Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 ' >8 Helgarblað Sigrar á ■ mörgum sviðum Myndin gekk vonum framar „Áriö var mjög gott hjá mér,“ seg- ir Róbert Döuglas, leikstjóri og hand- ritshöfundur ís- lenska draumsins. „Myndin gekk vonum framar, ' þetta er fyrsta myndin sem ég geri og það er nátt- úrlega stórkostlegt aö fá svona mikla aðsókn og góöa dóma. Ég held að það sé sjaldgæft að fólk sýni fyrstu mynd leikstjóra svona mikla athygli. Við markaðssettum myndina sem gamanmynd og það skil- aði árangri, ég átti svo sem von á að það kæmu einhverjir að sjá hana en gerði mér enga grein fyrir að það yrðu svona margir. Það kom mér reyndar á óvart að fólk tók myndinni sem meira en gamanmynd og hún skyldi njóta virðingar líka. Eins og er vinn ég að nýju handriti að mynd sem ég vonast til að geta byij- að tökur á í sumar, þetta er gaman- mynd og vinnuheitið á henni er Mað- ur eins og ég.“ Þrjá íslenskar myndir á topp tíu Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, segir að árið 2000 sé besta árið hing- að til í íslenskri kvikmyndagerð. „Árangurinn hef- ur verið ótrúlegur, bæði heima og er- lendis og betri en dæmi eru um áður. íslenskum myndum hefur verið afskaplega vel tekið heima og þrjá islenskar myndir eru í hópi tíu vinsælustu myndanna. Það er einsdæmi að þrjá innlendar myndir séu á topp tíu listanum, jafhvel þótt víðar væri leitað. Þetta sýnir að almenningur hefur áhuga á íslenskum myndum og að kvikmyndagerðarmenn eru að gera góða hluti. íslenskar myndir hafa einnig notið mikillar velgengni erlendis og þaö sem meira er, það eru fleiri myndir sem vekja athygli en áður. Það voru til dæmis þijár íslenskar myndir sem hlutu tilnefningar til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna, þannig að við erum að vinna sigra á mörgum sviðum í einu. Það er líka ánægjulegt hvað er að koma inn mikið af nýjum nöfhum í bransann án þess þó að þeir gömlu séu að detta út. Framtíðin er björt, það er engin spuming." Góð uppskera Árið var við- burðarikt fyrir Ingvar Sigurðsson leikara. Englar al- heimsins voru frumsýndir 1. jan- úar og hann hlaut Eddu-verðlaunin *annað áriö í röð. Ingvar var einnig kosinn leikari árs- ins af áhorfendum á Evrópsku kvik- myndahátíðinni. Ingvar segir að það sem helst standi upp úr á árinu sé frumsýningin á Englum alheimsins, Evrópuverðlaun- in og funm vikna frí sem hann átti með fjölskyldunni. „Árið byrjaði á frumsýningu á Englunum og það var stór dagur fyrir mig. Uppskeran af þeirri mynd er búin að vera mjög mik- il og henni hefur fylgt mikið af heilla- óskum og góðum hug. Það var líka æð- '*r islegt að fá Evrópuverðlaunin og frá- bær viðurkenning. Árið hefur reyndar verið gott og mikið af skemmtilegum og spennandi verkefnum í gangi. Ég lék til dæmis lítið hlutverk í mynd sem heitir Villiljós og það var mjög gam- an. Það eru alltaf einhveijar hugmyndir í gangi en ég vil ekkert tala um þær eins „ og er. Árið hefur verið gott og ég vona að ‘næsta ár verði það líka.“ Kip Þorfinnur Ómars- son, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. I>V íslenskar kvikmyndir: Meira magn, meiri gæði Bandarískar kvikmyndir: Stórmyndafabrikkan er að fjara út Myndin fékk góða dóma hjá gagn- rýnendum og þegar upp er staðið er hún næstvinsælasta íslenska kvik- myndin á árinu. I nóvermber leit svo dagsins ljós Óskabörn þjóðar- innar eftir Jóhann Sigmarsson, Reykjavíkurkvikmynd um ungt fólk á ýmsum þroskastigum. Jóhann hafði lengið unnið að þessari kvik- mynd sinni og var kominn tími tU að hún liti dagsins ljós. Annan dag jóla var síðan frum- sýnd myndin Ikíngut sem segja má að hafi sett punktinn yfir i-ið á ís- lensku kvikmyndaári. Þetta