Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
29
I>V
Helgarblað
Innbyrðis átök einkenndu verkalýðshreyfinguna á árinu:
Halldór maður ársins
- ætlaði að hætta en endar árið sem formaður stærsta landssambandsins
Staðan á vinnumarkaði í upphafi
ársins var þannig að flest verkalýðs-
félög og landssambönd voru með
lausa samninga eða stutt í að þeir
væru lausir. Samningsferlið var á
eftir áætlun og menn höfðu á orði í
desember fyrir ári að „frostavetur"
væri fram undan.
„Menn verða hissa þegar þeir sjá
þessar kröfur en þær eru einhverjar
þær hæstu sem lagðar hafa verið
fram í samningaviðræðum í langan
tíma,“ sagði Aðalsteinn Baldursson,
einn af þáverandi talsmönnum
Verkamannasambandsins um miðj-
an janúar. Menn töluðu digurbarka-
lega, kröfur VMSÍ voru metnar sem
35 þúsund króna mánaðarhækkun,
og Flóabandalagið krafðist „ráð-
herrahækkunar".
Gyifi Kristjánsson
blaðamaður
Flóabandalagsmenn og Samtök
atvinnulífsins skrifuðu svo
nokkrum dögum síðar undir „meg-
ininntak væntanlegs kjarasamn-
ings“ sem gildir til 15. september
2003. Launahækkanir á tímabilinu
voru metnar um 12% en lágmarks-
laun hækkuðu þó umtalsvert meira,
eða um 30% og verða 91 þúsund í
árslok 2002.
Stutt verkföll
„Ég óska Flóabandalagsmönn-
um til hamingju með eitthvað sem
þeir telja nógu gott til að senda
sínum félögum til atkvæða-
greiðslu," sagði Björn Grétar
Sveinsson sem enn sat í forseta-
stóli Verkamannasambandsins.
Björn Grétar bætti við að það sem
samið var um væri langt frá kröf-
um VMSÍ.
Eftir Flóasamningana fór að
koma hreyfing á samningamál
annarra, tónninn hafði verið gef-
inn. VMSÍ ætlaði þó ekki að gefa
sig átakalaust og boðaði til verk-
falls 11. apríl og það gerðu einnig
flugvirkjar og mjólkurfræðingar.
Verkfóll komu ýmist til fram-
kvæmda og stóðu í 1-2 daga eða
samið var á síðustu stundu, og all-
ir sömdu á línu Flóabandalagsins.
Þótt samningar væru afstaðnir
var síður en svo friður innan
verkalýðshreyfingarinnar. Til
hafði staðið að stofna sameiginlegt
landssamband Verkamannasam-
bandsins, Landssambands iðn-
verkafólks og Þjónustusambands-
ins. Út fór að kvisast hverjir hefðu
áhuga á að sitja þar í forsæti og
voru m.a. nefnd nöfn Björns Grét-
ars Sveinssonar, Hervars Gunn-
arssonar og Sigurðar Bessasonar,
formanns Eflingar.
Birni Grétari sparkað
Um mánaðamótin maí/júní
sprakk svo blaðran. Flóabanda-
lagsmenn, með stuðningi sem
nægði til, kröfðust þess að Björn
Grétar Sveinsson viki úr sæti for-
manns Verkamannasambandsins
en hann var þá nýkominn til
starfa eftir langt veikindaleyfi.
Gerður var starfslokasamningur
við Björn Grétar til tveggja
ára sem hljóðaði upp á um
5 milljónir króna og
Björn Grétar hvarf úr
eldlínunni. Ekki var
þó alls staðar mikil
hamingja með þessi
málalok, sérstaklega
ekki á landsbyggð-
inni og töldu margir.
að illa hefði verið 1
farið með Björn
Grétar.
Mönum rann þó
mesti móðurinn og
sameining lands-
sambandanna
þriggja, sem áður er
minnst á, varð að
veruleika á haustmán-
uðum. Ekki var eining-
in þó meiri þegar Starfs-
greinasamband ís-
lands varð til en að
Halldór Björns-
son, fyrrum
formaður
Eflingar,
sem
ætl-
aði
að vera hættur öllum störfum og
setjast i helgan stein að loknum
löngum starfsdegi, stóð uppi sem
formaður nýja sambandsins.
