Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 44
1)2 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 DV Þátttaka í Schengen X „Á árinu sem nú er að líða þykja standa upp úr hin tíðu banaslys i um- ferðinni, svo og mál út af ofbeldisbrot- um. Af umferðar- málunum að öðru leyti má nefna kristnitökuhátíðina á Þingvöllum en það var stórt lög- gæsluverkefni sem tókst vel. Rétt er að minn- Guðmundur ast gríðarlegs und- Guöjónsson. irbúnings í tengsl- um við Schengenaðild og aukinna að- ^gerða gegn flkniefnabrotum. Um þess- ar mundir er verið að vinna úr mikil- vægum upplýsingum sem þátttaka í nefndarstörfum vegna Schengen er að skila okkur og leiðir það vonandi til árangursríkari aðgerða lögreglu og tollgæslu í baráttunni gegn fikniefna- vandanum. í þessu sambandi má nefna vinnuhóp sem í eru fulltrúar lögreglu og toOgæslu sem unnið hefur mikið starf. Lögregla og toUgæsla náðu árangri á árinu við að rjúfa innflutningsleiðir fíkniefna, ekki einungis hingað til lands heldur einnig frá Evrópu og vestur um haf. Ekki er vafi á því að ís- land er þannig mikilvægur hlekkur í alþjóðiegri lögreglu- og toUasam- -^vinnu. Það er margt fram undan í flkniefnalöggæslu og menn mæta nýju ári með meiri reynslu, betur undir- búnir og með meiri stuðningi stjórn- valda en nokkru sinni fyrr.“ Gunnlaugur V. Snævarr. Vill ekki ófag- læröan lækni „Af 666 lögreglumönnum á landinu eru 100 ófaglærðir. Það er alveg sama hvaða stétt þú tekur, faglærður maður er náttúrlega miklu öruggari heldur en hinn, og þar af leiðandi ættu borg- ararnir að vera vissari með það að fá góða þjónustu, rétt viðbrögð og réttar upplýsingar, því hér er oft verið að tefla með stóra hluti, jafnvel allt upp í líf og limi og aleiguna," sagði Gunnlaugur V. Snæv- arr, yfirlögregluþjónn hjá Lögrelgu- skóla ríkisins. „Ekki myndi fólk vUja fá ófaglærðan lækni.“ Fáar umsóknir bárust um vist í Lögregluskólanum í vor, en eftir að umsóknartíminn var framlengdur rigndi þeim inn og aldrei hafa borist Jafn margar umsóknir um skólavist. Af 145 umsóknum komust sjö konur og 33 karlar inn. „Kerfið í skólanum breytist núna tímabundið, á meðan við erum að reyna að manna stéttina af fullmennt- uðum lögreglumönnum. Við munum keyra þetta hraðar í gegn og auka svo- lítið álagið á fólkinu og einnig fengum við að fjölga nemendum í skólanum.“ Gunnlaugur bætti því við að raun- hæft væri að búast við því að búið verði að fullmanna lögregluna með faglærðu fólki eftir fimm tU sex ár. Ræfladýrkun „Afstaða stjórnvalda einkennist oft meira af „ræfladýrkun" en raun- 'Gnæfum vUja til að halda uppi lögum og reglu í þjóðfé- laginu. Stjóm- málamönnum hættir tU að láta gæluverkefhi sem era „inn“ hverju sinni ráða för í stað raunhæfra lausna. SýnUeg löggæsla er besta forvömin í um- ferðinni sem hefur því miður tekið of stóran toU þetta árið. Hið sama á við um mörg þau óhæfuverk sem "^►ögregla þarf að glíma við. öflug lög- gæsla skUar arði, bæði beinum tekj- um í formi viðurlaga og óbeinum tekjum dragi hún úr ófamaði. Fjár- veitingar sem lögreglu era ætlaðar nægja engan veginn til að uppfylla þær skyldur sem hvUa á herðum hennar né þeirra væntinga sem ^samborgararnir hafa tU lögreglunn- ár.