Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Síða 32
36 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 * Tilvera I>V Kanajól á Kringlukránni í kvöld og næstu fimmtudags- kvöld fram að jólum ætla engir aðrir en Harold Burr og Grétar Örvarsson að vera með skemmti- dagsskrá fyrir matargesti Kringlukrárinnar. Þeir munu leika og syngja frá kl. 19 til 21. Félagamir munu halda uppi jólastemningu með Kanaívafi þar sem boöið verður upp á sér- stakan Kanajólamatseðil af þessu tilefni. Popp ■ BOTNLEÐJA OG KANADA A BRAVO Það veröur nóg um að vera á Kaffi Thomsen í kvöld þegar enn eitt Bravo-kvöldið fer í loftiö. Hljóm- sveitin Kanada stígur lyrst á stokk, en langt er síöan heyrðist frá henni vegna þess aö Raggi Kjartans hefur verið erlendis nú um nokkurn tfma. Sveitin gaf sem kunnugt er út frá- hæra plótu fyrr á árinu. ■ KAMMERKÓR SUÐURLANDS í JAPIS KRINGLUNNI I dag mun Kammerkór Suðurlands mæta í verslun Japis í Kringlunnl og syngja jólalög og passa að jólaskapið sé komið I gesti. Djass ■ DELERAÐ MEÐ TONLEIKA A SUFISTANUM, LAUGAVEGI Hljórrv sveitin Delerað heldur tónleika á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og mennlngar Laugavegi í kvöld kl. 21. Þar leikur sveitin lög af nýútkomnum diski semjnniheldur Söngdansa Jóns Múla Árnasonar. . Klassík ■ MOZART VIÐ KERTAUOS Kammerhópurinn Camerarctica heldur í kvöld sína árlegu kerta- Ijósatónleikar rétt fyrir jól með tón- list eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. Camerarctica mun leika í Dóm- klrkjunni í Reykjavík og munu tón- leikarnir heflast klukkan 21 og eru um klukkustundarlangir. Kirkjan veröur eins og áður einungis lýst með kertaljósum. Verkin sem hópur- inn hefur valið aö þessu sinni eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi op. 79 (samtíma umritun á KV 378 (317d)) og Strengjakvintett í B-dúr, KV 174. I lokin verþur að venju leik- inn jólasálmurinn „I dag er glatt í döprum hjörtum" sem einnig er eftir Mozart. Camerarctica skipa þau Ár- mann Helgason, klarinettuleikari, Hlldigunnur Halldórsdóttlr og Sigur- laug Eðvaldsdóttir, fiöluleikarar, Guðmundur Kristmundsson, vfólu- leikari og Slgurður Halldórsson, selióleikari en gestur þeirra í ár er víóluleikarinn Þórunn Marlnósdóttlr. Aögöngumiöar veröa seldir viö inn- ganginn, eldri þorgarar og nemendur fá helmingsafslátt og ókeypis að- gangur er fyrir börn. Leikhús ■ MISSA SOLEMNIS I dag kl. 17.30 veröur sýndur 5. einleikurinn f einleikjaröö Kaffileikhússins.,Sá nefnist Missa Solemnis eða í öðr- um heimi og er eftir finnsku leikkon- una og leikstjórann Krlstilnu Hur- merlnta. Leikari er Jórunn Sigurðar- dóttlr og leikstjóri er höfundurinn sjálfur Kristiina Hurmerinta. Síöustu forvöð ■ BUBBI OG JQHANN Bubbl(Guð- björn Gunnarsson) myndhöggvari og Jóhann G. Jóhannsson myndlistar- maöur Ijúka I dag sýningu á verkum sfnum í Sparlsjóðnum í Garðabæ, Garöatorgi 1. Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.ls Már Jónsson hefur rannsakað og sett dulsmál frá 1600 til 1900 í bók: Sek uns sakleysi er sannað - málin öll í sjálfu sér hræðileg vegna þeirra ótrúlegu refsihörku sem beitt var Þegar Scream kom á markaðinn fyrir tæpum fimm árum og sló í gegn svo um munaði varö strax ljóst að eftirlíkingar myndu fylgja í kjöl- farið og má segja að á síðustu árum hafi holskefla af „Scream-myndum", sem fylgja sömu formúlu og Wes Craven og Kevin Williamson lögðu upp með, komið fram og satt best að segja hefur verið fátt um flna drætti í þessari flóru unglingahryllings- mynda. Eftir því sem myndimar í sjálfri Scream-seríunni versnuðu urðu fylginautar hennar verri. En eins og segir í máltækinu að mjólka eigi kýmar meðan dropi fæst, þá hafa Hollywood-bændur ekki hlaup- ið frá formúlunni meðan hún gefur eitthvað í aðra hönd. Ein þeirra kvikmynda sem fylgdu Scream-formúiunni var Sögusagnir (Urban Legends) sem gerð var fyrir tveimur árum. Ekki þótti hún góður biti, en dollaramir fylltu vasa fram- leiðanda myndarinnar og því þótti sjálfsagt að gera framhald, Urban Legends: Final Cut, sem nú lítur dagsins ljós hér á landi. Það væri gaman aö geta haldið því fram aö botninum væri náð i unglingahryll- ingnum, en eins og flestir vita eru brunnar djúpir og því má alveg eins búast við mörgum slíkum ófagnaði í viðbót. Það væri nóg til að gera hvem mann