Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Fréttir DV Átakanleg saga foreldra geðfatlaðs 17 ára unglings sem hvergi fær inni: Fjölskyldan í rúst - íhuga að skipta heimilinu upp - mikil félagsleg einangrun Erfitt líf Hjónin Sigþrúður Hilmarsdóttir og Sæmundur Ingólfsson fá ekki samastað fyrir 17 ára son sinn, Atla, sem er með mjög alvarleg hegðunarfrávik vegna litningagalla, sem líkist framheilaskaöa. „Hann fær ofsaleg bræði- köst. Hann hefur hótað og ógnað, hann hefur skorið sig. Hann hefur oftar en einu sinni lagt herbegið sitt aðgjörlega í rúst. Hann hef- ur stórskemmt tvo bíla sem við eigum. Við höfum þurft að sækja hann niður á Hlemm, þar sem hann var á sokkaleistunum. Við vitum ekki hvenær þetta fer end- anlega úr böndunum." Þetta segja hjónin Sig- þrúður Hilmarsdóttir og Sæmundur Ingólfsson um 17 ára son sinn, Atla, sem er með mjög alvarleg hegðun- arfrávik vegna litn- ingagalla, sem líkist fram- heilaskaða. Eins og DV greindi frá í gær, fær hópur bama og unglinga með slík einkenni engar varanlegar úrlausnir í heilbrigðis,- menntamála- né félagslega kerfmu. Þeim er vísað á milli staða, meðan aðstand- endur ganga árangurslausa þrautagöngu til að reyna að knýja á um lausn vandans. Sigþrúður og Sæmundur búa í lít- iili íbúð ásamt þremur bömum sín- um, Atla og tveimur yngri systkin- um, 10 og 13 ára. Þegar Atli var um sex ára aldur sáu foreldrar hans að hann þroskaðist ekki eins og önnur böm. Síðar fóru að koma í ljós mikl- ar geðtruflanir sem hafa ágerst með árunum. Hann hefur verið af og til á barna- og unglingageðdeildinni Viðskiptavin í Select við Vestur- landsveg rak í rogastans á dögunum þegar hann fékk hundraðkrónumynt í afgang sem merkt var árinu 2001. Ingvar Sigfússon, rekstrarstjóri Seðlabanka íslands, segir að um nýslegna mynt sé að ræða sem upp- haflega átti að fara í umferð í febrú- ar á komandi ári. „Það var skortur á hundraðkrónu- mynt á markaðnum og því var skammtur upp á 10 til 20 milljónir mynta settur í umferð fyrir tímann," segir hann en meginhluti þeirra er í formi birgða í bönkum. Ingvar segir líklegustu skýringuna á skorti á síðastliðin ár, en foreldrunum hefur verið gerð grein fyrir því að hann eigi alls ekki heima þar. Hann fékk vinnu í Ásgarði, sem er vemdaður vinnustaður. Þar réöst hann á for- stöðumanninn með hamri í einu reiðikastinu, en fékk þó að vera áfram þar til hann hætti sjálfur að mæta. I sumar var hann sendur norður aö Árbót, sem er heimili fyr- ir unglinga með vandamál. Hann var sendur aftur heim eftir mánuð. I Ijósaskiptunum Mynt komin í umferð fyrir tímann. hundraðköllum nú vera aukna notk- un og uppsöfnun þeirra en einnig týnast myntir eða skemmast. -jtr Nú er hann enn einu sinni heima og „fjölskyldan er í rúst“, eins og Sigþrúður kemst að orði. „Þessi spennutími hefur verið erf- iður,“ segir hún. „Jólin voru eins og við værum að ganga á hári og nú er hætt við að spennan leiði til þess að hann fái kast. Eina úrræðið sem okkur hefur veriö bent á er að hringja í neyðarvakt lækna og lög- regluna ef við ráðum ekki lengur við hann.