Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V DV-MYND E.ÖL Leikstjórinn með aðalkvenpersónum verksins Ungfrú Giovanni og ungfrú Ashling sýna aödáun sína á leikstjóranum lan McElhinney í verki. Stefán Karl Stefánsson sem ungfrú Ashling til vinstri og Hilmir Snær Guönason sem ungfrú Giovanni til hægri. Leikhús er leikur Ian McElhinney leikstýrir Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu Ian McElhinney er írskur leik- stjóri sem hefur vakið mikla at- hygli fyrir uppfærslu sína á verki írska leikritahöfundarins Marie Jones, Með fulla vasa af grjóti. McElhinney er vel þekktur sem leik- stjóri og leikari á Bretlandseyjum. Hann hefur leikið í nokkrum bíó- myndum og má þar nefna Hamlet, Michael Collins, The Boxer, Divorcing Jack auk þess sem hann hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Taggart og Lovejoy. Leik- húsverkin sem hann hefur leikið í og leikstýrt eru verk eins og Beðið eftir Godot, Brúðuheimilið, Þrettándanótt og Júlíus Sesar. Ian er staddur hér á landi vegna þess að hann leikstýrir sýningu Þjóðleikhússins, Með fulla vasa af grjóti, sem frumsýnd er í dag. Verk- ið er eftir konu Ians, Marie Jones, sem er vinsæll leikritahöfundur og leikkona i heimalandi sínu. Verkið er sérstakt fyrir þær sakir að allur umbúnaður er í lágmarki þótt verkið sjálft sé innihaldsríkt. Einungis eru tveir leikarar í sýn- ingunni og leika þeir fimmtán per- sónur og það án þess að bregða sér í tilfinnanleg gervi. Leikararnir eru Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson sem eru orðnir okk- ur að góðu kunnir fyrir framúrskar- andi frammistööu á leiksviðum borgarinnar. Aðstoðarleikstjóri Ians er Bjöm Gunnlaugsson og hef- ur hann haldið utan um æflngar þegar Ian hefur verið fjarstaddur. Fyndið en einlægt „Ég kom hérna sjöunda nóvember og var í tíu daga,“ segir Ian. „Þá skoðuðum við bakgrunn verksins og unnum með persónurnar og fram- vindu sögunnar. Síðan hafa Hilmir og Stefán urmið með Birni á æfmg- um. Ég kom svo aftur núna til að fylgja verkinu fram að frumsýningu, hnýta lausa enda og slípa. Vinnan hefur gengið vel og ég er hæst ánægð- ur með útkomuna." Ertu ánægður með leikarana? „Já, þeir eru mjög góðir. Þeir taka verkið mjög alvarlega og helga sig því; Það er alltaf stór kostur. Það er gaman að taka þátt í uppfærslu þessa verks og ákaflega gaman fyrir áhorf- endur að sjá það á sviði. Það er mjög þakklátt að setja Með fulla vasa af grjóti upp því verkið býr yfir svo miklu; það er mjög fyndið en einnig einlægt, hlýlegt og hreyfir við manni. í lokin er tilfmningin sú að maður hafi tekið þátt í lífi þessara manna og þekki þá. Það er mjög upplífgandi. Aðalpersónumar em eins og við öll. Þetta era venjulegir menn sem reyna að fmna hverjir þeir eru og hver tilgangur lifsins er.“ Ekki illkynja „Ég setti verkið fyrst upp í Belfast fyrir einu og hálfu ári. Verkið fór síð- an til Edinborgar á leiklistarhátíð og ég vissi að þar myndu opnast leiðir fyrir það. Við höfðum mikla trú á þessu verki. Væntingar okkar voru þó ekki í líkingu við það sem átti eft- ir að gerast." Verkið fór til Lundúna og þar fór það á milli leikhúsa og hefur verið leikið á West End við mikla aðsókn og feikilegar vinsældir. Verkið var valið besta leiksýning ársins 1999 á írlandi og hlaut nýlega Evening Standard verðlaunin sem besta gam- anleikritið. Leikaramir sem léku i upphaflegu uppfærslunni eru nú á leið til Toronto í Kanada þar sem verkiö verður sýnt í fimm vikur, allt þar til það verður sett upp á Broadway. „Með fulla vasa af grjóti er stórt verk að því leyti að það hefur mikið fram að færa. Það er þó lítið að um- fangi þar sem leikaramir eru einung- is tveir og sviðsmyndin samanstend- ur af fjölnota kassa á hjólum. Að því leyti er þetta ekki hefðbundin West End- eða Broadway-sýning eins og þær eru i hugum flestra." Leikarapöranum sem fást við verkin fer mjög fjölgandi því ensku- mælandi leikarapör era orðin fjögur, eitt sænskt og svo íslendingarnir Hilmir Snær og Stefán Karl. Er þetta ekki eins og æxli í örum vexti? „Jú,“ segir Ian. „En ég vona að það sé ekki illkynja." Einkar hagkvæm sýning Tveir leikarar, einföld sviðsmynd og svo framvegis. Þetta hljómar mjög hagkvœmt. „Með fulla vasa af grjóti er draumur leikhússtjórans. Það hef- ur lfka sýnt sig að það er mjög vin- sælt og selst auðveldlega. Sýning er sýning er sýning og kostnaður við kynningu er alltaf eðlilegur en allt annað umfang er í algjöru lág- marki. Verkið er eins hagkvæmt og hægt er.