Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001______________ I>V ________________________________________________________________________________________Neytendur Veitingahúsið Asía hættir þátttöku: Enn deilt um svo- kallað SímaHapp - segjast hafa gefið einn vinning en ekki mörg hundruð Astþór Magnús- son, Friöi 2000 Reynum aö gera gott úr öllu þrátt fyrlr aö Asía hafi veriö meö bind- andi samning viö Friö 2000. Enn eru deilur um svokallað SímaHapp sem er hlutavelta á veg- um Friðar 2000. Meðal vinninga í hlutaveltunni eru úttektarmiðar á veitingastaði, þar á meðal veitinga- staðinn Asíu á Laugaveginum. Undanfarið hafa þeir sem ætluðu að sækja vinn- inga sína þangað komið að luktum dyrum, þ.e. veit- ingastaðurinn ———. hefur neitað að taka við SímaHapps- vinningum sem greiðslu. Að sögn forsvarsmanna Asíu var skrifað undir samning við Frið 2000 um þátttöku í SímaHappinu en sá sem það gerði stóð i þeirri trú að um væri að ræða einn vinning að verð- mæti 2000 kr. Síðan hafi komið í ljós að ekkert takmark sé á hversu margir miðar verði settir í umferð. En þar sem lítið veitingahús eins og Asía geti ekki staðið undir því að gefa fleiri hundruð máltíðir á erfið- asta tima ársins í veitingabransan- um hafi þessi misskilningur valdið verulegum vandræðum. Málið var leyst þannig að Ástþór mætti á stað- inn með geisladiska sem þeir sem eru með úttektarmiða fá í staðinn fyrir máltíðina. Annar aðili sem skrifaði undir samning um að gefa vinninga í símahappið en gerði sér enga grein fyrir hversu margir þeir yrðu orðaði það sem svo: „Ástþór prentar peninga á minn kostnað." Það skal tekið fram að sá var nokkuð ánægður með hversu margir af þeim sem nýttu sér úttektarmið- ana komu með fleirum á staðinn þannig að ein- hverjar tekjur væru að skila sér. Miðarnir úr umferð „Sonur eigandans í Asíu skrifaði undir samninginn við okkur en svo snerist þeim hugur eftir að miðarnir fóru að berast.“ segir Ástþór Magnússon hjá Friði 2000. „Þeir lentu í einhverjum vandræð- um út af fólki sem vildi nýta miðana til að greiða fyrir take-out mat og fá afganginn af úttektinni til baka í peningum. Til að koma til móts við þá tókum við alla miðana frá Asíu úr um- ferð en því miður náð- um við þeim ekki öll- um, eitthvað fór út í Keflavík." Ástþór segir að þetta sé eina tilfellið þar sem þeir sem gefa vinningana hafi verið óánægðir. Tíu til tólf veitinga- staðir á höfuðborgar- svæðinu taka þátt auk nokkurra úti á landi, sem bættust við eftir að leikurinn hófst. „Við hjá Friði 2000 höfum reynt allt til að gera gott úr hlutunum en í raun erum við með bindandi samn- ing við fyrirtækið þannig að við hefðum getað brugðist öðru- vísi við, jafnvel farið í málssókn.“ segir Ást- þór. Hann segir það hafa komið skýrt fram þeg- ar samningarnir voru gerðir að ekkert væri vitað um vinninga- fjöldann, það færi al- gerlega eftir því hversu margir hringdu inn og fengju vinning. Þess vegna hafi sum veitingahúsin sett skilmála um að ekki væri hægt að nota fleiri en einn miða sama daginn og að ekki geti fleiri en einn við sama borð greitt með úttektar- miða SímaHappsins til að reyna að tryggja Veitingastaöurinn Asía að einhver sala fylgdi Hefur hætt þátttöku í SímaHappi Friöar 2000 vegna misskiinings hluta miöanna sem á fjöida vinninga. útgefnir yrðu. -ÓSB Ofgreiddi vörur: Neitað um endurgreiðslu - en boðin inneignarnóta Fyrir skömmu fór kona nokkur í verslun 11-11 í Árbæ. Þegar hún hugðist greiða fyrir vörurnar sem hún keypti fannst henni upphæðin heldur há. Þá tók hún eftir því að grænmeti, sem hún hafði keypt og átti að kosta 36 krónur, hafði verið vitlaust stimplað inn og kostaði 270 kr. Hún gerði athugasemd og var tekið vel í hana og verðið leiðrétt. Siðan greiddi hún fyrir vörurnar með korti. Þegar konan var komin út í bil skoðaði hún strimilinn og komst þá að því að 270 krónurnar höfðu verið stimplaðar inn tvisvar en dregnar frá einu sinni. Hún fór þvi aftur inn til að fá endurgreiðslu en þar var henni sagt að það væri ekki hægt en að hún gæti fengið inneignarnótu fyrir upphæðinni sem hún ofgreiddi. Hún sætti sig ekki við það þar sem það voru mis- tök verslunarinnar sem urðu til þess að hún greiddi of mikið. Stúlk- an á kassanum féllst loksins á að greiða henni krónurnar til baka en sagði um leið að hún þyrfti að taka