“ Skipta fjölskyldunni upp Atli er félagslega einangraður. Hann er nær einungis með fjölskyldu sinni. Foreldrarnir skiptast á um að vera með hann, því einn getur hann ekki verið. Stundum snýr hann sólar- hringnum við og þá þarf annað for- eldranna að vaka á sömu tímum og hann. Þessi veikindi Atla hafa fengið mjög á yngri systkin hans. Þau óttast hann í ofsaköstunum. Þau eru vinafá og verða jafnvel fyrir aðkasti þegar Atli tekur upp á að fylgja þeim eftir um hverfið í leit að félagsskap. Mjög fljótlega eftir að hann kom heim af BUGL fóru foreldrar hans að fá upp- hringingar frá skólanum vegna van- líðunar yngri barnanna. Kennari annars þeirra hefur stutt þau meö ráðum og dáð og boðið þeim að þau geti komið til sin ef þau treysti sér ekki lengur að vera heima. „Það eina sem við höfum í bakhönd- inni núna er að kennari barnanna okkar er búinn að bjóðast til að taka þau til sín ef allt springur," segir Sigþrúður. „Önnur úrræði höfum við ekki. Starfsfólk skólans hefur reynst okkur mjög frábær- lega.“ Foreldramir segjast hafa verið vel meðvituð um vanda yngri barn- anna. Þeim hefði þó óneitanlega brugðið í brún þegar þau fundu ferðatösku falda undir rúmi annars þeirra. Börnin séu augljóslega tilbúin að flýja heimilið ef í nauðirnar reki. Vegna álags á heimilið ákváðu Sigþrúður og Sæ- mundur að reyna að fá íbúð hjá félagsmálastofn- un yfir jólin. Þau ætluðu að skiptast á að vera með Atla þar til að hinir úr fjölskyldunni sem heima væru gætu hvílt sig á meðan. En fyrirvarinn var of skammur, þannig að ekki tókst aö fá íbúð í tíma. Nú íhuga þau að leigja íbúð til lengri tima, þannig að hægt sé að skipta fjölskyldunni upp. „Við get- um ekki gert yngri börnunum það lengur að búa við þetta,“ segja þau. Sæmundur og Sigþrúður kvíða því mjög að Atli verði 18 ára. Þá verður hann sjálfráða og getur farið sínu fram. Til þessa hafa þau pass- að að halda honum inni í íbúðinni í ofsaköstunum. Þau leggja alla áherslu á að halda honum frá áfengi og tóbaki. „Hann er fæddur fikill," segir Sigþrúður. „Það þarf að passa sérstaklega upp á að hann borði ekki of mikið af því sem honum finnst gott. Það er engin spurning hvernig færi ef hann byrjaði að prófa vímuefni." „Þessi börn eiga enga framtíð," bætir Sæmundur við. Hann kveðst hafa bundið miklar vonir við sam- vinnu heilbrigðisyfirvalda og félags- málayfirvalda sem hefði verið komin af stað. Hún virðist hins vegar vera að renna út í sandinn. „Það eru eng- in úrræði fyrir þessa einstaklinga. Margir þeirra gera ekki annað en að fara á milli fangageymsla og stofn- ana eftir að aðstandenda nýtur ekki lengur við. -JSS Viöskiptavinur rak upp stór augu: Hundraðkall frá árinu 2001 - í umferð fyrir tímann DVJvlYND E.ÓL. Sameiningin kynnt Forsvarsmenn Samkaupa, og Mat- bæjar kynna sameiningu fyrirtækj- anna tveggja. Nýr risi á mat- vörumarkaði Þriðja stærsta matvöruverslunar- keðja landsins verður til um áramótin við sameiningu Samkaupa hf. og Matbæjar ehf., sem rekur með- al annars Nettóverslanirnar. Að sögn Eiríks Jóhannssonar, stjórnar- formanns Matbæjar, felur samein- ingin í sér hagræðingu í innkaupum og aukinn slagkraft á markaðnum. Einnig mun hún fela í sér hagræð- ingu í bókhaldi, stjómun og á öðrum sviðum fyrirtækisins. Guðjón Stefánsson, framkvæmda- stjóri Samkaupa, segir að um eðli- lega aðgerð sé að ræða hjá fyrirtækj- unum og ekki síst vegna þess að slíkt hefur verið að gerast hjá keppinaut- um þeirra. Hann