Blikur á lofti
Halldór átti enn eftir að komast
í sviðsljósið en það var á þingi Al-
þýðusambands íslands síðla árs.
Þar var uppi mikil óeining sem
kom hvaö skýrast í ljós við forseta-
kjör þar sem Grétar Þorsteinsson,
sitjandi formaður, fékk mótfram-
boð sem hann stóð þó af sér. Ekki
náðist eining um varaforseta þar
til enn var kallað á Halldór Björns-
son til að leysa málin. Halldór
brást vel við og maðurinn sem ætl-
aði að vera sestur 1 helgan stein er
því bæði nýkjörinn formaður
stærsta landssambandsins innan
verkalýðshreyfingarinnar og vara-
forseti Alþýðusambandsins og
reyndar starfandi fói*seti nú um
hríð.
Nú í árslok eru ýmsar blikur á
lofti. Málefni kennara hafa verið
mjög í brennidepli, framhalds-
skólakennarar í verkfalli þegar
þetta er skrifað. Mál sjómanna eru
í mikilli óvissu og verkfall yfirvof-
andi.
Halldór maöur ársins
Sé horft til baka yfir sviðið er
ekki hægt að segja annað en árið
2000 hafi verið mikið átakaár innan
verkalýðshreyfingarinnar. Þar hef-
ur lengst af verið hver höndin upp á
móti annarri og ýmislegt bendir til
að ekki séu allir sáttir. Ekki var
þing ASÍ til að efla bjartsýni manna
um að þar væru bjartari tímar fram
undan, þar tókust menn á af þunga
og hótuðu úrsögn og sögðu af sér, og
enn kom Halldór Björnsson til
hjálpar og varð til þess að hægt var
að kjósa varaforseta án þess að allt
færi í háaloft. Halldór hlýtur að telj-
ast maður ársins innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Björn Grétar Sveinsson
„Ég óska Flóabandalagsmönnum
til hamingju með eitthvað sem
þeir telja nógu gott til að senda
sínum félögum til atkvæða-
greiðslu" sagði Björn Grétar.
Stuttu síðar var honum gert að
taka pokann sinn sem for-
maður Verkamanna-
sambandsins.
Halldór Björnsson:
Staðan önnur en
ctU VcH SLtílIll
„Ég myndi segja að árið hafi í heild
verið gott fyrir verkalýðshreyfinguna ef
svo fer sem horfir. Menn hafa tekið
skynsamlega á vandamálunum sem
uppi voru og reynt að flnna á þeim sem
besta fleti. Stofnun Starfsgreinasam-
bandsins var mikilvægt skref og að losna
út úr þeim hremmingum sem óneitan-
lega voru uppi innan Verkamannasam-
bandsins var mjög mikilvægt. Það er altaf
skynsamlegt þegar menn ná áttum," segir
Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina-
samnbands íslands og varaforseti Alþýðu-
sambandsins.
„Það hefur farið allt of mikill kraftur í
innbyrðis deilur innan hreyfingarinnar og ég
ætla ekkert að strika yfir minn þátt í þeim. Ég
gerði mér grein fyrir því í samningunum í vor
þegar tvær fylkingar innan Verkamanna-
sambandsins fóru fram nánast hvor
gegn annarri að svona gat þetta
ekki gengið. Við gengum i það
að setja niður þær deilur sem uppi voru og
stofnuðum Starfsgreinasambandið i kjölfar
þess.“
- Þetta átti að vera merkisár hjá þér, þú ætl-
aðir að draga þig til hlé en ert nú með meiri
ábyrgðarstörf á herðunum en áður.
„Já, mér finnst þetta nú hálfgerður brandari,
svo ég segi alveg eins og er. Ég ætlaði mér að
draga mig í hlé þegar Efling var orðin til og
komin á beinu brautina. Málið tók aðra stefnu
og ég tók að mér að vera í forsvari á meðan
menn innan VMSÍ voru að ná sáttum. Síðan
endaði þetta svona eins og það endaði, án þess
að ég væri í nokkrum framboðshugleiðingum.
Ég skal að vísu játa það að mér hefur alltaf þótt
skemmtilegt að starfa að þessum málum og yfir-
leitt gengið vel að ná mönnum saman. Það er
hugsanlega eitthvað í blóðinu sem gerir það að
verkum að mér hefur þótt það skemmtilegt að
vera í þessari eldlínu og er í henni enn þá. Stað-
an hjá mér er því allt önnur nú í árslok en ég
hafði stefnt að í ársbyrjun,“ segir Halldór.