er kvik- mynd sem er ööruvísi en ofantaldar myndir og örugglega ein besta fjöl- skyldumynd sem gerð hefur verið hér á landi. Heimildakvikmyndir féUu kannski aðeins í skuggann af leikn- um kvikmyndum á þessu ári. Þar var þó margt vel gert og er vert að nefna Síðasta valsinn sem Magnús Viðar Sigurðsson leikstýri og fjaU- aði um landhelgisstríð íslendinga og Staðarákvörðun óþekkt sem fjaU- aði um flugslysið sem yfirleitt er kaUað Geysisslysið og EgUl Eð- varðsson leikstýrði. Sú fyrmefnda fékk Edduverðlaunin og báðar sýndu svo um munaði að við stönd- um ekki síður orðið framarlega i heimUdamyndagerð en í gerð leik- inna kvikmynda. Ekki er hægt að skUja við árið án þess að minnast á afreks frægasta íslendings allra tíma, Bjarkar Guð- mundsdóttur. Hún lék fyrsta stóra hlutverkið sitt í kvikmynd Lars von Triers, Dancer in the Dark og er þegar búin að vinna til tveggja af mestu kvikmyndaverðlaunum sem veitt eru árlega, verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes og Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna. Björk á jafnvel von á fleiri stórverð- launum og er tUnefhd tU Golden Globe verðlaunanna. AUt þetta fyrir stórbrotinn leik sinn í Dancer in the Dark sem eigna frændum okkar Dönrnn þó að íslenska kvikmynda- samsteypan sé meðframleiðandi. -HK Árið 2000 verður örugglega lengi í minnum haft fyrir áhugafólk um ís- lenska kvikmyndagerð. Stórir og miklir atburðjp áttu sér stað og má með sanni segja aö í hveijum geira íslenskrar kvikmyndagerðar hafi orðið gleðUeg tíðindi og ef íslenskar kvikmyndir hafi á undanförnum árum verið að gæjast fyrir horn í ís- lensku menningarlífi þá hafi þær stiUt sér í fremstu röð menningarat- burða á landinu á árinu og víst er að engin listgrein á þessu ári getur státað af jafn mörgum sigrum á al- þjóðavísu. Ef vorið í islenskri kvik- myndagerð hófst 1980 má með sanni segja að sumarið sé loks komið. Hér er aðeins stiklað á stóru í glæsilegu kvikmyndaári. Kvikmyndaárið byrjaði 1. janúar þegar Englar alheimsins voru frum- sýndir og sjaldan hefur jafn miklu lofi verið hlaðið á eina íslenska kvikmynd. Gæði hennar skiluðu sér á alþjóðavettvang og er skemmst að minnast þess að aðaUeikari mynd- arinnar, Ingvar J. Sigurðsson, var valinn besti leikarinn af áhorfend- um á nýafstaðinni verðlaunahátið þar sem Evrópsku kvikmyndaverð- launin voru afhent. I febrúar veitti DV Englum alheimsins verölaun sem það besta sem gert var í kvik- myndum og þegar Edduverðlaunin voru veitt var myndin sigurvegari hátíðarinnar. Almenningur kunni svo sannarlega að meta Engla al- heimsins því aðsókn að henni var um 90 þúsund manns og var hún vinsælasta kvikmyndin sem sýnd var í bíói á þessu ári. Næst kom Fíaskó eftir Ragnar Bragason, gamanmynd sem fékk góðar viðtökur, þótt aðsókn hafi kannski ekki staðið undir vænting- um aðstandenda. Næsta stórvirki var svo 101 Reykjavík þar sem Baltasar Kormákur þreytti frumraun sina sem kvikmyndaleik- stjóri og gerði það með miklum glæsibrag. Hefur 101 Reykjavík, sem gerð er eftir safaríkri skáldsögu Hallgríms Helgasonar, verið geysi- vel tekið erlendis og er skemmst að minnast frammistöðu hennar á kvikmyndahátíðinni í Toronto. 