vitlausan að fara að reyna að útskýra hvað er að gerast í Sögu- sögnum 2, má segja að myndin sé frá upphafi til enda ein mótsögn við sjálfa sig. Hún á að gerast innan- dyra í kvikmyndaskóla þar sem nemendur eru að gera skólamyndir sem senda á í Hitchcock- sam- keppni. Þama er allt til alls, meðal annars heilt hryllingssafn af vax- myndum og tækjum sem hver stofn- Morðinginn og fórnarlambið Morðinginn kvikmyndar eigið morð á ungri leikkonu. un gæti verið hreykin af og mætti halda að nemendur væru að gera milljón dollara myndir. í skólanum er líka brjálaður morðingi sem drepur hvern nemandann á fætur öörum. Á meöan morðinginn heldur sínu striki er eina sem hægt er að gera sér til dundurs til að dreifa huganum aö reyna að fara ein- hverja krókaleið í að finna út hver morðinginn er, því að sjálfsögðu fylgir myndin þeirri formúlu aö láta einn vera grunsamlegan, sem svo að sjálfsögðu er saklaus. Þegar svo ljóst er hver morðinginn er var það í eina skiptið í myndinni sem hægt var að brosa, ekki yfir snilldar- taktík handritshöfundar og leik- stjóra, heldur yfir fáránleikanum í plottinu. Sjálfsagt myndi meistari Hitchcock snúa sér viö í gröfinni ef hann vissi að nafn hans væri bendl- að við Sögusagnirnar. Hryllingur- inn í myndinni er ekki djúpur, byggist upp á að koma áhorfendum á óvart í fyrirsjáanlegum atriðum eða með aðstoð hljóðtæknimanna, og er myndin aðeins staðfesting á því að slíkar brellur nægja ekki, það þarf að vera eitthvað á bak við þær. Leikstjóri: John Ottman. Handrit: Paul Harris Boardman og Scott Derrickson. Kvikmyndataka: Brian Pearson. Tónlist: John Ottman. Aóalleikarar: Jennifer Morrison, Matthew Davis, Hart Bochner og Joseph Lawrence. á íslandi sem mér er kunnugt um frá lokum 16. aldar til fyrstu ára 20. aldar þótt hann sé ekki tæmandi." Már segir að skelfilegasta málið sem hann þekki sé frá árinul802 og fjalli um dauða Guðrúnar ívarsdóttir, bústýru á Garðabrekku í Snæfellsnes- sýslu. Guðrún lést 18. septem- ber og daginn eftir fundust lík- amsleifar nýfædds barns í ösku þegar öskustóin var tæmd. „Partar af fullvöxnum nýklakins barns líkama voru og á staðnum framvísaöir; var það höfuð, læri, lendar og fæt- ur, sem allt virtist fullburða, en miðpartinn vantaði." Ótrúleg refsiharka „Málin eru öll hræðileg vegna þeirra ótrúlegu refsi- hörku sem beitt var. í fyrstu málunum kemur fram að kon- urnar voru hreinlega drepnar þrátt fyrir að engin barnslík væru til staðar. Það er erfitt fyrir nútímamann að skilja þessa hörku en sem sagnfræð- ingur verður maður að leggja kalt mat á atburðina án þess að fara í mikla geðshræringu. í dag segjum við að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð en á þessum tíma var þessu öfugt farið og konumar þurftu að sýna fram á sakleysi en dómur- inn ekki að sanna sekt þeirra. -Kip DV-MYND PJETUR Már Jónsson dósent í sagn- fræöl Már segir ótrúlega refsihörku hafa verið í dulsmálum fyrr á öldum. Már Jónsson, dósent við Háskóla íslands, hefur ný- lega sent frá sér bókina Duls- mál 1600-1900. Dulsmál eru mál sem fjalla um fólk, aðal- lega konur, sem af einhverj- um ástæðum leynir fæðingu barns og skýtur því undan með einhverjum hætti. Már lauk BA-prófi í sagn- fræði frá HÍ árið 1980, kandídatsprófi 1985 og dokt- orsprófi 1995. „Bókin sem ég var að senda frá mér er að stofni til ritgerð frá 1985 um dulsmál. Á sínum tíma reyndi ég að safna öllu sem ég gat um efnið og hefur alltaf langað til að vinna meira með það. Efnið er mjög áhugavert og æskilegt að fólk hafi aðgang að því. í fyrra hóf Sagnfræðistofnun útgáfu á heimildaritum og þá kvikn- aði hjá mér hugmynd um að gefa dulsmálin út.“ Líkamsleifar barns í öskustónni „í nýju bókinni eru birt fjórtán mál sem strangt tekið eru tólf dómar, ein yfir- heyrsla og eitt bréf. Þegar ég skrifaði ritgerðina fjallaði ég um málin en birti ekki dóma. í nýju bókinni eru birtir dómar sem taka til tímabils- ins frá 1600 til 1900 og eru sæmilega lýsandi fyrir heild- ina. Inngangurinn er að miklu leyti byggður á rit- gerðinni en með viðbótum sem ég hef fundið frá því ég skrifaði hana. Ég reyni að setja efnið í meira samhengi og í lok bókarinnar er að finna annál yfir öllu dulsmál Bíógagnrýni Stjörnubíó - Urban Legends: Final Cut i Rugl og meira rugl Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.