Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Page 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Tré- húsgögn í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Kennarar: Við erum að „Við erum að,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður samninga- nefndar fram- haldsskólakenn- ara, við DV í morg- un. Hún var þá á leið á fund hjá rík- issáttasemjara sem hófst kl. 9. Samninganefnd- ir framhaldsskóla- kennara og ríkis- ins sátu á fundi í fjórtán klukku- stundir í gær. Rikið hefur lagt fram nýjar hugmyndir í viðræðunum og ætlar ríkisssáttasemjari að láta reyna á til hins ýtrasta hvort þær geti leitt til samnings. Elna Katrtín kvaðst ekki geta tjáð sig um gang viðræðna né efnisatriði þeirra þar sem fréttabann væri á deiluaðilum. -JSS Elna Katrín Jónsdóttir. Reykiavík: Raðist a log- reglumann Lögreglunni í Reykjavik var til- kynnt um hávaða frá veisluhöldum ungmenna í austurborginni í nótt. Lögreglumenn fóru og könnuðu málið og kom þá í Ijós að húsráð- andi var ekki heima og höfðu 15 til 20 ungmenni safnast saman í íbúð- inni. Einn veislugesta varð heldur æstur við afskipti lögreglunnar af skemmtun þessari, réðst á einn lög- reglumanninn og veitti honum áverka í andliti. Maðurinn, sem er rétt innan við tvítugt, var handtekinn og fluttur í fangageymslur lögreglunnar. -SMK DV-MYND INGÓ Lífi og limum fólks stofnaö í hættu Eldur kom upp í tveimur sorpgeymslum í vesturbænum í morgun og er taliö aö um íkveikjur hafi veriö að ræöa. Siökkviliöiö lítur máliö mjög alvarlegum augum og sagöi talsmaöur þess aö hér væri um tilræöi viö líf fólks aö ræöa. Eldar kveiktir í vesturbæ Reykjavíkur: Tilræði við fólk - segir stöðvarstjóri slökkviliðsins Eldur kom upp í tveimur sorp- geymslum íbúðarhúsa í vesturbæ Reykjavíkur í morgtm og talið er að um íkveikjur hafi verið að ræða. Ein kona var flutt á sjúkra- hús með reykeitrun, og lítur slökkviliðið þetta mjög alvarlegum augum. „Þetta er bara tilræði við íbúa. Þau eru að færast á mjög alvarlegt stig, þessi tilræði. Menn geta ekki litið á þetta sem óþægindi lengur, þetta er orðin almannaheill að veöi með svona tilræðum," sagði Friðrik Þorsteinsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Tilkynning barst um klukkan sex í morgun um eld í sorp- geymslu við Reynimel. Slökkvilið mætti á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið. Þá logaði eldurinn í húsinu glatt og mikinn reyk hafði lagt inn á stigagang hússins og inn í íbúðir. Stigagangurinn var rýmd- ur og var ein fullorðin kona flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með reykeitrun. Að sögn læknis þar var konan sem flutt var á sjúkra- hús með væg einkenni reykeitrun- ar og ekki talin vera i lífshættu. Eldurinn náði upp í þekjuna og þurfti að rjúfa hana til þess að slökkva eldinn. Skömmu eftir að tilkynningin um eldinn við Reynimel kom var tilkynnt um aðra íkveikju i sorp- geymslu á svipuðum slóðum, Meistaravöllum. Annar hópur slökkviliðsmanna fór þangað ásamt lögreglu. Stigagangurinn var rýmdur og gekk greiðlega að slökkva þann eld. Síðan fóru þeir slökkviliðsmenn á Reynimelinn til aðstoðar. Lögreglan í Reykjavík er með máliö í rannsókn og leitar nú brunavargsins eða -varganna. -SMK Forsætisráðherra segir Hæstarétt ganga inn á svið löggjafans: Gagnverkandi áhrif við Mannréttindadómstólinn - segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður „Menn verða