í gær var undirritaður samningur á milli Flugleiðahótela hf. og Þyrpingar hf. um stækkun Hótel Esju. Eftir stækkunina verður Hótel Esja stærsta hótel landsins, útlit þess verður gjör- breytt og við það veröur glæsileg ráð- stefnumiðstöð. Hótelið verður opnað í nýrri mynd i apríl 2003, eftir rúm tvö ár. Líkur á vaxtalækkun í Bretlandi miklar Væntingar mai'kaðsaðila til vaxta- lækkunar í Bretlandi jukust snarlega þegar vitað var að tveir meðlimir í nefnd peningamála Seðlabanka Bret- lands hefðu gefið jáyrði sitt fyrir 0,25% vaxtalækkun á fundi nefndarinnar 7. desember síðastliðinn. Mat þessara meðlima var það að allt útlit benti til að eftirspum heimsins væri að minnka hraðar en vænst hafði verið. Hagvöxtur í Bandaríkjunum hef- ur hægt verulega á sér sem gæti leitt til minni eftirspumar frá Bandaríkjunum á vörum frá Bretlandi. Einnig var sú ástæða tilgreind að verð hlutabréfa hef- ur lækkað í Bretlandi sem leiðir til minnkunar eftirspumar almennings i gegnum auðsáhrif eigna. ____________ 21.12.2000 M. 9.15 KAUP " 5ÁLA i KAUP SÁLA BB Dollar 85,200 85,630 £H9Pund 125,170 125,810 l*B Kan. dollar 55,880 56,220 Dönsk kr 10,4260 10,4840 i Norsk kr 9,4980 9,5500 S Sænsk kr. 8,9080 8,9570 H—^ R. mark 13,0783 13,1568 J j Fra. franki 11,8544 11,9256 B II Belg. franki 1,9276 1,9392 1 3 Sviss. franki 51,0300 51,3200 ! QHolLgyllinl 35,2859 35,4979 ^ Þýskt mark 39,7580 39,9969 1 ít. lira 0,04016 0,04040 BM Aust. sch. 5,6510 5,6850 jÍH Port. escudo 0,3879 0,3902 1 * 1 Spá. peseti 0,4673 0,4702 | * [ Jap. yon 0,75660 0,76120 g | írskt pund 98,734 99,327 SDR 110,6500 111,3200 £!ecu 77,7598 78,2271

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.