“ Jónas Magnússon. Priðja árið mannskæðasta í umferðinni SAMSETT MYND Pappalöggur og umferöarslys. Mikiö var um ádeilur á fjárskort lögreglunnar í ár, sem lögreglustjórar á Reykjanesi reyndu meðal annars að leysa meö þvi aö setja upp myndir af lögreglumönnum meö fram Reykjanesbrautinni. Umferöin tók fleiri mannslíf í ár en hún hefurgert síöastliðin 23 ár. Nú í lok desember hafa 32 menn lát- ist í umferðarslysum á þessu ári. Þetta er hæsti toílur sem íslendingar hafa greitt manninum með ljáinn i umferðinni síðan árið 1977 og gerir árið 2000 þriðja mannskæðasta árið í umferðinni. Aðeins tvisvar hafa Ueiri látist i umferðinni á íslandi, en árið 1977 létust 37 manns og tveimur árum áður, 1975, létust 33. Þetta er kaldhæðnislegt í ljósi þeirra loforða sem Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra gaf á ráð- stefnu í vor og á blaðamannafundi í sumar um aðgerðir stjórnvalda til þess að bæta umferðarmenninguna. Þrátt fyrir loforð Sólveigar og þá staðreynd að árið 2001 er hið fyrsta í 12 ára áætlun um 40 prósenta fækkun umferðarslysa, var tiUaga um fjárveitingar til umferðarörygg- ismála á næsta ári feUd í þinginu. Sigrún María Kristinsdóttir blaöamaður Lögregluumdæmin á Reykjanesi stóðu saman að umferðarátaki á ár- inu, þar sem settar voru upp mynd- ir af lögreglumanni í fullxi stærð, pappalöggur, við Reykjanesbraut- ina. Ætlunin var að minna öku- menn á að fylgja lögum og reglum. Það gafst þó ekki betur en svo að nokkrum skUtanna var stolið í Hafnarfirði, og þær pappalöggur sem eftir voru lokaðar inni í geymslum lögreglunnar. Niðurskuröur En fleiri deUdir innan lögregl- unnar þjást fyrir fjárskort. „Stjómvöld hafa undanfarin ár sett fram háleit markmið um stór- feUda fækkun alvarlegra umferð- arslysa, vímuefnalauss lands og fækkun afbrota. Þau markmið verða að engu sé starfsemi lögregl- unnar lömuö vegna fjárskorts. Fjárframlög tU öryggis- og lög- gæslumála hafa undanfarið ekki endurspeglað að hugur fylgi máli,“ sagði í tilkynningu frá Landssam- bandi lögreglumanna sem sam- bandið sendi frá sér í haust. Fíkniefnalögreglan verður sí- feUt afkastameiri, en þegar fjár- veitingar deildarinnar tU yfir- vinnu voru uppumar um miöjan september var sett á yfirvinnu- bann. Yfirmenn lögreglunnar héldu því þó statt og stöðugt fram að yfirstandandi rannsóknir þjáð- ust ekki fyrir peningaskort, og unnu fíkniefnalögreglumenn áfram dagvinnu. „Þetta stafar af því að verkefnin á árinu hafa verið meiri og stærri en menn óraði fyrir í upphafi árs- ins og þegar það ber við að verk- efnum ljölgar og starfsemin eykst án þess að varið sé meiri fjármun- um tU hlutanna skapast ákveðin vandamál," sagði Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík í samtali við DV í haust. Gera má ráð fyrir að fíkniefnavandinn í landinu sé að aukast, þar sem lög- regla telur að hún og toUþjónar nái að meðaltali 5-10 prósentum af þeim fíkniefnum sem eru í landinu hverju sinni. Tollverðir á Leifsstöð fundu fleiri e-töflur en áður hafa komið tU landsins í sumar er HoUending- ur nokkur var handtekinn í Leifs- stöð með rúmlega 14.000 e-töflur á sér. Sá var á leið tU New York með fenginn, en var stöðvaður hér í mUlilendingu vélar sinnar, dæmdur og situr nú á Litla- Hrauni. Hann mun ekki hafa ætl- að sér að koma efninu í verð á ís- landi. Önnur meiri háttar mál Lögreglan rannsakaði fimm manndrápsmál á árinu, sem eru óvenju mörg. Mörg þessara mann- drápsmála tengdust fíkniefnum á einn eða annan hátt. Auk fjölmargra þjófnaða sem lögreglan i landinu upplýsti í ár verður mál Rúmena nokkurs að teljast einna athyglisverðast. Mað- ur þessi kom tU landsins í vor og braust inn í nokkrar skartgripa- verslanir í sumar og stal skart- gripum að verðmæti 25 miUjónir. Lögreglan vann í samstarfi við Interpol við