Sáttur við árið
„Það hefur gengið á ýmsu í hreyf-
ingunni en varðandi mitt félag þá er
ég sáttur," segir Magnús L. Sveinsson,
formaður Verslun-
armannafélags
Reykjavíkur.
„Við gerðum
tímamótakjara-
samning í VR. Þar
var samið um stytt-
ingu vinnutíma og
um markaðslaun
sem markar líka
tímamót. Það hafði
komið fram að um 5% okkar félags-
manna voru á umsömdum taxtalaun-
um en 95% á launum sem vinnuveit-
endur höfðu ákveðið einhliða. Með
nýja samningnum skapast tækifæri
til að styðja við bakið á okkar félögum
að það geti nýtt sér launakannanir og
borið sín laun saman við laun ann-
arra. Við sömdum einnig um endur-
menntunarsjóð og sömdum við við Fé-
lag íslenskra stórkaupmanna um 2%
framlag vinnuveitenda i séreignasjóð
vegna lífeyrisframlags. Allt eru þetta
þýðingarmiklir áfangar sem marka
tímamót.
Á heildina litið er ég því sáttur við
árið. Hins vegar horfum við til þess
núna að verðbólgan hefur verið meiri
en hægt er að una við en það eru blik-
ur á lofti. Það eru reyndar einnig vís-
bendingar um að hún kunni að fara
niður á næstunni og við skulum vona
að það gangi eftir,“ segir Magnús.
Algjör kyrrstaða
„Það hefur ríkt algjör kyrrstaða í
okkar málum á árinu. Lögin sem á
okkur voru sett runnu út 15. febrúar
og síðan hafa verið
haldnir um 20 fund-
ir sem hafa ekki
skilað hinum
minnsta árangri.
Það hefur þó skýrst
á síðustu fundum
að við fáum þvert
nei við öllu, m.a.
skammtímasamn-
ingi um mál sem
aðrir hafa verið að semja um,“ segir
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands íslands.
„Við erum þvi bara á upphafsreit
eftir árið, og félögin hafa nú hafið at-
kvæðagreiðslu um verkfall sem tekur
gildi 15. mars. Ég geri mér þó vonir
um að það verði einhver hugarfars-
breyting hjá viðsemjendum okkar og
þeir fari að tala við okkur eins og ann-
að fólk og komi eitthvað efnislega til
móts við okkur með skammtíma-
samningi eða langtímasamningi.
Síðast fórum við i verkfall á loðnu-
tímanum og þá voru þjóðarhagsmunir
svo miklir að við fengum á okkur lög.
Nú erum við komnir fram yfir megin-
loðnutímabilið þannig að þjóðarhags-
munir verða ekki eins miklir, en ég
óttast lagasetningu engu að síður,
reynslan kennir manni," segir Sævar.
Innbyrðis átök
„Árið hefur því miður einkennst
talsvert af innbyrðis átökum innan
hreyflngarinnar. Menn hafa tekist á
og það hefur ekki
orðið til góðs fyrir
hreyflnguna," segir
Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður Al-
þýðusambands
Norðurlands.
„Þetta var ár
kjarasamninga fyr-
ir verkafólk og því
miður voru gerðir
samningar sem féllu ekki í góðan jarð-
veg meðal verkafólks. Fólk taldi sig
eiga mikið inni og ég tel að samstöðu-
leysi innan verkalýðshreyflngarinnar
hafi valdið því hver útkoman varð.
Þeir samningar sem gerðir voru eru
reyndar í uppnámi og ekkert líklegra
en að þeim verði sagt upp snemma á
næsta ári, þ.e. launalið þeirra.
Annars einkenndist árið mjög af
skipulagsmálum innan hreyfingarinn-
ar, unnið var að stórum sameiningum
landssamtaka og skipulagsbreyting-
um. Þá urðu miklar skipulagsbreyt-
ingar á þingi Alþýðusambandsins þar
sem m.a. var fækkað verulega í mið-
stjórn. Þetta hefur því verið annasamt
ár en ekki öll mál í þeim farvegi sem
maður hefði viljað."
Aöalsteinn
Baldursson.
Sævar
Gunnarsson.
Magnús L.
Sveinsson.