Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Grjóti kastað að drottnurunum Palestínsk kona kastar grjóti aö ísraelskum hermönnum í borginni Hebron á Vesturbakkanum á tíunda degi átakanna sem hófust er ísraelski stjórnmálamaöurinn Aríel Sharon heimsótti Musterishæöina í Jerúsatem. Árið 2000 gert upp: Ar uppreisna og kosningaöngþveitis Elian frelsaður Lögregla réöst tii inngöngu i hús ættingja kúbverska drengsins Elians Gonzalez í Miami á Flórída í apríl. Tók lögregian drenginn á brott með sér og færöi hann fööur sínum sem kominn var til Bandaríkjanna. Fórnarlömb Kúrskslyssins Móöir rússneska sjóliöans Victors Kuznetsovs lést nokkrum klukkustundum áöur en fregnir bárust af því aö líkamsleifum sonar hennar haföi veriö bjargaö úr kafbátnum Kúrsk sem sökk i ágúst. Nýju árþúsundi var fagnað um alla heimsbyggðina með ósk um frið en of- beldi einkenndi síðustu mánuði ársins. í Miðausturlöndum létu á fjórða hundrað manns, flestir Palestínu- menn, lífið i átökum í kjölfar heim- sóknar ísraelska stjórnmálamannsins Ariels Sharons á Musterishæðina. Öngþveiti ríkti í Bandaríkjunum í kjölfar forsetakosninganna en eftir margar umferðir í dómskerfinu var George W. Bush loks lýstur sigurveg- ari. Og í Júgóslavíu var Slobodan Milosevic forseta bolað frá eftir 13 ár á valdastóli í kjölfar tilrauna hans til að falsa úrslit forsetakosninganna. Tvöþúsundvandinn gerði ekki þann usla sem margir höfðu óttast þegar ár- ið 2000 gekk loks í garð. í upphafi ársins sem er að líða voru menn enn að melta óvænta afsögn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta þegar settur forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hélt til vlglínunnar í Tsjetsjen- íu til að veita rússneskum hermönn- um viðurkenningu fyrir baráttu þeirra gegn uppreisnarmönnum. Eitt af fyrstu verkum Pútíns var einnig að láta reka dóttur Jeltsíns, Tatjönu Djatsjenkó, úr embætti ímyndarsmiðs forsetaembættisins. Samtímis hófst formleg rannsókn á meintu glæpsam- legu atferli Helmuts Kohls, fyrrver- andi kanslara Þýskalands. Honum var gefið að sök að hafa tekið við leynileg- um fjárframlögum til Kristilega demókrataflokksins á árunum 1993 til 1998. Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, tók upp úr flutninga- kössunum á nýju heimili sínu í New York i janúarbyrjun. Hillary Clinton flytur og Cherie Blalr sektuö Þegar Hillary var að taka upp úr kössunum var Cherie Blair, forsætis- ráðherrafrú Bretlands, sektuð fyrir að hafa ferðast í lest án lestarmiða. Hún hafði ekki fundið opna miðasölu og hún hafði ekki heldur reiðufé til að kaupa miða í sjálfsala. Þurfti Cherie að greiða 10 pund í sekt ofan á far- miðaverðið. Hillary tilkynnti í janúar- lok að hún ætlaði að vera við hlið eig- inmanns síns þegar kjörtímabili hans lyki. Þar með sáu menn fram á að ekkert yrði af skilnaðinum sem marg- ir höfðu gert ráð fyrir. Um miðjan janúar var serbneski stríðsherrann Zeljko „Arkan" Raznatovic skotinn til bana í anddyri hótels í Belgrad. í byrjun febrúar tók samsteypustjóm íhaldsmanna og Frelsisflokks Jörgs Haiders við völd- um. Efnt var til mótmæla bæði í Aust- urriki og erlendis. ísraelar kölluðu heim sendiherra sinn og og Evrópu- sambandslöndin frystu Austurríki. ömmur Elians litla Gonzalez, kúbverska drengsins sem bjargað var úr sjávarháska undan strönd Flórída í lok nóvember 1999, héldu til Banda- ríkjanna í lok janúar til að þrýsta á að hann fengi að fara heim. Sex ára skaut bekkjarsystur tll bana í Michigan Tarja Halonen, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, var kjörin forseti Finn- lands 6. febrúar. Þetta var í fyrsta sinn sem kona settist í stól forseta í Finnlandi. Vamarmálaráðherra Júgóslavíu, Pavle Bulatovic, var skot- inn til bana á veitingastað 1 Belgrad. í þingkosningum í íran hlutu umbóta- sinnar yfirburðasigur. Sex ára drengur skaut til bana bekkjarsystur sína i Mount Morris Township í Michigan í Bandaríkjun- um 29. febrúar. Börnin höfðu rifist á leikvelli deginum áður. Drengurinn bjó í eiturlyfjagreni með hlöðnum byssum um ailt. í byrjun mars tilkynnti Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, yrði ekki framseld- ur til Spánar. Pinochet var fagnað sem hetju er hann sneri heim til Chile. Kjell Magne Bondevik, forsætisráö- herra Noregs, baðst lausnar fyrir stjórn sina 10. mars eftir aö stjómar- andstaðan hafði fellt tillögu stjómar- innar sem koma átti í veg fyrir breyt- ingar á löggjöf um umhverfismál. Jens Stoltenberg myndaði nýja stjórn Noregs. Jóhannes Páll páfi baðst fyrir- gefningar á syndum kaþólsku kirkj- unnar. Um 530 félagar í sértrúarsöfnuði í Úganda brunnu til bana í kirkju. Hundmð líka fundust til viðbótar og voru fórnarlömb safnaðarleiðtoganna alls yfir 900. Elian frelsaöur frá ættingjunum í Miami Færeyingar urðu æfir í garð danska forsætisráðherrans. Poul Nyr- up Rasmussen lét færeysku land- stjómina halda heim frá Kaupmanna- höfn með þau óvæntu skilaboð að fjár- styrkur Dana til Færeyja, 10 milljarð- ar íslenskra króna á ári, yrði feúdur niður eftir 3 til 4 ár vildu Færeyingar sjálfstæði. Vladimir Pútín var kjörinn forseti Rússlands 26. mars með 52 prósentum atkvæða. Faðir Elians litla Gonzalez hélt til Washington í aprílbyrjun ! fylgd eig- inkonu sinnar og hálfbróður Elians. Þann 22. apríl náðu bandarískir sér- sveitarmenn Elian frá ættingjum hans í Miami á Flórída og færðu hann föðumum. Útlagar frá Kúbu efndu til mótmæla í Miami. Fyrrver- andi forsætisráðherra Pakistans, Awaz Sharif, var dæmdur f lífstíðar- fangelsi. Hann var fundinn sekur um hryðjuverk og flugrán. Bandaríska blaðið New York Post greindi frá því að Monica Lewinsky, fyrrverandi lær- lingur í Hvíta húsinu og ástkona Bills Clintons, ætlaði að kjósa Hillary í kosningum til öldungadeildarinnar. Landtökumenn í Simbabve lögðu til atlögu á nýjan leik hvíta bændur. Forstjóri flugfélags Júgóslavíu var myrtur í lok apríl. Dómsmálaráðherra Serbíu sakaði Vesturlönd um morðið. Vinur Arkans var skotinn til bana nokkrum dögum síðar. Rauöi Ken kjörlnn borgarstjóri Lundúna Ken Livingstone, eða Rauði Ken, var kjörinn borgarstjóri Lundúna í maíbyrjun. Hvalavinurinn Paul Watson skipulagöi í maí nýja herferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.