101 Reykjavík á örugglega mikla fram- tíð fyrir sér á alþjóðavettvangi á næsta ári. Síðastliðið sumar var svo íslenski draumurinn frumsýndur og þar var svo sannarlega á ferðinni stykki sem áhorfendur kunnu að meta. Skærasta kvikmyndastjarna íslendinga um þessar mundir Björk Guömundsdóttir i hlutverki Selmu í Dancer in the Dark. Meö henni á myndinni er mótleikkona hennar, Catherine Deneuve Þetta var einkennilegt ár en yfir því sveif andi einhversskonar reikningsskila eða uppgjörs líkt og fyrir um þrjátíu árum þegar Hollywood var komið að fótum fram í hugmyndaleysi og almennri til- vistarkreppu. Þá birtust nokkrir reiðir ungir menn og bjuggu til gullöld hina síöari í amerískum kvikmyndum með hápunktum á borð við Guðfóðurinn og Taxi Dri- ver. En flestir þeirra kiknuðu und- an byrðum eigin velgengni og í rúmlega tvo áratugi hefur Hollywood nú einkennst um margt af stóru bombunum meðan óháði geirinn svonefndi hefur verið meira leitandi og tekist á við flóknari við- fangsefni. Á þessu eru auðvitað ýmsar und- antekningar þó að kúrsinn hafi ver- ið svona í stórum dráttum. Um leið hefur óháði geirinn breyst frá því að vera vettvangur jaðarsins og til- rauna yfir í nokkurskonar hug- myndalegt bakland Hollywood. Undanfarin ár hefur átt sér stað samruni þessara tveggja póla, ekki síst vegna velgengi spútnik fyrir- tækja á borð við Miramax, sem hef- ur tekist hvað eftir annað að selja öðruvísi myndir með kröftugri markaðssetningu sem um margt minnir á stórmógúla í Hollywod fyrri tíma. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að áherslur Hollywood verksmiðjunnar séu að breytast frá „metsölumyndunum" með stórstjörnum sem vita glöggt muninn á réttu og röngu til kjarn- betri mynda sem spyrja fleiri spurn- inga en þær svara. Nú hefur stór- myndafabrikkan meira eða minna lagt upp laupana, hefur enda verið að fjara út síðustu ár með sífellt lé- legri myndum og fölnandi stjörnum. Á meðan er vonarglætuna að finna í ódýrari kanti kvikmyndanna. At- hyglisverðustu myndir ársins eiga það allar sameiginlegt að koma úr þeim geira. -ÁS Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður: Anægjulegt að fleiri en ég séu að sprikla í þessu „í heildina er þetta búið að vera gott ár, íslenskar myndir hafa geng- ið vel, bæði heima og erlendis, en mér er líklega efst i huga glæsilegur árangur þeirra Ingvars og Bjarkar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður. „Það komu yfir fimmtíu þúsund áhorfendur á Englana héma heima og það er í sjálfu sér kraftaverk, ég er áJhorf; endum mjög þakklátur og-finn mik- inn meðbyr. Árangur Bjarkar er stórkostlegur og spennandi að vita hvort hún verði tilnefnd til óskarsverðlaun- anna eins og lítur út fyrir í dag. Það er líka spennandi að vita hvort Englarnir verði til- nefndir til óskarsverð- launa sem besta er- lenda myndin. Líkurn- ar eru reyndar ekki miklar þar sem Hníg- andi tígur var kosin besta myndin í Banda- ríkjunum á þessu ári þannig að hún fær ör- ugglega óskarinn. Þetta verða miklar spekulasjónir fram í febrúar." Friðrik segir að það sé aðdáunarvert hvað Islenski draumurinn Friörik Þór Friðriksson kvikmyndageröarmaöur var ódýr í framleiðslu og gerði það gott. „Ég held aö menn ættu að geta lært ýmislegt af þeirri mynd en við eig- um eftir aö sjá hvað hún gerir erlendis. 101 Reykjavík gekk líka mjög vel og greinilegt að áhorfendur kunna aö meta hana og það eru verðlaun í sjálfu sér. Ikíngut verður frumsýnd annan í jól- um og hún á hug minn allan eins og er. Þetta er vönduð og skemmti- leg mynd sem á vonandi eftir að fá mikla aðsókn. Þegar á heildina er litið er þetta búið að vera gott ár. Við erum með tvær myndir, Engla alheimsins og 101 Reykljavík, sem hafa gert það mjög gott þó þær séu ólíkar. Við erum einnig meðfrcimleiðendur að Dancer in the Dark sem er stærsta norræna myndin í mörg ár. Ég átti von á að hálf þjóðin færi á hana og var mjög hissa hvað fáir mættu. Björk er orðin mega starr og það smitast yfir á aðrar íslenskar mynd- ir og hjálpar þeim. Það ánægjuleg- asta við árið er líklega að það eru fleiri en ég að sprikla i þessu. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.