Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 15
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 15 DV Dómsdagur tónlistarinnar Hver þekkir ekki lagið Sveitin milli sanda? Það er eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson sem braut blað í sögu tónlistar á íslandi með því að semja fyrsta íslenska raftón- verkið, vetur- inn 1959-60. Bar það nafnið Elektrónísk stúdía og er eins ólíkt dísætu popplagi og hugsast getur. Verkið samanstendur af sínustónum og hljóð- færaslætti, undarlegum hljóðum sem skiptast á við blásara og píanó eftir tólftónaformúlu, og þeg- ar það var frumflutt árið 1960 voru ekki allir hrifnir. Fæstir skildu bofs í fyrirbærinu og var tónlist Magnúsar ásamt þeirri sem ýmsir kolleg- ar hans voru að semja á sama tíma talin boða dómsdag tónlistarinnar. Tónlist Dómsdagsspáin gekk ekki eftir, raftónlist er að verða æ mikilvægari hluti menningarinnar, og fyrsta raf- og tölvutónlistarhátíðin á íslandi sem haldin var fyrir skemmstu verður að teljast einn helsti menningarviðburðurinn á árinu. Auðvitað var ekki allt merkilegt sem bar fyrir eyru, en nokkur snilldarverk eftir ýmis tónskáld gáfu manni góöa hugmynd um þá dásamlegu mögu- leika sem raftónlist hefur upp á aö bjóöa. Elektróníska stúdiu eftir Magnús Blöndal er að finna á nýjum geisladiski ásamt sex öðrum verk- um tónskáldsins. Þau eru flest samin í kringum 1960, en þó er eitt, Sonorities III, frá árinu 1973. Bera allar þessar tónsmíðar þess merki að hafa verið samdar af „vanefnum", tæknilegir mögu- leikar raftónlistarinnar voru ekki miklir á sjö- unda áratugnum. Þrátt fyrir það var Magnús ávallt leitandi í tónsköpun sinni, og eru verk hans mörg hver furðu sannfærandi. Til dæmis er Elektrónísk stúdía langt frá því að vera leiðinleg, sínustónarnir minna mann á gamlar geimveru- myndir og falla þeir merkilega vel að hljómi hefð- Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld Magnús var leitandi í tónsköpun sinni og verk hans eru mörg furöu sannfærandi. bundinna hljóð- færa, nánast eins og samtal manna og geimbúa. Einnig tekst Magn- úsi að galdra fram magnaða stemn- ingu með fjarlæg- um kvenröddum og taktmæli ásamt alls konar hljóðum öðrum í verkinu Samstirni. Geisla- diskurinn hefur því ekki aðeins sagnfræðilegt gildi, sum verk- anna eru góð 1 nú- tímalegum skiln- ingi og eiga allt eins skilið að heyr- ast á tónleikum í dag. Frágangur geisladisksins er prýðilegur og rit- gerð Bjarka Svein- bjömssonar um tónlist Magnúsar í meðfylgjandi bæk- lingi ítarleg og fróðleg. Þetta er vönduð útgáfa og hiklaust hægt að mæia með diskin- um fyrir þá sem hafa áhuga á þró- un raftónlistar á íslandi. Jónas Sen Elektrónísk stúdía, tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson Smekkleysa 2000. Bókmenntir Valnastakkurinn Endurminningar Andr- ésar Valbergs (sem stund- um er kallaður Valna- stakkur), í bókinni Skag- fírðingur skír og hreinn, snúast einkum um æskú hans, rætur og uppvöxt í Skagaflrðinum, fram að því að hann flytur þaðan skömmu fyrir þrítugt. Frásögnin er ítarleg og margþætt, sagt er frá ætt hans og uppruna, sveit- ungum og síðast en ekki síst frá ýmsum uppá- tækjum hans. Hér á enda í hlut maður sem hefur komið víða við, eins og sjá má á kaflaheitum bók- arinnar (leikari, fjárbóndi, kamarmokari, vöku- maður, bruggari, meindýraeyðir, slátrari, útgerð- armaður, bifreiðastjóri). Þó að einkum sé dvalist við fyrstu áratugi ævi Andrésar (sem er fæddur 1919) er hlaupið fram og aftur milli fortíðar og nútíðar á skemmtilega lausbeislaðan hátt, nokkuð í anda Jóns Múla Ámasonar sem nú hefur um skeið sent frá sér þjóðsögur sínar. Ægir þar ýmsu saman og sagan er krydduð lausavfsum og kvæðum enda Andrés annálaður hagyrðingur. Hann er einnig kunnur safnari og áhugamálin tvö, rímnakveðskapur og fræðgarúsk og söfnun, eru alstaðar undirliggj- andi. Megintilgangúr bókarinnar er að greina frá mannlífi í Skagafiröi á fyrri hluta aldarinnar en um leið er hún ágæt mannlýsing á höfundi. StUl- inn er glettinn og ekki dylst neinum að höfundur hefur gaman af að segja frá. Hann nemur staðar bæði við fólk og staði og tiltekna atburði og öll er frásögnin litrík og auðug af fólki, hlutum og síð- ast en ekki síst hinni svipmiklu aðalpersónu og lífsgleði hans. Gamansemi hans er stundum kald- ranaleg en mest á kostnað hans sjálfs og það má vera húmorslaus maður sem ekki fellur vel við þennan kostulega karl. Ármann Jakobsson Andrés H. Valberg frá Mælifellsá: Skagfiröingur skír og hreinn: Æviminningar, sagnaþættir og Ijóö. Árni Gunnars- son bjó til prentunar. Skjaldborg 2000. Bókmenntasaga Gyrðis HAð snúa aftur, safn ljóðaþýðinga sem Gyrðir Elíasson hefur sent frá sér, er per- sónuleg bók, þótt hún innihaldi þýðingar á verkum annarra skálda. Val ljóða og skálda er ekki byggt á hefðarveldi, hér eru ekki saman komin „helstu" eða frægustu skáld hvorki samtím- ans né bókmenntasög- unnar - nema þá frá sjónarhóli þýðandans. Safnið birtir eins konar einkabókmenntasögu Gyrðis, allt frá Kínverjan- um Han Shan, sem líklega var uppi á sjöttu öld, til þýska skáldsins Barböru Köhler sem er ekki nema tveimur árum eldri en Gyrðir sjálfur. Það er lika keimlíkur tónn eða tilfinning í þess- um ljóðum, þau einkennast af rósemd þótt stund- um búi sársauki eða ólga undir. Þetta skýrist ekki bara af stíl Gyrðis eða þvi að hann hafl gert ljóöin að sínum. Skáldin eiga sitthvað sameigin- legt í yrkisefnum og afstöðu. Maður fær á tilfrnn- inguna að svolítið rómantísk hugmynd um sam- félag skálda og tímalausan kjarna ijóðlistarinnar sjálfrar liggi að baki safninu. Einsemd, söknuður, einangr- rm eru áberandi í þýðingum Gyrðis. Flest ljóðanna eiga sér stað utan stórborga, úti í sveit eða jafnvel fjarri mannabyggð- um. Kannski er þaö hversu ná- komin náttúran er mörgum skáldanna ein ástæða þeirrar tilflnningar að ljóð þeirra myndi eina heild og renni jafn- vel hvert inn i annað. Uppsetn- ing bókarinnar ýtir líka undir þetta. Engin skil eru gerð milli einstakra skálda í umbroti þannig að stundum hendir það mann að lesa beint áfram án þess að taka eftir því að skipt er um skáld eða stokkið fram í tima um hálfa þúsöld eða svo. Þetta gerir að verkum að bók- in verður sterk heild, en ekki bara sýnisbók erlendra ljóða. Þannig er hún að sínu leyti áminning um það hversu skap- andi þýðingar geta verið. Þetta gerir hins vegar erfiðara að gera sér einhverja mynd af hverju einstöku skáldi, þó þykir mér eins og mest bragð sé að þýðingum Gyrðis á bandarísku skáldunum. TitÚlinn Að snúa aftur, sem sóttur er i ljóð eft- ir