“ Var hugsunin frá upphafi sú að hafa verkið svona hagkvœmt? „Það er skemmtileg kaldhæðni að í upphafi gerðum við þetta sem aukaverk fyrir Lyric-leíkhúsiö í Belfast. Leikhússtjórinn kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi leikstýra hjá honum og ég stakk upp á þessu verki. Hann var mjög ánægður því Marie er vin- sæll höfundur. Einungis voru eftir þrjár vikur af leikárinu og mestallt fjármagnið uppurið og verkið þurfti að seljast vel. í fyrstu var ætlunin einungis að sýna verkið í þrjár vikur og það sem verkið myndi hala inn á þeim tíma yrði að standa undir uppsetn- ingunni. Það var lág upphæð vegna tímans. í upphafi spurði ég sjálfan mig því alltaf hvort þetta og hitt væri nauðsynlegt fyrir verk- ið.“ Verkið reynir því mjög á leikar- ana? „Verkið reynir því mjög á leikar- ana sem takast á við það. Frá sjón- arhorni leikarans er Með fulla vasa af grjóti því bæði draumur og martröð því ef það tekst vel eiga þeir mikinn heiður en svo getur það líka mislukkast. Leikarar eru yfirleitt bestir þegar kröfurnar eru mestar.“ Gamansamt alvarlegt verk Hér á landi má að sumu leyti tala um fordóma gagnvart vinsælum sýn- ingum. Er það líka raunin á þínum heimaslóðum? „Mér fmnst slíkir fordómar dálítið heimskulegir. Með fulla vasa af grjóti var ekki skrifað til að verða mark- aðsvænt. Verkið var skrifað því við- fangsefnið var þess virði. Það var skrifað af höfundi sem skrifar listavel um alvarleg viðfangsefni á skemmti- legan hátt. Það þykir mér mikill styrkur í fari Marie. Sumir vilja að al- varleg list þeirra sé flutt á alvarlegan hátt. Staðreyndin er að ein besta leið- in til að sýna alvarlegt viðfangsefni er gamanleikurinn. Með fulla vasa af grjóti er alvarlegt verk, flutt á gaman- saman hátt. Ég held að þegar fólkið gerir þenn- an samanburð horfi það oft á öfgam- ar sem birtast annars vegar í verkum sem hafa þann eina tilgang að láta fólk hlæja og hins vegar í háalvarleg- um verkum þar sem hláturinn er fjarri. Það hefur hvort tveggja sína ókosti. Ég sé ekki tilgang í því að skrifa verk um ekki neitt. Að sama skapi sé ég ekki ástæðu til þess að leikrit drepi fólk úr leiðindum með al- varleika. Háalvarleg verk sem ná til- fmningataki á áhorfandanum era aft- ur á móti stórfengleg. Það sem mér þykir skemmtilegast við þetta verk er að þótt einhver sitji og horfi án þess að hlæja er verkið eft- ir sem áður afskaplega áhugavert." Galdrar Hver er galdurinn á bak við vel- gengni verksins? „Ég veit það ekki og er hræddur um að við myndum skemma fyrir okkur ef við kæmumst að því. Hluti galdursins er kannski sá að það eru vissir töfrar í sýningunni. í lokin horfir áhorfandinn á tvo leikara hneigja sig en hugsar með sér að hann hafi kynnst fimmtán manns í sýningunni. Þessir leikar- ar verða fyrir galdur að þessum fimmtán manneskjum þrátt fyrir að ekki séu notaðir leikmunir, bún- ingar og önnur hjálpartæki. Hvern- ig fóru þeir að því? Er þetta galdur- inn?“ Hvernig varð þér við þegar Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri bar upp erindi sitt um aó þú leikstýrðir Með fulla vasa af grjóti á íslandi? „Ég var mjög ánægður. Aðal- vandamálið var hversu lítinn tíma ég hafði vegna sýningarinnar í Lundúnum og í Norður-Ameríku. Við vissum alltaf að ef ég tæki þetta að mér gæti ég ekki haldið utan um æfingar allan tímann. Ég er afskaplega ánægður að við komumst að samkomulagi. Ég vona að þetta verði Þjóðleikhúsinu góð sýning.“ Leikhús er ekkl vinna Sástu Hilmi Snœ og Stefán Karl á sviði áöur en þú tókst leikstjórnina aó þér? „Nei, en það fyrsta sem ég gerði var að sjá þá á sviði. Þeir eru báðir mjög vinsælir leikarar þannig að ég gat séð þá í mismunandi verkum. Ég sá þá báða í Draumi á Jóns- messunótt, Hilmi í Horfðu reiður um öxl og Stefán Karl i Kirsuberja- garðinum. Ég var mjög ánægður með það sem ég sá þar.“ Þú hefur sett sama verkiö upp aft- ur og aftur undanfarið. Líóur þér núorðið eins og Job? Ertu ekki orð- inn leiður á þessu? „Nei, alls ekki. Ég lít ekki og hef aldrei litið á leikhúsið sem vinnu. Ég hef leikið og leikstýrt og mér hef- ur aldrei fundist ég vera í vinnunni. Guði sé lof. Ég hef ekki í hyggju að setjast í helgan stein. Mér fmnst þetta gaman. Mér gefst kostur á að leika mér eftir að æskunni lýkur. Fæstir fá færi á því. En ég tek leik- inn alvarlega.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.