Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 64
Gleðilega hátíð Stjómmálafræðiprófessor: Aróðursbragð öryrkja Öryrkjabandalagið átti í gær fund með Ólafí Ragnari Grímssyni, forseta íslands, þar sem lögð var fram beiðni um inngrip forsetans. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjómmála- fræði, segir umrædda beiðni Öryrkja- bandalagsins líkjast vel úthugsaðri pólitískri leikfléttu. „Ég hef aldrei gert mér grein fyrir hvaða afrakstur Öryrkjabandalagið ætlaðist til að hafa af þessari beiðni því völd forsetans eru mjög takmörk- uð. Helst litur út íyrir að öryrkjar séu að reyna að halda málinu lifandi og beiti þannig þessu áróðursbragði," seg- ir hann og lýsir því hvernig Öryrkja- bandalagið spili út embætti forseta Is- lands gegn ríkisstjóminni. „Forsetanum er mjög þröngur stakkur búinn. Það heíði orðið ljót fyr- lirsögn ef hann neitaði öryrkjum um fund en aftur á hann mjög erfitt með að lýsa yfir fullum stuðningi við mál- stað þeirra. Hann getur í raun bara lýst yfir samúð með málstaðnum og lýst í sem almennustu orðum jákvæðri afstöðu í þeirra garð. Hins vegar hefur Ólafur Ragnar verið að prófa valdsviö sitt alla sína forsetatíð og það verður forvitnilegt að sjá hvemig hann bregst við svona pressu," segir Gunnar Helgi stjómmálafræðingur. -jtr Bensín lækkar Esso og Olís lækka verð á bensíni og olíu um 4,20 krónur lítrann um áramót en svartolíu um 50 aura lítr- ann. Ástæðan fyrir lækkuninni er lækkandi heimsmarkaðsverð á elds- neyti undanfarnar vikur og breyt- ing á gengi dollars gagnvart krón- unni. Skeljungur tekur ákvörðun um verðbreytingar í dag. -jtr •** Betri geðheilsa giftra kvenna „Geðheilsa einhleypra kvenna er til muna slakari en giftra," segir meðal annars í niðurstöðum nýrrar könnunar sem birt er í Læknablað- inu. Könnun var gerð af læknunum Kristni Tómassyni, Bryndisi Bene- diktsdóttur og Þórarni Gíslasyni og var yfirskrift hennar „GeðheÚsa og starf fimmtugra kvenna". Allar konur fæddar 1947 og bú- settar á Reykjavíkursvæðinu fengu sendan ítarlegan spumingalista og var svarhlutfall rösklega 72 prósent. Einnig kom fram í könnuninni að konur í stjórnunarstörfum eru með '-■-"Tfærri kvíðaeinkenni en aðrar konur en þær drekka oftar áfengi. -EIR Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 DV-MYND E.ÓL. Púöurbros Hún Magdalena Rós Ijómaöi afgleöi þar sem hún stóö meö flugeldana sína í gær - albúin aö fagna nýrri öld og ár- þúsundi meö litadýrö á himni. Og þaö veröa fleiri sem brosa sínu breiöasta á miðnætti annaö kvöid þegar flugeldar fýrir hundruö milljóna springa í einum hvelli og lýsa okkur leiö inn í óráöna framtíö. Manndrápsmálið þar sem stúlku var hrint fram af svölum á 10. hæð fjölbýlishúss: Dómararnir endurupp- taka Engihjallamálið - vilja fá formlegt mat á því hvers vegna hin látna fannst 4,5 metra frá húsinu Fjölskipaöur dómur Héraðsdóms Reykjaness I svokölluðu Engihjalla- máli, þar sem ungur maður er ákærður fyrir manndráp með því að hrinda stúlku fram af svölum á 10. hæð, hefur endurupptekið málið. Dómararnir þrir hafa óskað eftir að sérstakur matsmaður, eðlisfræðing- ur, rannsaki það hvernig það megi vera að lík stúlkunnar fannst tæpa 4,5 metra frá húsinu. Málið hafði verið lagt i dóm um miðjan desem- ber við lok aðalmeðferðar þegar öll vitni höföu verið yfirheyrð og sækj- andi og verjandi luku málflutningi. Nokkrum dögum eftir að málið var lagt í dóm ákváðu dómararnir þrír að endurupptaka það með sér- stöku réttarhaldi. Samkvæmt upp- lýsingum DV vilja dómaramir að faglegt og formlegt mat liggi fyrir um það hvers vegna líkið lá á þeim stað sem raun bar vitni. Þetta vill dómurinn láta fram- kvæma, ekki síst í ljósi þess sem Vettvangurinn Hér var stúikunni hrint fram afsvölum. fram kom í máli málflytjenda fyrir dómi. Þar var deilt um af hálfu sækjanda og verjanda hvort þessi fjarlægð frá húsi teldist eðlileg. Sækjandi heldur því fram að fjar- lægðin sé eðlileg með hliðsjón af fallhæð en verjandinn hefur látið liggja að öðru. Fjarlægðin frá 10. hæð niður að jörð er 26 metrar. Handriðið sem stúlkan fór fram af var 119 sentímetra hátt. Ákærði hef- ur