Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Utlönd Leitað skjóls Glóbrystingurinn litli leitaói sér skjóls í bylnum í Glasgow. Bretar voru hvattir til aó halda sig heima viö vegna óveöurs í gær. Bylur og óveður víða í Evrópu Samgöngur fóru úr skoröum í Svíþjóð, Bretlandi, Spáni og Sviss í gær vegna snjókomu. Þúsundir öku- manna festu bíla sína í snjó á Bret- landi og á Spáni feykti vindhviða rútu með eldri borgurum út af. í Svartfjalialandi varö mesta úrhelli í landinu síðan 1986 og urðu flóð í mörgum miðaldaborgum. í Frakk- landi og Rússlandi var greint frá dauðsfollum af völdum vetrarkuld- ans. í suðurhluta Spánar barðist slökkvilið við skógarelda og varð að rýma ferðamannabæ i Alicante. Spáð var áframhaldandi kulda á Bretlandi fram yfir áramótin. Frjáls eftir 13 ár í dauðaklefa Michael Roy Graham gekk á fimmtudaginn út úr ríkisfangelsinu í Louisiana i Bandaríkjunum sem frjáls maður eftir að hafa beðið af- töku í dauðaklefa í 13 ár. Graham, sem er 37 ára, og Albert Ronnie Burrell, 44 ára, voru dæmdir fyrir að hafa myrt öldruð hjón árið 1986. Þegar saksóknaraembættið rann- sakaði mál þeirra á ný nægðu sönn- unargögnin ekki til þess að réttað yrði á ný í málinu. Dómurinn byggði á vitnisburöi manns sem átti viö geðræn vandamál að stríða. Hann fékk mildari refsingu í öðru máli fyrir að vitna gegn Graham og Burrell. DNA-rannsókn á blóöi, sem fannst á morðstaðnum, var úr hvor- ugum þeirra. Þreyttur á uppreisnarmönnum Djindjic vill aö friöargæsluliöar komi í veg fyrir skærur uppreisnarmanna. Zoran Djindic veitir NATO 20 daga frest Tilnefndur forsætisráðherra Serbíu, Zoran Djindjic, sagði í gær aö stjóm sín myndi veita friðar- gæsluliðunum undir stjóm NATO í Kosovo 20 daga frest til að koma á stöðugleika á landamærunum við Serbíu. í viðtali, sem birtist í tíma- ritinu Der Spiegel, gat Djindjic þess þó ekki til hvaða aðgerða Serbar kynnu að taka tækist friöargæslu- liðunum ekki aö koma í veg fyrir skærur albanskra uppreisnar- manna á landamærunum. Djindjic gerði það þó Ijóst að serbneska lög- reglan væri reiðubúin að láta til skarar skríöa ráðgerðu uppreisnar- menn nýja árás. Fjórir serbneskir lögreglumenn létust í átökum á svæðinu í siðasta mánuði. DV Geðveikur maður gekk berserksgang í Boeing-þotu: Slóst við áhófn í stjórnklefanum Skelfingu lostnir farþegar köstuðust til og frá og farangur fór á fleygiferð þegar vélin tók stórar dýfur. „Þetta var eins og í rússíbana. Allir voru dauðhræddir, fólk grét og æpti,“ sagði einn farþeganna. Atburðurinn gerðist tveimur klukkustundum áður en farþegaþot- an átti að lenda í Keníu. Samkvæmt lögreglunni í Nairobi er árásarmað- urinn, sem er Keníumaður, geðveik- ur. Hann var fluttur á sjúkrahús eft- ir lendinguna þar sem honum voru strax gefin lyf. Fjórir farþeganna slösuðust lítils háttar er þeir köst- uðust til. Fregnir hermdu í gær að rokk- stjarnan Bryan Ferry og Jemima Khan, eiginkona pakistönsku krikkethetjunnar Imrans Khans, hefðu verið um borð í farþegaþot- unni. Farþegaþota breska flugfélagsins British Airways af gerðinni Boeing 747-400, með 398 farþega um borð, hafði nær hrapað í gær þegar of- beldisfullur farþegi æddi inn í flug- stjómarklefann og gekk þar ber- serksgang. „Það ríkti algert öng- þveiti um borð. Við vorum um borö í flugvél sem var í þann veginn að hrapa. Fullorðnir karlmenn æptu af skelfingu," sagði einn farþeganna í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Sky. „Flugmaðurinn sagði að hefðu slagsmálin varað nokkrum sekúnd- um lengur hefði orðið hræðilegt slys,“ greindi farþeginn frá. Farþegaþotan var á leiðinni frá London til Nairobi í Keniu þegar of- beldismaðurinn réðst inn í flug- stjómarklefann og reyndi að kom- ast að stjórntækjunum. Áhöfnin streittist á móti og í átökunum fór sjálfvirka stýringin úr sambandi. Yfirbugaöur Flugliöar bera árásarmanninn sem þeir yfirbuguöu í stjórnklefanum. .. 