Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
31
DV
Helgarblað
Þegar flett er blöðunum þetta
menningarár er einsýnt að
það er á við hver venjuleg
þrjú. Framboðið á úrvalsmenning-
arviðburðum var meira en nokkru
sinni áður og nokkra viðburði hefð-
um við alis ekki fengið nema af því
að Reykjavík var ein af níu menn-
ingarborgum Evrópu og ríki og borg
tóku það hlutverk hátíðlega. Lang-
þráð var uppsetning stórvirkis Jóns
Leifs, Baldurs, sem hann sá fyrir
sér sem ballett og sem settur var
upp með íslenska dansflokknum og
stjörnudönsurum frá Finnlandi
undir stjóm danshöfundarins,
Jorma Uotinen. Leif Segerstam
stýrði prýðilegri Sinfóníuhljómsveit
íslands og sviðsmynd Kristínar Bre-
dal var eftirminnilega flott. „Bálfor
Baldurs í lokin kallaði fram andköf
frá gestum og eldgosið var svo ógur-
legt að mann langaöi mest til að
flýja burtu æpandi,“ sagði Jónas
Sen hér í blaðinu.
Annar stórviðburður sem einnig
tengist listdansi var heimsókn San
Francisco-ballettsins undir stjórn
Helga Tómassonar með hið ógleym-
anlega Svanavatn og sá þriðji var
ungmennakórinn glæsilegi, Raddir
Evrópu, sem söng sig inn í hjörtu
íbúa menningarborganna undir
næmri stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur.
DV-MYND E.ÓL.
Nina Hyvárinen í hlutverki Nönnu, borln uppi af dönsurum í íslenska dansfiokknum.
Baldur eftir Jón Leifs og Jorma Uotinen var kannski hátindurinn á þessu mikla menningarári.
Mmmmm-menningarár
Menning = skemmtun
Menningarárið hófst með dýrðar-
degi 29. janúar og 80 viðburðum um
alla borg sem borgarbúar flykktust
á. Reyndar er það kenning undirrit-
aðrar að á þessu ári hafi íslending-
ar endanlega hætt að óttast orðið
„menning" og farið að tengja það
við orðið „skemmtun" meira en
áður. Hápunkti í framboði náði árið
á Listahátíð í maí og júní en hún
var markvissari og glæsilegri en
nokkru sinni fyrr.
2000-2001 |
Silja Aðalsteinsdóttir
fréttastjóri menningarefnis
Tónlist var í öndvegi allt árið og
ýmsum sérþörfum vel sinnt, til
dæmis með vel skipulagðri raftón-
listarhátíð, Óvæntum bólfélögum
(sem enduðu með brjálaðri rokkóp-
eru dr. Gunna og Guðbergs í Iðnó!)
og Bubba að syngja Bellman. Á frá-
bærri bókmenntahátíð sást vel hvað
það skiptir miklu máli að byrja
snemma að skipuleggja. Ekkert þýð-
ir að bjóða heimsþekktum rithöf-
undum með nokkurra mánaða eða
jafnvel árs fyrirvara. Það verður að
leggja fyrir þá snörur tveimur eða
þremur árum fyrir hátíð, þá er von
á jáyrði! Þakkarvert var að fá tæki-
færi til að hlýða á fólk eins og
Gúnter Grass, Antoniu Byatt og
André Brink og drekka af brunnum
reynslu þeirra og gáfna.
Þetta vildum viö sjá
Myndlistarsýningar voru vel sótt-
ar en áberandi er þó hvað við erum
miklu fúsari að skoða verk látinna
listamanna en lifandi. Sýningin á
verkum Rósku í Nýlistasafninu sló
öll aðsóknarmet þar á bæ enda afar
aðgengileg og forvitnileg því ekki
mundu allir hvað hún var fær lista-
maður. Mesta aðsókn í Listasafni ís-
lands hlaut stór og glæsileg yfirlits-
sýning á verkum frumherjans Þór-
arins B. Þorlákssonar; menn fengu
alls ekki nóg af litfógru landslagi
hans með eða án hesta og það rann
upp fyrir manni hve sterk áhrif
hans á skynjun okkar eru. Ljós-
myndarar eru enn að reyna að ná
sömu hughrifum með landslags-
myndum frá sama sjónarhóli nú,
öld síðar. í Listasafni Reykjavíkur
var markverðust hin glæsilega sýn-
ing á íslenskri hönnun á öldinni.
Mikilla vinsælda njóta sýningam-
ar Þetta vil ég sjá í Gerðubergi,
menningarmiðstöðinni í Breiðholti.
Vigdís Finnbogadóttir og Diddú
völdu þar listamenn í ár og opnuðu
augu gesta fyrir ýmsu óvæntu. Á
samnorrænu sýningunni Fantasi
Design í Gerðubergi sáum við líka
hvað íslensk börn eru snjöll.