John Haines, getur vísað til ferðalags eða heimkomu, en einnig til þýðinga, við tölum jú um að snúa texta úr einu máli á annað. Það er hægt að lesa þennan titil á ýmsa vegu; aö þýðingarn- ar séu afturhvarf til ein- stakra skálda eða ljóða, eða að þýðing texta af einu máli á annað úr einu samhengi í annað sé eins konar ferða- lag þar sem sótt er á fram- andi mið og snúið aftur með hið framandi í nýju formi. Að snúa aftur er fín ljóða- bók, algerlega laus við að virðast samtíningur, þótt skáldin séu mörg. Fyrst og fremst er hún þó merkileg fyrir þá mynd sem hún bregður upp af skáldinu Gyrði Elíassyni og þeim fé- lagsskap sem hann kýs sér. Jón Yngvi Jóhannsson Gyrölr Elíasson: Aö snúa aftur. Ljóöaþýðingar. Mál og menning 2000. Gyrðir Elíasson skáld Kýs sér félagsskap erlendra skálda í Aö snúa aftur. _________________Meiming Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Fingurkoss Ljóðabókin Fingurkoss eftir Kristrúnu Guðmunds- dóttur hlaut viðurkenn- ingu dóm- nefndar um Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmunds- sonar í sumar sem leið. Þetta er önnur ljóðabók Kristrúnar, hin fyrri, Hugfró, kom út 1996. Tíminn er afstæður í ljóðum Kristrúnar, þar fléttast nútíð og for- tíð, samtími og minningar á per- sónulegan hátt eins og gleggst kem- ur fram í fyrsta ljóði bókarinnar, og myndir af æsku og elli skiptast skemmtilega á. Náttúran er henni hugstæö, einkum hafið, enda talar hún um að forfeður sínir hafl verið sjómenn og skilið eftir „blóð sitt / í mínu blóði“. Tími og haf taka stund- um á sig sömu mynd, rísa og hníga á víxl. Meðal fallegra kyrralífs- mynda í bókinni má nefna „Kvöld“: Svo var Ijós tunglsins þyrst ogfór niöur í haf til aó drekka þaö Horfiö tungliö yfir Miónesheiði Höfundur gefur bókina út. Far eftir hugsun Þóra Jónsdóttir hefur sent frá sér átt- imdu ljóða- bók sína, Far eftir hugsun. Þar byrjar hvert ljóð á til- vitnun sem flestar eru í gamlar þjóðvísur og kvæði og varpa stund- um nýstárlegum bjarma á efni ljóð- anna sjálfra eða ítreka það á sinn hátt. Til dæmis er hendingin „... á hjóli lukkan leikur" á undan „öku- ljóði": Hjal hjólbaröanna viö malbikió brennandi augnardö bifreiöanna flœkjan í neti gatnanna undankomuleióirnar öskur hemlanna og ósýnileg hönd Þóra kemur víða við í ljóðum sin- um sem mörg eru heimspekileg. Náttúrumyndir eru margar gullfal- legar - „Fúsar þiðna fannirnar / ofan f hálsmál fjallsins" segir á ein- um stað. Náttúra og saga og örlög kvenna eru rauðir þræðir auk þess sem þjóðtrú og dulræn stemning setja svip á bókina. Mýrarsel gefur bókina út. Fyrir norðan lög og rétt Almenna út- gáfan hefur gefið út bókina Fyrir norðan lög og rétt eftir landkönnuð- inn Ejnar Mikkelsen sem fyrst kom út á frummálinu árið 1920. Hlér Guðjónsson þýddi bókina með hlið- sjón af útgáfu frá árinu 1965. Þetta er skáldsaga um veiðimann- inn Sachawachiak, hinn mesta á sínu svæði í Alaska, og áhrifin sem innrás siðmenningarinnar hefur á líf hans. Þykir bókin lýsa einkar vel þeim menningarárekstrum sem orð- ið hafa á norðurslóðum. Ejnar þekkti af eigin reynslu samfélag eskimóa í Alaska og bregður upp lif- andi myndum af lifnaðarháttum þeirra, siðum og venjum, og síöan átökunum við hvita manninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.