1 Traðkað á lelðtogunum Pok Leakreasey í Kambódíu hefur búiö til mottu meö myndum af Pol Pot, leiötoga rauöu khmeranna, og öörum foringjum til aö fá útrás fyrir reiöi sína vegna þjáningar þjóöarinnar í stjórnartíö þeirra. Arafat reiðubúinn að ræða við Ehud Barak Vonameisti kviknaði i gær í frið- arferlinu í Miðausturlöndum þegar Yasser Arafat Palestínuleiðtogi lét allt í einu tilkynna að hann væri reiðubúinn að hitta Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels. Samtímis hélt ofbeldið áfram á herteknu svæðunum. Aö minnsta kosti 15 Palestínumenn særðust i átökum við ísraelska hermenn á Vestur- bakkanum í gær. Og i ísrael sýndu skoðanakannanir talsverða and- stöðu við friðaráætlun Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta. Samkvæmt háttsettum palest- ínskum embættismönnum var Ara- fat reiðubúinn aö hitta Barak til aö ræða friöaráætlun Clintons. Arafat setti þó það skilyrði að ræða þyrfti þau atriði áætlunarinnar sem væru óljós. Arafat og Barak áttu að hittast í Egyptalandi á fimmtudaginn til þess Yasser Arafat Palestínuleiötoginn eru reiöubúinn aö ræöa friöaráætlun Clintons. að ræða friðaráætlunina en fundin- um var aflýst. Palestínumenn vildu fyrst að ýmis atriði yröu skýrð nán- ar. Barak hefur samþykkt áætlun Clintons með vissum skilyrðum. Aðeins 44 prósent ísraela eru fylgjandi friðaráætluninni sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í gær. í síðustu viku studdu 59 prósent áætlunina. Samtímis sýndi önnur könnun í gær að Barak myndi tapa fyrir Ariel Sharon, keppinaut sínum í Likudflokknum, með 35 prósentum atkvæða á móti 48 prósentum. Barak boðaði kosn- ingar 6. febrúar næstkomandi. Mörg þúsund Palestínumenn mót- mæltu i gær lokun herteknu svæð- anna í kjölfar sprengjuárásarinnar í Tel Aviv á fimmtudag. í gær lét palestínskur lögreglumaður lífiö í skotbardaga nálægt landamærum Gazasvæðisins og ísraels. Ætlar í forsetaframboð Fyrrverandi for- sætisráðherra Perú, Federico Salas, kveðst ætla í fram- boð fyrir forseta- kosningarnar í apr- íl þrátt fyrir ásak- anir um spillingu vegna starfsins fyr- ir Alberto Fujimori. Balkanskagaheilkenni Varnarmálaráðherra Belgíu, André Flahaut, vill að vamarmála- ráðherrar Evrópusambandsins ræði heilsuvandamál friðargæslu- liða í fyrrverandi Júgóslavíu sem kallað hefur verið Balkanskaga- heilkennið. Þingmaður skotinn Forseti friðamefndar kólumbíska þingsins lést ásamt fimm öðrum er skotið var á bílalest þeirra í gær á leið til bæjarins Puerto Rico. Rekur sendiherra Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, kallaði í gær heim 17 sendiherra, þar á meðal Borislav Milosevic, bróður Slobodans Milos- evic, fyrrverandi forseta. Fátækt í Noregi Yfir 20 þúsund börn í Noregi alast upp í fjölskyldum sem hafa haft tekjur undir fátæktarmörkum í 10 ár. Schröder bjartsýnn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær hagvöxt í landinu góðan og á uppleið. Hann hét meiri áherslu á bar- áttuna gegn atvinnu- leysi á næsta ári. Fékk veskið eftir 57 ár Bandaríski sjóliðinn Chuck Herr- ler fékk á dögunum seðlaveskið sem hann týndi í sófa ungrar konu á Nýja-Sjálandi fyrir 57 árum. Veskið fannst ekki er Chuck kvaddi Louise Alliston. Við flutning í nýja íbúð fann Louise veskið i fellingu á armi sófans. Hún hafði samband við bandaríska sendiráðið sem hafði upp á sjóliðanum er var 19 ára þeg- ar hann týndi veskinu. Dáðasta konan Bandaríkjamenn dá Hillary Clinton mest allra kvenna samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var í gær. Öðru sæti deila Oprah Winfrey og Margar- et Thatcher. Tígur stöðvaði umferð Tígrisdýr olli á fimmtudagskvöld umferðaröngþveiti á hraöbraut í Þýskalandi. Þyrla aðstoðaði við leit- ina að tígrisdýrinu sem sloppið hafði úr sirkus. Sex örvar með deyfilyfi þurfti til að svæfa dýrið. Nýir ráðherrar Bush George Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, kynnti fjóra nýja ráðherra stjórnar sinnar í gær. Meðal þeirra er Gale Norton, fyrr- verandi ríkissaksóknari í Colorado. Hún verður innanríkisráöherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.