að átta sig á því að stjórnskipunarréttur- inn i Evrópu hefur verið í heilmikilli þróun síðustu 20 ár. Þessi dómur Hæstaréttar er angi af þeirri þróun,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og sækjandi í máli öryrkjabandalagsins, um þá gagnrýni Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar hæstaréttarlögmanns að Hæstiréttur hafi gengið inn á sviö löggjafans með dómi sínum í máli öryrkjabandalagsins gegn rík- inu. „Það eru gagnverkandi áhrif milli Mannréttindadómstóls Evrópu og Ragnar Aðalsteinsson Stjórnskipunar- réttur i þróun. æðstu dómstóla í ríkj- um Evrópu. Þar hefur stjómlagadómstóllinn þýski leikið mikilvægt hlutverk. Meðal álita- mála þar hefur verið hvernig draga eigi mörkin á milli hins lýðræðiskjöma löggjaf- arvalds og dómsvalds- ins. Á síðari árum er almennt viðurkennt í evrópskri lögfræði að þegar löggjöf beinist að fá- mennum hópi manna og í henni felst mismununun þá beri dómstól að víkja shkri löggjöf til hliðar með vísan til stjórnskipunarréttarins. Þetta á ná- kvæmlega við um mál öryrkjabanda- Inglbjörg Pálmadóttir íhugi afsögn. lagsins,“ segir Ragnar og legg- ur áherslu á að dómurinn feli ekki í sér að dómsvaldið sé að taka sér afskiptavald af fjár- veitingavaldi löggjafarvalds- ins. „Ég hlakka til að heyra hvað prófessorar í lagadeild Háskóla íslands segja um dóminn á næstu dögum,“ seg- ir Ragnar. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur ekkert viljað tjá sig um dóminn sem valdið hefur miklu uppnámi en ráðherrann óskaði eftir skyndifundi í ríkisstjórn vegna málsins í dag. Stjórnarandstað- an hefur sagt að eðlilegt væri að ráð- herrann íhugaði afsögn. -rt Reykjavík: Þýfi finnst Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn á bíl í austurbæ borgarinnar í nótt. Aö sögn lögreglunnar þóttu ferð- ir mannanna grunsamlegar sem varð til þess að hún hafði afskipti af þeim. Við leit í bílnum fannst varningur sem talið var að væri þýfi. Mennimir voru handteknir og fluttir á lögreglu- stöð. Einnig var lögreglu tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í vestur- og austur- hluta borgarinnar en ekki var vitað til að nokkru hefði verið stolið.-SMK Fimm bíla árekstur Fimm bíla árekstur varð á Hring- braut í Reykjavík á móts við Um- ferðarmiðstöðina um hálfsexleytið í gærdag. Að sögn lögreglu er talið líklegt að aðgæsluleysi bílstjóra hafi verið ástæða árekstursins, en bfi- amir lentu hver aftan á öðrum. Einn bílanna var óökufær eftir at- vikið og einn maður kvartaði undan eymslum. Hann var þó ekki talinn alvarlega slasaður og ætlaði sjálfur að leita sér læknishjálpar. Áreksturinn olli talsverðum töf- um á Hringbrautinni, en umferðar- þunginn um hana er að öllu jöfnu mikill á þessum tíma dags. -SMK Villiljós Fókusblað morgundagsins færir ykk- ur plötusnúðinn Margeir sem heldur sitt árlega diskókvöld á næstunni og rætt er við jólasveininn Stekkjastaur sem upplýsir hvað gerist á bak við tjöld- in hjá sveinkunum. Unga fólkið opin- berar jólakortin sín í Fókusi og vinkon- umar Yesmine og Anna ræða um lifið í líkamsræktinni. Nokkur ungmenni segja trá því hvemig er að vera á lausu og rætt er við unga stúlku sem flúði kennaraverkfallið til Kaupmannahafn- ar. Fjallað er um kvikmyndina Villiljós og Lífið eftir vinnu er á sínum stað, sami leiðarvísirinn fyrir skemmtana- og menningarfíklana. 4 4 i 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.