segir að ekki sé hægt að slá neinu fostu um það núna hvort einhverjum búðum verði lokað í kjölfar sameiningarinnar. Áætlað er að ársvelta hins nýja fyrirtækis verði rúmlega 8 milljarð- ar og starfsmenn þess em fimm hundruð. -MA Leikhús við Snorrabraut: Allt falt fyrir rétt verð - segir Árni Samúelsson „Húsið er ekki og hefur ekki verið á söluskrá. En allt er falt fyrir rétt verð,“ sagði Árni Samúels- son, biókóngur I Sam- bíóunum, um fréttir af áhuga Leikfélags íslands og Loftkastal- ans á því að kaupa Bióborgina við Snorrabraut. For- svarsmenn Leikfélags íslands hafa þegar skoðaö Bióborgina með hugs- anleg kaup í huga og list vel á. Árni Samúelsson segist hins vegar ekki hafa verið með í fór þegar Leikfélags- menn skoðuðu bióhús hans við Snorrabraut: „Ætli dyrayörðurinn hafi ekki sýnt þeim húsið. Ég er ekkert að minnka við mig í þessum bransa en þegar ég tek ákvarðanir þá er ég fljótur að því,“ sagði Árni Samúelsson sem úti- lokar ekkert ef verðið er rétt. -EIR Árni Samúelsson. Veðrið í kvöld Kólnandi veður Norðlæg átt, víða 8 til 13 m/s, en heldur hægari noröan til. Dálítil snjókoma eöa él noröan- og austanlands, en skýjaö meö köflum sunnanlands. Kólnandi veöur og frost 5 til 15 stig á morgun. Sólargangur og sjnvarföll REYKJAVlK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.41 14.56 Sólarupprás á morgun 11.20 11.35 Síödegisflóö 21.27 02.00 Árdegisflóö á morgun 09.45 14.18 Skýringgjr á veMrtðfcniUP # ^VINDÁTT 10°—HITI -10° ^VINDSTYRKUR í metrum i sekúndu ^FROST HEIÐSKÍRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF* SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ : w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA •fví>* ÍT ÉUAGANGUR ÞRUMU* VEOUR cjí/SF. RENNINGUR ÞOKA Talsvert frost á gamlársdag Á gamlársdag verður áfram norðlæg átt, víöa 8-13 m/s. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en annars skýjaö með köflum. Talsvert frost á öllu landinu. Mánud m. Þnðjud Miövikuda Vindur: 8-13 Hiti -3° tii -9' Vindur: 5-13 Hiti -3° «1-9° Vindur: C vt-—s 5-13 N -O V !u: .3» .O” ' Hiti -3° til-9 Nor&iæg átt, dálítil él nor&an og austan tll, en annars skýja& me& köflum. Áfram talsvert frost. Breytlleg átt, dál'itll él vestan tll, en annars úrkomulitiö. Vi&a talsvert frost. Breytileg átt, dálitll él vestan tll, en annars úrkomulltlö. Víöa talsvert frost. AKUREYRI snjóél -3 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR -4 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -5 KEFLAVÍK léttskýjaö -4 RAUFARHÖFN snjóél -2 REYKJAVÍK léttskýjaö -7 STÓRHÖFÐI alskýjaö -2 BERGEN skýjaö -1 HELSINKI snjókoma -8 KAUPMANNAHÖFN skýjaö -1 ÓSLÓ snjókoma -4 STOKKHÓLMUR snjókoma -1 ÞÓRSHÖFN léttskýjað -1 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -18 ALGARVE léttskýjaö 14 AMSTERDAM hálfskýjaö 2 BARCELONA léttskýjaö 8 BERLÍN heiöskírt -2 CHICAGO alskýjaö -8 DUBLIN léttskýjaö -6 HALIFAX snjókoma -1 FRANKFURT snjókoma 1 HAMBORG skýjaö -1 JAN MAYEN snjókoma -14 L0ND0N þokumóða -5 LÚXEMBORG þoka 1 MALLORCA léttskýjaö 13 MONTREAL alskýjaö -10 NARSSARSSUAQ heiöskírt -10 NEW YORK heiöskírt -7 ORLANDO alskýjað 13 PARÍS skýjaö 3 VÍN skýjað 0 WASHINGTON heiðskírt -8 WINNIPEG alskýjaö -17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.