Draumur og Ofviðri
í leikhúsunum var Shakespeare
áberandi eins og vera ber á tíma-
mótum. Þrír dásamlegir gamanleik-
arar léku sér að því að flytja hann
„eins og hann leggur sig“ hjá Leik-
félagi íslands, Leikfélag Reykjavík-
ur setti Lé upp á nýstárlegan hátt,
Ofviðrið í Nemendaleikhúsinu var
vönduð og mögnuð sýning og svo
var Draumur á Jónsmessunótt
frumsýndur á afmælisdegi Þjóðleik-
hússins síðastliðið vor í hugmynda-
ríkri og bráðfjörugri uppsetningu.
Já, afmæli: Þjóðleikhúsið og Sin-
fóníuhljómsveitin fimmtug, Ríkisút-
varpið sjötugt og 250 ár síðan Bach
dó. Allt setti þetta sinn svip á árið.
Einnig kvöddum við nokkra önd-
vegislistamenn á árinu, Jón úr Vör,
Louisu Matthíasdóttur, Nínu Björk
Ámadóttur og Indriða G. Þorsteins-
son. Þau mega ekki gleymast.
Engin hrossakaup
Sérstaklega gleður hjartað að
barnabók skyldi vinna Islensku bók-
menntaverðlaunin í ár. Einnig er
gleðilegt hve vandaðar skáldsögur ís-
lenskra rithöfunda rata inn á mörg
heimili. Sárara var að Svava Jakobs-
dóttir skyldi vera skilin eftir út und-
an þegar valdir voru listamenn inn á
heiðurslaunalista Alþingis.
Hneykslið í því máli er ekki bara að
Þráinn Bertelsson skuli vera kominn
inn á listann heldur að stjórnarflokk-
arnir skuli stunda hrossakaup með
þennan æðsta heiður sem veitist ís-
lenskum listamönnum. 20. öldinni er
lokið og kalda stríðinu líka.
úr því. Þá getum viö staðið uppi
eins og eftir gott partí - með mikið
drasl og vonda timburmenn! En við
munum gera allt til að svo verði
ekki.“
- Er eitthvað sem þú ert sérstak-
lega þakklát fyrir á árinu?
„Ætli ég sé ekki sérstak-
lega þakklát veðurguðun-
um!“ segir Þórunn og
hlær. „Þeir hafa klappað
okkur í bak og fyrir. Það
hafa fleiri viðburðir ver-
ið haldnir utan dyra en
nokkru sinni fyrr og við
höfum aldrei þurft að af-
lýsa. Hugsaðu þér allt
sem við hefðum getað
lent í ef veðriö hefði
verið vont!“
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Reykjavíkur
- menningarborgar Evrópu árið 2000:
Trúir ekki að
/ • X / 1 / • X
anð se buið
Þórunn Siguröardóttir
Niöurstaöa ársins er
góö, sama
hvaöa hliö
er skoö-
uð.
Þegar við hringjum í Þórunni Sig-
urðardóttur er hún að horfa á upp-
tökuna á Baldri, ballett Jóns Leifs,
sem var einn af tindum ársins og
verður sýndur í sjónvarpinu á ný-
ársdag. „Þetta er lygilega góð upp-
taka,“ segir hún, „gaman að sjá ball-
ettinn í návígi og þetta fallega svið.
Og alltaf verð ég jafnfegin þvi að
ekki kviknaði í á sviðinu!"
- Hver er tilfinning þin I árslok?
„Hún er mjög skrýtin og maður
trúir ekki að árið sé búið, það hefur
liðið svo hratt. Það hefur verið mik-
iö lán yfir þessu verkefni sem stafar
ekki síst af samhug og áhuga þeirra
fjölmörgu sem hafa komið að því.
Eiginlega er sama hvaða leið er far-
in til að meta árið, hvort skoðuð er
aðsókn, umfjöllun fagaðila og fjöl-
miðla, mat þeirra sem settu fé í
þetta eða aimennings, ails staðar
verður niðurstaðan jákvæð. Reynd-
ar er það svo að annaðhvort tekst
svona verkefni vel eöa illa. Ef hlut-
imir byrja að ganga illa eru engin
takmörk fyrir því hvað þeir geta
oröið skelfilegir, en ef vel gengur
veröa margfeldisáhrifin ótrúlega
mögnuð. Svo segi ég eins og Clinton:
Þetta er bara spumingin um að
safna í kringum sig harðsnúnu liði
og gera sitt besta!“
- Verða öll ár hér eftir í skuggan-
um af þessu ári?
„Nei, það þarf alls ekki að vera.
