Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
DV
i DV-Sport
laun og boðsundssveitir félagsins settu sex
Islandsmet.
Vonbrigöi mánaöarins:
Æfingaferð Stoke City til íslands.
Stoke náði ekki að vinna leik, gerði þrjú
jafntefli, þar af tvö gegn íslenskum 1. deild-
arliðum. 1. deildarlið KA var aðeins tveim-
ur mínútum frá því að leggja enska liðið.
Jón Arnar Magnússon varð að hætta
keppni í tugþrautarkeppninni í Talance í
Frakklandi sökum tognunar í liðbandi eftir
að hafa verið í 2. sæti eftir 7. grein.
Athyglisveröar fréttir:
Hernan Crespo og Luis Figo verða báð-
ir dýrustu knattspyrnumenn heims, Crespo
fer fyrst á fjóra milljarða frá Parma til
Lazio en Luis Figo kostar Real Madrid 4,5
milljarða þegar þeir „ræna“ goðinu frá
Barcelona.
Meistarar í mánuðinum:
Örn Arnason vann átta gull og Kolbrún
Ýr Kristjánsdóttirt vann fimm gull á
Sundmeistaramóti íslands ... Ragnhildur
Sigurðardóttir varð klúbbmeistari GR í 10.
sinn ... Frakkar bættu Evrópumeistaratitl-
inum við heimsmeistaratitilinn.
Fleygustu oröin:
„Ég finn að sjálfsögðu fyrir pressu en
hún kemur ekki endilega frá félaginu
sjálfu. Ég set pressu á sjáifan mig því ég vii
vinna titla,“ sagði Pétur Pétursson í við-
tali við DV-Sport eftir að KR-ingar höfðu
aðeins náð í 3 stig af síðustu 12 mögulegum.
Pétur kom sínum mönnum þó aftur af stað
og KR vann titilinn.
„Við erum í æfingaferð á íslandi og erum
ekki að spila til úrslita hér,“ sagði Guðjón
Þórðarson, framkvæmdastjóri Stoke, i
framhaldi af döpru gengi liðsins i æfinga-
leikjunum á Islandi.
„Evrópukeppnin kom á besta tíma fyrir
okkur KR-inga,“ sagði Andri Sigþórsson
eftir að hafa skorað tvö mörk í 4-1 sigri KR
á maltneska liðinu Birkirkasa í und-
ankeppni meistaradeildar Evrópu.
„Við vitum að við getum spilað knatt-
spyrnu," sagði Guómundur Torfason,
þjálfari Fram, eftir 3-1 sigur á Grindavík,
þann þriðja í fjórum leikjum hjá Fram. Þvi
miður fyrir Guðmund og Framara var þetta
síðasti sigur ársins, liðið varð án sigurs í
sjö síðustu leikjunum og Guðmundur fékk
að fjúka þegar tveim leikjum var ólokið.
íþróttamenn mánaöarins:
Rakel Ögmundsdóttir,
Breiðabliki, var valinn leikmað-
ur fyrri hluta Landssímadeildar
kvenna hjá DV-Sport og átti stór-
an þátt í að Breiðablik lagði
grunninn að sigri sínum á ís-
landsmótinu í mánuðinum.
Bjarki Birgisson, sundmað-
ur frá íþróttafélagi fatlaðra,
tvíbætti heimsmeti í 200 metra
bringusundi á Sundmeistara-
móti Islands í Kópavogi. Hann
bætti heimsmetið sem breskur
sundmaður átti áður.
Liö mánaðarins:
Breiðablik í kvennaknattspyrnunni
vann alla leiki sína i júlí, þar á meðal 1-3
sigur á KR á KR-vellinum sem færði þeim
draumastöðu í baráttunni um að endur-
heimta titilinn i Kópavog eftir þriggja ára
einokun KR á honum.
SH varð sigur-
sælasta félag Sund-
meistaramóts Islands-
í Kópavogi. SH vann
38 verðlaun á mótinu,
þar af 16 gullverð-
j
■ ■
*
-
Iþróttamaður mánaðarins:
Gylfi Þór Einarsson,
leikmaður Fylkis, var val-
j: f inn besti leikmaður ann-
ars hluta hjá DV-Sport.
Gylfi var í lykilhlutverki
hjá nýliðunum. Gylfi
samdi líka við Fylki í mánuðinum til
þess að tryggja að hans uppeldisfélag
fengi pening fyrir hann því áhugi er-
lendra liða var orðinn mikill á þess-
um snjalla leikmanni.
Liö mánaðarins:
íslenska körfuknattleikslands-
liðið rak af sér slyðruorðið og stóð
sig mjög vel á Norðurlandamótinu í
Keflavík. Liðið endaði í þriðja sæti
og var mjög nálægt sigri í einu
töpunum gegn Finnum og Svíum.
íslenska knattspyrnulandsliðió
vann sinn 4.-sigur í röð á árinu þeg-
ar Ríkhaður Daðason og Helgi Sig-
urðsson tryggja fyrsta sigurinn á Sví-
um i 49 ár. íslenska landsliðið var
taplaust í fyrstu fimm leikjunum
undir stjórn Atla Eðvaldssonar.
Vonbrigöi mánaöarins:
Gengi ÍA og ÍBV í Evrópukeppn-
inni. Bæði lið tapa heimaleikjum sín-
um án þess að ná að skora og detta
bæði út í fyrstu umferð. ÍA samtals
2-6 en ÍBV samtals 0-5.