uppljóstrun þessa máls og tókst að ná hluta þýfísins aftur, en maðurinn hafði sent mik- inn hluta þess tU Rúmeníu. Stórbruni ísfélags Vestmanna- eyja í byrjun desember er einn stærsti bruni landsins síðan árið 1988. Eldurinn kom upp i nýbygg- ingu frystihússins og barst fljótt um aUa bygginguna. Húsið brann að mestu leyti en engan sakaði. Þetta var mikið áfaU fyrir Vest- mannaeyinga, en á annað hundrað manns misstu vinnu sína í brun- anum. Talið er að um ikveikju hafi verið að ræða. Menntaðir lögreglumenn Stór hluti einkennisklæddra lög- regluþjóna á íslandi eru ófaglærðir lögreglumenn og veldur þetta nokkrum áhyggjum meðal lærðra lögreglumanna. Stefnt er að því að fuUmanna lögregluna með menntuð- um lögregluþjónum á næsta áratug. Þessi áætlun leit ekki vel út þegar umsóknarfrestur um skólavist í Lög- regluskóla ríkisins var að renna út, því ekki höfðu nægar umsóknir borist til þess að fylla þau 40 sæti sem skólinn býður upp á. Góðærið og lág laun lögregluþjóna voru helstu blórabögglar þeirra sem vit höfðu á málinu. Umsóknarfresturinn var framlengdur og þá tók umsóknum að rigna inn - tæplega 150 umsóknir bárust sem eru fleiri en nokkru sinni áður. í desember útskrifuðust 31 nýr lögreglumaður, svo takmarkið um að hafa lögreglu landsins eingöngu mannaða menntuðum lögreglumönn- um er ekki jafn fjarlægt og það hefur oft áður virst. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs: Svart ár í umferð” „Árið var svart í umferöinni á ís- landi. AUs létust 32 í 23 umferðar- slysum á árinu og hafa aðeins tvisvar verið fleiri á einu ári frá upphafi bílaaldar. Árið 1977 létust 37 í 33 slysum og 1975 létu 33 lifið í 30 slysum. Árið 2000 hefur algjöra sérstöðu að þessu leyti. Þrisvar á ár- inu máttum við sjá á eftir þremur í eina og sama slysinu og jafnoft misstum við tvo í einu vetfangi í umferðarslysi. Árið hefur því verið einstaklega erfitt og sársaukafullt, fyrst og fremst auðvitað fyrir alla þá mörgu sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis, en jafnframt fyrir okkur sem erum að reyna af bestu getu að koma i veg fyrir slys og óhöpp. Að baki allra þessara talna eru einstaklingar sem voru í fullu fjöri aLlt þar til ógæfan helltist yfir. Blessuð sé minning þeirra. Ég leyfi mér að nota þetta tækifæri til að senda öllu þvi fólki sem nú syrg- ir látinn eða látna ástvini hugheilar hluttekningarkveðjur og þær kveðj- ur sendi ég einnig til þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðarslys- um og berjast nú við afleiðingarnar. Á sama hátt hugsa ég einnig til hinna sem valdið hafa alvarlegum slysum. Þeir eiga einnig erfiðar stundir, í mörgum tilvikum vegna andartaks hugsunarleysis og óvar- kámi. Viö verðum að gera betur á nýju ári. Þegar ég segi við á ég ekki ein- göngu við okkur sem sinnum for- varnastarfi, heldur okkur öll, veg- farendur þessa lands. Ég heiti á hvem einasta mann að hugsa nú sinn gang og velta fyrir sér: „Hvað get ég gert betur í sam- skiptum mínum við aðra vegfar- endur? Ek ég oft hraðar en lög leyfa? Ætla ég mér nægan tíma í hverri ferð? Sleppi ég stundum að setja á mig bílbeltið?" Svona gæti ég áfram spurt en læt staðar numið. Ég óska eft- ir samstöðu um það göfuga markmið okk- ar að ísland verði fyrir- myndar- land í um- ferðinni fyrir árið 2012, helst miklu fyrr. Því mark- miði náum við ekki nema þú og ég og við öll séum staðráðin í að gera betúr.“ Óli H. Þórðarson, ffamkvæmdastjóri Umferöarráös.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.