Öllu máli skiptir að hugsa meira
um gæði en magn og læra af þessu
ári hvað hægt er að gera þegar tími
gefst til undirbúnings og betri fjár-
ráð eru en venjulega. Óhjákvæm-
lega verður viömiðunin önnur eftir
þetta ár, við munum einfaldlega
gera meiri kröfur og það er gott. En
endanlegt mat á árinu mun í raun-
inni ekki liggja fyrir fyrr en eftir
nokkur ár þegar við sjáum hver
áhrifm af því verða. Þótt árið hafi
tekist vel geta
áhrif þess orðið
slæm ef við hugs-
um ekki vel um
hvemig við
vinnum
Einar Már Guö-
mundsson.
Sagnahefðin er
okkar gæfa
Árið 2000 byrjaði stórt hjá Einari
Má Guðmundssyni með frumsýningu
á kvikmynd þeirra Friðriks Þórs,
Englum alheims-
ins, og endaði með
metsölu á nýrri
skáldsögu hans,
Draumum á jörðu.
Þetta hvort tveggja
setur svip á árið
hjá honum, en auk
þess ferðaðist hann
töluvert, innan-
lands og utan, til að
kynna verk sín.
„Lengst fór ég til Suður-Afríku á
bókmenntahátíð og þar var ég líka að
lesa upp í skólum, rétt eins og hér
heima,“ segir hann. „Alveg frá blönd-
uðum yfirstéttarskólum til heimila
götubarna sem öll voru svört. Mest
var ég í hlutverki viðtakanda, drakk í
mig þessa framandi menningu. En
fólkið þar var líka forvitið um þennan
klett hér norður í hafi og ég var með
nokkrar myndabækur með mér frá ís-
landi til að sýna. Flottustu og stærstu
bókina gaf ég götubörnunum sem
urðu alveg hugfangin, einkum af vetr-
armyndunum, þau höfðu aldrei séð
jökla og ísjaka áður. I þessari ferð
rann upp fyrir mér þýðing þess að við
skulum aldrei hafa þurft að berjast
við ólæsi. Kjami vandamála S-Afríku
stafar frá 50% ólæsi meðal þjóðarinn-
ar. Því fylgir vanþekking og hugar-
myrkur sem erfitt er að vinna bug á.
Það segir okkur hvílík gæfa sagna-
hefðin er og bókmenntirnar.
Komin á
Evrópukortið
Katrín Hall, stjórnandi Islenska
dansflokksins, er að vonum stolt af af-
rekum síns flokks á þessu mikla
dansári og sérstak-
lega minnist hún á
Trans Dance-hátíð-
ina sem haldin var
hér í haust með
þátttöku annarra
menningarborga.
„Þriggja daga fjöl-
þjóðleg danshátíð
hefur aldrei verið
haldin hér áður og
hún tókst afar vel,“ segir Katrín. „Það
var gaman að sjá hvað áherslurnar
voru ólíkar i hverju landi. Áður en að
hátíðinni kom vorum við búin að
ferðast til þriggja menningarborga og
þar að auki fara með Baldur til
Bergen og Helsinki þannig að við vor-
um óvenjusýnileg á árinu.“
— Er llf í dansinum eftir menningar-
borg?
„Já, svo sannarlega. Til dæmis eru
þegar hafnar viðræður um hvemig
hægt verður að halda þessu Trans
Dance-verkefni áfram. Þetta kom okk-
ur inn á kortið í Evrópu og við eigum
örugglega eftir að njóta þess í framtíð-
inni.“
Börnin voru
flottust
„Það sem stendur upp úr á árinu og
lét mig fá gæsahúð upp báða hand-
leggi var að heyra
2000 börn syngja á
Amarhóli," segir
Hjálmar Sveinsson
útvarpsmaður.
„Þetta var afar vel
undirbúið, samin
lög og fylgt eftir
með myndlistarsýn-
Hjálmar ingum. Flott dæmi.“
Sveinsson. Hjálmar setti upp
hina vinsælu sýningu á verkum
Rósku í Nýlistasafninu og annað at-
riði sem hann vill nefna er sýningin
Blá á sama stað í vor, mögnuð sýning
ungra breskra myndlistarmanna.
„Einnig tókst vel til með ljósahátíð-
ina í haust, hún ætti að vera á hverju
ári í nóvember áður en ljósamengun
jólanna brestur á,“ segir hann. „Loks
má ég til með að nefna velgengni
hljómsveitarinnar SigurRósar sem nú
hefur slegið í gegn á heimsvísu. Það
sýnir okkur að ef menn trúa nógu stíft
á eigin sérvisku og gáfu - eins og líka
sannaðist með Björk - þá er það
drýgra til velgengni en þrautskipu-
lögð útrás frá stjórnvöldum."
Katrín Hall.