Athyglisverðar fréttir:
Fjórir íslenskir körfuboltamenn
eru efstir í tölfræðinni á NM i körfu-
bolta. Hlynur Bæringsson, leikmaður
elítuliðsins, tók flest fráköst (9,0), Jón
Arnór Stefánsson hjá A-liðinu stal
flestum boltum (3,2), Jakob Sigurðar-
son hjá A-liðinu nýtti þriggja stiga
skotin best (62,5%) og Jón N. Haf-
steinsson hjá elítunni varði flest skot
(3,2).
íslenska kvennalandsliðið vinn-
ur sinn fyrsta sigur á Danmörku sem
landamóti frá upphafi. Erla Reynis-
dóttir tryggir sigurinn tveimur sek-
úndum fyrir leikslok.
Meistarar í mánuðinum:
Svíar urðu Norðurlandameistarar
i körfubolta karla ... Finnar Norður-
landameistarar í körfubolta kvenna.
Silja Úlfarsdóttir varð Norðurlanda-
meistari unglinga í 400 metra hlaupi.
Fleygustu orðin:
„Framtíðin er björt hjá KR. Liðið á
marga unga og efnilega leikmenn og
ég tel að þeir eigi efir að standa sig
vel i þessari keppni í framtíðinni,"
sagði Áge Hareide, þjálfari Bröndby,
eftir að liðið hafði slegið út KR.
„Við vitum ekki hvenær við fáum
svona demanta aftur svo við verðum
að standa vel að baki þessara leik-
manna,“ sagði Friðrik Ingi Rúnars-
son, þjálfari karlalandsliðsins í
körfubolta, eftir að ungu strákarnir i
landsliðinu höfðu slegið í gegn á NM.
„Það var eins og við hefðum engan
áhuga á að skora,“ sagði Alexander
Högnason, fyrirliði ÍA, eftir marka-
laust jafntefli gegn Stjörnunni.
Skagamenn höfðu þá aðeins gert 14
mörk í 15 leikjum tímabilsins.
„Við spiluðum betur og betur með
hverri mínútunni sem leið í seinni
hálfleik," sagði Rúnar Kristinsson
eftir 2-1 sigur á Svíum.
„Ég fékk loksins boltann," sagði
Andri Sigþórsson eftir að hann
hafði tryggði KR mikilvægan sigur á
Fylki i Árbæ, 2-1.
September
íþróttamaöur mánaöarins:
Athyglisveröar fréttir:
Örn Arnarson nær
besta árangri íslensks
sundmanns frá upphafi
á ÓL þegar hann verð-
ur fjórði í 200 m
baksundi.
§Vala Flosadóttir varð
fyrst íslenskra kvenna til
að vinna til verðlauna á
Ólympiuleikunum þegar
hún varð þriðja í stangar-
stökkskeppninni í Sydney.
Liö mánaðarins:
KR-ingar tryggðu sér annan titil
sinn í röð í knattspyrnu karla og
þann 22. í sögu félagsins með því að
ná í 19 af síðustu 21 stiginu sem í
boði voru.
Vonbrigöi mánaöarins:
Kristinn Björnsson skíðamaður
meiddist og talið er að hann verði frá
keppni fram í febrúar.
Rúnar Alexandersson fimleika-
maður komst ekki í úrslit og átti ekki
sína bestu keppni á ÓL.
Guðrún Arnardóttir
verður fyrsti íslenski
hlauparinn til að komast i
úrslit á Ólympíuleikum.
Maria Teresa Salisachs-
Rowe, eiginkona Juans Antonio Sam-
aranch, forseta Alþjóða Ólympíunefnd-
arinnar, lést eftir langa baráttu við
krabbamein.
Eric Moussambani frá Miðbaugs-
Gíneu vekur athygli þegar hann verð-
ur langsíðastur í fyrsta riðli í 100 m
skriðsundi á ÓL og er næstum drukkn-
aður í lauginni.
Mia Hundvin, landsliðskona Nor-
egs í handbolta, og Camilla Andersen,
landsliðskona Dana, verða fyrstu mak-
arnir til aö mætast á Ólympíuleikum.
Kári Marisson verður elsti leik-
maðurinn til að spila í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik, 48 ára og tæp-
lega 10 mánaða, þegar hann spilar í
tvær mínútur með Tindastóli gegn
Njarðvík.
Rakel Ögmundsdóttir og Hlynur
Stefánsson verða fyrir valinu sem
bestu leikmenn sumarsins í knatt-
spymunni.
Maria Björg Ágústsdóttir úr
Stjörnunni og Helgi Valur Daniels-
son voru valin efnilegustu leikmenn
Landssímadeildanna.
Kvennalandsliðið í knattspyrnu
vinnur sinn stærsta sigur frá upphafi
gegn Rúmeníu, 8-0, á Laugardalsvelli.
Rakel Ögmundsdóttir verður aðeins
önnur konan til að skora fiögur mörk í
landsleik.
Meistarar í mánuðinum:
KR-ingar unnu sinn annan titil í
röð í knattspyrnu karla, Breiðablik
vann sinn 13. meistaratitil í knatt-
spyrnu kvenna, auk þess að þær urðu
bikarmeistarar, Grindavík deildabik-
armeistarar í knattspyrnu karla og ÍA
bikarmeistari í knattspyrnu karla.
íí