þessa peninga úr eigin vasa og setja í kassann og fá inneignarnótuna sjálf. Konan féllst á það, enda ekki hennar mál hverjar reglur fyrirtæk- isins eru.' Sævar Einarsson, innkaupa- og markaðsstjóri 11-11 verslananna, segir að reglur um að ekki megi endurgreiða viðskiptavinum í slík- um tilvikum séu ekki til staðar og þvi hljóti að vera um verulegan mis- skilning af hálfu starfsmanns að ræða. „Ef við gerum einhver mistök þá leiðréttum við þau og endur- greiðum viðskiptavininum skilyrð- islaust. Því þykir mér mjög leiðin- legt að heyra af svona atviki,“ segir Sævar. Hjá Neytendasamtökunum feng- ust einnig þær upplýsingar að fyrir- tækjum sé ekki leyfilegt að setja reglur sem ganga þvert á rétt neyt- andans og átti konan því skýlausan rétt á endurgreiðslu. -ÓSB Helgarrétturinn: Tollgæslan í Reykjavík: Kryddlegnir kjúklingastrimlar - með appelsínusósu 1 stór kjúklingabringa, beinlaus 3 dl olía til steikingar Marinering 1/2 dl sojasósa 1/2 dl appelsínuþykkni 1/2 dl kjúklingasoð (eða vatn og teningur) Krydduö raspblanda 1 egg 1 msk. mjólk 1/2 dl hveiti 1/2 dl brauðrasp 1 msk. sesamfræ Appelsínusósa 2 1/2 dl kjúklingasoð (eða vatn og teningur) 1/2 dl appelsínuþykkni safi og börkur af einni appelsínu 1 tsk. hunang 1 msk. sykur 1 tsk. ostrusósa 1 msk. sítrónusafi maisenamjöl til þykkingar Aöferö Blandið sojasósu, appelsínu- þykkninu og soðinu saman. Skerið kjúklingabringuna í strimla eða þunnar sneiðar (2 mm), leggið í marineringuna og látið standa í sól- arhring. Takið síðan kjötið úr legin- um og þerrið. Krydduð raspblanda Blandið saman raspinu og sesam- Fallegur réttur Sesamfræin og appelsínuþykkniö gefa þessum rétti skemmtilegt bragö. fræjunum. Léttþeytið eggið. Veltið strimlunum upp úr hveitinu, síðan hrærða egginu og loks sesam- raspblöndunni. Lagið sósuna og haf- ið tilbúna. Steikið strimlana í djúpri feiti á pönnu og beriö fram í heitri sósunni, skreytt með salati, Appelsínusósan Brúnið sykurinn í þykkbotna potti, helliö soðinu yfir og bætið síö- an öðrum efnum í sósuna. Bragð- bætið eftir smekk, t.d. með meiri sykri eða sítrónu. Þykkið með maisenamjöli. Hollráð Réttir eins og þessi með austur- lensku ívafi verða stöðugt vinsælli og henta við mörg tækifæri. Rong dagsetn- ing á stimpli - frá áramótum fram í seinnipart janúar Wm . ' , • :-S , ■ * *** 1 - Amazon.com Int'l Sales, Inc. c/o Marston Gate Ridgmont BEDFORD, MK43 OXP United Kingdom Your order of 7 December, 2000 Qty Item 1 In This Shipment Windmills of England ( 19. jan 2000? Þessi pakki kom til landsins fyrir skömmu og fékk þennan stimpil hjá Toll- gæslunni í Reykjavík. Stimpill sem Tollgæslan í Reykjavik notar til að stimpla tollfrjálsa böggla í janúar var merktur ártalinu 2000 þó flestir séu sammála um að komið sé árið 2001. Það var athugull lesandi DV, Lúther Kristjánsson, sem tók eftir þessu þegar hann fékk i hendumar pakka sem innihélt gjöf sem send var frá netversluninni Amazon.com. Á pakkann var stimpluð dagsetningin 19. janúar 2000. Lúther segist hafa reynt að ná í yfirmenn Tollgæslunnar en það hafi ekki tekist. „Því gerði ég athuga- semd við stúlku í afgreiðslunni sem sagði að stofnunin hefði lent svolítið seint í 2000 vandanum því stimpillinn hefði oröið ónýtur um áramótin." Hann segir að ljóst sé að stofhunin hafi verið að nota rangan stimpil í nokkrar vikur og veltir hann því fyrir sér hvort fleiri stimplar séu rangir og hvort rangur stimpiii, t.d. á tollskjölum, geti skapað vandamál, t.d. ef til málaferla kæmi þar sem umrædd skjöl kæmu við sögu. „Hið opinbera er aðgangs- hart við þegnana, við verðum að hafa okkar mál í lagi og því finnst mér að það ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa einfalda hluti, eins og dagsetningar á stimplum, í lagi. „Hér er um mannleg mistök að ræða,“ segir Páll Fransson, deildar- stjóri hjá Tollgæslunni. „Ég held að þessi mistök hafi ekki getað komið nið- ur á tollafgreiðslu sendingarinnar sem slíkrar og það er það sem skiptir máli.“ Hann segir að rangur stimpill á fylgiskjölum í bókhaldi eigi ekki að hafa neinar afleiðingar þar sem sjá má að sendingin kom til landsins á öðrum tíma. „Auðvitað væri æskilegt að svona mistök kæmu ekki upp og við stefnum að og vinnum í að allar okkar gjörðir séu réttar,“ segir Páll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.