viðurkennt að hafa hrint stúlkunni en neitar að upplýsa frek- ar með hvaða hætti stúlkan fór fram af. Málsaðilar eru sammála um að útilokað sé að hrinda ein- hverjum fram af svo háu handriði og raun ber vitni - meira þurfi að koma til. Þegar hinn dómkvaddi matsmað- ur lýkur sinni vinnu, væntanlega fjótlega eftir áramótin, verður málið tekið fyrir að nýju þar sem niður- staða hans verður kynnt. Við svo búið munu sækjandi og verjandi fá tækifæri til að flytja mál sín að nýju í ljósi nýrra upplýsinga. Að því loknu er búist við að málið verði endanlega tekið til dóms. -Ótt Brussel-brennur í Reykjavík: Mega bara loga i 4 tima halli á bálkesti skal vera 30 gráður „Brennur eru á undanhaldi. Þær þykja mengunarvaldur," segir Friðrik Þorsteinsson, stöðvarstjóri slökkviliðs- ins í Öskjuhlíð, um áramóabrennum- ar í ár. „Þetta eru áhrif frá Brussel og hefðbundnar áramótabrennur hverfa fyrr en síðar ef að líkum lætur.“ Gefin hefúr verið út ný reglugerð um áramótabrennur og hvemig skuli að þeim staðið en þar ber hæst að ekki má loga lengur í brennu en fjórar klukkustundir. Glóð má þó liggja í allt að tólf stundir. Þá er bannað að brenna hjólbarða og plast. Reglugerðin, sem dreift hefúr verið til allra slökkviliðsstjóra á landinu, er samin og undirrituð af fulltrúum Ríkislögreglu- stjórans, Hollustuvemdar ríkisins og Brunamála- stofnunar rfkisins. í reglu- gerðinni segir meðal ann- ars: „Halli á hliðum bálkast- _____ ar ætti ekki að vera meiri 30-40 gráður. Ef vindstyrkur Brenna Ekkert bensín - bara stjörnuljós. en 30-40 graður. Et vmdstyrkur er meiri en 15 m/sek. getur lögreglustjóri frestað íkveikju. Engin brenna má vera nær matvælaframleiðslu en 400 metra. Nota skal eins lítið og unnt er af besta fáan- lega eldsneyti til að kveikja í bálkesti. Notkun á bensíni er bönnuð. Við bálkesti er aðeins leyfilegt að nota stjömuljós..." Að sögn Friðriks Þorsteins- sonar er búið að veita heimild fyrir einum tólf brennum á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld og verður brennan á Holtið rýmt: Mellon kemur í dag „Það er allt klárt. Mellon og fylgdar- lið hans kemur í dag,“ segir Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótelstjóri á Hótel Holti, en hótelið var rýmt í gær fyrir bandaríska milljónamæringinn Thimothy Mellon. Mellon hefur sem kunnugt er tekið allt hótelið á leigu fyrir sig og vini sína sem saman ætla að fagna áramótum hér á landi. Að auki tók Mellon 10 herbergi á leigu á Hótel Loftleiðum fyrir flugáhöfn sína og starfsmenn. „Mellon ætlar að vera hér í róleg- heitunum og hefur skipulagt allt sjálf- ur. Hjá okkur fékk hann upplýsingar um rútufyrirtæki og meira veit ég ekki,“ segir Eiríkur hótelstjóri á Holti sem þegar hefur komið sérblönduðum súkkulaðimolum fyrir á náttborðum Mellons og félaga. Á súkkulaðimolun- um stendur „Goodnight". Mellon leigði 42 herbergi á Hótel Holti og gera má ráð fyrir að meðal- verð á herbergi sé um 12 þúsund krón- ur. Gistingin kostar milljónamæring- inn því 504 þúsund krónur á sólar- hring en hann leigir hótelið í þrjá sól- arhringa. -EIR Holtlö 504 þúsund á sólarhring. Hreyfill kaupir Bæjarleiöir „Með kaupumun erum við að tryggja hagsmuni stéttarinnar til framtíðar," sagði Sæmundur Kr. Sig- urleifsson, framkvæmdastjóri Hreyf- ils, eftir að félagiö festi kaup á rekstri og fasteignum bifreiðastöðvarinnar Bæjarleiða í gær. Bifreiðástöðvarnar verða reknar hvor í sínu lagi með tveimur núgildandi símanúmerum fram eftir nýju ári en renna þá að lík- indum saman í eina sæng. Á Hreyfli eru nú 240 bílar en Bæjarleiðir eru með 125. Samtals ráða stöðvarnar yfir 64 prósetnum af atvinnuleyfishöfum í leigubilaakstri. -EIR DV kemur næst út eldsnemma þriðjudaginn 2. janúar. Smáauglýsingadeild DV er lokuð í dag. Opið verður á nýársdag frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin í dag, frá kl. 6-10. Lokað á nýársdag. Opið 2. janúar frá kl. 6-18. Síminn er 550 5000. Gleðilegt nýtt ár! Svefn & heilsa Lr , ■ hnnið * *' rpÚ &***£m* Ægisíðu líklega sú stærsta. Þó innan marka nýrrar reglugerðar. -EIR / / / / ; 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.